Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 Útlönd Stuttar fréttir r»v Danski forsætisráðherrann sagður vera verri en Adolf Hitler: Það var rétt af mér að koma til Færeyja Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tekur viö mótmælum úr hendi Zakariasar Wangs. Um tvö hundruð manns efndu til mótmælafundar vegna komu danska forsætisráðherrans til Færeyja. símamynd jens k. vang Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, segir að það hafi verið rétt af sér að koma til Færeyja nú, viku áður en skýrsla rannsóknarnefndar um hrun fær- eyska bankakerfisins verður gerð opinber. Forsætisráðherrann kom í um- deilda heimsókn til Færeyja í gær til að funda með Edmund Joensen, lögmanni Færeyja, og Jonathan Motzfeldt, formanni grænlensku heimastjómarinnar. Poul Nyrap neitaði alfarið að tjá sig um skýrsluna á fundi með frétta- mönnum í Þórshöfn í gærkvöld. Skýrslunnar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Margir telja að hún muni staðfesta að Poul Nyrup og stjóm hans hafi verið kunnugt um bága stöðu Færeyjabanka, dóttur- fyrirtækis Den Danske Bank, áður en Færeyingar tóku við rekstri hans. Færeyska landstjómin þurfti að taka margra milljarða króna lán hjá dönsku stjóminni til að bjarga bankanum. Aðspurður sagðist Nyrup ekki þekkja innihald skýrslunnar en sagðist engu að síður sannfærður um að hún mundi hreinsa sig og stjórn sína af öllum ásökunum um að' hafa blekkt Færeyinga. Danski forsætisráðherrann ítrek- aði á fréttamannafundinum að fund- urinn með Joensen og Motzfeldt, ár- legur fundur danska ríkjasam- bandsins, hefði verið ákveðinn áður en vitað var hvenær bankaskýrslan yröi gerð opinber. Færeyskir blaða- menn halda því hins vegar fram að svo sé ekki. Tæplega tvö hundruð manns efndu til mótmælaaðgerða í miðbæ Vérðhrun á gjaldeyrismörk- uðum í Asíu Gengi flestallra gjaldmiðla í Suöaustur-Asiu lækkaði mikið á mörkuðum í morgun þar sem ástandið á fjármálamörkuðum Asíu virðist ekkert ætla að skána. Bæöi fyrirtæki og fjárfestar keyptu sem mest þeir máttu af Bandaríkjadolluram og gátu seðlabankar ríkjanna litið að gert. Gengi hlutabréfa á markaöin- um í Hong Kong féll talsvert í morgun. Hang Seng hlutabréfa- vísitalan féll niður fyrir tíu þús- und og hafði ekki farið svona lágt frá því í nóvember. Um tíma í morgun hafði vísitalan fallið um 5,1 stig. Bílstjóri Díönu varaði Ijós- myndarana við Henri Paul, bilstjórinn sem ók Díönu prinsessu og Dodi Fayed í hinstu ökuferö þeirra í París í fyrra- sumar, lét sjálfur ljós- myndarana sem biðu þein-a vita að prinsessan væri um það bil að yfirgefa Ritz-hótelið. Það eru heimildarmenn sem þekkja til rannsóknar málsins sem héldu þessu fram í gær. Reuter Þórshafnar síðdegis í gær. Þar lýsti leiðtogi hópsins, Zakarias Wang, því yfir að Poul Nyrup væri verri en Hitler. Hitler hefði aldrei heimsótt Quisling í Noregi. Fyrirhugað er að Poul Nyrup fundi með færeyskum stjórnmála- mönnum í dag. Ekki hafa þó allir Þýsku lögregluna grunar að verið sé að byggja upp hryðjuverkasam- tök nýnasista i Þýskalandi. Undan- farnar vikur hefur lögreglan kom- ist á snoðir um áætlanir um marg- ar sprengjuárásir. Telur lögreglan að ofbeldishneigðir aðilar meðal nýnasista hafi fengið innblástur frá hryðjuverkasamtökunum Rauðu herdeildunum sem herjuðu á áttunda áratugnum. I desemberbyrjun fann lögreglan sprengiefni og áætlanir um sprengjugerð heima hjá nýnasist- um í Berlín og i Bæjaralandi. Bill Clinton Bandarikjaforseti sakar ljósmyndara um að hafa ráð- ist á einkalíf hans með því að taka myndir af forsetafjölskyldunni í jólafríi hennar á Jómfrúreyjum. Ljósmyndaramir smelltu mynd- um af forsetahjónunum þar sem þau dönsuðu í sundfótum á baðströnd. Dóttir forsetahjónanna, Chelsea, var áhuga á því þar sem fimm flokkar af átta hafa ekki áhuga á að ræða við hann. Þá stendur til að Nyrap ræði við stúdenta og kennara í Fróðskap- arsetrinu, háskóla Færeyja, en óvíst er hvort þar ríkir áhugi fyrir fund- inum. Blaðamaður færeyska blaðsins Tveir ungir nýnasistar í Berlín viðurkenndu eftir skyndileitina að þeir hefðu ráðgert árás á ungan fé- laga í flokki vinstri sósíalista sem tók við af austur-þýska