Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998
Spurningin
Stendur þú enn við áramóta-
heitið?
Jóna Dóra Ásgeirsdóttir, vinnur í
búð: Nei, ég strengdi ekki áramóta-
heit.
Bryndís Sigtryggsdóttir nemi: Ég
strengdi ekki heit um áramótin.
Berglind Jack kennari: Já, ég
stend enn við mín áramótaheit.
Kristján Baldvinsson markaðs-
stjóri: Ég strengd: engin heit.
Aðalsteinn Guðjónsson nemi: Ég
strengdi engin heit.
Lesendur
Samsölubrauð
hf. og sala þess
Anna H. Pálsdóttir, ritari í MS,
skrifar:
Þann 3. janúar sl. birtist í DV um-
fjöllun undir fyrirsögninni „Lifið í
alvöruspegli", þar sem nokkrir
þekktir aðilar úr íslensku þjóðlífi
voru nefndir „menn ársins" á ýms-
um sviðum. Eins og í öðru skaupi
um áramót var gert góðlátlegt grín
að þessum mönnum, sem ekki er
tekið alvarlega, enda er skrápurinn
á þeim flestum orðinn nokkuð harð-
ur.
Titilinn „Stjórnandi ársins" hlaut
Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri
MS, sem (að sögn pistlahöfundar)
„stórgræddi á því að láta starfsfólk
Samsölubrauða hf. heyra það í fjöl-
miðlum að hann hefði selt fyrirtæk-
ið Myllunni og náð þannig öllum
jólagjöfum starfsmannanna til
baka“. Starfsmenn MS, svo og Guð-
laugur sjálfur, hafa gaman af þessu
gríni sem öðru og er því ekki tekið
illa.
En að baki öllu gamni býr ein-
hver alvara. Mikil ólga var í starfs-
mönnum Samsölubakarís er gjöfun-
um var skilað, eins og skiljanlegt er,
þar sem þeir töldu starfsöryggi sitt í
hættu. Samningar um sölu bakarís-
ins urðu, eins og flestir aðrir við-
kvæmir samningar, að fara fram
fyrir luktum dyrum, þar sem opin-
ber umfjöllun getur hindrað viðræð-
ur samningsaðila. Er vinnudegi
lauk í bakaríinu föstudaginn 19.
desember stóðu lokaumræður enn
yfir og var ekki gert ráð fyrir að
þeim lyki fyrr en daginn eftir. Hins
vegar kvisaðist fréttin á einhvern
Afkoma bakarísins fór batnandi - ekki síst að þakka dugnaöi starfsmanna,
segir m.a. í bréfinu.
hátt út áður en samningum lauk og
er það barst samningsmönnum til
eyrna var ákveðið að ljúka undir-
skriftum undir miðaftan á föstudag.
Blekið var varla þornað er fréttin
var flutt á Bylgjunni og því var eng-
in leið að tilkynna starfsmönnum
bakarísins söluna í tæka tíð. Hins
vegar var tryggt í umræðunum að
hagsmuna starfsmanna yrði sem
best gætt og að þeir héldu sinni
vinnu. Því brugðust starfsmenn
bakarísins heldur hart við er þeir
skiluðu jólagjöfunum sem gefnar
voru af hlýhug. Afkoma bakarisins
fór batnandi á sl ári og er það ekki
síst dugnaði starfsmannanna að
þakka.
í lokin skal það tekið fram að
Mjólkursamsalan „græddi" lítið á
því að fá jólagjafirnar til baka ann-
aö en þann hlýhug og þakklæti sem
fyrirtækið fékk frá Mæðrastyrks-
nefnd, en þangað fóru jólagjafirnar
samdægurs. Vonandi hefur góðgæt-
ið komið sér vel fyrir viötakend-
urna, sem kunnu eflaust vel að
meta gjafirnar.
