Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 19 5 I>V Verkalýösfélag Húsavíkur: Hvetur til verk- falls sjómanna DV, Akureyri: Aðalfundur Sjómannadeildar Verkalýðsfélags Húsavíkur sam- þykkti að hvetja sjómenn til að standa vörð um réttindamál sín og sýna samstöðu í verki með því að samþykkja að fara í verkfall 2. febrúar nk. verði ekki búið að ná fram samningum fyrir þann tíma. í ályktuninni segir að hafni sjö- menn því að fylgja kröfum sínum eftir af fullri hörku yrði það mikið áfall fyrir sjómannastéttina og byði hættunni heim, að útgerðarmenn gengju enn lengra en orðið er að skerða kjör sjómanna, þar sem eng- um yrði hlíft, hvorki sjómönnum á bátum, loðnuskipum, togurum eða vinnsluskipum. Þá var í ályktun- inni undirstrikað að koma þurfl í veg fyrir að sjómannaafslátturinn verði afnuminn. -gk T m | \ l r ■■ í \ ' 1 Ellefu hundruð íslendingar nutu veðurblíðunnar á Kanaríeyjum um jól og áramót. Boðið er upp á hefðbundinn ís- lenskan jólamat á sumum veitingastaðanna og kínverjar og rakettur springa eins og heima um áramótin. Örvar Krist- jánsson harmóníkuleikari heldur uppi fjörinu á íslendingabarnum og greinileg íslensk áhrif sjást víða enda landinn búinn að stunda staðinn i þrjá áratugi og allar eyjarnar nánast frihöfn. Myndin er tekin á áramótgleði íslendinganna og það er Fjóla Magnúsdóttir í Antikhúsinu sem vinkar gleðilegt ár. Ljósm.: G.T.K. Slökkvilið Akureyrar: Fleiri útköll DV, Akureyri: Bann við veiðum milli lands og Vestmannaeyja Slökkvilið Akureyrar var kall- að út 121 sinni á síðasta ári sem er 21 sinni oftar en árið áður. í aðeins einu tilfelli var um stór- bruna aö ræða þegar mjólkurhús og Qós brunnu á bænum Leyn- ingi í Eyjafjarðarsveit i apríl. Af útköllum slökkviliðsins voru 86 án þess að um eld reynd- ist vera að ræða þegar að var komið og var ástæða útkallanna t.d. í 52 tilfellum grunur um eld. Af útköllum þar sem um eld var að ræða var 16 sinnum eldur í rusli, sinu og mosa og 6 sinnum í íbúðarhúsi. Slökkviliðið á Akureyri fór í 1000 sjúkraútköll á síðasta ári, þar af 190 utanbæjar. -gk Ber að nýskrá nýjar bifreiðar í samræmi við gildandi EES- samning ber öllum aðildarlönd- um að nýskrá nýjar fólksbifreið- ar með sambærilegum hætti samkvæmt evrópsku samræmis- vottorði frá og meö 1. janúar 1998. Vottorð þetta innifelur hvorki upplýsingar um framleiðsluár né árgerð ökutækja og skráning þessara atriða fellur þar með niður. Verður því framvegis miðað við fyrsta skráningardag sem aðalviðmiðun um aldur ökutækja eins og gert er í flest- um öðrum Evrópulöndum. -RR Sjávarútvegsráðuneytið hefur gef- ið út reglugerð um bann við veiðum milli lands og Vestmannaeyja. Bannið tók gildi 1. janúar sl. og tek- ur til notkunar allra veiðarfæra. Samkvæmt reglugerðinni eru veiðar með öllum veiðarfærum bannaðar á tilgreindu svæði. 