Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998 Útlönd Stuttar fréttir i>v Lagerutsala 40-80% afsláttur Allt á að seljast. Komíð og gerið góð kaup. Verslunín hættír. Nýtt kortatímabíl Dömu- & Herrabúðin Laugavegi 55, Reykjavík, sími 551 8890 Konur sjítamúslíma eru hér á bæn í mosku í bænum Lucknow á Indlandi. Þar til fyrir hálfu ári var konum bannaö aö taka þátt í föstudagsbænum í moskunni. Nítján ára dóttir klerks á staönum barðist hins vegar fyrir því aö konur fengju jafnan rétt og karlar til bænagjörðar. Símamynd Reuter Suharto hlýtur lof fyrir efna- hagsaðgerðir Bill Clinton Bandarikjaforseti bar lof á Suharto Indónesíufor- seta í gær fyrir að grípa til viðamikilla efnahagsum- bóta í landinu. Indónesar horfa fram á að þurfa að herða sultaról- ina á næstunni þar sem hagnað- ur fyrirtækja mun fara minnk- andi og verðlag hækkandi. Tugir manna réðust að versl- unum í borg á Austur-Jövu í gær, að því er lögreglan skýrði frá. Fólkið var reitt vegna verð- hækkana undanfarna daga. Ekki bárust neinar fregnir af spennu þar um slóðir í morgun. Dagblöð í Indónesíu fjölluðu mikið um umbótatillögur Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) sem Suharto kynnti í gær. Blöð- in sögðu að Indónesar ættu engra annarra kosta völ en að hrinda þeim í framkvæmd ef þeir vildu koma í veg fyrir hrun efnahagslífsins. Viðbrögð á fjármálamörkuö- um Indónesíu voru varfærin í morgun. Útlit er fyrir að hag- vöxtur verði enginn á komandi fjárlagaári, sem hefst 1. apríl, og að verðbólgan verði um tuttugu prósent. Efnahagsaðgerðirnar fela meöal annars í sér að fresta á umfangsmiklum framkvæmd- um á vegum ættingja og félaga forsetans. Reuter Færeyska bankaskýrslan komin til ráðamanna: DV, Ósló: Færeyingar höfðu sigur í fyrstu lotu í bankastríðinu við Dani í morgun. Edmund Joensen, lögmað- ur Færeyja, fékk bankaskýrsluna eftirsóttu og umtöluðu á sama tíma og danski dómsmálaráðherrann Frank Jensen. En það kostaði þref sem endaði með því að skýrslan var send til Færeyja í gærkvöldi og af- hent báðum aðilum klukkan sjö að íslenskum tíma í morgun. Danska fréttastofan Ritzau full- yrðir að Dönum hafi ofboðið harkan í Færeyingum að njóta jafnréttis og því sent skýrsluna með hraði í gær- kvöldi. Sem var eins gott því í dag er ekkert flugveöur. Danska blaðið Jyllands-Posten segir í morgun að bankaskýrslan sé þungur áfellisdómur yfir háttsettum mönnum í dönskum stjómmálum. Blaðið segist hafa heimildir fyrir því að þar sé talað um að Mogens Lykketoft fjármálaráðherra hafi gegnt lykilhlutverki í færeysku bankakreppunni. Að sögn Jyllands- Posten fyrirskipaði Lykketoft danska bankaeftirlitinu að láta vera að skoða Færeyjabanka. Það gerðist í apríl 1993, stuttu eftir að færeyski landsjóðurinn var þvingaður til að Mogens Lykketoft, fjármálaráöherra Danmerkur og hugsanlega aöal- skúrkurinn í Færeyjabankamálinu. yfirtaka Færeyjabanka, dótturfyrir- tæki Den Danske Bank. Yfirtaka Færeyjabanka reyndist Færeying- um síðan þung í skauti þar sem bankinn stóð afar illa. Allir færeyskir blaðamenn sem vettlingi geta valdið em nú í Kaup- mannahöfn og rjóminn af danska blaðamannaliðinu er í Þórshöfn. í dag er stóri Færeyjadagurinn eins og danskir fiölmiðlar kalla daginn. Og síðdegis verður gert opinbert hvað stendur í bankaskýrslunni frægu. Fæðist lítil mús eða er skýrslan pólitísk sprengja? Það eina sem hægt var að fá staðfest í morg- un er að skýrslan er stór og þung. „Nú er bara að bíða og sjá hvað stendur hér. Ég segi ekkert einasta