Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 DV Börn 5-10 óra sýna í Galleríi Sævars Karls. Pabbií sparifötum Gallerí Sævars Karl hefur opnað í nýju húsnæði að Banka- stræti 7. Þar er nú sýning á myndum 1111 bama á aldrinum 5-10 ára. Yfirskrift sýningarinn- ar er Pabbi í sparifótunum. Sum bamanna em að halda sína fýrstu sýningu, en mörg þeirra hafa sýnt áður í leikskólum og gmnnskólum og koma myndim- ar alls staðar af landinu. Gallerí Sævars Karls var opn- að 1989 og hafa áttatíu listamenn haldið sýningar þar og nokkrir þeirra hafa sýnt oftar en einu sinni. Markmiðið hefur verið aö sýna og kynna framsækna núlif- andi listamenn og mun það veröa stefna þess áfram. Sýningar Ólafur Már sýnir í Mosfellsbæ Ólafur Már sýnir þessa dag- ana myndverk sín á veitinga- staðnum Álafoss Föt Best í Ála- fosskvosinni, Mosfellsbæ. Á sýn- ingunni em sautján verk, öll unnin á síðasta ári. Myndefnið er fólk á ferð í íslensku lands- lagi. Sýningin er opin á af- greiðslutíma veitingastaðarins og stendur út janúar. Stríðsstefna NATÓ-ríkja og þjóðernis- leg efnahags- stefna í kvöld kl. 20 að Klapparstíg 20, 2. hæð, heldur Málfundafé- lag alþjóðasinna málfund und- ir yfirskriftinni Stríðsstefna NATÓ-ríkjanna og þjóðemis- leg efnahagsstefna. ITC-deildin Korpa Fundur verður í kvöld kl. 20 í safnaðarheimili Lágafells- sóknar. Allir velkomnir. Samkomur Gigtarfélag íslands Hópþjálfun byrjar í dag og eru allir velkomnir. Þjálfunin fer fram í húsi Gí að Ármúla 5 og vatnsþjálfunin í Sjálfs- bjargarlaug í Hátúni. Kynningardagar í Gjábakka í dag og á morgun verða kynningardagar i Gjábakka og þá verður sérstaklega ósk- að eftir hugmyndum og ósk- um frá eldri borgumm í Óska- og hugmyndabankann sem er alltaf opinn í Gjábakka. í dag mun einnig Frístundahópur- innn Hana nú og fleiri áhuga- mannahópar kynna starfsemi sína. Kjarvalsstaðir: Klarínetta, selló og piano Siguröur Ingvi Snorrason og Anna Guöný Guömundsdóttir eru flytjendur í kvöld ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Dálítil él norðanlands I kvöld verða haldnir tónleikar að Kjarvalsstöðum. Á efnisskránni eru þrjú tríó fyrir klarínettu, selló og pí- anó. Hið fyrsta er eftir norska tón- skáldið Jon Öivind Ness sem fædd- ur er árið 1968, en við flutning verksins njóta flytjendur styrks úr Norræna tónleikasjóðnum (Fonden fór nordiska konserter). Þá kemur trió Beethovens op. 11 frá árinu 1798. Lokaverk tónleikanna er síðan Plutöt blanche qu azurée eða Frem- ur hvítt en heiðblátt eftir Atla Heimi Sveinsson. Atli samdi verkið Skemmtanir i Danmörku sumarið 1976 og lýsir það löngum, björtum og hlýjum sumardegi á fjarlægri eyju - frá sól- arupprás til sólaríags. Flytjendur á tónleikunum, sem hefjast kl. 20.30, em Sigurður Ingvi Snorrason klarínettuleikari, Bryn- dís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir pi- anóleikari. Um 700 km suður af landinu er víðáttumikil 959 mb lægð sem hreyf- ist hægt norður en 1022 mb hæð er yfir Norðaustur-Grænlandi. I dag verður norðaustanátt, yfir- leitt stinningskaldi eða allhvasst en hvassviðri á stöku stað. Allra aust- ast verður súld eða rigning með köflum. Á Norðurlandi verða dálítil él, skúrir suðaustan til en skýjað með köflum annars staðar. Hiti yfir- leitt á bilinu 0 til 5 stig, kaldast norðan til. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustan stinningskaldi eða aU- hvasst og skýjað með köflum. Hiti 2 til 5 stig. Veðrið 1 dag Sólarlag í Reykjavík: 15.58 Sólarupprás á morgun: 11.09 Slðdegisflóð í Reykjavík: 13.47 Árdegisflóð á morgun: 02.28 Veðrið kl . 6 í morgun: Akureyri sjókoma 1 Akurnes rigning 3 Bergsstaöir hálfskýjaó 1 Bolungarvík alskýjaö 2 Egilsstaóir alskýjaö 2 Keflavíkurflugv. léttskýjaó 2 Kirkjubkl. léttskýjaó 1 Raufarhöfn alskýjaö 2 Reykjavík léttskýjaö 2 Stórhöfði alskýjað 5 Helsinki þoka 1 Kaupmannah. þokumóöa 3 Osló léttskýjaö -6 Stokkhólmur -1 Þórshöfn rigning á síö. kls. 6 Faro/Algarve léttskýjaö 9 Amsterdam skýjaó 10 Barcelona heióskírt 7 Chicago súld 4 Dublin léttskýjaö 4 Frankfurt súld á síö. kls. 9 Glasgow skýjaö 5 Halifax snjóél -4 Hamborg rigning 5 Jan Mayen snjóél á síð. kls. -7 London léttskýjað 9 Lúxemborg alskýjaö 9 Malaga heiöskírt 8 Mallorca léttskýjaö 3 Montreal -6 París rigning 10 New York þokumóóa 13 Orlando alskýjaó 23 Nuuk léttskýjaö -2 Róm þokumóöa 8 Vín skýjaö 2 Washington rigning 17 Winnipeg þoka -12 Hálka og snjór á Öxnadalsheiði Á Vestfjörðum em hálkublettir á heiðum og hálka á Eyrarfjalli í Djúpi. Hálkublettir em á leið- inni um Bröttubrekku 1 Dali. Á Norðurlandi em Færð á vegum hálkublettir á Vatnsskcirði, hálka og snjór á Öxna- dalsheiði. Á Norðausturlandi eru hálkublettir á Mývatnsöræfum. Hálka og snjór er á Möðrudalsör- æfum, Vopnafjarðarheiði og á Fagradal. Á Fjarðar- heiði er skafrenningur, hálka er í Oddsskarði. Að öðru leyti er góð færð á landinu. Ástand vega 0 Steinkast 0 Hálka Ófært Snjóþekja 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir Œ1 Þungfært © Fært fjallabílum Helga og Heiðar eignast dóttur Litla stúlkan, sem er í fanginu á föður sínum, fæddist 27. októ- ber síðastliðinn. Hún var við Barn dagsins fæðingu 3400 grömm að þyngd og mældist 49 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Helga Há- konardóttir og Heiðar Jónsson og er hún þeirra fyrsta bam. dagsd^ Krakkarnir í afmælisveislunni. Stikkfrí íslenska jólamyndin í ár er skemmtileg fjölskyldumynd, Stikk- frí, sem leikstýrt er af Ara Kristins- syni. Stikkfrí segir frá ungri stúlku sem langar mjög til að hitta föður sinn. Hún ratar í margvísleg ævin- týri ásamt vinkonu sinni áður en hún nær athygli hans. Inn í sögu- þráðinn fléttast pabbar, mömmur, hálfsystur, hálfbræður, hálfpabbar, hálfmömmur, næstum því frænkur, gamlir pabbar og nýjar mömmur. Með aðalhlutverk fara Bergþóra Aradóttir, ellefu ára gömul, Freydís Kristófersdóttir, tólf ára gömul, og Bryndís Sæunn Sigríður Gunn- laugsdóttir, tveggja ára gömul. Með- al annarra leikara má nefna Hall- Kvikmyndir dóru Bjömsdóttur, Ingvar Sigurðs- son, Maríu Ellingsen, Halldóru Geirharðsdóttur, Þröst Leó Gunn- arsson, Egil Ólafsson, Kristbjörgu Kjeld, Eddu Heiðrúnu Backman og Öm Ámason. Nýjar myndir Háskólabíó: Stikkfrí Háskólabíó: Titanic Laugarásbíó: Lína langsokkur Kringlubíó: George of the Jungle Saga-bíó: Aleinn heima 3 Bíóhöllin: Tomorrow Never Dies Bíóborgin: Starship Troopers Regnboginn: Spiceworlds - The Movie Stjörnubíó: G.l. Jane Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA ÍÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5752 - 960 síður á ári - fróðleikurogskemmtun semlifirmánuðumog árumsaman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.