Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 15
MIÐYIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 15 Davíð Oddsson og Eva Peron Það gæti virst vera fáránlegt að bera saman Argentinu og ísland og er það í raun og veru. Samt er um þessar mundir ýmislegt líkt með þessum löndum, hvemig þau breytt- ust úr bæjum og sveitum í borgríki á valdatíma Evu Peron og Davíðs Oddssonar. Auðvitað hafa Eva og Davíð ekki sama útlit, en margt er líkt með óskyldum, td. löngunin og getan til að leika annað en það sem maður er í raun og vem: leikurinn felst í óvissu sem er færð á svið fúll- vissu. Einn helsti hæfileiki Evu Peron var að villa um fyrir þjóðinni með raddbeitingu. Hún stundaöi líka það að láta flokksmenn sína koma sér í sjálfheldu. Ógöngumar fólust í því að þeir sáu hvað yrði hagkvæmt þótt það væri óvinsælt. Þegar Eva sá þetta kom hún til skjalanna og breytti óvinsælu en nauðsynlegu að- gerðunum sér í vinsældarhag, þótt það yrði þjóðinni dýrt spaug þegar til lengri tíma var litið. Þessi aðferð í stjómmálum er kölluð lýðskrum. En það er hljómfogur lygi sem litur því út fyrir að vera sannleikur. Að- gerðir lýðskrumara bitna fyrst á samstarfsmönnum hans, síðan á lýðnum. Davíö tuskar klútinn þjónustugeirann á höf- uðborgarsvæðinu. Að lokum át Eva flokkinn með húð og hári. Viðbú- ið er að Davíð fari eins að við Framsókn að flokkurinn verði bara fæðumyndandi fyrir for- sætisráðherrann þegar fram liða stundir. Eva Peron var mis- heppnuð leikkona. Lítt heppnaðir listamenn eru sérkennilegir stjómmálamenn, mannkynssagan sann- ar það. Nú langar mig að þeir sem lesa þetta verði sér úti um Ijós- myndabækur eftir „Auðvitað hafa Eva og Davíð ekki sama útlit, en margt er líkt með óskyldum, t.d. löngunin og getan til að leika annað en það sem maður er I raun og veru: leikurinn felst í óvissu sem er færð á svið fullvissu.“ Davíð lætur helst fjármálaráðherrann taká aftur nauðsyn- legar ákvarðanir. Friðrik Sophusson er orðinn fremur af- þurrkunarklútur, sem þurrkar út ætl- unarverk sín, eftir að Davíð hefúr tusk- að hann til, en ráð- herra sem gljáfægir fiármál þjóðarinnar með hugkvæmni. Slikt hlýtur að taka á taugamar í manni sem virð- ist hafa bein í nefinu en ekki síðasta orðið. Annað er likt með Davíð og Evu. Hún kailaði ekki sjálf lýðinn af landsbyggðinni til Buenos Aires heldur lét hún samstarfsflokk, flokksbrot á borð við Framsóknar- flokkinn, standa fyrir iðnvæðingu einvörðungu á höfuðborgarsvæð- inu. Síðan naut hún hylli sama lýðs, sem flokkurinn tældi úr sveitum, lagði þær í auðn og kom bændum í Kjallarinn þýska ljósmyndar- ann Sander og beri saman myndir hans af vissum Þjóðveij- um um 1930, t.d. mynd sem heitir að mig minnir Kennar- inn, og Davíð með hundinn á sjón- varpsauglýsingunni um bókina hans. Vitið hvað þið fáið út úr því að bera saman myndir af sprækum lærifeðr- um, mönnum með úlfhunda. Guðbergur Bergsson Davíð Oddsson á ýmislegt sameiginlegt með hinni víðfrægu argentínsku forsetafrú Evu Peron, segir greinar- höfundur meðal annars. Guðbergur Bergsson rithöfundur Skipulag ríkisins Nú þegar flestir flugeldamir eru spnmgnir í loftinu og nýja árið endanlega runnið upp á himininn erum við auðvitað ekki sömu