Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998 Fréttir Davíð setti enga skilmála Þaö hefur mikiö verió talaö um til- boð kjörnefndar Sjálfstœðisflokksins til þín um aö taka sœti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosn- ingar. Hvernig bar þetta aö - er ekki Ijóst aö samþykki og velvilja Davíós Oddsonar þurfti til? - Þaö er kjömefnd sem vinnur og leggur fram tillögur um listann. Formaður kjömefndar kom að máli við mig um að ég tæki sæti á listan- um. Þaö var jafnvel talaö um sögulegar scettir á milli ykkar Davíös. Var þaóforsenda aó þœr sœttir héldu aö þú tœkir sœti á lista? - Fólk sem hefur tekist á eins og við veit að minnsta kosti hvar það hefur hvort annað. Við Davíð áttum ágætan og mjög hreinskiptinn fund og þar voru engir skilmálar settir. Var þér boöió eöa var rœtt um aö þú yröir borgarstjóri eöa forseti borgarstjórnar? - Ég hef margoft áður svarað spurningum um ímyndaðar kröfur mínar um borgarstjórasætið. Það hefur aldrei komið til greina, enda væri það fullkomlega fráleitt. Árni Sigfússon leiðir þennan lista og er borgarstjóraefni hans. Að íoknum kosningum kemur borgarstjórnar- flokkurinn sér saman um skipan nefnda og embætta, þar á meðal embætti forseta borgarstjórnar. Af hverju tókst þú ekki 8. sœtið og afhverju tókst þú 9. sœtiö? - Átta efstu menn listans verða aðalmenn í borgarstjóm ef sigur vinnst. Ég tel eðlilegt að þau sæti séu skipuð í samræmi við úrslit prófkjörs. Ég er hins vegar tObúin til að vera í níunda sætinu og taka fullan þátt í kosningabaráttunni og störfum borgarstjórnar sem fyrsti varamaður ef mál skipast svo. Hvað er unniö fyrir þig aó veröa varaborgarfulltrúi - miöaö viö stöö- una nú - án fyrirheita um frekari vegtyllur í borgarmálum? - Ég er að stíga mín fyrstu skref í stjómmálum og finnst rétt að gera það með nokkurri gát. Ég þarf margt að læra um málefni borgar- innar og tel mér gefast gott tækifæri til að gera það með þessu móti. Ég er að sækja mér reynslu og þekk- ingu en ekki vegtyllur. Kom ekki til greina aö segja nei viö þessari beiöni? - Það kemur alltaf til greina að segja nei en við skulum ekki gleyma því að það er mikið traust og heiður sem kjör- nefnd sýnir mér með því að leita til mín með þess- um hætti. Má ekki segja aö þinn metnaöur liggifremur til stjórnmála á landsvísu, til þátt- töku hjá löggjaf- arvaldinu þar sem þú getur t.d. beitt þér á þínu sviði, sjávarút- vegsmálunum? - Sífellt stærri málaflokkar eru að færast til sveit- arfélaganna og í mínum huga er enginn vafl á því að borgarmálin eru ákaflega mik- ilvæg og þess virði að takast á við þau. Ég hef í starfi mínu og sem fjölskyldu- manneskja kynnst ýmsum þáttum borgar- mála, eins og at- vinnumálum, dag- vistunarmálum, málefnum grunn- skólans, heil- brigðiskerfisins og vistunar aldraðra. Ég hef líka mikinn áhuga á skipulagsmálum borgarinnar. Hvað sjávarútveginn varðar, bendi ég á að Reykjavík er einn stærsti útgerðarstaður lands- ins. Það er hins vegar ekki sjálfgef- ið að borgin haldi þeim sessi. Ann- ar mikilvægur málaflokkur sem tengist sjávarútvegi eru hafnarmál. Svo það er ljóst að jafnvel hvaö varðar sjávarútveg er áreiðanlega líka næg verk að vinna innan ramma borgarinnar. Þú ertfulltrúi Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra i stjórn Aflvaka og hef- ur átt gott samstarf við hana. Hafói það áhrif á ákvöröun þína um aó takafrekar níunda sœtið en þaö átt- unda? - Það er rétt að ég hef setið í stjóm Aflvaka hf. frá 1994 sem full- trúi Ingibjargar Sólrúnar. Aflvaka er ætlað að styðja nýsköpun og at- vinnuuppbyggingu á höfuðborgar- svæðinu. Það er lögð áhersla á að hér er ekki um flokkspólitískt starf aö ræða heldur þvert á móti: fagleg sjónarmið eru alltaf látin ráða. Yfirheyrsla Páll H. Hannesson Borgarstjóri fól mér þetta starf vit- andi um mína stjómmálaafstöðu. Þetta þurfti því ekki að hafa nein áhrif á ákvörðun mína um sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þegar nafn þitt bar upphaflega á góma var nefnt aö þaö myndi styrkja flokkinn aö geta sagt: Valió er milli Ingibjargar Sólrúnar og Guörúnar P. í staó þess aö segja Ingibjargar Sólrúnar og Kjartans Magnússonar. Þannig þótti vel lukkaö hjá R-lista í síöustu kosning- um aó segja: Ingibjörg Sólrún eöa Þorbergur Aóalsteinsson. Er 9. sætió ekki vindhögg í þessu Ijósi? - Menn skipa ekki í sæti á fram- boðslista til að sjá við svona ódýr- um trixum. Ég hef