Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 Afmæli Sólveig Ólafsdóttir Sólveig Ólafsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra auglýsingastofa, Bræöra- borgarstíg 15, Reykjavík, er fimm- tug í dag. Starfsferill Sólveig fæddist í Stóragerði í Ós- landshlíð í Skagafirði en ólst upp á Siglufirði hjá fósturforeldrum sínum, Ingólfi Kristjánssyni, f. 12.10. 1902, fyrrv. yfirtollverði á Siglufirði, og k.h., Guðrúnu Jónsdóttur, f. 9.8. 1900, d. 19.3. 1979, húsmóður. Guðrún var móðursystir Sólveigar. Sólveig lauk stúdentsprófi frá VÍ 1968, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1982, hlaut Frank Boas-styrk til framhaldsnáms í lögfræði við Harvard Law School í Cambridge og lauk þaðan LLM-prófi 1983. Sólveig var ritari skólastjóra VÍ og á lögmannsstofu í Reykjavík 1968-71, vann við RÚV 1971-75 og hjá fjármálaráðuneytinu 1975-76. Hún var fulltrúi í safha- og lista- deild menntamálaráðuneytisins 1983-84 og hefur verið fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa frá 1984. Sólveig sat í stjóm Starfsmanna- félags RÚV og í samninganefnd BS- RB 1971-75, í stjórn Kven- réttindafélags íslands 1972-81 og formaður þess 1975-81, var varaformað- ur íslensku UNESCO- nefndarinnar 1983-85, sat í höfundarréttamefnd menntamálaráðuneytis- ins 1983-87 og í yfirstjóm 85-nefndar 1984-86 sem skipulagði aðgerðir kvenna 1985 á lokaári kvennaáratugar S.Þ. Fjölskylda Sólveig giftist 8.5. 1971 Jónatan Þórmundssyni, f. 19.12. 1937, pró- fessor i lögum við HÍ. Hann er son- ur Þórmunds Erlingssonar, f. 3.1. 1904, bónda á Stóra-Botni í Hval- firði, síðar birgðavarðar í Reykja- vík, og k.h., Oddnýjar Gróu Krist- jánsdóttur Skagfjörð, f. 10.6. 1915, húsmóður. Sonur Sólveigar og Jónatans er Þórmundur, f. 3.4.1972, nemi í sagn- fræði við HÍ, en kona hans er Sóley Halldórsdóttir, nemi við KHÍ, og eiga þau eina dóttur, Sigurveigu, f. 26.11. 1997. Systkini Sólveigar eru Anna Sólveig Simha, f. 4.8. 1940, starfsmaður sendiráðs íslands í París; Hólmfríðiu- Sólveig Ólafsdóttir, f. 19.9. 1941, starfsmaður hjá Verslunarmannafélagi Suðumesja, búsett í Garði; Jón Leifúr Ólafsson, f. 2.4. 1943, vélsmiður i Bergen í Noregi. Foreldrar Sólveigar vom Ólafúr Halldór Jónsson, f. 25.12. 1907, d. 21.7. 1949, bóndi og búnaðarráðu- nautur Búnaðarsam- bands Skagfirðinga í Stóragerði í Óslandshlíð í Skagafirði, og Ásta Jónsdóttir, f. 10.10.1909, d. 30.6.1975, húsfreyja í Stóragerði og síðar mat- ráðskona hjá Landssíma íslands í Reykjavík. Ætt Ólafur Halldór var bróðir Jóns á Hofi, föður Pálma í Hagkaupi. Ann- ar bróðir Ólafs Halldórs var Pálmi, faðir Elínar blaðamanns. Ólafur var sonur Jóns, b. á Nautabúi, bróður Herdísar, móður Helga Hálfdanar- sonar skálds. Bróðir Jóns var Hann- es, faðir Pálma rektors og afi Hannesar Péturssonar skálds. Jón var sonur Pétin-s, b. í Valadal, Pálmasonar. Móðir Pétin-s var Ing- unn Ólafsdóttir, systir Ingibjargar, ættmóður Bólstaðarhlíðarættar. Móðir Ólcifs Halldórs var Sólveig Eggertsdóttir Jónssonar, pr. á Mæli- felli, Sveinssonar, læknis i Vík í Mýrdal, Pálssonar. Móðir Jóns var Þórunn Bjamadóttir, landlæknis Pálssonar, og Rannveigar Skúladótt- ur, landfógeta Magnússonar. Móðir Eggerts var