manneskjumar og við vomm áður. En svo er líka farið með alltof margt annað. Má segja að okkar nánasta umhverfi og skipu- lag ríkisins taki æ fieiri og hraðari grundvallarbreytingum en venju- legur borgari getur fýlgst með af fúllri athygli. Þetta áreiti ríkisins hefur reyndar staðið nokkuð lengi. Besta fáanlega dæmið sem má taka er dæmigerður íslendingur sem nýlega er orðinn fúllorðinn og öll þau hamskipti sem hann eða hún hefur þurft að ganga í gegn- um. Þeir sem tilheyra þessum hópi fæddust nefhilega með það sem kallaðist nafhnúmer og það vora heilagar tölur hvers og eins. Núna er þetta númer horfið og þess i stað komin kennitala sem hefur í daglegu stofnanatali fyrir löngu tekið sæti hins eiginlega nafns einstaklingsins. Núna þýðir ekki lengur að kynna sig með nafni því það eina sem stofnunin hefúr áhuga á er kennitalan. Þú færð líka alltaf skjótustu af- greiðsluna ef þú kynnir þig ein- faldlega með kennitölunni. Síbreytileg símanúmer Maður er sem sagt kenndur við tölur og þessar og aðrar tölur era síðan gjaman að breytast. Við getrnn til dæmis öll verið sammála um að símanúmer hvers og eins er það sem stendur næst persónunni sjálfri. Ef manneskja er ekki i símaskránni er hún ekki til. Fólk talar sömuleiðis oftar saman í síma en það hittist í holdinu. Núna era komnir númerabirtar sem segja þeim sem er hinum megin línunnar nákvæmlega hver „Nú er lag að skerpa muninn á okkur og þá sérstaklega milli landshluta og hafa ólíka staðar- tíma milli sveita. Hvað er mikil- fenglegra en mismunandi staðar■ tími i einu og sama ríkinu?u er aö hringja. En þessi númer halda áfram að breytast og lengjast í báðar áttir svo alltaf verður erfiðara að halda andlitinu og sjálfsimyndinni í föst- um skorðum. Eini ljósi punkturinn i allri sundrunginni er að við höfum sama 112 númerið fyrir alla neyðarhjálpina. Því er hins vegar ekki að heilsa þegar kemur að bílnúmer- unum eins og allir bíl- eigendur eða áhuga- menn um þá kannast við. Þar vora öll per- sónueinkenni og for- tíð gjörsamlega afmáð með einni reglugerð. Númerin einkenndu bíleiganda og jafnvel heilu fjöl- skyldumar og áttu til að ganga í arf og síðast en ekki síst var hægt að sjá úr hvaða átt og sveit ákveð- inn bíll kom út frá upphafsstafn- um. Langt er síðan þessu var að heilsa en í stað þess komin mjög ópersónuleg númer sem engin heilvita tilfinningavera getur tengst á heilbrigðan hátt. Að vísu er nú sá sérkennilegi kostur í boði að bíleigendur geta búið til sitt eigið númer eða sett gælunafn sitt á plöt- una en það hlýtur að verða langsótt og leiðigjamt til lengd- ar. Land tveggja tímabelta Af þessu er augljóst að viö eram að missa öll helstu sérkenni okkar. Ekki er þó öll von úti enn. Eins og mörgum er kunnugt liggur landið okkar á dularfullum stað milh tímabelta. Það er raunar staðreynd sem stjömufræðing- ar hafa bent okkur á - að eyjan okkar tilheyrir tveimur tímabeltmn. Reykjavík er til dæm- is á einu og Reyðarfjörður á hinu. Við getum auðveldlega fært okkur þetta í nyt. Nú er lag að skerpa muninn á okkur og þá sérstaklega milli landshluta og hafa ólíka stað- artíma milli sveita. Hvað er mikil- fenglegra en mismunandi staðar- tími í einu og sama rikinu? Fyrir náttúrlega