Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 25
I>V FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998 17 Sigrún Gylfadóttir og Stefán Sturla Sigurjónsson leika Haf- dísi og Júlíus. Gallerí Njála í kvöld verður sýning á Litla sviði Borgarleikhússins á Gaileríi Njálu eftir Hlín Agnarsdóttm-. Þráðurinn í verkinu er dramatísk ástarsaga undir áhrifiun frá Brennu- Njálssögu. Júlíus Sveins- son, 37 ára gamali rútubílstjóri og listamaður í fristundum, og Hafdís Leikhús Hafsteinsdóttir, 31 árs leiðsögu- maður og bókmenntafræðingur á leið í doktorsnám, kynnast á ferð sinni um Njáluslóðir. Með þeim takast kynni sem leiða áhorfendur inn í dularfúllan myndaheim Njáls sögu. Hafdís hefúr óvænt áhrif á Júlíus sem, eins og svo margir aðr- ir íslendingar, er forfallinn áhuga- maður um Njálu. Með hlutverkin tvö í Gallerii Njálu fara Stefán Sturla Sigurjóns- son og Sigrún Gylfadóttir. Leik- stjóri er höfúndurinn, Hlín Agn- arsdóttir. Gjaldið keisar- anum það sem keisarans er... Gjaldið keisaranum það sem keis- arans er... - Skattborgar- inn og skatt- kerfið er heiti á mál- þingi sem verður hald- ið í dag á Hótel Loft- leiðum, Þingsölum 1 til 4, kl. 13.20-16.30. Davíð Odds- son ávarpar málþingið við setningu þess. Framsögumenn eru Kristján Gunnar Valdimarsson, Ólafur Nils- son, Kristinn Bjamason og Ámi Tómasson. i lokin mun Jón Steinar Gunnlaugsson fjalla um dómsúr- lausnir. Samkomur Félag eldri borgara í Kópavogi Spiluð verður félagsvist í Gjá- bakka, Fannborg 8, í kvöld kl. 20.30. Félag eldri borgara í Reykjavík Félagsvist í Risinu í dag kl. 14. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu um borgina kl. 10 í fyrramálið. Gleðigjafarnir á Mímisbar í kvöld og annað kvöld munu André Bachmann og Kjartan leika fyrir gesti á Mimisbar, tónlist frá liðnum áratug- um sem flestir ættu að kannast við. 8-villt leikur fyrir dansi á Gauknum í kvöld. 8-villt á Gauki á Stöng: Fjórar söngkonur Hljómsveitin 8-villt hefur starfað um skeið og verið iðin við spilamennskuna. í kvöld mun 8-vilit leika á Gauki á Stöng og annað kvöld. Hljómsveitin hefur lítið spilað á Gauknum í vetur en bætir um betur þessa helgi. 8-villt hefur hlotið at- hygli fyrir líflega framkomu auk þess að vera skipuð fjórum söngkonum. 8-villt er mannmörg hljómsveit. Fyrst ber að telja söngkonurnar sem heita Regína Ósk, Bryndís Sunna, Katrín Hildur og Lóa Björk. Um hljóð- færaleikinn sjá svo Ámi Óla á bassa, Sveinn á gítar, Andri Hrannar á trommur og Daöi á hljómborð. Siggi Björns á Café Amsterdam Trúbadorinn víðfórli Siggi Bjöms er kominn heim í bili og með honum i för er annar trú- bador, Keith Hopcroft. Munu þeir félag- ar skemmta á Café Amsterdam i kvöld og annað kvöld. Stjórnin í Kjallaranum Hljómsveitin Stjórnin leikur fyrir gesti 1 Þjóðleikhús- kjallaranum í kvöld og annað kvöld. Tónleikar Talsvert frost á landinu Yfir Grænlandi er 1035 mb hæð en austur við Noreg er 985 mb lægð sem þokast norður. Langt suðvestur í hafi er lægðardrag sem hreyfist hægt norðaustur. í dag verður norðaustankaldi í Veðrið í dag fyrstu og él við norðaustur- og austur- ströndina en þurrt og léttskýjað sunn- anlands og vestan. Lægir smám sam- an i dag og styttir upp norðaustan- og austanlands. Hæg austlæg átt og víð- ast léttskýjað í nótt. Frost 4 til 14 stig í dag en kaldara í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustan- en síðar austangola. Létt- skýjað. Frost 6 til 8 stig í dag en 9 til 13 stig í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 16.23 Sólarupprás á morgun: 10.50 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.58 Árdegisflóð á morgim: 09.12 Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað -3 Akurnes alskýjað 0 Bergsstaðir alskýjað -3 Bolungarvík skýjaö -4 Egilsstaöir aískýjaö -2 Keflavíkurflugv. skýjað -1 Kirkjubkl. skýjað -1 Raufarhöfn snjóél -4 Reykjavík hálfskýjað -2 Stórhöfði alskýjað 0 Helsinki súld 2 Kaupmannah. rign. á síö.kls. 5 Osló rigning 6 Stokkhólmur 3 Þórshöfn hálfskýjaö 3 Faro/Algarve léttskýjaö 7 Amsterdam skýjað 5 