Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdasflóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, augiýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númen Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Rrtsfjóm: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Farartæki án mengunar Þótt deila megi um árangur loftlagsráðstefiiunnar í Kyoto er víst að hún breytti þankagangi margra. Það á við um einstaklinga, fulltrúa fyrirtækja jafiit sem heilla þjóða. Menn stöldruðu við og hugleiddu meðferðina á móður jörð. Sú meðferð er ekki til fyrirmyndar. íslendingar, sem að mörgu leyti töldu sig stikkfi'í, voru líkt og aðrir neyddir til þess að gefa umhverfismál- unum gaum. Við mengum ekki síður en aðrir og verð- um að leggja okkar af mörkum til bóta. Umhverfismál sem fyrir fáum misserum voru talin fremur léttvæg eru orðin þungavigtarmál. Úrbóta er þörf á flestum sviðum. Eitt af því sem teng- ist almenningi beint er mengun af völdum bíla. Bíflinn er almenningssamgöngutæki og mikilvægur eftir því. Þróun hefur orðið í gerð bílvélarinnar og hún mengar minna en áður. Það breytir þó ekki því að mikil meng- un fylgir þeim fjölda bensín- og dísilbíla sem eru í notk- un. Loftslagsráðstefnan í Kyoto setti af stað bylgju rann- sókna og tilrauna með mengunarlítil eða mengunarlaus farartæki. Þau hljóta, fyrr en síðar, að taka við af farar- tækjum samtíðarinnar sem byggja á gamalli uppfinn- ingu, bensín- og dísilvélum. Bílaframleiðendur sjá þessa þróun í skýrara ljósi með þeirri hugarfarsbreytingu sem er að verða. Þeir vilja ekki sitja eftir. Fjármagn streym- ir því til nýrra tilrauna, afl þeirra hluta sem gera skal. Það má því búast við nýrri gerð bíla með aflgjafa sem mengar lítt eða ekki. Hjálmar Ámason alþingismaður, formaður nefiidar um nýtingu innlendra orkugjafa fyrir samgöngur á landi og sjó, segir þróun rafbíla og annarra mengunar- lausra bíla örari en gert hafi verið ráð fyrir. Nú sé að koma fram tækni sem valda muni byltingu á næstu árum. Bílaframleiðendur huga að rafbílum, vetnisbílum og svokölluðum tvenndar- eða flölorkubílum. Tvenndarbílamir eru eins konar millistig milli hreins rafbíls, sem fær orku frá veitukerfi, og bíls sem búinn er efharafal. Hægt verður að fjarlægja flest afla rafgeymana úr rafbílnum en setja í þeirra stað efnarafal sem fram- leiðir rafmagn, til dæmis úr bensíni eða metanóli. Bílaframleiðendur gera sér grein fyrir því að fólk ger- ir kröfur um farartæki sambærileg þeim sem nú þekkj- ast, bíla sem eru snarir í snúningum en jafhframt örugg- ir. Bandarískir og breskir vísindamenn hafa kynnt til- raunir með bíl sem mætir þessum kröfum um leið og hann mengar lítið. Hann er búinn efnarafal og rafinótor- um. Efnarafallinn ft-amleiðir rafstraum úr bensíni eða metanóli. Bíll sem þessi eyðir aðeins þremur lítrum á hverja hundrað kílómetra og er ámóta viðbraðgssnögg- ur og meðalbíll í dag. Mengun frá honum nemur þó að- eins einum tíunda miðað við venjulegan fólksbíl sem þó er búinn útblásturshreinsun. Bílar með þessum útbúnaði geta orðið almennings- eign innan fárra ára. Stjórnvöld hér hafa fellt niður vörugjöld af rafbílum og ýta þar með undir notkun þeirra. Hár þungaskattur kemur þó í veg fyrir að þeir séu freistandi kostur. Því þarf að breyta. Júlíus Vífill Ingvarsson, framkvæmdastjóri og verð- andi borgarfulltrúi í Reykjavík, situr í vetnisnefnd iðn- aðarráðherra. Hann lagði til í blaðagrein í gær að opin- ber fyrirtæki riðu á vaðið og legðu sitt til umhverfismál- anna með því að nota bíla sem ekki eru knúnir venju- legum orkugjöfum. Með því ýti þau undir hagstæða og nauðsynlega þróun. Undir það skal tekið. Jónas Haraldsson Nú er hart deilt á Alþingi íslendinga um það hvort lögsaga yfir heiðum, vötn- um, fjöllum og jöklum í al- menningseign eigi að vera í höndum þeirra hreppa sem að hálendinu liggja eða hvort þar eigi allir lands- menn að hafa jafnan rétt. Það er kunnara en frá þm-fi að segja að bændur hafa nytjað landið til beitar og veiða frá öndverðu. Eignar- réttur af því tagi sem nú er deilt um var þó ekki vanda- mál á meðan fólk lifði beint af landsins gæðum, bjó á sveitabýlum og skipti beit- ar-, reka- og veiðirétti á al- menningum á milli sín eftir settum reglum. Þá var ekki um annaö að ræða en sveit- frnir réðu því sem hægt var aö ráða svo langt sem lög- saga þeirra náði, það er allt upp í byggðir útilegumanna og tröÚa sem byggðu há- lendið áður fyrr eins og kunnugt er og lutu hvorki konungum, biskupum né dómum Alþingis við Öxará. Stjómun fiskveiða í sjó var engin og því gátu allir róið til fiskjar, svo framar- lega sem þeir