Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998 9 Útlönd Bretar vegna minningarsjóös um Díönu: Lögfræðingar okra Bretar eru nú æflr vegna frétta frá því í gær um að lögmannastofa í London hafi sett upp hálfa millj- ón punda, eða um 60 milljónir ís- lenskra króna, í þóknun fyrir störf í þágu minningarsjóðs um Díönu prinsessu þó að ekkert fé hafi enn verið greitt úr sjóðnum. Samkvæmt fréttum breskra fjöl- miðla eru nokkrir fjárgæslumenn sjóðsins svo hneykslaðir á reikn- ingnum að þeir eru að hugsa um að hætta að skipta við lögmanna- stofuna. Einn fjárgæslumannanna, Vivienne Parry, sagði þó að þókn- unin væri i samræmi við þá vinnu sem innt hefði verið af hendi. Ef eitthvað væri þá væri þóknunin lág. Breskur þingmaður, Robin Cor- bett, lýsti í gær yflr vanþóknun sinni á reikningi lögmannanna. „Ég á ekki orð yfir þetta,“ sagði þingmaðurinn i útvarpsviðtali. „Almenningur gefúr fé í sjóðinn í þeirri trú að peningunum sé varið tii góðgerðarmála en ekki til þess að fjármagna óhóflegan lífsstil finna lögmanna i London. í sjóðinn, sem stofnaður var eftir fráfall Díönu prinsessu, hafa safn- ast um 35 milljónir punda. Enn Díana prinsessa af Wales. hefur ekkert verið greitt úr sjóðn- um þar sem ekki hefur verið ákveðið hverjir eigi að njóta góðs af. Einn lögmannanna, sem sendu reikninginn, segir að lögmanna- stofan tapi í raun fé á vinnunni sem unnin væri fyrir minningar- sjóðinn. Lögmaðurinn, Anthony Julius, sem jafhframt er í forsvari fjárgæslumanna sjóðsins, var sá sem Díana leitaði til er hún stóð í skilnaði við Karl prins. Lögmennimir hafa nú þegar feng- ið 300 þúsund pund úr sjóðnum. Reuter írak: Ekkert aöhafst fyrr en eftir heimsókn Bill Clinton Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni bíða og sjá hver árangur verður af heimsókn Richards Butlers, yfir- manns vopnaeftirlitssveita SÞ í írak, til Bagdad í næstu viku áð- ur en ákvörðun verður tekin um aðgerðir. írakar hafa enn einu sinni komið í veg fyrir að banda- rískir vopnaeftirlitsmenn geti sinnt störfum sinum. írakar hafa hindrað leitar- sveit undir stjóm Bandaríkja- mannsins Scotts Ritters en ekki aðra hópa. Butler fyrirskipaði Ritter og hans mönnum í gær að gera ekki aðra tiiraun. Ritter og iiðsmenn hans munu halda burt frá Bagdad í dag, að þvi er háttsettur embættismaður SÞ sagði í gær. Upphaflega stóð til að hópurinn færi frá írak á laugardag. Reuter Þessir glaöhlakkalegu sveinar eru geimfarar, Níkolaí Búdarln og Talgat Músabajev frá Rússlandi og sá franski Léo- pold Eyhards. Þeir hittust á Rauða torginu í Moskvu í gær til að ræða væntanlega ferð sína til geimstöðvarinnar Mir síðar í mánuðinum. Símamynd Reuter Blair hvetur til umbóta á vel- ferðarkerfinu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvatti flokksbræður sína í Verka- mannaflokkn- um í gær til að styðja sig í aö koma á endur- bótum á vel- ferðarkerfinu sem kostar skattborgarana eitt hundrað miiijarða punda á ári hverju. í ræðu sem Blair hélt í gær sagði hann að breytingarnar hefðu ekki í för með sér niður- skurð á bótum til þeirra sem þyrftu raunverulega á þeim að halda. Allnokkur hiti var i fundar- mönnum en utandyra voru á annað hundrað manns, aðallega bændur, sem gerðu hróp að for- sætisráðherranum þegar hann yfirgaf fundarstaöinn. Björn Godal fékk ákúrur DV, Ósló: Óreiða, sóun og eftirlitsleysi eru orðin sem norska ríkisend- urskoðunin hefur um starfslok íslandsvinarins Björns Tores Godals í embætti utanríkisráð- herra Noregs. Einkum fær hann skömm í hattinn fyrir eftirlits- laus útgjöld vegna Barentshafs- samstarfsins svokallaða. Norðmenn hafa undanfarin ár reynt að bæta sambúðina við Rússa með að kosta þróunar- hjálp á Kólaskaga. Útgjöld við þetta starf urðu 650 milljónir ís- lenskra króna árið 1996 en ríkis- endurskoðun segir að ómögulegt sé að átta sig á í hvað peningam- ir fóru. Godal er kennt um að starfsmenn Barentshafsráðsins norska virðast meöal annars hafa stráð um sig peningum án þess að færa útgjöldin til bókar. -GK Aðstoðarráðherrar ESB fara til Alsír Yfirvöld í Alsír hafa skipt um skoð- un og leyfa nú heimsókn sendi- nefiidar Erópusambandsins til landsins. Tilkynntu yfirvöld í gær að þau hefðu samþykkt að þrír að- stoðarráðherrar Evrópusambands- ins kæmu til landsins á mánudag- inn. Munu þeir dvelja í Alsír í tvo daga. Áður höfðu ráðamenn í Alsír neit- að að taka á móti sendinefnd Evr- ópusambandsins á þeim forsendum aö í henni sætu aðeins embættis- menn sem ekki hefðu umboð til að ræða þau mál sem eru tilefni heim- sóknarinnar, það eru fjöldamorðin í Alsír. Scunkomulagið mn heimsóknina náðist í viðræðum milli Robins Cooks, utanríkisráðherra Bretlands, sem nú er í forsvari Evrópusam- bandsins, og alsírsku stjómarinnar eftir að Evrópusambandið sam- þykkti að senda þijá aðstoðarráð- herra í stað embættismanna. ígær kallaði utanríkisráðuneyti Alsírs sendiherra Líbanons á sinn fund til að mótmæla tilraunum yfirvalda þar til að reyna að binda enda á fjöldamorðin í Alsír. Reuter (yldutilboð Láttu senúa þér heim! 18“ plzza m/3 áleggsteg. 12“ hvítlauksbrauð eða IVIargarita, 2L Coke og hvítlauksolía Aðeins 1.790 kr. Komtiu og sæktu! 16“ pizza m/2 áleggsteg. Aðeins 890 kr. 18“ pizza m/2 áleggsteg. Aðeins 990 kr. HHHfgúiar! 568 4848 5651515

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.