Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 Neytendur Bragöprófun á bitaharðfiski Ýsukrýli fá hæsta einkunn Dröfn Farestsveit gaf Ýsukrýlum frá Vestfiski ehf. sína hæstu einkunn eöa þrjár stjörnur af fimm mögulegum. DV-mynd E.Ól Það styttist í þorrann og þá fer ýmis þjóðlegur matur að birtast á borðum landsmanna. Eitt af því sem er nauðsynlegt á því borði er að sjálfsögðu harðfiskurinn. Nýverið prófuðu bragðfræðingar DV, þau Dröfn Farestsveit, Úlfar Ey- steinsson og Sigmar B. Hauksson, nokkrar tegundir af bitaharðfiski. Alls var prófaður bitaharðfiskur frá fimm framleiðendum og var um að ræða ýsu, þorsk og steinbít. Eins og í fyrri bragðprófunum voru það bragð, gæði og útlit sem réðu stjörnugjöf bragðgæðinganna. Stjörnugjöfin er á bilinu 1-5 (l=mjög vont, 2=vont, 3=í lagi, 4=gott og 5=mjög gott). Auk þess gefa þremenningamir afurðunum stutta skriflega umsögn. Fyrir smökkun vissu bragðgæðingarnir ekki hvaðan afurðirnar komu og ekki er tekið tillit til verðs. Ýsukrýlin með hæsta ein- kunn Enginn bitaharðfiskur fékk fullt hús stiga eða fimm stjömur. Sú teg- und sem komst næst því var Ýsu- krýli frá Vestfiski ehf. Úlfar gaf fjór- ar stjömur og sagöi harðfiskinn góðan á bragðið. Dröfn var ekki eins ánægð en gaf samt þrjár stjöm- ur. „Sæmilegur" var einkunn Sigm- ars sem gaf aðeins tvær stjörnur. Alls fengu ýsukrýlin níu stjörnur af fimmtán mögulegum og lentu þar með í efsta sæti. Mjúkir og góöir bitar í öðru sæti með sjö stjömur var Ýsa frá Sporði hf. Aftur vora þau Dröfn og Úlfar sammála hvað varð- aði bragð og gæði en þau gáfu að- eins tvær stjömur. Ummæli Úlfars vora „bragðlítið og ekki gott“. Sigm- ar var hins vegar ánægðari meö þessa afurð en hann gaf þrjár stjöm- ur með þeim orðum að bragðið væri ágætt og bitamir almennt „mjúkir og góðir“. Tveggja stjörnu fiskur Bragðgæöingamir þrír voru á sama máli um þorskinn frá Sjávar- fiski hf. Afurðin kcillast Bitafiskur- þorskur og fær í heild heldur slaka dóma eða aðeins tvær stjörnur frá hverju bragðgæðinganna fyrir sig. Þau kvarta öll þrjú yfir lyktinni sem þykir skrýtin og ekki góð. Úlf- ar hælir þó útliti fisksins en kveðst finna keim af ammoníaksbragði. Dröfn tekur i sama streng og bætir við að „lykt af fiskinum og bragð sé skrítið". í ummælum Sigmars kem- ur fram að honum finnst bitafiskur- inn bragðlítill og af honum sé „ein- kennileg lykf‘. Steinbíturinn seigur Steinbítur-snakk ffá Snakkfiski fær betri einkunn hjá Úlfari en hin- um tveimur. Úlfar er ekkert að orð- lengja það að honum finnst steinbít- urinn vel í lagi og gefur honum þrjár stjörnur. Ekki gætir sömu hrifningar hjá þeim Dröfn og Sig- mari sem gefa þessari afúrð lægstu mögulegu einkunn eða eina stjömu. Dröfh segir um þennan bitafisk að hann sé „seigur en þó ekki þurr“ og Sigmar er á sama máli en bætir viö að sér finnist fiskurinn „vondur á bragðið". „Ekki góöur“ Ýsu-Snakk frá Snakkfiski fær fimm stjömur eins og Steinbítur- snakk frá Snakkfiski en skiptingin er nokkur önnur þegar kemur að stjömugjöfinni. Dröfn og Úlfar gefa tvær stjömur en Sigmar aðeins eina. Úlfar finnur að bragðleysi fisksins og Dröfn segir hann „ekki góðan". Ummæli Sigmars eftir að hafa smakkað á Ýsu-Snakkinu eru einfaldlega „seigt og vont“. Aöeins fjórar stjörnur Ýsubiti-Eyjabiti frá Darra ehf. fékk lægstu heildareinkunn eða fjörar stjömur. „Vont og ljótt útlit“ era orð Úlfars sem ásamt Dröfn gef- ur þessum fiski aðeins eina stjömu. Dröfn segir fiskinn ekki unninn úr góðu hráefni. Sigmar er öllu já- kvæðari en hann gefur þessum fiski tvær stjörnur. Einkunn Sigmars er meðal annars „ágætur fiskur en afar bragðlítilT. Svo mörg vora þau orð. -aþ . "''4 ' wf 'í ár-P* Bitaharðfiskur rV ^ Dröfn Úlfar Sigmar Samt. | | Ýsukrýli, Vestfiskur ehf. ☆☆☆ ☆☆☆☆ ☆☆ 9 1 1 Vsa, Sporður hf. ☆☆ ☆☆ ☆☆☆ 7 | Bitafiskur-Þorskur, Sjávarfiskur hf. ☆☆ ☆☆ ☆☆ .. 