Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 24
FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998 onn [efur Halldór ruglast á öld? „Þetta verkar á mann eins og hreinasta fomeskja, ekki síst á tímum þegar menn telja sig á hraðferð til opnara þjóðfélags. Manni dettur helst í hug að Halldór hafi rugl- ast á öld. Þetta kemur út eins og kafli úr ára- mótaskaupi." Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður um upplýsinga- bann Halldórs Blöndals, í Degi. Litla gula hænan „Ráðstefnan i Kyoto hefur sýnt sig að vera kennslustund í „Litlu gulu hænunni". Af hundrað og sextiu þjóðum, kom einungis einn sameiginlegur tónn: „Ekki ég“.“ Þorsteinn Hákonarson, í DV. Spillir með vælinu „Hann er alltaf vælandi um að við fá- umst ekki til að tala saman. Siðan gerir hann allt sem hann getur til aö spilla samkomulaginu milli okkar. Það er greinilegt á öllu hans hátterni að hann er að grát- biðja um lagasetningu á deiluna." Helgi Laxdal, form. Vél- stjórafélags íslands, í DV. Dægurmálin „Dægurmál eru mál sem allir hafa áhuga á einn dag en enginn síðan. Dægurmálaþættir eru að sama skapi fjölmiðlaefni sem er merkilegt þann daginn en aldrei síðan." Ármann Jakobsson ís- lenskufræðingur, í DV. Stöndum við hlið þeim og fáum minna „Við semjum við hlið- ina á körlunum og við erum í Verka- mannasambandinu, sem er að semja fyr- ir konur og karla. En samt komast karlamir alltaf að- eins hærra." Ragna Bergmann, form. Verkakvennafélagsins Framsóknar, í Degi. Eilífðarmálin sitja á hakanum „Auðvitaö vildi ég sjá trúarlif- ið í landinu miklu sterkara. Þeg- ar allt gengur í haginn veltir fólk eilífðarmálunum ekki svo mikið fyrir sér.“ Jón Oddgeir Guðmunds- son, f Degi. Björgvin Björgvinsson, íþróttamaður KA 1997: Góður hópur þar sem léttleikinn er mikill DV, Akureyri: „Ég neita því ekki að það kom mér mjög skemmtilega á óvart að vera kjörinn því KA á marga góða íþróttamenn," segir Björgvin Björg- vinsson hcmdknattleiksmaður sem um síðustu helgi var kjörinn „íþróttamaður KA 1997“. Það er óhætt að segja að síðasta ár hafi verið mjög viðburðaríkt hjá Björgvin. Hann sló í gegn með landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Japan og þá varð hann íslands- meistari með KA eins og frægt varð. „Já, árið var í heildina mjög gott hjá mér, þótt það endaöi því miður illa. Það ber hæst að hafa orðið ís- landsmeistari en þessi langþráði tit- ill náðist eftir mikla baráttu. Reynd- ar vorum við KA-menn lengi vel í fyrra að leika undir getu og það var ekki fyrr en i úrslitakeppninni að við sýndum virkilega hvað við gát- um. Heimsmeistarakeppnin í Kuma- moto í Japan verður mér einnig ógleymanleg og í heildina ævintýri út af fyrir sig. Ég hafði enga reynslu af stórmótum fyrir þessa keppni þannig að þetta var mikil upplifun fyrir mig.“ _____________________ Björgvin var kominn á gott skrið Maður dagsins með KA og landsliðinu í haust þeg- ar hann meiddist illa í landsleik, tvíkjálkabrotnaði m.a. og var frá fram yfir áramót. Nú er hann hins vegar kominn á ferðina að nýju. En Björgvin Björgvinsson. ____________ hvemig kom það til að hann fór að leika handknattleik með ------------ KA? „Ég spilaði með Breiðabliki í Kópavogi en þaðan er ég. Alfreð Gíslason hafði samband við mig vorið 1995 og falaðist eftir mér, en þá var ég að fara að spila í markinu hjá knatt- spyrnuliði Völs- ungs á Húsavík. Eftir verslunar- mannahelgina þetta sama ár hafði ég svo samband við Al- freð og það varð úr að ég færi í handboltann hjá KA.