Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998 Fréttir Stuttar fréttir i>v Skipulagsbreytingar á slysadeild og fleiri deildum Sjúkrahúss Reykjavíkur: Serfræðingar raðnir í stað unglækna - yfirlæknir segir aö nýafstaðin vinnudeila sé ekki ástæöa breytinganna Til stendur aö ráða sérfræðinga í staö unglækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sérstaklega á slysa- deild. Jóhannes M. Gunnarsson hjúkrunarlækningaforstjóri segir að þó svo að slysadeildin sé „fremst í flokki" standi almennt til að stofha sterkari grunn sérfræðinga á sjúkrahúsinu. „Að hluta til mun þetta gerast af þeirri ástæðu að þaö blasir viö fækkun í hópi unglækna,“ sagði Jó- hannes. „Til að mæta því gati verð- ur að fylla það með sérfræðingum að einhverju leyti. Ég hef ekki yfir- lit yfir heildarstöðuna. Ég get þó nefnt sem dæmi að það hefur geng- ið nokkuð erfiðlega að manna slysa- deildina. Þar er nú verið að leita að sérfræöimenntuðu fólki til að fylla í götin," sagði Jóhannes. Jón Baldursson, yfirlæknir á slysadeildinni, sagði aö nú sé stefnt að því að grunnur læknaliðs deild- arinnar verði 10 sérfræðingar en 2-4 unglæknar. „Ég held að þetta sé ekki óskynsamleg þróun,“ sagði Jón. „Nýafstaöin vinnudeila við unglækna er hins vegar ekki ástæða þessa. Þetta var löngu fyrirséð á síð- asta ári. Ég legg áherslu á að þessi skipulagsbreyting er síst gerð bein- línis til að stugga við unglæknum eða bein afleiðing af vinnudeil- unni,“ sagði Jón. Þegar hefur verið auglýst eftir fjórum sérfræðimennt- uðum læknum á slysadeildina. Aðspurður hvort almennt standi til að minnka hlutfall unglækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur en fjölga sérfræðingum sagöi Jóhannes hjúk- runarlækningaforstjóri: „Það er ekki búið að marka al- menna stefiiu um það. Á þessum stofnunum verða unglæknar að fá sína þjáifun. Það verður því ekki markmiðið að leggja niður stöður aðstoðarlækna og ráða sérfræðinga í staðinn. Á hinn bóginn verður aö einhverju leyti að koma sérfræðing- um inn í aulmum mæli. En stofhun- in mun alltaf verða að þjálfa unglækna. Þjálfunarbúðimar eru hér, á Landspitalanum og á Akur- eyri.“ - En engu að síður á að stofiia sterkari grunn sérfræðinga? „Já. Slysadeildin er þar fremst í flokki. Slysadeildin er sérstök. Hún er erilsöm og hentar betur yngra fólki en eldra. Þama er mikil vakta- byrði, þungar vaktir, miklar vökur og stöður og gífurlegt gegnum- streymi sjúklinga. Þetta eykur álag- ið á lækna og annað starfsfólk á slysadeildinni. Hvert verk er kannski ekki flókið en massinn er mikill." - En vegur reynsla sérfræðinga þyngra, t.d. þegar um sjúkdóms- greiningar er að ræða? „Já, þegar hlutfall þeirra er stærra er meiri þekking að baki - afgreiðsla og mat verður mun hrað- ara og markvissara. Það þarf að eyða minni tíma í hvert verk. En kerfið verður eftir sem áður að kosta því til að þjálfa aðstoðarlækna - með því að ráða sérfræðinga verð- ur kerfið markvissara en það verð- ur einhvem veginn að endurnýja þetta fólk. Þarna þarf að finna jafh- vægi,“ sagði Jóhannes. Þrír voru kærðir fyrir kynferöisbrot gegn 13 ára stúlku: Milljónakröfur Farið hefur verið fram á tæplega tveggja milljóna króna bætur á hendur tveimur ungum mönnum fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku sem þeir vom kærðir fyrir á héraðsmóti á Bíldudal í sumar. Ákæra á hendur piltunum er vænt- anleg. Rannsókn málsins er lokið. At- burðurinn, sem kærður var, átti sér stað á tjaldsvæði í tengslum við hér- aðsmót Hrafna-Flóka á Bíldudal þann 21. júlí siðastliðinn. Þrír piltar vora grunaðir um að hafa haft sam- ræði við stúlkuna sem aðeins var þrettán ára. Samkvæmt gögnum málsins átti athæfi þeirra sér stað á nokkurra klukkustunda tímabili að næturlagi. Einn piltanna reyndist vera und- ir sakhæfisaldri. Hinir vom 16 og 20 ára og er kærunni því einvörðungu beint gegn þeim. í 202. grein hegn- ingarlaganna segir aö hver sem hef- ur samræði eða önnur kynferðis- mök viö barn yngra en 14 ára skuli sæta fangelsi allt að 12 ámm. Önnur kynferðisáreitni gagnvart bömum undir 14 ára varðar allt að fjögurra ára fangelsi. Málið hefur tafist talsvert í með- fóram lögreglunnar þar sem tíma hefur tekið að fá ffam bótakröfu og kynna hana fyrir hinum kærðu. Málið mun væntanlega fara í ákærumeðferð til ríkissaksóknara. Þaðan verður það sent dómstólum. Vélstjóradeilan: Reikna með langvarandi átökum „Ég reikna með langvarandi