Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 13 I>V Fréttir Félagslegar leiguíbúöir borgarinnar: Sveitarfélags- ígildið dregið í efa „Samkvæmt úrskurði félagsmála- ráðuneytisins eru Félagsbústaðir hf., fyrirtæki um eignarhald og rekstur félagslegra leiguíbúða Reykjavikurborgar, ígildi sveitarfé- lags. Þess vegna telur ráðuneytið ekkert því til fyrirstöðu að hlutafé- lagið geti yfirtekið hinar félagslegu leiguíbúðir borgarinnar. Ámi Sig- fússon, oddviti D-listans í borgar- stjóm, segir í samtali við DV að megtntilgangurinn með stofnun Fé- lagsbústaða hf. virðist vera sá að rétta af hallann á borgarsjóði með skyndilántöku út á skuldlitlar fast- eignir. Fréttaljós Stefán Ásgrímsson Formaður Húseigendafélagsins segir hugmyndina athyglisverða en framkvæmd hennar beri einkenni bráðræðis og að ekki sé fullrannsak- að hvort lög leyfi aö hlutafélag yfir- taki skyldur sveitarfélags með þess- um hætti og hvort hugtakið ígildi sveitarfélags standist gagnvart sveitarstjómarlögum. DV spurði Pál Hreinsson, prófessor og sérfræð- ing í stjómsýslulögum, þeirrar spumingar. Hann kvaðst ekki geta svarað henni með afgerandi hætti að órannsökuðu máli. Góð hugmynd en lítt unnin „Hugmyndin er í sjálfú sér góð, Árni Sigfússon, oddviti D- iistans. - Verið að slá skyndilán til að rétta af halla borgarsjóðs. þ.e.a.s. að skilja á milli húsnæðis- rekstrar sveitarfélags og annarrar starfsemi sveitarfélagsins, en leiðin að markinu hefur ekki verið nægi- lega vel undirbúin og vörðuð," segir Sigurður Helgi Guðjónsson, hæsta- réttarlögmaður og formaður Húseig- endafélagsins, í samtali við DV. Sigurður segir það einnig órann- sakað hver áhrif Félagsbústaðir hf. muni hafa á leigumarkaðinn. Með stofnun Félagsbústaða hf. verði til risi á leigumarkaðnum sem hafi óhjákvæmilega sterk áhrif á mark- aðinn og hvemig hann þróist. þess vegna skiptir miklu máli hvemig framkvæmdin er og að hún virki eins og til er ætlast. „Mér sýnist farið nokkuð glanna- lega í hlutina og það hafi þurft að sveigja og teygja lagareglur óhæfi- lega og búa til nýtt hugtak eins og ígildi sveitarfélags til að fá málið til að ganga upp,“ segir Sigurður. Hann segir að ekki sé Ijóst hvort fyrirhuguð starfsemi Félagsbústaða standist að fullu sveitarstjómarlög og lögbundna ábyrgð sveitarfélaga. „Verði fyrirtækið gjaldþrota, hver ber þá ábyrgð á þessu ígildi sveitar- félags?" spyr Sigurður Helgi. Hann segir að í sveitarstjómarlögum séu takmarkanir fyrir því hvers konar ábyrgðir sveitarfélag má ganga í og kunni starfsemi hlutafélagsins að rekast á við lög í þeim efhum. 850 íbúðir á 4,5 milljarða Framkvæmdastjóri Félagsbú- staða, Sigurður Friðriksson, segir i samtali við DV að Félagsbústaðir hf. yfirtaki 850 félagslegar leiguíbúðir Reykjavíkurborgar sem em 4,5 milljarða króna virði. Um leið verði að auka hlutafé félagsins og áætlað sé að það verði um 1,5 milljarðar króna og allt í eigu Reykjavík- urborgar. Stofhhlutafé Félagsbú- staða er hins vegar 10 milljónir króna. Fjármögnun félagsins er þannig í meginatriðum að rúmur milljarður er í yfirteknum lánum frá Bygginga- Nýjar reglur um atvinnuleysisskráningu: Verið að pína fólk til sveitar - segir Vigfús Andrésson „Það er verið að gera fólki erfitt fyrir að skrá sig. Það er í raun ver- iö að pina fólk af ríki til sveitar með þessum nýju reglum," segir Vigfús Andrésson sem býr í Berja- nesi í Austur-Landeyjum. Vigfús segir að honum hafi ver- ið tilkynnt milli jóla og nýárs að honum bæri nú að skrá sig vegna atvinnuleysis í Vík i Mýrdal en fram að þessu hefúr honum veriö kleift að gera það á hreppsskrif- stofunni á Skógum. „Þetta þýðir 40 kílómetra akstur hvora leið, sem er um 160 kíló- metrar á mánuði, miðað við að nauðsynlegt