Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 7 Fréttir Sjómaður fékk uppsagnarbréf frá útgerðinni tveimur dögum fyrir jól: Sagt upp eftir slys - fær engin slysalaun - ómanneskjuleg vinnubrögð, segir sjómaðurinn, Össur Oddsson „Ég kom heim úr túr 22. desember. Þá beið mín uppsagnarbréf frá útgerð- inni. Engin formleg skýr- ing var gefln á uppsögn- inni í bréfrnu. Mig grunar að ástæðan sé sú að ég tók mér veikindafrí og sleppti einum túr eftir að ég slasaðist um borð. Þetta eru afar gróf og ómanneskjuleg vinnu- brögð hjá útgerðinni. Það er auðvitað hræðilegt að vera sagt upp rétt fyrir jól og rétt fyrir verkfall," seg- ir Össur Oddsson sjómað- ur. Össur hefur verið sjó- maður undanfarin 7 ár. Hann hafði starfað í rúm 3 ár hjá Stálvík hf. og var netamaður á togaranum Ými. Össur slasaðist um borð í skipinu sl. sumar þegcu hann var að vinna á dekkinu. Hann rann til með þeim afleiðingum að liðþófi í vinstra hné rifn- aði. Össur hefur ekki fengið nein slysalaun greidd frá útgerðinni. Tók veikindafrí „Margir um borð urðu vitni að slysinu. Ég bað um að það yrði fært í dagbók skipsins eins og venja er þegar óhöpp verða um borð. Ég var áfram um borð og kláraði túrinn þó ég væri illa farinn, með rifinn liðþófa. í næsta túr ákvað ég að taka mér frí til að reyna að komast í aðgerð. Yfirmenn útgerð- arinnar tóku vel í það. Össur Oddsson sjómaður slasaðist um borö í togaranum Ými sl. sumar. Honum var sagt upp tveimur dögum fyrir jól og fékk engar formlegar skýringar frá útgerðinni. Hann hefur ekki fengið borguð slysa- laun. DV-mynd E.ÓI Síðan kom í ljós að ég fékk ekki pláss á Landakotsspítala fyrr en skipið átti að fara í næsta túr á eftir. Þá fékk ég þau svör að ekki kæmi til greina að ég fengi veikind- afrí og fengi ekki borguð slysalaun. Það var sama þó um væri að ræða veikindafrí vegna slyss sem gerð- ist um borð. Fékk mun læjgri laun Eg sýndi veikinda- vottorð frá lækni og sagði að ég yrði hrein- lega að fara i upp- skurð því annars væri ég óvinnufær enda hnéð í maski. Ég hafði aldrei tekið mér veikindafrí áður þau rúmlega þrjú ár sem ég vann hjá Stálvík. Uppskurðurinn heppnaðist mjög vel og ég fór í tvo túra með Ými seint á síð- asta ári. Þegar gert var upp kom hins veg- ar í ljós að ég fékk mun lægri laun en ég átti að fá þar sem ég fékk ekki borgaðan netamannshlutinn heldur einungis sem háseti. Síðan kom upp- sagnarbréfið og engar skýringar voru gefnar þó að mig gruni auð- vitað að það sé vegna veikindafrísins sem ég varð að taka. Rétt- indi okkar sjómanna virðast engin. Ef við slösumst um borð og megum ekki taka veikindafri ef við erum óvinnufærir er það vægast sagt mjög slæmt mál. Þetta varðar hagsmuni allra sjómanna í land- inu. Ég ætla að berjast til þrautar í þessu máli og hef leitað til Sjó- mannasambandsins um aðstoð. Mér finnst mjög illa komið fram við mig af fyrirtæki sem ég hef unnið hjá í rúm 3 ár,“ segir Össur. Á rétt á slysalaunum „Ég fæ ekki betur séð en hann eigi rétt á slysalaunum. Hann er óvinnufær vegna slyss sem verður um borð. Samkvæmt sjómannalög- um og kjarasamningum eiga sjó- menn að fá laun ef þeir eru óvinnu- færir vegna veikinda eða slysa. Þetta mál verður sótt af lögfræðing- um ef það leysist ekki á annan hátt. Varðandi uppsögnina get ég ekki tjáð mig að svo stöddu. Það er heim- ilt að segja mönnum upp og menn hafa heimild til aö segja upp sjálfir. Ég tel ekki heimilt að útgerðin taki af honum netamannahlutinn þar sem hann er netamaður og hefur gegnt þeirri stöðu um borð í skip- inu,“ sagði Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasambands íslands. Ekkert slys skráð „Ég veit ekki til þess að þessi maður hafi lent í slysi um borð í skipinu. Það var ekkert slys skráð í dagbók skipsins. Ég veit ekki til þess að útgerðarfélagið hafi gert neitt rangt. Þetta mál er í athugun og ég vil ekki tjá mig neitt frekar um það að svo stöddu,“ segir Guð- rún Lárusdóttir, útgerðarmaður Stálvíkur, aðspurð um málið. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.