átök- um vegna þessarar deilu um verð- myndunina. Mér finnst Helgi Lax- dal ekki standa sig nógu vel í því aö koma baráttumálum vélstjórastétt- arinnar á framfæri," segir Jón Eyj- ólfsson, yfirvélstjóri á isfisktogaran- um Stefni ÍS, um stöðu kjaradeilu vélstjóra og útgerðarmanna varð- andi hærri skiptahlut. Jón, sem staddur var um borð í skipi sínu á Halamiðum þegar DV ræddi við hann, segir kröfuna vera sanngjama og nánast um það að ræða að fá viðurkenningu á kjöram sem þegar séu viö lýði hjá mörgum útgerðum. Hann viðurkenndi þó að þungt væri undir fæti að ná kröf- unni fram þar sem aðrir sjómenn vildu fá það sama. „Menn hér um borð era ekki ósáttir við kröfúr vélstjóra. Þeir vilja bara fá það sama og við náum fram,“ segir hann. Hann sagði andstöðu leiötoga annarra sjómanna vera undarlega þegar litið sé til þess að þama sé um að ræða réttlætismál. „Það mætti halda að Sævar Gunnarsson og Guðjón A. Kristjáns- son þurfi að greiða þetta úr eigin vasa ef miðað er við hvemig þeir láta,“ segir Jón. -rt Þingvallakirkja skartaði sínu fegursta í vetrarsólinni í gær. Kirkjuna ber við heiðan himininn sem skerpir á öllum línum hennar. En þó veðrið hafi verið fallegt í gær gerði kuldinn vart við sig í fyrsta sinn á nýju ári á Suðurlandi og þessum manni þótti gott að leita inn í hlýja kirkjuna. DV-mynd GVA íslandsflug: í punkta- slaginn íslandsflug skrifar í dag undir samstarfssamning við Vildar- klúbb Fiugleiða. Samningurinn tekur gildi þann 26. janúar nk. Þar með geta farþegar íslands- flugs safnað punktum með sama hætti og býðst hjá samkeppnisað- ilanum, Flugfélagi íslands. Sigfús Sigfússon, markaðs- stjóri íslandsflugs, sagði í samtali við DV að félaginu hefði verið nauðsynlegt að jafna samkeppn- isstöðuna með þessum hætti. „Þetta er góður samningur og við bindum miklar vonir við að þetta markaðstæki nýtist okkur,“ segir Sigfús. -rt Visa áfrýjar Einar S. Einarsson fram- kvæmdastjóri og stjóm VISA ákváðu í gær að áfrýja ný- legum úr- skurði Sam- keppnisráðs um greiðslu- kortaskil- mála til áfrýj- unamefndar samkeppnis- mála. Þar meö frestast úrskurð- ur ráðsins um VISA kort þar til lokaniðurstaða fæst. Bensín ódýrara Bensínverð lækkaði í morgun um 1,20 kr. Hjá Orkunni kostar 95 oktana bensín nú 70,60 en 76 kr. hjá Esso, Skeljungi og Olís. Ekki í Ingólf Burtreknir bæjarfúlltrúar úr sjálfstæðisfélaginu Ingólfi I Hveragerði þiggja ekki boð um að ganga á ný í félagið. Þeir und- irbúa áffam framboð á vegum síns nýja félags, Bæjarmálafé- lagsins í Hveragerði. RÚV sagði frá í morgun. Var að tengja Reykjavíkurlögreglan vill leiðrétta fréttir um nýlegt banaslys í heimahúsi. Maður sem lést var að tengja þvottavél sem nýkomin var úr viðgerð þegar slysið varð, ekki að gera við hana, eins og misritast hafði í dagbækur lögreglu. Borgarstjórn reyklaus Borgarstjóm Reykjavíkur samþykkti í gærkvöldi tillögu Ólafs F. Magnússonar borgarfull- trúa um að frá og með 1. febrúar verður aðsetur borgarstjórnar í ráðhúsi Reykjavíkur reyklaust. Ný skólastefna Vináa við mótun nýrrar skóla- stefnu er vel á veg komin í mennta- málaráðuneyt- inu. Forvinnu- hópar um ein- stakar náms- greinar hafa nú flestallir skOað skýrslum og á næstunni leitar ráðherra eftir formlegri um- Qöllui) kennara og annarra. Hjartagallar Fleiri alvarlegir hjartagallar hafa greinst undanfarið hjá ný- burum hér á landi en fyrr, eða 40 á ári. Stöð 2 segir frá. Síldveiðin SOdveiðar era hafnar á ný. Veiði var fremur dræm í gær og sOdin lá djúpt að sögn Stöðvar 2. Ferskt SS-kjöt Sláturfélag Suðurlands ætlar að þrefalda útflutning á fersku lamba- kjöti á árinu tO Evrópu og selja um 90 tonn. Forstjóri SS segir Stöð 2 að hátt verð fáist fyrir kjötið. Ekki framkvæmdastjóri Borgarráö vill að lögreglu- stjóri afturkalli öO samkomu- leyfi tO veitingahússins Vegas. Haraldur Böðvarsson, sonur lög- rgeglustjóra, sem titlaður hefur verið framkvæmdastjóri staðar- ins, segist ekki tengjast staðn- um. Hann sé ekki ffamkvæmda- stjóri hans, aöeins hluthafi. Hindraði ekkert Fjármálaráðherra neitar ásökun formanns Rafiðnaðarsambandsins um að ráðuneytið hafi hindrað launaþróun með því að stöðva að stofnaðar yrðu séreignadeOdir við almennu lífeyrissjóðina. Kæra Sævars Kæra Sæv- ars Ciesielski vegna endur- upptöku Geir- finns- og Guð- mundarmál- anna er komin til mannrétt- indanefndar Evrópu í Strassbourg. RÚV sagði ffá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.