kommún- istaflokknum. Yfirmaður öryggislögreglunnar í Berlín, Eduard Vermander, segir í viðtali við tímaritið Der Spiegel að hætta sé á að nasísk hryðjuverka- samtök séu að myndast í Þýska- landi. Fjölmiðlar í Þýskalandi og utan Þýskalands hafa í haust greint frá auknum áhuga þýskra hermanna einnig með á myndunum. Forsetinn leynir því hins vegar ekki að honum hafi þótt myndimar mjög góðar. Fjöldi bandarískra blaða birti myndimar á mánudaginn. Forset- inn segir að hann hafi ekki haft hug- mynd um nærveru ljósmyndaranna þegar hann steig dansspor með Hill- ary á ströndinni. Clinton neitar Sosialurin spurði Poul Nyrup hvað honum fyndist um kröfu færeyskra jafnaðarmanna um aukið sjálfstæði. „Það er ekki rétt af mér að fara út í það, hvorki gagnvart færeyskum né grænlenskum stjómmálamönn- um,“ sagði Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. á hugmyndafræði nasista. Búnað- ur til sprengjugerðar fannst ný- lega í herdeild í Landsberg i Bæj- aralandi. Talið er að öfgasinnaðir hermenn hafi átt tækin. Tímaritið Die Woche hefur greint frá þvi að einnig í fyrrum A- Þýskalandi hafi nasistar orðið meira áberandi. Hægriöfgasinnaðar hljómsveitir selja fleiri hljómplötur en þekktar popphljómsveitir. Svipuð þróun á sér stað í Svíþjóð í tónlistargeiran- hins vegar að segja hver væru mörkin fyrir árás á einkalífið. Hann segir að fjölmiðlar verði sjálfir að gera sér grein fyrir hvar mörkin séu. Talsmaður Hvíta hússins, Mich- ael McCurry, segir nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að vernda Chelsea. Neyðarfundur Vestur-evrópsk lönd ætla að halda neyðarfund vegna straums kúrdískra flóttamanna frá Tyrk- landi til Ítalíu. Þúsundum sagt upp Yfirvöld í Kenýa ráku í gær þúsundir hjúkranarfræðinga sem hafa verið í verkfalli síðan í nóvember. Hjúkranarfræðingar krefjast 500 prósenta launahækk- unar. Jól án Jeltsíns Milljónir Rússa flykktust í kirkjur í gær til að halda upp á jól rétttrúnað- arkirkjunnar. Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti var ekki viðstaddur aft- ansöng í dóm- kirkju sem margir hátt- settir aðilar sóttu. Embættis- menn í Kreml segja forsetann í fríi í Valdai. Þar aki hann um á snjóbíl og ræði við stjórnmála- menn heima og erlendis í síma. Það vekur hins vegar athygli að forsetinn hefur frestað ferð til Indlands sem hann átti að fara í núna i janúar. Hættuleg baktería Norska matvælaeftirlitið hefur fundið hina hættulegu E.coli- bakteriu í kebabkjöti sem selt var á skyndibitastað í Kristians- and. Bakterían er hættuleg og getur valdið nýmabilun og jafn- vel dauða. Brjóstabörn duglegri Ný könnun sýnir að böm, sem drukkið hafa móðurmjólk, standa sig betur í skóla en önnur. Könn- unin var gerð á Nýja-Sjálandi. Talið er að fitusýrur í mjólkinni hafi áhrif á þróun heilans. íhuga matvælaaðstoð Bandarísk yfirvöld íhuga að verða við beiðni Sameinuðu þjóð- anna um að senda meiri matvæli til Norður-Kóreu. Áætlun samþykkt Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt áætlun íraka um dreifingu matvæla sem þeir fá fyrir sölu á olíu. Saddam Hussein íraks- forseti hafði lýst því yfir að írakar myndu ekki hefja olíusölu á ný fyrr en áætlunin hefði veriö samþykkt. Rafmagnsleysi Um 750 þúsund heimili urðu rafmagnslaus i Quebec í Kanada í gær er óveður gekk yfir fylkið. Bílasprengja Breskir hermenn gerðu I morg- un óvirka bílasprengju i bænum Banbridge á N-írlandi. Ný hryðjuverkasamtök Lítt þekkt samtök skæruliða í Mexíkó hafa lýst yfir ábyrgð á árás á lögreglustöð í síðustu viku. Sögðu þau árásina hefnd fyrfr morðin á 45 indíánum í suð- urhluta landsins. Chirac í árásarhug Jacques Chirac Frakklandsfor- seti sakaði í gær Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, um að grípa of oft til neyðarráð- stafana til að koma frum- vörpum sínum í gegn á þingi. Jospin hefur sætt ámæli að undanfórnu fyrir að takast ekki á við at- vinnuleysið sem er 12,4 prósent. Handtökur Tyrkneska lögreglan hefur handtekið tugi íraka sem komu ólöglega til Tyrklands. Þýska lögreglan: Nýnasistar skipuleggja hryðjuverkasamtök um. Clinton ósáttur við leynilegar myndatökur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.