Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVTKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 Fréttir Dýrasta folald landsins í Eyjafjarðarsveit: Hver hlutur seldur a hálfa milljón króna Matthías Eiösson meö folaldiö Óskar Hrafn I hesthúsinu aö Möörufelli. DV-mynd gk DV, Akureyri: í hesthúsinu að Möörufelli í Eyja- flarðarsveit er móálótt hestfolald frá síðasta vori sem er vafalaust dýrasta folald landsins. Folaldið er undan Ósk frá Brún, sem er landskunn verð- launahryssa, og hinum fræga Hrafni frá Holtsmúla og eitt af síðustu folöld- um þessa fræga gæðings sem var felldur sl. vor og síðan stoppaður upp. Folaldið ber nöfii beggja foreldra sinna og heitir Óskar Hrafn. Matthías Eiðsson, bóndi á Möðru- felli, er eigandi hryssunnar Óskar, sem er 17 vetra, og segir að það hafi oröið að samkomulagi milli sín og Hinriks Bragasonar hestamanns að þeir ættu folaldið til helminga ef tæk- ist að halda Ósk undir Hrafh. Síðan var tekin ákvörðun um að selja 8 hluti í folaldinu á hálfa milljón króna hvem. „Ég veit ekki betur en allir hlutimir séu seldir og undirtektir vom svo góðar að hlutfrnir hafa án efa selst fyrir að minnsta kosti hálfa milljón króna hver,“ segir Matthías. Folaldið Óskar Hrafh er því a.m.k. fimm milljóna króna virði í dag. Matthías segir að mjög miklar von- ir séu bundnar við að Óskar Hrafh verði mikill og góður stóðhestur. „Hann er óvenjustór, þegar orðinn 127 cm á herðar aðeins 8 mánaða gamall, og langstærstur allra folalda hjá mér. Þá er hann ákaflega geðgóður og meö- færilegur og ber á allan hátt með sér að vera mikið gæðingsefiii," segir Matthías. Matthías segir að þegar Óskar Hrafn verði tveggja vetra eigi hann að geta farið á 10-14 hryssur og þegar hann verði fjögurra vetra eigi hann að geta gagnast 70-80 hryssum á ári. í dag kostar 60-70 þúsund krónur aö leiða hryssur undir þekktustu stóð- hesta landsins og það virðist nokkuð borðleggjandi að eigendur hryssna sem verða leiddar undir Óskar Hrafn muni þurfa að borga vel fyrir. „Það verður samkomulagsatriði þegar þar að kemur en það verður dýrt,“ er það eina sem Matthías hefur að segja um það mál. Gangi allt eins og stefiit er að mun það því ekki taka Óskar Hrafh mörg ár að skila eigendum sínum þeim krónum til baka sem þeir hafa lagt í hann. -gk Grammy-verðlaunin: Björk tilnefnd DV, Akranesi: Homogenic, nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, er til- nefnd til Grammy-verðlaunanna 1998 í flokki framsækinnar dæg- urtónlistar. Þeir sem keppa við Björk í þessum flokki eru David Bowie, The Chemical Brothers og hfjómsveitimar Prodigy og Radiohead. Grammy-verðlaunin í tónlist þykja vera ígildi óskarsverð- launanna í kvikmyndum. Þau veröa afhent 25. febrúar í Radio City Music Hall í New York. Veislustjóri við afhendinguna veröur Kelsey Grammer. Hjá þekktasta tónlistarblaði Breta, Melody Maker, var Björk kjörin kona ársins 1997. Díana prinsessa varð í öðra sæti. -DVÓ Jólin voru dönsuö út á þrettándanum f gær. Fjölmenni var viö brennur vföa um land til aö halda upp á daginn. Þessar tvær stúlkur létu sig ekki vanta og fögnuöu meö blysum og stjörnuljósum. Þrettándinn fór vel fram um allt land aö sögn lögreglu. Veöur var gott vföast hvar á landinu. DV-mynd S Umdeildar breytingar á starfsmannahaldi Búnaöarbankans: Systir aöalbankastjór- ans aöstoöarmaður - ekkert óeðlilegt viö ráðninguna, segir Sólon Sigurösson Hanna Pálsdóttir, aðalféhirðir Bún- aðarbankans, fékk um áramót stöðu aðstoðarmanns bankastjómar Búnað- arbankans samhliða því að Guð- mundur Thoroddsen lætur af því starfi. Nokkur titringur er innan bankans vegna þess að Hanna er syst- ir aðalbankastjórans, Stefáns Pálsson- ar. Efasemdir hafa komiö fram um að hæfniskröfur hafi veriö hafðar að leiðarljósi við starfsbreytinguna sem gekk i garð á sama tíma og bankinn varð hf. Hanna Pálsdóttir á aðeins eft- ir fá ár þar til hún fer á eftirlaun. Hún vildi í samtali við