Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998 7 Fréttir Kirkjugarðar Reykjavíkur og Útfararstofa: Háum fjárhæðum eytt í málskostnað og skaðabætur - kærðir og dæmdir fyrir ólögmæta samkeppni á sviði útfararþjónustu Kirkjugarðar Reykjavlkur og dótturfyrirtæki þeirra, Útfararstofa kirkjugarðanna, hafa á undanföm- um árum eytt háum fjárhæðum í málskostnað og skaðabætur vegna málaferla sem öll hafa tapast. Forsaga málsins er sú að Davíð Ós- valdsson, útfararstjóri hjá Líkkistu- vinnustofu Eyvindar Ámasonar, fór í mál gegn Kirkjugörðum Reykjavík- ur vegna ólögmætrar samkeppni á sviöi útfararþjónustu. Kirkjugarð- amir niðurgreiddu útfarir með lög- bundnum kirkjugarðsgjöldum en vora samt sem áður í samkeppni við einkaaðila. Davíð og raunar fleiri töldu að samkeppnin væri ekki sann- gjöm þar sem einkaaðilar höföu ekki opinbera sjóði til að ganga í eins og Kirkjugarðarnir. Þá kærði Davíð einnig að Kirkjugarðamir gáfu fé úr sjóðum sínum til kirkjubygginga- lög þar sem Kirkjugörðunum var gert að aðskilja rekstur Útfararstof- unnar. Þá var Útfararstofa kirkju- garðanna sett á laggimar. Einkaað- ilar í útfararþjónustu halda því fram að aðskilnaðurinn hafl ekki átt sér stað nema á yfirborðinu. Fréttaljós Róbert Róbertsson Sami forstjóri og framkvæmda- stjóm vora yfir báðum fyrirtækjun- um og einnig sterkur grunur um að sama tölvu- og símakerfi væri not- að. Þetta var kært til ráðuneytisins og farið fram á að leyfið yrði tekið af þeim. Ráðuneytið vísaði því til kvæmt heimildum DV hefur Davíð fengið i heildina á annan tug millj- óna í skaðabætur frá Útfararstof- unni. Þá er Ijóst að máls- og lög- fræðikostnaður Útfararstofunnar er mikill á síðustu árum vegna allra þessara málaferla sem öll hafa tap- ast. Samkvæmt heimildum DV er hér um að ræða kostnað upp á millj- ónir króna. Samtals er máls- og skaðabótakostnaður Útfararstof- unnar talinn vera á þriðja tug millj- óna samkvæmt heimildum DV. Hér er auðvitað um að ræða opinbert fé sem allir landsmenn borga. Einkgaðilar í útfararþjónustu era enn mjog ósáttir við vinnubrögð og telja sig ekki eiga möguleika á að standa jafnfætis í samkeppni við Út- fararstofuna. Útfararstofan gekk inn í þá aðstöðu sem Kirkjugarðar Reykjavíkur höfðu byggt upp. Þar sjóðs. Þetta var talið ýta undir einok- unarstöðu Kirkjugarðanna og að prestar beindu viðskiptum þangað vegna styrkja í sjóðinn. Líkkistuvinnustofa Eyvindar vann málið fyrir héraðsdómi og Hæstiréttur dæmdi Kirkjugarðana til að greiða Davíð 6 milljónir króna í skaðabætur. Hæstiréttur dæmdi það enn fremur ólögmæta viðskipta- hætti að Kirkjugarðar Reykjavíkur greiddu niður útfararþjónustu með kirkjugarðsgjöldum. Aðskilnaðurinn í janúar 1994 samþykkti Alþingi Samkeppnisráðs sem úrskurðaði að þetta væri ólöglegt og að aðskilnað- urinn yrði að vera alger. Útfararstofan sætti sig ekki við þetta og áfrýjaði málinu til áfrýjun- amefndar Samkeppnisstofnunar. Þar tapaði Útfararstofan málinu. Þaðan fór málið til héraðsdóms sem stað- festi úrskurð Samkeppnisstofnunar. Kostnaður upp á milljónir Nýlega náðust sættir milli Útfar- arstofu kirkjugarðanna og Davíðs. Undirrituð var sátt og Útfararstofan borgaði Davíð skaðabætur. Upphæð þeirra er trúnaðarmál en sam- fékk Útfararstofan húsnæði, verk- stæði, bifreiðir o.fl. Þá fékk Útfarar- stofan um 20 milljónir, samkvæmt heimildum DV, sem var bókhalds- lega fært sem stofnfjárframlag og eignarhlutur Kirkjugarðanna í dótt- urfyrirtækinu. Einkaaðilar telja þetta að sjálfsögðu ósanngimi því þeir hafi ekki fengið slíkt stofnfé. Viðskiptavild og sambönd Hreinn Loftsson hæstaréttarlög- maður, sem sótti málið gegn Útfarar- stofunni fyrir hönd Líkkistusmiðju Eyvindar, segir í erindi sínu að auk þess hafi Útfararstofan fengið við- skiptavild og viðskiptasambönd í gegnum Kirkjugarða Reykjavíkur. í erindi Hreins, sem fjallar um skað- legar viðskiptahömlur á sviði útfar- arþjónustu, segir: „Samkeppnisaðil- um er ókleift að vega upp það forskot sem varð til að miklu leyti með ólög- legum hætti. Kirkjugörðum Reykja- víkur er gert að greiða laun presta og forstöðumanna safnaða við jarð- arfarir, hver svo sem sér um útför- ina, en það leiðir óhjákvæmilega til þess að þeir aðilar beini viðskiptum sínum til stofiiunarinnar.“ í dómi Hæstaréttar segir enn fremur að í skjóli niðurgreiðslna með kirkjugarösgjöldum hafi Útfar- arstofa kirkjugarðanna getað boðið lægra verð en ella og öðlast þannig ótvírætt sterkari stöðu á markaðn- Ertu að missa af viðskiptum? ©ÍMAKJÓNUSTAN Pélla eímamser 520 6123 http://www.nrimedia.is/sima Kirkjugarðar Reykjavíkur og dótturfyrirtæki þeirra, Útfararstofa kirkjugarðanna, eru til húsa t Suðurhiíð við Foss- vogskirkjugarð. Útfararstofan hefur á undanförnum árum eytt milljónum króna í máls- og lögfræðikostnað vegna málaferla sem öll hafa tapast. DV-mynd Pjetur Otsein Heimilistæki Ein öflugasta heimilisþvottavélin sem völ er á í dag. ^ kr. 51.900 Vinduhraði stillanlegur stiglaust allt að 1200 sn. Stiglaus hitastilling. 15 þvottakerfi. Forþvottur. Tekur 5 kg af þvotti. 2 þvottahraðar. Vatnsinntaksöryggi Sparnaðarrofi Barnalæsing á loki Regnúðakerfi. Hleðslujafnari. 2 legur og 2 öxlar = lengri ending. 1200 sn. Aðeins 40 cm breið, tilvalin þar sem pláss er lítió VERSLUN FYRIR ALLA ! V® Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 RABGR£H3SLUf! Sjónvarpstœki frci Myndbandstœki frá Sjónvarpsmyndavélar frá Örbylgjuofnar fró Þróðlausir sTmar frá Brauðgerðarvélar frá Ryksugur frá 1:' Vöfflujárn frá Kaffivélar frá Gufustraujárn frá Einnig mikið úrval af hljómflutningstœkjum, ferðatœkjum, ferðageislaspilurum, tölvuskjáum, brauðristum, vasadiskóum, hitateppum, handþeyturum, bíltœkjum, hátölurum o.fl. Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.