orð,“ sagði Frank Jensen dóms- málaráðherra við herskara af frétta- mönnum í morgun. Síðan lokaði hann dyrunum og byrjaði að lesa. Ritzau-fréttastofan segir að búast megi við fyrstu opinberu viðbrögð- unum við bankaskýrslunni um miðjan dag í dag. GK Færeyskur sig- ur í fyrstu lotu Friðsamleg innsetning Umbótasinninn Milo Djuka- novic var settur í embætti for- seta Svartfiallalands í gær án þess að til óeirða kæmi. Kvöldiö og nóttina fyrir innsetninguna hafði komið til átaka milli lög- reglu og andstæðinga forsetans. Samsæri um valdarán Forseti Hvíta-Rússlands, Alex- ander Lukasjenko, sagði í gær að hann hefði skjöl sem sýndu að andstæðingar hans ráðgerðu valdarán með stuðningi er- lendra samtaka, fyrst og fremst samtaka ungversk-ameríska milljónamæringsins Georges Soros. Magasársprótín fundið Sænskir vísindamenn hafa fundið prótínið sem veldur því að magasársbakteríur festast í slimhúð magans. Þar með von- ast menn til að styttist í að fram- leitt verði lyf við magasári. Ströng tóbakslög Bill Clinton Bandaríkjafor- seti lýsti í gær yfir hneykslun sinni á inni- haldi skjala sem gefa til kynna að tó- baksfyrirtæki beini auglýsingum sínum að börnum. Tóbaksfyrirtækin vísa öllum slíkuin ásökunum á bug. Hvatti forsetinn þingið til þess að setja ströng lög um tóbaks- sölu á þessu ári. Biður um greiðslufrest Forseti Suður-Kóreu, Kim Young-sam, bað í gær Bandarík- in um stuðning við að fá frest til að greiða skammtímaskuldir lands síns lengdan. Borgarastyrjöld Þingmenn í Mexíkó segja að hætta sé á að óeirðimar í Chi- apashéraði, þar sem nýlega var framið Qöldamorð á indíánum, þróist í borgarastyrjöld. Dularfull bein Belgískir rannsóknaraðilar hafa fengið staðfest að bein, sem fúndust í einu húsa ungverska prestsins er sakaður er um að hafa myrt fimm fiölskyldumeð- limi sína, tilheyri ekki fiölskyld- unni. Milljón án rafmagns Um milljón Kanadamanna hafa nú verið án rafmagns í 10 daga. Margar skrifstofur og fyrirtæki í Montreal og Ottawa hafa enn ekki getað opnað eftir að raf- magnslínur eyðilögðust vegna ís- ingar af völdum frostregns. Snjó- koma hindraði i gær viðgerðar- störf og þurfti Chretien forsætis- ráðherra að fresta heimsókn til neyðarsvæðanna. UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíö 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandi eignum: Bleikargróf 15, þingl. eig. Þorsteinn Sveinsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimt- an í Reykjavík og Timburvinnslan ehf., þriðjudaginn 20. janúar 1998 kl. 10.00. Bolholt 6, 1. hæð nr. 1 í S-álmu, 0101, þingl. eig. Hilmir Ágústsson, gerðarbeið- andi Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðju- daginn 20. janúar 1998 kl. 10.00. Bollagarðar 24, Hagi, Seltjamamesi, þingl. eig. Jómnn Karlsdóttir, gerðarbeið- andi Hróbjartur Jónatansson, þriðjudag- inn 20. janúar 1998 kl. 10.00. Bugðutangi 2, Mosfellsbæ, þingl. eig. Guðmundur Brynjar Hallgrímsson og Björg Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar, þriðjudaginn 20. janúar 1998 kl. 10.00. Búslaðavegur 69, 3ja herb. íbúð á efti hæð og risloft, merkt 0201, þingl. eig. Guðrún Erla Gunnarsdóttir, gerðarbeið- andi Frentsmiðjan Grafík hf., þriðjudag- inn 20. janúar 1998 kl. 13.30. Eyktarás 20, þingl. eig. Erla Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands, þriðjudaginn 20. janúar 1998 kl. 10.00. Fellshlíð, spilda úr landi Helgafells, 3300 fm, Mosfellsbæ, þingl. eig. Amar Stef- ánsson og Kristín H. Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðendur ísaga ehf. og Mosfells- bær, þriðjudaginn 20. janúar 1998 kl. 10.00. Flétturimi 20, 83,27 fm íbúð á 1. hæð, merkt 0103, stæði í bílgeymslu, merkt 200103, þingl. eig. Svandís Þóra Ölvers- dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, þriðjudaginn 20. janúar 1998 kl. 10.00. Grundarland 7, þingl. eig. Dagmar Did- riksen og Schumann Didriksen, gerðar- beiðendur íslandsbanki hf., útibú 526, og Landsbanki fslands, lögfrdeild, þriðju- daginn 20. janúar 1998 kl. 10.00. Grundarstígur 24, íbúð á 3. hæð að sunn- anverðu og geymsla í kjallara, merkt 0011 m.m., þingl. eig. Kristín S. Rósin- kranz, gerðarbeiðandi Landsbanki fs- lands, lögfrdeild, þriðjudaginn 20. janúar 1998 kl. 10.00. Hagamelur 24, íbúð á 2. hæð m.m., her- bergi í risi, hlutdeild í kjallara og sameign með íbúð 0101 að stigahúsi, þingl. eig. Ása Björk Matthíasdóttir og Jón Kristján Stefánsson, gerðarbeiðandi Húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar, þriðju^aginn 3Q.janúar 1998 kl. 10.00. Hörðaland 16, 4ra herb. íbúð á 2. h. t.h., þingl. eig. Helga Jónasdóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður verkamanna og Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 20. janúar 1998 kl. 10.00. Klapparstígur 1, 4ra herb. íbúð.á 9. hæð, ijraerkt 0903, og bílastæði í bílageymslu, þ.e. þriðja stæði t.v. í A- hlutá móts við inngang að lyftuhúsi, þingl. eig. Ragn- heiður Brynjólfsdóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands, þriðjudaginn 20. janúar 1998 kl. 10.00. Laufengi 180, 50% ehl. í 5 herb. íbúð á tveimur hæðum m.m., þingl. eig. Rann- veig Pálsdóttir, gerðarbeiðandi Ingvar Helgason hf., þriðjudaginn 20. janúar 1998 kl. 10.00._______________________ Neshamrar 7, þingl. eig. Gréta Ingþórs- dóttir, gerðarbeiðendur Kaupþing hf. og Landsbanki íslands, aðalbaiiki, þriðju- daginn 20. janúar 1998 kl. 10.00. Otrateigur 14, þingl. eig. Bjami Bjöms- son, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar, þriðjudaginn 20. janúar 1998 kl. 10.00._______________________ Reykjavegur 57 (Skógames), Mosfells- bæ, þingl. eig. Guðmundur Bang, gerðar- beiðandi Búnaðarbanki íslands, Mos- fellsbæ, þriðjudaginn 20. janúar 1998 kl. 10.00.________________________________ Sólvallagata 32a, 64 fm íbúð í kjallara og geymsla m.m., þingl. eig. Jón Valur Jens- son, gerðarbeiðandi Jóhann Sigurður Kristjónsson, þriðjudaginn 20. janúar 1998 kl. 10,00._____________________ Stafnasel 6 ásamt bílskúr, þingl. eig. Sabine Marth, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 20. janúar 1998 kl. 10.00. Tjamargata 18, þingl. eig. Tjamargata ehf., gerðarbeiðendur Eignarhaldsfélag Alþýðubankans hf. og Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 20. janúar 1998 kl. 10.00. Torfufell 44, 4ra herb. fbúð, 92,2 fm á 2. hæð t.v. m.m., þingl. eig. Hallftíður Bára Einarsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður verkamanna, þriðjudaginn 20. jan- úar 1998 kl. 10.00. Valshólar 6, íbúð á 1. hæð t.v. m.m., þingl. eig. Einar Sigurþórsson og Edda Runólfsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóður verslunarmanna, þriðjudaginn 20. janúar 1998 kl. 10.00. Vegghamrar 41, 3ja herb. fbúð á 3. hæð, merkt 0303. þingl. eig. Bryndís Jarþrúður Gunnarsdóttir og Þorfmnur Guðnason, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verka- manna, Íslandsbanki hf., útibú 526, og Vegghamrar 27-41, húsfélag, þriðjudag- inn 20. janúar 1998 kl. 13.30. Sýslumaðurinn í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.