DV engu um þessi mál svara efnislega. „Ég get ekkert verið að ræða mín starfskjör hér til eða frá,“ segir Hanna. Samkvæmt heimildum DV er enn ekki búið að tilkynna bankaráöi Bún- aðarbankans um þessa starfskjara- breytingu. Þá hefur almennum starfs- mönnum í bankanum heldur ekki verið gerð grein fyrir málinu. Sólon Sigurðsson bankastjóri stað- festi í samtali við DV að Hanna hefði verið ráðin frá áramótum. Hann sagð- ist bera ábyrgð á ráðningunni ásamt Jóni Adolf Guðjónsyni bankastjóra. Stefán Pálsson aðalbankastjóri hefði vitaö um málið en ekki tekiö þátt í af- greiðslu þess. „Stefán kom ekkert að þessari ráðningu vegna tengslanna við hana. Auðvitað vissi hann um ráðninguna en það þarf mikinn illvilja til að gagn- rýna þetta,“ segir hann. Sólon vísar algjörlega á bug efa- semdum um að hæfniskröfur hafi ekki verið hafðar að leiðarljósi þegar Hanna var valin í starfið. Hann segir Hönnu hafa mikla reynslu á þeim sviðum sem hið nýja starf hennar tek- ur til. „Hanna hóf starf í bankanum 1954. Hún hætti svo um átta ára tímabil en síðan var hún útibússtjóri um 12 ára tímabil og hefur verið aðalféhiröir um 13 ára skeið. Þetta er nú reynsla sem ekki er á hverju strái," segir Sól- on. -rt Stuttar fréttir r>v Sýning á uppboði Borgarráð hefur sam- þykkt að bjóða út leigu á Laug- ardalshöllinni vegna sjávarút- vegssýningar í henni haustið 1999. Tvö fyrir- tæki vilja halda sýninguna og borgarráð vill ekki gera upp á milli þeirra. Viö- skiptablaðið sagði frá. Flugleiðir fjölmennastar Flugleiðir eru fiölmennasta einkafyrirtæki landsins. Þar starfa 2018 manns, þar af 230 erlendis. Rik- isspítalar eru hins vegar fjölmenn- asta stofiiunin með 2400 starfsmenn. Viöskiptablaðið sagði frá. Sterk brauðgerð Eftir sameiningu Myllunnar og Samsölubakarís verður til brauðrisi sem ræður fjórðungi brauðmarkað- arins. Samkeppnisstofnun hefur beðið um upplýsingar um samruna fyrirtækjanna, að sögn Viðskipta- blaðsins. Besta ávöxtunin Hlutabréf í íslandsbanka undir stjóm Vals Valssonar skiluðu bestri ávöxtun á síð- asta ári, að sögn Viðskipta- blaðsins. í öðra sæti voru hlutabréf í Marel og í því þriðja í SR-mjöh. Lánuðu til bílakaupa Sjóvá-Almennar lána mest trygg- ingafélaga til bilakaupa, að sögn Viðskiptablaðsins. Félagið veitti 3,6 miiljarða í bílalán á síðasta ári, Glitnir og VÍS hvort um sig 2,7 milljarða og Tryggingamiðstöðin 1,7 miiljarða. Um helmingur þeirra sem fær sér nýjan bil tekur bílalán til kaupanna. Pótfari gagnrýndur Amþrúður Karlsdóttir varaþing- maður gagnrýnir Ólaf Öm Haralds- son fyrir afskipti af innkomu sinni á þing meðan Ólafur skrapp á suð- urpólinn. Ólafúr vildi að Amþrúð- ur sæti á þingi i sinn stað í þrjár vikur af sjö en þá kæmi inn á þing- ið annar varamaður hans. Dagur sagði frá. Enginn verslar enn Enginn þeirra sem fengu verslun- arrými í Leifsstöð i útboði í fyrra hefúr byijað að versla í stöðinni. Engu að síður verða þeir að greiða mjög háa leigu frá 1. janúar. Stöð 2 sagði frá. Hærri Félagsmála- ráðherra hefúr ákveðið að hækka atvinnu- leysisbætur um 4% frá 1. janúar. Hækkunin er í samræmi við al- mennar launa- hækkanir. Borga mest Þrír hæstu skattgreiðendur í Skorradalshreppi eru flugstjóri, tog- arasjómaður og verkfræðingur. Enginn þeirra býr í hreppnum þó lögheimihð sé þar skráð. Stöð 2 sagði frá. Vantar spjó Frestað hefúr verið um óákveð- inn tíma að ráða 10 starfsmenn í skíðamiðstööina í Bláfjöllum vegna þess að enginn snjór er á svæðinu. Stöð 2 sagði frá. Magnesíumverksmiðja Sótt hefur verið um starfsleyfi fyrir magnesíumverksmiðju sem framleiða á 50 þúsund tonn á ári. Verksmiðjan verður á Reykjanesi og segir Morgunblaðið líklegt að af byggingu hennar verði. ísienskur tölvuleikur Haraldur Þór Bjömsson arkitekt hefur ásamt hópi fólks hannað tölvuleik fyrir Sony sem hefúr selst í tveimur milljónum eintaka. Morg- unblaðið sagði frá. -SÁ bætur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.