Sameining á Reykjanesi
Hafnarfjörður, Garðabær, Bessastaða- og Vatnsleysustrandarhreppur
Skarphéðinn H. Einarsson skrifar:
Þann 2. des. sl. mátti lesa viðtal í
Degi við Ingvar Viktorsson, bæjar-
stjóra í Hafharfirði, um sameiningar-
mál ofangreindra byggðarlaga. - Mér
líst vel á þessa hugmynd. Fyrir um það
bil 20 árum var uppi hugmynd um
byggingu 1900 manna byggðarkjama
sunnan Straumsvíkur, í landi Hvassa-
hrauns og Lónakots, neðan Reykjanes-
brautar. Ekki varð af því þá.
Fyrirsjáanlegt er að Hafnarfjörður
mun vaxa ört á næstu árum. Sú stækk-
un teygir sig að líkindum í átt að Kúa-
gerði. Vatnsleysustrandarhreppur get-
ur tæplega veitt öllum hreppsbúum
viðunandi þjónustu nú. í Brunnastaða-
hverfi t.d. verða íbúar sjálfir að sjá sér
fyrir vatni og skólpþróm. Einnig virð-
ist skipulagi vera ábótavant þar. Skól-
inn, sem ekki er nýlegur, stendur niðri
við sjó en sundlaug og íþróttahús í hin-
um enda þorpsins. Auðvitað hefði skól-
inn átt að vera við hlið íþróttahússins
með tengibyggingu á milli, líkt og
tíðkast mjög víða. Nóg er landrýmið
fyrir íþróttavelli af ýmsu tagi. - Trú-
lega verða svo iðnaðarhverfi ofan
Reykjanesbrautar í áttina að Kúagerði.
Þeir sem standa á móti sameiningu
þessara byggðarlaga eru aðeins að
hugsa um eigin hagsmuni og jafnvel
sinna nánustu ættingja en ekki íbúana
í heild og þeirra velferð. - Þetta er
samt mál sem brýnt er að sinna og út-
kljá með viðræðum fyrr en seinna.
Hlutverk menntamálaráðherra?
Ástþór Magnússon skrifar:
Nauðsynlegt er að minna mennta-
málaráðherra á hlutverk sitt. Sam-
kvæmt lögum hefur ráðherrann það
hlutverk að stuðla að menntun og
menningu þjóðarinnar en ekki t.d.
að hella í hana brennivíni. - Þaö er
því með ólíkindum hvernig ráðherr-
ann hefur haft að engu áskoranir
hreppsnefnda í Borgarfirði um
áframhaldandi menntasetur í Reyk-
holti í Borgarfirði og valtað yfir um-
sókn Friðar 2000 um alþjóðlegan há-
skóla á staðnum. Geir Waage sókn-
arprestur hefur stutt ráðherra í að
finna Reykholti nýtt hlutverk.
Kannski er ekki nema von að
menntamálaráðherra spyrji sig að
LÍÍHRSIM þjónusta
allan sólarhringinn '
Aðeins 39,90 mínútan
- eða hringið í síma
550 5000
milli kl. 14 og 16
því hvort nokkuð þýði að kenna eða
upplýsa þessa þjóð um eitt eða ann-
að. Skoðanakannanir hér hafa sýnt
að íslendingar eru langt fyrir neðan
meðallag í menntakerfi heimsins og
því þá ekki að breyta skólum lands-
ins í sveitakrár? í samvinnu við
séra Geir er aldrei að vita nema
menntamálaráðherra geti látið
draum sinn um íslenskan her ræt-
ast. I hinu nýja glæsilega stríðshofi
séra Geirs er hægt að kenna ungu
fólki hvernig höggva skal mann og
annan.
Að nota Reykholt undir eitthvert
„friðarprjál" er auðvitað út í hött
þegar heimurinn og samfélagið er á
leið norður og niður hvort sem er.
Já, því þá ekki að drekkja mennta-
draumum unga fólksins í ölæði og
svalla þessi síðustu ár með reisn?