líka meiri trú á kjósendum en svo að þeir falli fyrir brögðum af þessu tagi tvisvar í röð. Ingibjörg Sólrún verður vissulega í 8. sætinu - en gleymum því ekki að það verða 7 manns fyrir ofan hana sem henni er ætlað aö draga inn á pilsfaldinum. Er ekki niöurstaöan gengisfelling á bæöi þér og Árna Sigfússyni? Á Árna því aö leita til þín sýndi aó hann var ekki álitinn nœgilega sterkur, á þér af því hingaó til hef- ur þú vakiö athyglifyrir sjálfstœöa og ferska afstööu til mála en nú ert þú aö bregöast viö beiöni sem þú hefur ekki fullan hug á því ekki tókstu þátt í prófkjöri og ferö inn án afgerandi stefnu né í aóstööu til aö hafa veruleg áhrif? - Þvi fer fjarri að þetta sé í fyrsta sinn sem kjömefnd leitar út fyrir prófkjörslistann til að ljá framboðs- listanum breidd. Það sýnir sveigjan- leika og ég man ekki til þess, að lit- ið hafl verið á það sem gengisfell- ingu fyrir oddvita listans eða aðra. Ég tók ekki þátt í prófkjörinu og beiðni kjörnefndar kom mér á óvart. Ég geri ráð fyrir að hún hafi leitað til mín vegna þess að ég er eins og ég er. Að minnsta kosti var ekki farið fram á neinar persónu- leikabreytingar. Nú hef ég tekið ákvörðun um að taka þátt í stjóm- málum með því að skipa níunda sætið á listanum. Ég mun fylgja þeirri ákvörðun eftir af fullri ein- urð. Ég tel mig í ágáetri aðstöðu til að hafa áhrif því áhrif fara fyrst og fremst eftir þeim hugmyndum sem menn hafa og þeim krafti sem þeir búa yfir til að vinna hugmyndum sínum fylgi. Heldur þú að þeir sem leituöu til þín um aö taka 8. sætiö séu ánœgó- ir meó þig í 9. sœtinu? - Ég er sama manneskjan í hvom sæti sem er. Þátttaka þín sem einstaklings í borgarmálum hingaö til hefur ein- skoröast viö mál sem hafa veriö í andstööu viö afstööu Sjálfstœöis- flokksins (ráóhúsmál og Hœstarétt- arhúsiö). Um leiö hefur þú veriö vel- viljuö núverandi borgarstjóra. Hvaö segir þú vió þá sem efast um aó hugur geti fylgt máli hjá þér? - Ég er alin upp í andrúmslofti frjálslyndis og umburðarlyndis þar sem menn virtu skoðanir annarra en fylgdu eigin sannfæringu fram af fullri einurð. Það er ekkert þvi til fyrirstöðu að menn sem aðhyllast ólikar stjómmálastefnur geti verið ágætir vinir og virt hvor annan eins og ótal dæmi sanna. Eins er það að þótt menn greini á um ákveðin mál og deili harkalega um þau, þá er ekki þar með sagt að þeir geti ekki átt samleið á öðrum sviðum. Þeir sem vilja gera mig tortryggilega leita nú allra leiða til þess - það er fátt sem ég get gert við því annað en að vera sjálfri mér trú. Hefuröu í hyggju aö helga þig borg- armálum á nœstu kjörtímabilum? - Nú er ég að taka þátt í starfi sem er mér nýtt - ég ætla að taka eitt skref í einu. Offituvandamálið: Megrunarkúrar virka ekki - regluleg hreyfing nauðsynleg Herferðin Leið til betra lífs, sem DV stendur nú að ásamt Bylgjunni, Stúdíói Ágústu og Hrafns, Ritsmiðjunni, Hagkaupi, Kellogg’s Special K auk Egils Kristal og Bergvatns, nýtir rann- sóknir og skoðanir Coverts Bai- leys við mótun markmiða herferð- arinnar. Hann lýsir þeim í bók sinni, Betri linur, en heilsumol- arnir, sem birtast i DV þessa dag- ana, eru teknir upp úr bókinni. Bailey ræðst meðal annars harkalega á megrunarkúra þá sem þekktir eru úr daglega lífinu. Eftir því sem hann kemst næst í rannsóknum sínum geta megrun- arkúrar vissulega hjálpað fólki til að grennast. Hins vegar eru þeir engin lausn á vandamálinu þvi fólk sem grennist með megrunar- kúrum mun eiga í sífelldum vand- ræðum með að þyngjast ekki aft- ur. Eina lausnin sem Bailey hefur á offituvandamálinu er að auka vöðvamassa líkamans en það leiö- ir siðan til þess að hann á auð- veldara með að brenna fitunni. Þetta verður hins vegar aðeins gert með reglulegri hreyfingu. -KJA H e i 1 s u m X I a r V V V Það fyrsta sem fólk ætti að gera er að sannfæra sig um það að vandamálið sé ekki aðeins öll þessi aukafita heldur vönúm á vel þjálfuðum vöðvum. Þvi miður er mjög líklegt að fólkið sem missir fitu i venjulegum megrunarkúrum sé líka um leið að minnka vöðvana sem þýðir minni hitaeiningaþörf og aukið vanda- mál. K B E T R A m Góð hreyfing stækkar vöðva, eykur starfshæfni og hraðar efnaskiptum þeirra umtalsvert. Allt þetta verður til þess að þú brennir fleiri hitaeiningum, jafnvel á með- an þú sefur. Eina varanlega lausnin viö offitu er regluleg likamsþjálfun samhliða skynsamlegu mataræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.