6 1 | Steinbítur-Snakk, Snakkfiskur ☆ ☆☆☆ ☆ 5 1 | Ýsa-Snakk, Snakkfiskur ☆☆ ☆☆ ☆ 5 Ýsubitar-Eyjabiti, Darri ehf. ☆ ☆ ☆☆ 4 I Mjólkurvörur hækka um 3-5% Mjólkurlítrinn kostar Nú um áramótin hækkaði verð á mjólk, rjóma, ostum og öðrum mjólk- urvörum um 4% að meðaltali. Hækkunin gengur nokkuö jafnt yfir allar mjólkurafurðir en þó hækka smærri vörur hækka meira og skiptir vægi umbúða mestu þar um. Mjólkurlítrinn kostar nú á flest- um stöðum 73 krónur en kostaði áður 70 krónur. Guðbjörn Árnason framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda seg- ir meginástæðuna fyrir verðbreyt- ingunni vera að launaliöur bænda hækkaði um 4% nú um áramótin auk þess sem laun starfsfólks í 73 krónur mjólkurbúum hafi hækkað. Guðbjöm segir vægi mjólkurvara minna í vægi vísitölu en áður og að hækkunin muni ekki koma illa við heimilin. Hann segir meöalfjölskyld- una hafa eytt 2.900 krónum fyrir hækkun en sama íjölskylda muni nú greiða 3.000 krónur fyrir sömu vörur. IVIark Dollar Eimskip Olíufélagið Skeljungur Tæknival Síldarvinnslan Marel Stig 0 N D 72,97 Stig 0 N D J 40,25 0,6 0,59 0,58 0,57 0,56 0,55 0,54 Skagfirsk olía Hugmynd Finns Ingólfsson um olíuhreinsistöð í Skagafirði mælist ekki vel fyrir þó flokks- bróðir hans, Stefán Guð- mundsson þingmaður, hampi henni í kjördæminu. Fyrir jólin hringdi síma- sölumaður í móður eins af forvígismönnum flokksins á Norðurlandi vestra og kynnti henni bók um skotvopn sem hon- um fannst tilvalið að maddaman gæfi einhverjum afkomendum sínum í jólagjöf. Sú gamla var skjót til svars: „Nei takk. í þessu kjördæmi era allir fuglar friðaðir nema Finnur Ingólfsson..." Eyjamenn í sókn Sjalfstæðismenn á Suðurlandi ganga flestir út frá því að Þor- seinn Pálsson verði ekki í fram- boði við næstu þingkosningar. Yfirlýsingar Daviðs Oddssonar um ráðherraskipti era raunar af flestum túlkaðar sem gula spjaldið gagnvart honum. Stuðningsmenn Árna Johnsens ganga út frá því sem vísu að hann verði arf- taki hans sem oddviti flokks- ins í kjördæminu. í annað sætið, sem Árni vermir nú, sæk- ir fast varaþingmaðurinn Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum og formaður Kvenfélagasam- bands íslands. Guðjón Hjörleifs- son, bæjarstjóri í Eyjum, er sömuleiðis orðaður við þriðja sætið þó margir telji erfitt fyrir flokkinn að tefla fram tveimur Eyjamönnum svo ofarlega... Gunnar varð Páll Samkeppnin í innanlandsflug- inu hefúr verið hörð þá mánuði sem hún hefur staðið og nú hefur Flugfélagið gefist upp á lágu far- gjöldunum frá því í sumar. Stjóm- endumir láta sig dreyma um þá gömlu og góðu daga áður en höggormur samkeppninn- ar gerði sig heimakominn í Paradís. íslands- flug er enn með lágu fargjöldin og margan góðan drenginn dreymir um að aftur komi tímar samvinnu í stað samkeppni og óskhyggjan getur villt mönnum sýn. Þannig taldi vinur Flugfélagsins sig sjá á Þremur frökkmn keppinautana Ómar Ben. hjá íslandsflugi og Pál Halldórsson stjómanda Flugfé- lagsins. Fréttaritari Sandkoms í flugheiminum fullyrðir hins vegar aö sá sem sýndist vera Páll hafi verið stjórnarformaður íslands- flugs, Gunnar Þorvaldsson..... Landslið pabba Sú ákvörðun Guðjóns Þórðar- sonar landsliðsþjálfara að velja tvo syni sína í landsliðið hefur mælst misvel fyr- ir. Þeir Þórður Guðjónsson og Bjami Guðjóns- son hafa spilað með landsliðinu að undanfómu og nú er sá þriðji, Jóhannes Guðjónsson farinn að banka á dyr hjá liði Skagamanna. Hann þykir efnilegur og því er spáö að áður en varir verði hann einnig kominn í landslið pabba gamla. Af því tilefni sönglaði áhugamað- ur. Hann Gaui átti syni þrjá, þrjá syni átti Gaui. Gaui valdi alla þá, þá alla valdi Gaui.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.