1 frétta- tilkynningu frá ráðuneytinu segir að reglugerðin sé sett til þess að koma í veg fyrir skemmdir á vatnsleiðslum og rafstrengjum sem þar liggja. Sams konar ákvæði voru í lögum frá 1976 um veiðar í flskveiðilandhelgi Is- lands sem féllu úr gildi um áramót- in. I lögum sem leystu lögin af hólmi er hins vegar gert ráð fyrir að kveð- ið sé á um slík veiðibönn til að koma í veg fyrir skemmdir á neðansjávar- strengjmn í sérstökum reglugerðum og er þessi reglugerð þvi gefin út seg- ir í fréttatilkynningunni. -RR Hafdís Inga Karlsdóttir hlaut 1. verðlaun í jólagetraun DV 1997. Hafdfsi Ingu voru afhent verðlaunin á dögunum og þau voru ekki af verri endanum. Hún hreppti glæsilegt Sony-sjónvarpstæki og Panasonic- myndbandstæki frá Japis, að verðmæti tæplega 160 þúsundir króna. DV-mynd BG ____________________________Fréttir Suðurpólsfarar: Margar hættur í ferðinni - segir Ólafur Örn Haraldsson „Það urðu vissulega nokkur minni háttar áföll en við höfðum fulla stjórn á aðstæðum allan tim- ann sem er að sjálfsögðu gríðar- lega mikilvægt í svona ferð. Það leyndust margar hættur í ferð- inni, sprungusvæði, hætta á veik- indum og kali. Þá var veörið okk- ur erfitt lengst af. En það er mjög Verðbréfaþing íslands: ánægjulegt að hafa náð þeim áfanga að komast á pólinn," sagði Ólafúr Örn Haraldsson, þingmað- ur og suðurpólsfari, þar sem hann var staddur í Patriot Hills- búðunum á Suöurskautslandinu í gær ásamt syni sínum, Haraldi Erni Ólafssyni, og Ingþóri Bjarnasyni. -RR Nýjar upplýsingareglur Um áramótin tóku gildi nýjar reglur um viðvarandi upplýsinga- skyldu útgefenda skráðra verðbréfa á Verðbréfaþingi íslands. Stjórn þingsins samþykkti reglurnar 19. des. sl. Þær eru settar til að sam- ræmi sé milli hérlendra reglna og tilskipana Evrópusambandsins sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu. Þá er markmið þeirra að ákvæði séu skýrari og aðgengilegri en áður og bætt sé úr þeim vanköntum sem hafa sýnt sig á eldri reglum. í frétt frá Verðbréfaþinginu segir að veigamesta breytingin varði reglubundna upplýsingagjöf um árs- reikninga og milliuppgjör og ber skráðum hlutafélögum framvegis að tilkynna með minnst 15 daga fyrir- vara í hvaða viku upplýsingar úr ársreikningi verða birtar en með 7 daga fyrirvara þegar um er að ræða hálfs árs milliuppgjör. Fréttatil- kynningar skulu framvegis verða ít- arlegri en almennt hefur tíðkast og framsetningin verður samræmd. í nýju reglunum er ákvæði nú skýrara en áður um skyldu félaga til að greina frá því þegar búist er við að afkoman verði verulega frá- brugðin því sem áður hafði komið fram, t.d. í rekstraráætlun eða nýj- ustu afkomutölum. Þá eru ennfremur í nýju reglun- um skýrari ákvæði um hvemig til- kynna skuli innherjaviðskipti, hlutafélögum er skylt að tilkynna um viðskipti með eigin hlutabréf, sex mánaða milliuppgjör skulu vera með svonefndri könnunaráritpn endurskoðanda. Með nýju reglunum er að mati stjórnenda Verðbréfaþings íslands stigið veigamikið skref í átt til heilda- rendurskoðunar á reglum þingsins sem eru að grunni til frá 1992. -SÁ Borgarstjórinn í Reykjavík Reykvíkingar! Hirðing jólatrjáa hefst í dag, miðvikudaginn 7. janúar. Setjið jólatrén út fyrir lóðamörk og verða þau þá fjarlægð. Nú vil ég hvetja ykkur til að hirða upp leifar af skoteldum og blysum í nágrenni ykkar. Höldum borginni okkar hreinni! Með nýárskveðju. Borgarstjórinn í Reykjavík Dansskóli Heíðars Ástvaldssonar er stoltur að kynna: An-ltkEI Falaki Danshöfundur fyrir: Jacki Graham, Cut'n'Move, Boyzone, Aqua ogfleiri og fleiri. flöeins í janúar! GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! _ am Innritun og upplýsingan í síma 552 0345 kl. 13-19 daglega * tc Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.