Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998 13 Grenningaraðferðir Það er voðalega slæmt að maður skuli ekki ráða gangi himintungla. Einnig getur verið hvimleitt að hafa aldrei komið í sjónvarpið og orðið heimsfrægur. Ég hef það nefnilega fyrir satt að heimsfrægðin geri fólki gott og sé álíka prýðileg og fálkaorðan sem fólki finnst gaman að láta hengja á sig. Nema kannski kon- um í mjög flegnum kjólum. Heimsfrægðin hefur yfirleitt líka ríkidæmi í fór með sér og get- ur því fræga fólkið tekið á leigu einkaþjálfara sem lætur það fetta sig og bretta ef það þarf að grenn- ast. Ef það þarf hins vegar að vitkast fer í verra. Nú hafa fleiri megrunarkúrar en tölu verði á komið riðið yfir þjóðina. Þeir eru miklu fleiri en allar náttúruham- farir aðrar til samans sem hrjáð hafa íslenska þjóð frá land- námsmorgni til þessa'dags. Kúrar þessir eru af ýmsum toga. Fyrir nokkrum árum var til dæm- is öllum þjóðum heims boðið að taka þátt í megrunarkúr og að honum loknum áttu þátttakendur að verða eins í vextinum og Joan Collins sem er víst fræg leikkona. Sonur minn fór í kúrinn og leit að honum loknum út eins og hrífu- skaft. Ég afþakkaði hins vegar gott boð og hélt áfram að vera í vextin- um eins og olíutunna. Áramótasleniö Af því að ég er orðinn talsvert gamall eru sér- fræðingar í ein- hverju búnir að segja mér það hundraðsjö- tíuogeitthvaðþús- und sinnum að það skipti ekki máli hvemig mað- ur líti út. Það séu þarmarhir og lifr- in og nýrun sem skipti máli. Manns innri maður, sem sagt. Þetta á við ef menn ætla að fara að gifta sig. Ef menn ætla á hinn bóginn að reima skóna sína er betra að geta beygt sig. Þess vegna eyða líkamsræktarstöðvar nú Gallinn við þetta allt saman er nefnilega sá að það kostar offjár að ná af sér rándýru jólasteikunum, segir Benedikt. miklum pappír og hljóðvökunum eins og þeir leggja sig í það að hvetja okkur til að stunda líkams- rækt. Nú sé rétti tíminn til að ná af sér aukakílóunum. Og ákafinn er svo mikill hjá auglýsendum að „Ekki efast ég um að það séu marg- ir sem þurfí að ná af sér offítu. En ég hef dálitlar áhyggjur af því að sumir reyni að gera það meira af kappi en forsjá. Okkur hættir nefni- lega til að taka hlutina of alvar- lega...u það er engu líkara en öll þjóðin ætli að fara að reima skóna sína án árangurs. Ekki efast ég um að það séu margir sem þurfi að ná af sér offitu. En ég hef dálitlar áhyggjur af því að sumir reyni að gera það meira af kappi en forsjá. Okk- ur hættir nefnilega til að taka hlutina of alvarlega og má því búast við að margir setji sig úr axlarliðn- um þegar þeir fara að djöflast í líkams- ræktinni. En sam- kvæmt auglýsingun- um er hægt að gera það með afslætti. Þeir sem eru á mannmörgum vinnustað geta gert það með hópafslætti. Langtímamark- mið Gallinn við þetta allt saman er nefnilega sá að það kostar offjár að ná af sér rándýru jólasteikunum. Að vísu var ein- hver búinn að reikna það út um Kjallarinn Benedikt Axelsson hástökkvari ögn hraðar. daginn að það kostaði ekki nema fimmtíu- kall á klukkutímann. En þá þurftu menn nú líka að setja sig úr axl- arliðnum tíu sinnum á dag að minnsta kosti. Ekki ætla ég að ráð- leggja fólki neitt í þessum efnum. En ég hef sett mér langtíma- markmið sem er nauð- synlegt að mati þeirra sem vit hafa á því hvernig við eigum að vera í laginu. Ég ætla að vera búinn að ná af mér tvö hundruð og fimmtíu grömmum árið 2001 ef ég lifi svo lengi. Ef ekki má bú- ast við að ég léttist Benedikt Axelsson Mikilvægi þátttöku foreldra í skólastarfi Niðurstöður rannsókna, sem nýlega hafa verið birtar, sýna hve ört eiturlyfianeysla unglinga hefur vaxið á siðari árum. Um þriðjung- ur 17 ára unglinga í höfuðborginni hefur prófað hass og helmingur þeirra sem það gerðu 14 ára að aldri hafði þremur árum síðar neytt amfetamíns. Um 80% nemenda í 10. bekk grunn- skóla hafa drukk- ið áfengi einu sinni eða oftar. Þriðjungur þeirra 14 ára unglinga sem drekka, fá sér 5-6 glös af sterku áfengi í hvert sinn, og að 49% nemenda í 10. bekk fundu í fyrsta sinn á sér 14 ára eða yngri. 