DV
Enn ein stöðin er
best
Runólfur skrifar:
Nú síðast gengu þeir Spaug-
stofumenn hreint til verks og
sýndu okkur gamla fyrirkomu-
lagið: Enn eina stöðina. Nú
þekkti maður mannskapinn. Úr-
val efnis úr fréttum vikunnar
sem var að enda. Þetta er lang-
besta fyrirkomulagið að mínu
mati. Þessi Stöðvarvík var ein-
hvern veginn ekki í anda nútím-
ans og náði ekki til fólks. Of mik-
ið snobb niður á við gagnvart
dreifbýlismassanum. Vonandi
heldur Enn ein stöðin sínu
striki. Vel á minnst; þeir máttu
líka missa sig rónamir á Arnar-
hóli. Þeir voru gengnir sér til
húðar. - Áfram á þessari braut,
piltar.
Lúsin og heimskir
foreldrar
Svanhildur hringdi:
Maður á ekki orð yfír fréttina
um lúsafaraldur i Laugarnes-
skóla. Þetta er orðin árviss uppá-
koma hér í Reykjavík. Ekki endi-
lega í þessum skóla, bara ein-
hvers staöar. Auðvitað getur
þetta gerst alls staðar. En ekki
ber það nú vitni um hreinlæti
meðal íslendina að enn skuli lús-
in við lýði í höfuðborginni. En
hvílíkir foreldrar! Að bregðast
ókvæða við fréttunum um að
börnin þeirra verði að þrífa?
HjúkrunEufræðingur skólans á
sannarlega samúð mína alla ef
hún þarf að berjast gegn svona
fordómum foreldra - ég segi nú
bara, svona „lousy“ foreldra.
Hvílík heimska að hafha sam-
vinnu um að yfirvinna óværuna.
Gott leikrit Guð-
rúnar Helgadóttur
Árni Guðjónsson hringdi:
Ég hef heyrt marga hrósa sjón-
varpsleikriti Guðrúnar Helga-
dóttur er sýnt var í tveimur hlut-
um tvö sl. sunnudagskvöld. Þetta
var spennandi stykki og frábær-
lega samin samtöl með enn betri
leikurum. Þarna var þó almenni-
legur texti, eitthvað í líkingu við
sambærileg sjónvarpsleikrit er-
lend. Ég hef ekki séð neitt skrif-
að um leikritið eins og oft er
venjan. Man ekki betur en mikið
hafi verið haft við að mæra leik-
rit Hlínar Agnarsdóttur um fyr-
irtíðaspennu sem tekið var til
sýningar á sama vettvangi. - En
takk fyrir ágætt leikrit Guðrún-
ar, það var fin tilbreyting.
Málningarvinna -
takk fyrir verkið
Ragnar skrifar:
Stundum tala menn um fúsk
hjá þeim sem auglýsa í þjónustu-
dálkum blaðanna. Ég þurfti að
láta mála innanhúss en þekkti
engan málara svo að ég leitaði í
þjónustuauglýsingar DV og sá
málningar- og viðhaldsvinnu
auglýsta. Það þarf ekki að orð-
lengja að þama var um að ræða
hinn mesta heiðursmann (að
nafni Sæmundur) sem lauk verk-
inu fljótt og vel. Þarna bjargaði
þjónustuauglýsing í blaði ykkar.
Og þar var ekki aldeilis um fúsk
að ræða, heldur frábæra máln-
ingarvinnu af snyrtilegum og
færum fagmanni.
Til suðurpóls í
sumarleyfi
Vigfús hringdi:
Ég er hissa á því að alþingis-
maðurinn sem gekk á suðurpól-
inn skuli ekki hafa valið sumar-
leyfi sitt til göngunnar. Bæði er
það að þá er hann í löglegu leyfi
frá þingstörfum og svo hitt að þá
er þar vetur og miklu meira af-
rek en að ganga á pólinn að sum-
arlagi þar syðra. - Er þetta ekki
umhugsunarvert ef framhald á
að verða á pólgöngum?