sé að skrá sig tvisvar í mánuöi en það fást engar bætur fyrir þetta," segir Vigfús. Hann segir að með þessu séu stjórnvöld vafalaust að reyna að uppfylla kosningaloforð sín um að skapa ný störf og útrýma atvinnu- leysi. Meö þessari ákvörðun um að stækka atvinnusvæði í lands- hlutunum myndu menn hugsa sig tvisvar um ef þeim væri gert að keyra langar vegalengdir til at- vinnuleysisskráningar og jafhvel taka atvinnutilboðum fjarri heim- ili og fjölskyldu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að sú ákvörðun hefði verið tekin fyrir áramót að fækka skráningarstöð- um fyrir atvinnulausa en koma jafnframt á fót svæðisvinnumiðl- unum í landshlutum sem hefðu umsjón með atvinnuleysisskrán- ingum og vinnuráðgjöf. Hann neit- ar því alfarið að verið sé að gera mönnum erfitt fyrir með þessum reglum. „Við ætlum að gera reglumar sveigjanlegri. Við ætlum að leggja minni vigt á skráningar en efla ráðgjafarþáttinn til að auka hæfni fólks á atvinnumarkaðnum," segir Gissur. „Til að mynda er gert ráð fyrir að fólk þurfi aðeins að skrá sig hálfsmánaðarlega eða jafnvel sjaldnar og ekki endilega alltaf á sömu dögunum.“ Hann segir fráleitt að verið sé að vísa vandamálunum frá riki til sveitar. Þá segir Gissur að starfs- svið svæðisvinnumiðlunanna sé ekki fullmótuð og að tekið verði tillit til óska sveitarfélaga. Þannig hefði verið fallið frá því að leggja niður skráningu á Skógum og eins því aö beina fólki frá Stokkseyri og Eyrarbakka á Selfoss til skrán- ingar. -Sól. sjóði verkamanna en afgangurinn er skuldabréf sem Félagsbústaðir hf. gefa út til Reykjavíkurborgar. Búnaðarbankinn hefur séð um að selja skuldabréfin en Reykjavíkur- borg ábyrgist skilvísar greiðslur fyrir bréfm. Seld hafa veriö slík Sigurður Helgi Guðjónsson, hæsta- réttarlögmaður og formaður Hús- eigendafélagsins. - Góð hugmynd en slælega unnið úr henni. skuldabréf fyrir 800 milljónir króna. Á gráu svæði Ámi Sigfússon, oddviti D- listans, segir að þessi trygging borgarinnar orki tvimælis. Um sé að ræða ein- falda ábyrgð borgarinnar og slíkar ábyrgðir sveitarfélaga séu á lagalega gráu svæði. Hin einfalda ábyrgð borgarsjóðs sýni hins vegar glöggt hve lítill munur sé á þessu fyrirtæki og borgarsjóði. Borgarsjóður selji þessu nýja fyrirtæki sínu, Félagsbú- stöðum hf., leiguíbúðir og söluverð- maetið sé 4,5 milljarðar. Ámi gagnrýnir undirbúning málsins af hálfu R-listans og segir ljóst að megintilgangur með stofnun Félagsbústaða og sölu íbúðanna til félagsins sé sá að losa 800 milljónir úr leiguíbúðunum i skyndi og leggja inn í borgarsjóð til að rétta af stöðu hans svo að endar nái saman. „Það hefði verið eðlilegt þegar Húsnæðis- stofnun gerði athugasemdir að menn hefðu sest niður og farið mjög vandlega yfir málið. Það var ekki gert heldur var pantað svar eða úr- skurður úr félagsmálaráðuneytinu, sem er úrskurðaraðili sem studdi þessar aðgerðir," segir Árni. Hann segir að það sé ljóst að greiða verði af skuldabréfunum um- ræddu og að sá kostnaður muni trú- lega lenda á skattgreiðendum í borg- inni fyrst um sinn en síðar á leigj- endum í hinum félagslegu leiguí- búðum af fullum þunga í formi hærri húsaleigu. 25% afsláttur af þessa Litir: rautt og svart lakk, silfur St. 20-34 Verð 2.290 - 2.790 smáskór r-‘ í bláu húsl vlð Fákafen Slml 568 3919 Danssmiðja Hermanns Ragnars Innritun f sfma Danssköli Auðar Haralds M l b d ð n m u m m a m m n 561 9797 Skipholt 25, 105 Reykjavlk <p 561 9797 & 561 7580 milli kl. 13 og 19 KÁNTnt SPICE , □ISKÓ STEPP Kennslustadin Skipholt 25 Grafarvogur Gardabær Álftanes mAmua . Sfásr/vÍY'/nm rii - Jóhann Örn Auður Rósa Unnur Berglind Qb,p Einnig: Jassleikskólinn Barnadansar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.