46% foreldra sem eiga bam í 10. bekk vissu af því að barn þeirra hefði dmkkið áfengi af einhverju tagi. Tregða á foreldrasamstarfi Mikilvægt er því að foreldrar og kennarar sýni gagnkvæmt traust og virðingu og séu samherjar í öllu skólastarfi. Þannig er hægt í sameiningu að efla siðferðisvitund barnsins, gera þvi ljóst hvað má og hvað ekki má bæði heima, að heiman og í skóla. Foreldrar og kennarar em oftast öðrum fremur fyrirmyndir bama. Mikilvægt er því að gott og öflugt upplýsinga- streymi sé á milli heimilis og skóla og hvor aðili þekki vel til að- stæðna bamsins, því að það þarf að vera samræmi í reglum og upp- eldisáherslum skólans og heimilis- ins. Ýmsar ástæður hafa verið til- greindar fyrir tregðu á foreldra- samstarfi, svo sem hefðir, viðhorf,' skipulag skólahalds og jafnframt atvinnuþátt- taka foreldra sem or- sakar hinn margum- rædda tímaskort. En er það ekki einmitt kjarni málsins, að foreldrar og forráðamenn barna verða hreinlega að for- gangsraða verkefnum og með aukinni áherslu á mikilvægi foreldra í uppeldi og námi barna sinna hlýtur það að færast efst á listann. Öll börn þurfa á því að halda að heimilið og skólinn séu samstiga í uppeldinu og hlúi sam- eiginlega að hæfileik- mn og áhugasviðum hvers og eins, hvemig sem hæfileikarnir eru. Virk þátttaka foreldra í skólastarfi hefur já- kvæð áhrif á mörgum sviðum. Foreldrum verður t.d. betur ljóst að þeir eru hluti af samfélaginu og finna að þeir geta haft áhrif á um- hverfi sitt. Virkt samstarf Umfangsmikil vímuefhaviðskipti era greinilega orðin staðreynd í ís- lensku samfélagi og þúsundir unglinga hafa með fyrstu skrefum nálgast tor- tímingarbraut eit- urlyfianna. Hér blasir við alvarlegt þjóðfélagsmein sem við foreldrar þurf- um að taka á strax. Ekkert er betra í því sambandi en að bæta uppeldi og skólastarf og virkt og gott samstarf foreldra og skóla. Þar er afl sem leysa þarf úr læðingi og getur haft bætandi áhrif á þroska og lærdóm bama. Það er hóflegur agi í heimahúsum og virðing fyrir for- eldrum sem er nauðsynlegt æsku þessa lands, ásamt nægtum af væntumþykju og ást. Þuríður Jónsdóttir „Virk þátttaka í skólastarfí hefur jákvæð áhrif á mörgum sviðum. Foreldrum verður t.d. betur Ijóst um að þeir eru hluti af samfélag- inu og fínna að þeir geta haft áhrifá umhverfí sitt.u Kjallarinn Þuríöur Jónsdóttir lögfræðingur, form. For- eldra- og kennarafélags Hvassaleitisskóla þátt- takandi í prófkjöri R-list- ans Með og á móti Rafmagnsbílar sem lausn á mengunarvanda - Kjörin lausn „Það eru ekki mörg lönd í heiminum þar sem notkun raf- bíla er jafn kjörin og á íslandi þar sem öll raf- orkufram- leiðsla fer fram án meng- unar. Flestar aðrar þjóðir þurfa að fram- leiða raforku með eldsneyti með umtals- verðri meng- un. Enda þótt rafbílar hafi enn of skamma akstursmöguleika á hleðslu gætu íslendingar, tækn- innar vegna, þegar í dag notað umtalsverðan fiölda rafhila í þeim tilgangi m.a. að minnka mengun. Má t.d. nefna notkun rafbíls sem heimilisbíl nr. 2 og notkun fyrirtækja sem em með reglubundinn daglegan akstur. Það eru því ekki tæknimálin sem koma í veg fyrir aö hafin sé al- menn notkun á rafbílum heldur ósanngjörn álagning þungaskatts og óheppilegt sölufyrirkomulag rafvéitna sem valda þvi að rekst- ur rafbíls er of dýr. Vegna lítillar framleiðslu era i’afbílar enn þá dýrari en venjulegir bfiar og við þeim byrjunarvanda gæti komið til stuðningur stjórnvalda. Einn kostur rafbíls miðað við vetnisbfl er sá að dreifikerfi raforkunnar er fyrir hendi auk þess sem nú- verandi raforkukerfi hefur mikla, ónotaða flutningsgetu á þeim tíma sem rafbílar era helst í hleðslu, þ.e. á nóttinni. Koma þyrfti hins vegar upp nýju dreifi- kerfi fyrir vetni. Annar kostur- inn er sá að dreifingu raforkunn- ar fylgja sáralitlar hættur. Vetni er hins vegar hættulegt efni og vandmeðfariö." Ekki raunhæf lausn „Rafbílar eiga enn langt í land með að verða raunhæfur valkostur í stað hefðbundinna bíla. Það er fyrst og fremst vegna þess að rafhlöðurnar eru enn þá of þungar og fyr- irferðarmikl- ar. Þá geyma þær of lítið magn af orku til að rafbílar geti orðið hag- nýtir til al- mennra þarfa. Ef aðeins þarf að aka 59-70 kíló- metra á dag geta þeir dugað og eru því hugsanlega hentugir fyrir bæjarsnatt, t.d. fyrir póst- inn eða rafveitumar. Rafmagns- bílar eru því ekki nógu lang- drægir fyrir utanbæjarferðir. Til dæmis tæki ferð frá Reykja- vík til Akureyrar 3-4 daga ef hlaða þyrfti geymana í ferðinni. Þá er spuming hvort ekki megi hafa skiptigeyma. Hafa menn hugleitt það? Skiptistöðvar - í stað bensínstöðva - þyrftu risa- vaxnar skemmur undir geymana og mikil raflagnavirki til að hlaða - og þær yrðu að vera með minnst 30-50 kíló- metra millibili. Spennandi? Nei, rafbílar eru ekki raunhæf lausn fyrir almenning og umræða í þá átt er á villigötum. Miklu nær er tækni sem byggist á bættri nýtingu eldsneytis og öðrum eldsneytistegundum eins og alkóhóli, bættri framleiðslu- tækni og umferðarstýringu, samanlagt með allt að 20 sinn- um betri eldsneytisnýtingu.“ V/ Gísli Jónsson, prófessor emeritus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.