Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 Sviðsljós DV Don Johnson: Yfirgaf 18 ára stúlku vegna 72 ára konu Stórhrifinn af þýskum mat Leonardo DiCaprio, leikarinn ungi sem fer meö aðalhlutverk- ið í ástar- og stórslysamyndinni Titanic, hefur fimdið nýja ást í lífinu, þýskan mat, einkum pyls- ur og súrkál. „Mér finnst þýsk- ur matur alveg æðislegur," seg- ir leikarinn i viðtali við þýskt tímarit. Don Johnson er sagður hafa skipt um kærustu enn einu sinni. í þetta sinn vekja skiptin meiri athygli en /• oft áður því hann á að hafa yfirgef- ið hina 18 ára Jodie O’Keefe og snú- ið sér að 72 ára gamalli konu, Den- ise Hale. Sjálfúr er Don 47 ára. Don og Denise voru fyrst fest á filmu saman í ágúst síðastliðnum þegar þau voru gestir í brúðkaupi vinar þeirra. Síðan hafa þau sést reglulega saman í ýmsum veislum. Don hafði þó áður sýnt Denise , sem er ein ríkasta konan í Los Ang- eles, aödáun sína. í apríl gaf hann henni demantsnælu í afmælisgjöf sem sögð er hafa kostað á aðra millj- ón króna. Á þeim tíma töldu menn að hann væri trúlofaður Jodie. Ástarlíf Dons hefúr verið skraut- legt að undanfomu. Hann giftist ^ Melanie Griffith 1976 en hjónaband- ið varaði ekki lengi. Eftir skilnað- inn var Don í langri sambúð með leikkonunni Patty D’Arbanville sem hann eignaðist son með. Árið 1989 gengu Don og Melanie í hjónaband á ný og eignuðust dótturina Dakota. Hjónabandinu lauk 1995 þegar Mel- anie varð ástfangin af Antonio Banderas sem nú er eiginmaður hennar. Don leitaði huggimar hjá hverri konunni á fætur annarri. ímars í fyrra kvaðst hann loksins hafa fundið konu sem skildi hann og sem hann ætlaði að kvænast. Hin út- valda var hin unga Jodie. Hún lék dóttur Dons í sjónvarpsmynda- flokknum Nash Bridges. Blaðafúlltrúi leikarans fullyrðir að samband Dons og Denise sé einung- is platónskt. Denise er þrígift. Hún erfði stórfé við lát síðasta eiginmanns sins sem átti keðju stórverslana. Einn eiginmanna Denise var faðir Lizu Minnelli. Skilnaðurinn fyrir hæstarétt Bandaríska leikkonan Kirstie Alley, sem íslenskir sjónvarpsá- horfendur kannast við sem Rebekku úr Staupasteini, og fyrrum eiginmaður hennar, Ric- hard Parker, hafa ákveðið að fá úrskurð hæstaréttar Maineríkis í skilnaðarmáli þeirra. Kirstie vill að sameiginlegum eigum þeirra hjóna verði skipt sam- kvæmt lögum Maine þar sem þau áttu lögheimili. Rikki vill hins vegar að skiptingin fari fram í Kalifomíu þar sem þau dvöldu flestum stundum. Ekki er búist við úrskurði hæstarétt- ar Maine fyrr en eftir nokkrar vikur. Travolta skipti um hlutverk John Travolta má þó eiga það að hann er heiðarlegur gagnvart sjálfúm sér og öðrum sem lista- maður. Hann gerir sér engar grillur um hvað hann getur og hvað ekki, eins og best sést á því hvaða hlutverk hann tók að sér í nýjustu mynd Costa-Gavras, Mad City. Þar átti Travolta upp- haflega að leika blaðamann. Honum fannst hann þó ekki geta gert neitt nýtt fyrir hlut- verkið og sosum ekkert heldur fyrir hlutverk húsvaröarins sem Dustin Hoffman átti að fara með. En eftir langt símasamtal við Dustin ákvað John að taka húsvörðinn að sér. Don Johnson ásamt vinkonu sinni, Denise Hale. Hún er ein ríkasta konan f Los Angeles. Hiö stórkostlega óperuhús í Sydney í Ástralfu veröur miöpunktur borgarinnar næstu vikurnar, eins og þáö sosum ávalit er. Þessa dagana er haldin mikil há- tíö f borginni. Af þvf tilefni veröur óperuhúsiö iýst upp meö þessum fallegu bláu Ijósum frá þvf skyggja tekur og fram á næsta morgun. Lamparnir sem gefa þessa fallegu bláu birtu eru þrjátfu og upphaflega hannaöir til aö hægt sé aö leika krikket aö kvöldlagi. Sfmamynd Reuter Gleymdi dótturinni á sveitakránni Shaun Ryder, söngvarinn í Black Grapes, er þekktur fyrir að vera djammari. Og það sannaðist rækilega um daginn. Þá var kapp- inn á kránni Wagon and Horses fyrir utan Manchester ásamt vin- um sínum, eiginkonunni Oriole og dótturinni Coco sem er 4 ára. Eftir þriggja klukkustunda drykkju ákvað hópurinn að yfir- gefa staðinn. Þegar liðið var farið fundu starfsmenn kráarinnar litla og hrædda stúlku. Einn starfsmannanna sagði í viðtali við blaðið Mirror að stúlk- an hefði sagst heita Coco og að pabbi hennar héti Shaun. Reynt var að hafa upp á rokkstjömunni með aðstoð leigubílastöðva. Eftir hálfa klukkushmd birtist svo Shaun. Hann hafði uppgötvað að eitthvað vantaði. Söngvarinn sagði nýlega í viðtali að það mikilvægasta í lifinu eftir fæðingu dótturinnar væru fjöl- skylduböndin. Kærasti Viktoríu hneykslaði þjóna Viktoría Kryddpía var á dögunum á finum veitingastað með kærastan- um sínum, fótboltahetjunni David Beckham sem leikur með Manchest- er United. Matarvenjur fótboltakappans fóra fyrir brjóstið á þjónunum, að því er erlend slúðurblöð greina frá. Hann bað nefnilega um tómatsósu með lambasteikinni. Viktoría var heldur ekkert skemmtileg, að mati þjónanna. Erfitt var að gera henni til geðs því hún sendi þá tvisvar til baka með salatið sem hún pantaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.