Hólmfríður, systir Sól- veigar á Gautlöndum. Hólmfríður var dóttir Jóns, ættföður Reykja- hlíðarættarinnar Þorsteinssonar. Móðir Sólveigar var Sigurveig Ingi- mundardóttir, b. á Þómstöðum í Grímsnesi Sturlusonar og Katrínar Guðmundsdóttur. Ásta var systir Ingibjargar, móö- ur Jóns Kristjánssonar alþm. Ásta var dóttir Jóns, b. á Marbæli i Hofs- hreppi, Erlendssonar, b. í Gröf, Jónssonar, b. að Litlu-Brekku, Þor- steinssonar. Móðir Erlends var Hólmfríður Erlendsdóttir, b. að Vatni á Höfðaströnd, Jónssonar. Móðir Jóns á Marbæli var Ingibjörg Jónsdóttir, b. í Gröf, Jónssonar rika á Lambanes-Reykjum. Móðir Ástu var Anna Rögnvalds- dóttir, b. í Brekkukoti, Þorleifsson- ar og Guðrúnar Jónsdóttur frá Hreppsendaá. Sólveig Ólafsdóttir. Áslaug Sigurþórsdóttir Áslaug Sigurþórsdóttir, húsmóðir og starfsmaður við garðyrkjustöð- ina að Melum, til heimilis að Suður- brún 1, Flúðum, varð fertug á sunnudaginn vár. Starfsferill Áslaug fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk grunnskóla- prófi í Reykjavík, stundaði nám á hússtjómarbraut við lýðháskóla í Noregi og einnig við MH um skeið. Auk húsmóðurstarfa vinnur hún nú við garðyrkjustöðina að Melum á Flúðum Fjölskylda Áslaug giftist 9.5. 1980 Hannibal Kjartanssyni, f. 13.4.1958, hitaveitu- stjóra á Flúðum. Hann er sonur Kjartans Júlíussonar og Elínar Hannibalsdóttur. Böm Áslaugar og Hannibals em Hrafn Hannibalsson, f. 19.7. 1978, nemi, búsettur á Flúðum; Elín Hannibalsdóttir, f. 27.6.1980, nemi á Flúðum; Guðrún Edda Hannibals- dóttir, f. 30.4.1983, nemi; Karl Ágúst Hannibalsson, f. 30.4. 1983, nemi; Rakel Hannibalsdóttir, f. 9.1. 1988, nemi. Systkini Áslaugar em Gunnar Sigurþórsson, f. 13.4. 1959, garð- yrkjubóndi í Laugarási; Sigriður Hulda Sigurþórsdóttir, f. 5.4. 1963. Foreldrar Áslaugar: Sigurþór B. Gunnarsson og Guðrún Karlsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Jón Vídalín Sigurðsson v Jón Vídalín Sigurðsson sjómaður, Múlavegi 32, Seyðisfirði, varð átta- tíu og fimm ára á sunnudaginn. Starfsferill Jón fæddist á Fáskrúðsfirði og ólst þar upp. Hann byrjaði ungur til sjós. Fjórtán ára þurfti hann síðan að gerast fyi'irvinna móður sinnar Fréttir og yngri systkina er faðir hans lést. Jón stimdaði sjómennsku nánast allan sinn starfsferil en kom í land 1979 og flutti þá til Seyðisfjarðar. Fjölskylda Eiginkona Jóns er Sigrún Sigurð- ardóttir, f. 10.10. 1916, verkakona. Hún er dóttir Sigurðar Guðjónsson- ar, útvegsbónda og verkamanns á Dalvík, og Önnu Sigurðardóttur verkakonu. Stjúpdóttir Jóns er Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, skrifstofúmaður á Seyðisfirði, gift Hafsteini Sigurjóns- syni og eiga þau fjögur böm. Böm Jóns og Sigrúnar em Sigur- bjöm Jónsson, kvæntur Hugrúnu Ólafsdóttur og eiga þau þrjú böm; Anna G. Jónsdóttir og á hún þrjú böm. Bræður Jóns: Illugi Sigurðsson, sem lést 1976; Bjami Guðjón Sig- urðsson, tvíburabróðir Jóns, búsett- ur á Fáskrúðsfirði. Foreldrar Jóns vom Sigurður Þórðarson og Ingibjörg Magnúsdótt- ir en hún lést 1973. DV Til hamingju með afmælið 7. janúar 95 ára Auðumn Kr. Karlsson, Ásabraut 2, Keflavik. Hann tekur á móti gesúun í Víkinni í Keflavík laugard. 10.1. milli kl. 17.00 og 19.00. 