“ - Á KA ein- hvem mögu- leika á að verja íslandsmeist- aratitil sinn írá síðasta ári? „Ég held að við eigum alls ekki minni mögu- leika á titlinum en lið eins og Afturelding, Fram, Haukar og Valur. Ég held líka að eft- ir því sem lengra líður á mótið aukist lík- ur okkar á sigri því við þekkjum það ffá í fyrra hvernig það er að fara alla leið í þessu og hvað þarf til. Hópurinn hjá KA er mjög góður og mikill léttleiki yfir mönnum, en þó gerum við okk- ur grein fyrir því hversu erfltt þetta er og að menn þurfa að leggja sig alla fram, alltaf," segir Björgvin. -gk Margar brýr eru myndarleg- ar og glæsilegar, meöal annars Newcastle-brúin. Blessuð veröldin Brýr og göng Lengsta brúa- og ganga- kerfi í heimi er The Che- asepeake Bay Bridge-Tunn- el, rúmlega 28 km leið frá Eastern Shore á Virginíu- skaga til Virgina Beach í Bandaríkjunum. Byggingu kerflsins lauk í apríl 1964 og höfðu þá framkvæmdir staðið í 42 mánuði. Kostnað- urinn var vel yfir 200 millj- ónir dollara á gengi þess tíma. Lengsti brúaði hlut- inn er Trestie, 7,34 km brú og lengstu göngin eru Thimple Shoal, 1,75 km löng. Lengstu og víðustu göng í skipaskurði sem gerð hafa verið eru Rove-göngin í Canal de Marseille í Frakklandi. Þau voru fúll- gerð 1927 og eru 7,1 km löng, 22 m að breidd og 11,4 m á hæð. Miðað var við að göngin væru fær hafskip- um. Þeim var lokað 1963 eft- ir að hrun varð í þeim og hafa ekki verið opnuð aftur. Myndgátan Hnakkakerra (hálsrígur) Myndgátan hér aö ofan lýsir orðasambandi. Framstúlkur, sem sjást á mynd- inni í leik gegn Stjörnunni, fara til Eyja í kvöld. Tindastóll-ÍA í körfunni í körfúboltanum og handboltan- um fara fram nokkrir leikir í kvöld og flestir þeiira eru leiknir á landsbyggðinni. í körfúboltan- um er einn leikur í úrvalsdeild- inni, Tindastóll á Sauðárkróki tekur á móti ÍA og hefst leikurinn kl. 20. Á sama tima leika í Kenn- araháskólanum ÍS og Grindavík í 1. deild kvenna. í Borgamesi leika i 1. deild karla Stafholtstungur og íþróttir Leiknir og hefst sá leikur einnig kl. 20. í handboltanum ber hæst leik ÍBV og Fram í 1. deild kvenna. Fer leikurinn fram í Vestmannaeyjum og hefst hann kl. 20. í 2. deild karla eru tveir leikir á dagskrá í kvöld. Á ísafirði leika Hörður og Fjölnir og hefst leikurinn kl. 20. Hálftíma síðar, eöa kl. 20.30, leika í Höllinni á Akureyri Þór og ÍH. Alþjóðamótið í tennis heldur áfram í dag í Tennishöllinni í Kópavogi og verða nú fyrstu úr- slitaleikimir leiknir. Mótinu lýk- ur á morgun. Bridge Frakkar græddu 13 impa á þessu spili í úrslitaleik sínum gegn Bandaríkjunum á HM um Bermúda- skálina í Túnis síðastliðið haust. Segja má að Frakkarnir hafi grætt fyrst og fremst á því að spila eðlilegt kerfi á meðan meðan Bandaríkja- menn notuðu sterkt laufakerfi. Sagnir gengu þannig í opnum sal, austur gjafari og NS á hættu: 4 109754 * 9 * ÁK9 * D753 Austur Suður Vestur Norður Chemla Hamman Perron Wolff pass 1 * 3 * 34- 5 * pass pass 5.4 pass p/h 5» pass 6* 4 3 » D107E ♦ DG10: * Á é AKG6 •* ÁKG8 ♦ - * G Bandaríkjamennirnir fundu ekki trompsamleguna fyrr en á fimmta sagnstigi og það var erfitt fyrir þá að finna alslemmu í spilinu þegar svo langt var komið í sögnum. í lok- uðum sal opnaði Frakkinn Christi- an Mari á eðlilegu einu hjarta á suð- urspilin og það gerði framhaldið mun þægilegra: Austur Suður Vestur Norður Rodwell Mari Meckst. Levy pass 1* 1 G 2 G 34 34 4 * 4* 5 * 54 pass 6* 7 * 7» p/h 1 þessu spili melda cillir í kapp við annan. Eitt grand sýndi lauflit, tvö grönd góða hækkun i hjarta og þrír tíglar hjá Rodwell var ábending um útspil. Fimm tíglar var fyrirstöðu- sögn og Rodwell ákvað að taka fóm- ina í 7 lauf yfir 6 hjörtum. Fróðlegt er að vita hvað Mari hefði gert ef Rodwell hefði passað 6 hjörtu. Á þessum tímapunkti var forskot Frakka 51 impi en lokatölur í leikn- um voru 328-301. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.