gættu sín á skrímslum og óvættum sem Frjáls ferðafélög hafa tekið sig saman um að koma upp aðstöðu á vinsælum stöð- um. - Frá Herðubreiðarlindum. Hálendið er almenningseign lágu í djúpunum úti á ystu mið- um. Búseta almennings breytir engu Nú em breyttir timar. Þjóöin býr ekki lengur á stóram jörðum í sveitum landsins heldur á nokkrum fermetmm í þéttbýli. Vegna framfara í mennfim og tækni þarf nú miklu minni mannskap en áður til að ná miklu meiri mat upp úr jörðinni, vötnunum og sjónum. Fólk hefúr því farið úr sveitunum og stund- ar nú annars konar störf en áður: kaupir matinn af þeim sem í sveitum búa og þeim sem draga fisk úr sjó, og veitir þeim í stað- inn tækifæri til að lifa auðugra, fjölbreyttara og ömggara lífi en áður var hægt. Þrátt fyrir breytt bú- setumynstur er réttur al- mennings til landsnytja á almenning- um þó óbreyttur. Sá réttur er ekki bundinn við eignarrétt á einstökum bújörðum. Sá réttur tilheyrir almenningi í landinu hvar svo sem hann á heima. Breyttar lands- nytjar Það hefúr ef til vill farið fram hjá ein- hverjum eh sú tið er löngu liðin að hálendi íslands sé einungis heimsótt af sauðkind- inni og gangnamönn- um úr nærliggjandi sveitum á haustin. Háíendi íslands hefur um langt skeið eink- um verið nytjað til virkjana og af ferða- mönnum, innlendum og útlendum. Frjáls ferðafélög allra landsmanna hafa tekið sig saman um að koma upp að- stöðu á vinsælum stöðum og feng- ið ungt menntafólk í náttúrufræð- um til sjá um landvörslu á kostn- að þeirra sem nýta sér aðstööuna, og ferðaskrifstofúr hér heima og erlendis hafa selt ís- lendingum og útlend- ingum skipulagðar ferðir um hálendið. Þetta hefúr verið gert í þeirri góðu trú að menn væm að fara um og nýta sér al- menningseign íslend- inga, eins og tíðkast hefur frá öndverðu. Nú vill bara svo til að sá almenningur á ekki lengur heima í sveitunum. Það er því tóm vitleysa og tímaskekkja að ætla sér að fela fámennum sveitarfélögum hring- inn í kringum landið einhvem umráðarétt yfir þessari sameign þjóðarinnar og helstu auðlind framtíðarinnar. Slík þröngsýni myndi eingöngu ala á hrepparíg og sérhagsmuna- poti og efla ósmekklegar hamborg- arasjoppur og peningaplokk í at- vinnusköpunarskyni á þeim stöð- um sem ætti sem mest að láta í friði. Skipulag og lögsaga yfir hálendi íslands á fyrst og fremst að heyra undir náttúruvemdarráð allra ís- lendinga, og taka mið af því að vaxandi fjöldi virkjana og ferða- manna valdi sem minnstum spjöll- um á ásjónu landsins. Gisli Sigurðsson „Skipulag og lögsaga yfir hálendi íslands á fyrst og fremst aö heyra undir náttúruverndarráö allra ís- lendinga og taka miö afþví aö vax- andi fjöldi virkjana og feröamanna valdi sem minnstum spjöllum á ásjónu landsins.“ Kjallarinn Gísli Sigurösson bókmenntafræöingur Skoðanir annarra Oviðunandi vinnubrögð „Vinnubrögð fjármálaráðuneytisins í máli, sem varðar staðfestingu á reglugerð lífeyrissjóðs, em augljóslega óviðunandi. ... Ráðuneytið virti að vett- ugi álit umboðsmanns Alþingis um að því bæri að staöfesta reglugerð lífeyrissjóðsins og lét margítrek- uðu erindi umboðsmanns vegna málsins ósvarað í fjórtán mánuði. Þessi framkoma ráðuneytisins er ekki eingöngu óvirðing við embætti umboðsmanns, heldur einnig við réttindi borgara, sem bera mál sín undir ráðuneytið.... Þetta er því miður ekki í fyrsta sinn, sem fjármálaráðuneytið liggur undir ásökun- um um slæleg vinnubrögð, sem koma niður á hags- mmmm borgaranna.“ Úr forystugrein Mbl. 15. janúar. Skattavertíö fyrir bí „Skattframtal rekstraraðila boðar greinilega ný vinnubrögð varðandi framtalsgerð hér á landi. ... í framhaldinu hlýtur að verða hugað að sams konar fýrirkomulagi við framtöl einstaklinga, ásamt þvi að forprenta meira af upplýsingum á framtöl.... Þróun á vélrænum skilmn skattframtala er hafin og hlýtur að halda áfram. Ef til vill er þess ekki langt að bíða að hugtakið „skattavertíð" heyri sögunni til.“ Ragnar Þ. Guðgeirsson í 1. tbl. Vísbendingar. Smáralind, stórveldi I verslun „Forráðamenn Smáralindar hafa mjög færst und- an því að ræða hvaða verslanir verði innandyra í verslunarmiðstöðinni. ... En verði af þessum áform- um er óhjákvæmilegt að nýja verslunarmiðstöðin muni höggva stór skörð í núverandi viðskipti cinn- arra verslana, bæði í Kringlunni, öðrum verslunar- miðstöðvum og miðbæjarkjömum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. ... Fjárfestar og fjármála- stofnanir hljóta hins vegar að hafa síðasta orðið um hvort ráðist verður í þetta verkeftii." KB í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 15. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.