80 ára Magnús Jónsson, Strandgötu 91, Eskifirði. 75 ára Anna H. Aspar, Ægisgrund 6, Skagaströnd. Pálína Gunnlaugsdóttir, Skúlagötu 40 B, Reykjavík. 70 ára Þóra Björgvinsdóttir, Álfalandi 7, Reykjavík. 60 ára Ema Guðný Þórðardóttir, Hrauntúni 8, Keflavík. 50 ára Axel Alan Jones, Vogsholti 11, Raufarhöfii. Samúel Einarsson, Brautarholti 11, ísafirði. 40 ára Ágústína Andrésdóttir, Merkjateigi 2, Mosfellsbæ. Áslaug Adda Sigurðardóttir, Dalalandi 6, Reykjavík. Bjami Þór Ingvarsson, Vestmfold 21, Reykjavík. Björk Jóhannsdóttir, Rauðalæk 21, Reykjavík. Friðrik Friðriksson, Efstasundi 9, Reykjavik. Guðný Adolfsdóttir, Heiðarbraut 31 C, Keflavík. Jóhann Bogason, Krosshömrum 5, Reykjavík. Jóhann Kristjánsson, Völusteinsstræti 10, Bolungarvík. Magný G. Þórarinsdóttir, Sunnubraut 11, Akranesi. Ólafur Björgvin Guðmundsson, Hafiiarstræti 9, Akureyri. Róbert Gunnarsson, Löngubrekku 17, Kópavogi. Svanlaug Rósa Finnbogadóttir, Hagamel 48, Reykjavík. Vilborg Ámundadóttir, Sæviðarsundi 102, Reykjavik. Þórður Stefánsson, Birkigrund 11, Selfossi. Sigluflörður: . Sparisjóðurinn 125 ára Haukur Jónasson, formaður stjórnar, og Björn Jónasson sparisjóösstjóri. DV, Siglufirði: Elsta peningastofnun landsins, Sparisjóður Siglufjarðar, fagnaði 125 ára afrnæli á nýársdag. Af því tilefni var opið hús í sparisjóðnum þar sem öllum bæjarbúum var boðið til kafíi- drykkju og mættu tæplega 300 manns. Fleira verður væntanlega gert síðar á árinu i tilefni af þessum tímamótum. Sparisjóður Siglufjarðar er í eigin húsnæði í hjarta bæjarins að Túngötu 3. Flutti hann þangað 1966 og stækkaði ‘síðan húsnæðið og endurbætti 1986. Eignir sjóðsins nema nú 1,1 milljarði og starfsmenn em 8. Það var 1. janúar 1873 sem sparisjóð- urinn var upphaflega stofhaður. Hét þá Spamaðarsjóður Siglufjarðar. Tilgang- ur hans var eins og segir í stofiisam- þykktum að taka á móti fé og eigum efnalítils fólks og stuðla þannig að spamaði og ráðdeild. Aðalhvatamenn að stofnun vom Einar Guðmundsson, bóndi á Hraun- um, og Snorri Pálsson sem varð fyrsti forstöðumaður hans. Auk hans hafa fjórir menn stjómað spari- sjóðnum, þeir séra Bjami Þorsteinsson, Sigurður Kristjánsson frá 1921-62. Kjartan Bjamason frá 62-1979 og Bjöm Jónasson frá 1979. Stjóm sparisjóðsins skipa nú Hinrik Andr- ésson, Kristján L. Möll- er, Ólafúr Marteinsson, Óli J. Blöndal og Hauk- ur Jónasson sem er for- maður stjómarinnar. Svo skemmtilega vildi til að á nýársdag vom 30 ár liðin síðan Bjöm Jónasson fór að vinna sem bók- ari hjá Sparisjóðnum. Bjöm sagði í samtali að hvað starfsemi bankans Starfsfólk sparisjóösins. DV-myndir Örn varðaði væra honum efst í huga þær miklu breytingar sem orðið hefðu á þessum árum. Það hefði öll tækni ger- breyst, svo ekki væri minnst á fjar- skipti. Sagðist hann muna vel þegar allir vextir vora handreiknaðir. „Þá var nú mikið að gera um ára- mótin og næstu daga á eftir. Menn tóku sér frí á nýársdag en urðu svo að vinna alveg jafnt hvort sem var virkur dagur eða sunnudagur til að hafa allt klárt. En með núverandi tækni þurf- um við ekki að hafa lokað fyrsta virk- an dag eftir áramót. Þetta er bara hefð frá þeim tíma áður en tæknin tók við,“ sagði Bjöm. -ÖÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.