Barcelona heiöskírt 5 Chicago snjókoma -3 Dublin léttskýjað 6 Frankfurt skýjaö 2 Glasgow rigning á síö.kls. 4 Halifax léttskýjaö -12 Hamborg léttskýjaö 4 Jan Mayen skafrenningur - -13 London rigning og súld 9 Lúxemborg skýjaö 1 Malaga léttskýjaö 7 Mallorca léttskýjaö 2 Montreal -17 París rigning 5 New York alskýjaö -1 Orlando alskýjaö 19 Nuuk heiðskírt -4 Róm Vín þokumóóa 0 Washington alskýjaö -2 Winnipeg alskýjaö -15 Greiðfært á Vestjörðum Hálkublettir em á Fróðárheiði, Kerlingarskarði og Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er greiðfært um flesta vegi en þar er víða hálka eða snjóþekja. Fært er um flesta vegi á Noröurlandi en þar er víða Færð á vegum hálka eða snjóþekja á vegum, einkum á austan- verðu Norðurlandi og þar er sums staðar dálítill skafrenningur. Að öðru leyti er ágæt færð um land allt. Ástand vega Skafrenningur m Steinkast EU Hálka QD Ófært Snjóþekja 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkí m Þungfært (£) Faert fjallabflum Erla og Óskar eignast son Myndar- legi dreng- urinn á myndinni fæddist 5. janúar á fæð- ingardeild Landspítalans. Hann var við fæðingu 3970 grömm að þyngd og mældist 51,5 sentí- metrar að lengd. For- eldrar hans era Erla Er- lendsdóttir og Óskar Finnbjörnsson og er hann fyrsta bam þeirra. Barn dagsins Gröf Rósönnu Jean Reno leikur eiginmanninn sem reynir að láta ósk eigínkon- unnar rætast. Bíóborgin sýnir gamanmyndina Roseanna’s Grave. Fjallar myndin um hjónin Marcello og Roseanna sem búa í ítalska þorpinu Trivento. Roseanna er veik og henni er ekki hugað lif. Hinsta ósk hennar er að verða grafm við hlið dóttur þeirra hjóna í eina kirkjugarðinum i þorpinu. Gallinn er hins vegar sá að það eru aðeins þijár grafir eftir í kirkjugarðinum og ekki hægt að taka pláss frá. Þar sem Marcello getur ekki hugsað sér að eig- inkona hans fái ekki síðustu ósk sína uppfyllta fyllist hann eldmóði og tek- ur upp á eigin spýtur að reyna að halda sem lengst lifi í þeim sem eru famir að nálgast dauðans dyr. Allt er Kvikmyndir þetta á léttum nótrnn því Roseanna’s Grave er fyrst og fremst gamanmynd. í hlutverkum hjónanna eru Jean Reno, sjálfsagt vinsælasti franski leik- arinn nú, og Mercedes Ruehl, en hún vann til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í The Fisher King. Nýjar myndir Háskólabíó: Stikkfrí Háskólabió: Titanic Laugarásbíó: Mortal Kombat: The Annihifation Kringlubíó: George of the Jungle Saga-bíó: Aleinn heima 3 Bíóhöllin: Starship Troopers Bíóborgin: Tomorrow Never Dies Regnboginn: Spiceworlds - The Movie Stjörnubió: Stikkfrí rC Krossgátan 7 ' i 3 y *\ \ 7 0 1 ?, 1 10 VT ir 1 11, í L JT i rr lé RT 11 j pr Lárétt: 1 grín, 6 drap, 8 kyrrð, 9 gagnlega, 10 tóns, 11 kross, 12 skófla, 14 kveikur, 15 frá, 16 þátttakandi, 18 nautn, 20 kvæði, 21 traðkaði, 22 söng- rödd. Lóðrétt: 1 botnfall, 2 kveinstafi, 3 tungumálið, 4 líffærið, 5 mikill, 6 þvætting, 7 fyrirhöfnin, 13 mjög, 15 umboðssvæði, 17 svelgur, 19 til, 20 fæddi. Lausn á sfðustu krossgátu. Lárétt:l pakk, 5 væn, 7 okana, 8 sa, 9 tað, 10 álku, 11 frauka, 13 ón, 14 lauga, 16 rólu, 18 tal, 20 nauða, 21 ró. Lóðrétt: 1 pot, 2 akarn, 3 kaðall, 4 knáu, 5 val, 6 nauma, 8 skagar, 11 fóm, 12 kuta, 15 auð, 17 óa, 19 ló. < * Gengið Almennt gengi LÍ ki. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenai Dollar 72,960 73,340 71,590 Pund 118,930 119,540 119,950 Kan. dollar 50,900 51,210 50,310 Dönsk kr. 10,4730 10,5290 10,6470 Norsk kr 9,6650 9,7180 9,9370 Sænsk kr. 9,0940 9,1440 9,2330 Fi. mark 13,1720 13,2500 13,4120 Fra. franki 11,9090 11,9770 12,1180 Belg. franki 1,9330 1,9446 1,9671 Sviss. franki 48,7900 49,0600 50,1600 Holl. gyllini 35,3900 35,6000 35,9800 Þýskt mark 39,9000 40,1000 40,5300 ít. líra 0,040530 0,040790 0,041410 Aust sch. 5,6690 5,7040 5,7610 Port. escudo 0,3900 0,3924 0,3969 Spá. peseti 0,4706 0,4736 0,4796 Jap. yen 0,566600 0,570000 0,561100 irskt pund 100,120 100,750 105,880 SDR 96,980000 97,560000 97,470000 ECU 78,8600 79,3300 80,3600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.