Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SiSIMINNSEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998 Pétur Sigurðsson: ) Trillurnar verða dregn- - ar á land „Komi til þess að þetta verði gert yrði þar um ?ð ræða augljóst verk- fallsbrot. Ef það liggur líka ljóst fyrir að þeir séu að semja um 40 krónur kílóið þá er það ekkert annað en kvótabrask," segir Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, um það að smábátar á aflamarki veiði úr kvótum stærri skipa komi til verk- falls sjómanna í næsta mánuði. Eins og DV hefur greint frá hafa einstök út- gerarfyrirtæki boðið smábátum á afla- marki að veiða úr kvótum skipa sinna komi til verkfalls sjómanna. Pétur segir að það verði harkalega brugðist við komi til þess. „Sjómenn hér munu sjá til þess að það verði engin verkfallsbrot á svæð- inu. Þessar trillur verða bara dregnar á land komi til þessa,“ segir Pétur.-rt Helgarblað DV: Davíð í hálfaöld Helgarblað DV er að nokkru leyti helgað fimmtugsafmæli Dav- íðs Oddssonar forsaetisráðherra á morgun, 17. janúar. í blaðinu er ít- arlegt og opinskátt viðtal við Dav- íð, farið yfir feril hans og ættir og birtar svipmyndir af honum í starfi og leik. Rætt er við íslenskan doktor í Noregi sem hefur sérhæft sig í skammdegisþunglyndi, litið er á sýninguna Líkamsnánd á Kjar- valsstöðum og spjallað við að- standendur nýs íslensks leikrits sem frumsýnt verður í Grafarvogs- kirkju um mánaðamótin. í Frétta- ljósum er ráðherraferill Halldórs Blöndal rakinn og sagt frá spilling- T3»armálum í Pakistan. -bjb/sv Var ekki nóg ab' 30RGA BARA AORA LEIÐINA? Það voru mikil tilþrif sýnd í dansi á veitingastaðnum Astro í gærkvöldi. Þar fór fram upphitun fyrir keppni sem felst í þvi að pörin dansa með ávöxt á milli sín og reyna að halda honum þar sem lengst. DV-mynd Hilmar Þór Sjóslysanefnd rannsakar enn Æsumálið: Olíunótur Æsu loks skoðaðar - gagna beðið frá Hollandi Sjóslysanefnd óskaði í fyrradag eftir olíimótum vegna kúfiskbáts- ins Æsu sem fórst á Arnarfirði fyr- ir hálfu öðru ári. Nefndin sendi Skeljungi símbréf þar sem þess var óskað að umræddar úttektamótur á tímabilinu áður en báturinn sökk yrðu sendar nefndinni. Eins og DV greindi frá sl. sumar er talið að lít- ið af olíu hafi verið á tönkum skipsins þegar það valt og sökk á örfáum mínútum. Kolbrún Sverris- dóttir, ekkja skipstjórans á Æsu, sem barist hefur fyrir því að slysið verði rannsakað til hlítar, sagði í samtali við DV að hún hefði fengið þetta staðfest hjá umboði Skeljungs á Flateyri. Hún sagði enga fyrir- stöðu vera hjá umboðinu að af- henda nóturnar í þágu rannsóknar málsins. „Það er ótrúlegt sleifarlag á þess- ari rannsókn allri og illskiljanlegt hvers vegna ekki er fyrr búið að skoða þessar nótur,“ sagði Kol- brún. Hún segir að stór hluti rann- sóknarinnar hljóti að felast í því að upplýsa hvort skipið hafi verið með skertan stöðugleika vegna þesss að tankar skipsins hafi verið nær tómir. Haraldur Blöndal, formaður Rannsóknarnefndar sjóslysa, vildi ekkert segja um olíunótumar en viðurkenndi að rannsóknin hefði dregist um of á langinn. „Við erum að bíða eftir gögnum frá Hollandi. Það eru nokkrar vik- ur síðan þetta var sent og okkur er farið að lengja eftir svörum. Þetta er nú bara um rútínumál," sagði Haraldur Blöndal, formaður Sjó- slysanefndar, aðspurður um hvað liði rannsókn Æsumálsins. Um það hversu lengi hann hygð- ist bíða eftir svörum við rútínufyr- irspurnum sagðist Haraldur ekki geta sagt til mn það en það væri rétt að rannsóknin hefði tekið lang- an tíma. Aðspurður um hvort hann teldi að botn fengist í málið þegar umrædd gögn bærust, sagðist Har- aldur vonast til þess, svo fremi þau innihéldu þau svör sem eftir væri leitað. -phh/-rt Veðrið á morgun: Áfram kalt í veðri Á morgun verður kaldi eða stinningskaldi og él norðaustan- lands, einkum á annesjum. Aust- an- og norðaustankaldi og víða bjart veður annars staðar en lík- lega smáél við suðvesturströnd- ina. Áfram kalt í veðri. Veðriö í dag er á bls. 37. Brusselferðin: Mjög vafa- samt „Mér fmnst mjög vafasamt að þingmenn séu að þiggja greiða eða boð af þeim aðilum sem þeir flalla um í þinginu, alveg sérstaklega í þessu tilfelli þar sem samgöngu- nefnd er jú að fjalla um þessi fyrir- tæki daginn út og daginn inn,“ sagði Pétur Blöndal alþingismaður vegna nýafstaðinnar ferðar Hall- dórs Blöndals samgönguráðherra og niu manna samgöngunefndar Alþingis til Brussel i Belgíu. Með í fór voru fulltrúar Landssímans og íslandspósts, en ofangreind fyrir- tæki greiddu ferðakostnaðinn. „Mér var kunnugt um þetta boð, en ekki kunnugt um að þessi fyrir- tæki myndu greiða kostnaðinn. Ég mun ræða við formann nefndar- innar um þetta,“ sagði Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, í morg- rm um þetta mál. „Það var sam- gönguráðuneytið sem bauð nefnd- inni utan og ég hef engar athuga- semdir við það. Það er ekki nema gott um það að segja að þingnefnd- ir fái tækifæri til að kynna sér þau mál sem þær fjalla sérstaklega um. En það var ekki gerð nein sérstök grein fyrir því að aðrir myndu borga en ráðuneytið. Ég ætla ekki að tjá frekar mig um það á þessu stigi.“ -JSS !Xr. OPEL-0- -Þýskt ebalmerki Bílheimar ehf. iœvarhöfba 2a Sími:525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.