utan þá sjálfsmynd að landið sjálft yrði um leið líka ein- hvem veginn miklu stærra. Haraldur Jónsson Kjallarínn Haraldur Jónsson myndlistarmaöur Með og á móti Verðhækkanir á mjólkurvörum Svipað og í ná- grannalöndum „Stærstu rökin með þessum hækkunum eru einfaldlega verð- lagsbreytingar í samfélaginu, þ.e. launahækkanir í framleiðslunni frá byijun til enda. Þar má nefna að fiskimjöl og ýmsar aðrar rekstrarvör- ur sem bændur nota við framleiösluna hafa hækkað og opinberlega fengu allir 4% launahækk- un um áramótin. Einnig má nefha að bein hækkun til mjólkuriönaðarins er ekki nema 1,51% á meðan launahækk- anir eru 4%. Á síðustu árum hefur allur mjólku- riðnaðurinn tekið mjög skarplega á sínum hagrceðingarmálum og lækkað verðið. Þess vegna er verð á mjólkur- vörum núna mjög svipað óg í ná- grannalöndunum. Auðvitað er alltaf einhver hætta á því þegar vai'a hækkar að salan minnki. Hins vegar eyðir meðalíslend- ingurinn undir þrjú þúsund krónum á mánuði í þennan vöruflokk sem er samt sem áður einn af undirstöðu- flokkunum í fæöi hans. Það má því ætla að meðalhækkunin verði um 125 krónur á mánuði. í samanburöi við ýmsa aðra eyðslu fólks, t.d. áskrift að ýmsum fjölmiðlum, er eyðsla þess í mjólkurvörur lltU. Menn verða því að skoða þessar hækkanir í samhengi við annað sem er aö gerast í samfélaginu. Ef menn gera það er ég ekki hræddur við viðbrögðin við þessum hækkunum. Ég tel að viðbrögðin við þessum hækkunum séu gamall arfúr frá því að mjólkurvörur hækkuðu sjálfkrafa á þriggja mánaða fresti. En sá timi er löngu liðinn og við komin á sama ról og nágrannalöndin." Þórarinn E. Svefns- son, mjólkursam- lagsstjórí KEA. Of mikil hækkun „Miðað við það verðbólgustig sem viö búum við í dag er um mjög mikla hækkun að ræða. Einnig verður að hafa í huga að hér er um að ræða grein sem er nán- ast laus við alla samkeppni. Mjólk- ursamlögin keppa ekki sín á milli og háir tollar og flarlægðarvemd koma í veg fyrir raunverulega samkeppni er- lendis fra. Viö höfúm lengi talið að mjólkuriðnaðurinn gæti hagrætt meira hjá sér en hingað tiL Greinin er hins vegar enn í viöjum hafta og fram- leiðslustýringar sem kemur í veg fyrir meiri hagræðingu. í þessari grein rík- ir einokun. Það er mjög auðvelt fyrir slíka grein að velta hækkunum yfir á neytendur. Við óttumst að með þessum verðhækkunum sé búið að gefa ýmsum öðrum framleiðendum í öðrum grein- um færi á að fara að háttarlagi mjólkur- iðnaðarins. Það er því full ástæða til að óttast skriðu verðhækkana í kjölfar þessara hækkana. Við hefðum viljað sjá mjólkuriðnaðinn fara hraðar í að að- laga greinina eðlilegum markaðsað- stæðum með meiri samkeppni. Þá er ég sannfærður um aö við stæðum ekki frammi fyrir jafnmiklum hækkunum og við sjáum í dag. Það er mjög auðvelt fyrir einokunar- grein að segja að það sé eðlilegt að hækka verðið á vörum sinum í kjölfar launahækkana. Það er hins vegar ekkert eðlilegt. Mörg fyrirtæki sem búa við samkeppni jurfa að hagræða í stað þess að hækka. Við viijum því frekar sjá hagræðingu sem gerir það að verkum að hækkun- arþörfin verði minni. Það á þvi ekki að vera sjálfgefið að varan hækki ef laun hækka." -glm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.