Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Qupperneq 6
6
LAUGARDAGUR 21. MARS 1998
lönd
stuttar fréttir
Viðvörun frá Burma
Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýð-
ræðissinna í Burma, hefur hvatt
erlend fyrirtæki til að fjárfesta
ekki í landinu þar sem herstjórn-
in hagnist á þvi.
Selveiðar á ný
Kanadískir selveiðimenn eru
komnir í startholurnar fyrir árleg-
ar vorveiðar sínar á ísbreiðunum
undan Atlantshafsströnd landsins.
Andstæðingar veiðanna eru þegar
famir að brýna raustina.
Saknar Díönu enn
Tony Blair, forsætisráðherra
| Bretlands, sagði í
viðtali við breska
blaðið Daily Mir-
ror í gær að hann
saknaði enn
Díönu prinsessu.
Díana lést sem
kunnugt er í
I bílslysi í París í
Blair sagði að það
I fyrrasumar.
: hefði verið mikil upplifun að vera
; forsætisráðherra á þeim tíma er
prinsessan lést.
Edinborg hafði betur
Edinborg hafði betur en Glasgow
í kapphlaupinu um að halda fyrsta
j fund nýendurvakins skosks þings í
I maí 1999.
Alsírsljórn hafnar
Stjórnvöld í Alsír hafa hafnað
beiðni Mary Robinson, yfirmanns
mannréttindamála hjá SÞ, um að
l starfsmenn samtakanna fái að
| rannsaka fjöldamoröin í landinu.
Of hvítskúrað
Eigandi karríveitingastaðar í
norðurhluta Lundúna var heldur
óhress þegar honum var sagt að
veitingahúsið væri aðeins of hreint
að utan. Hann var þá nýbúinn að
eyða tiu milljónum króna í skúr-
1 ingar en húsið var þá ekki í stíl við
næstu hús. Vertinum er gert að
klína sóti á húsið en hann hefur
neitað til þessa.
Delon er hættur
Franski stórleikarinn, hjarta-
i knúsarinn og
harðjaxlinn Ala-
in Delon, er bú-
inn að fá nóg af
kvikmyndaleik,
Ihættur eftir flöru-
tíu ára farsælan
feril. „Ég hef sagt
allt sem mig lang-
aði til að segja i kvikmyndum,"
sagði Delon í gær.
Vínið á ábyrgð prinsins
Hinrik prinsmaður i Danmörku,
ber einn ábyrgð á vínframleiðslu
sinni á ættaróðalinu í Frakklandi.
Fjármál vínbúsins eru alveg aöskil-
in fjármálum hirðarinnar, segir yf-
irmaður fjármála drottningar.
Verkfall í Calais
Umferð um höfnina I Calais
stöðvaðist í gær vegna verkfalls
sjómanna og hafnarverkamanna..
Suharto Indónesíuforseti:
Vill dollara-
tryggja rúpíuna
Suharto, forseti Indónesíu, hefur
að sögn Steve Hanke, prófessors við
Johns Hopkins-háskólann, hafnað
áætlun Alþjóðabankans eins og hún
er nú, um endurreisn efnahags
landsins, enda hafi áætlunin engan
árangur borið að hans mati.
Hanke bætti við að Suharto sé þó
tilbúinn að framfylgja áætluninni ef
annað fylgdi með henni, svo sem
það að sérstakt gengisráð skuli
stýra gengi rúpíunnar með því að
tengja hana við Bandaríkjadollar og
tryggja gengi hennar að fullu með
sérstökum dollaravarasjóði. Hanke
segir að Suharto muni halda fast
við þessa skoðun sína svo fremi sem
iðnríki Vesturlanda hafi ekkert
skárra fram að færa.
Suharto bauð Steve Hanke til sín
í febrúar og eftir fund þeirra út-
nefndi hann Hanke sem sérstakan
efnahagsráðgjafa sinn. -Reuter
Þýska lögreglan á í höggi viö kjarnorkuandstæðinga:
Hlekkjuðu sig
við brautarteina
Þýsk óeirðalögregla fjarlægði þús-
undir mótmælenda sem reyndu að
koma í veg fyrir að lest með kjarn-
orkuúrgang kæmist leiðar sinnar.
Lestin var á leið frá suðurhluta
Þýskalands til bæjarins Ahaus við
hollensku landamærin.
Mótmælendur höfðu margir
hverjir hlekkjað sig við brautartein-
ana en lögreglan skar þá lausa og
handtók mörg hundruð manns.
Um þrjátíu þúsund lögregluþjón-
ar voru kallaðir út um land allt til
að standa vörð um lestina sem flutti
kjarnorkuúrganginn. Þeim tókst þó
ekki að koma í veg fyrir að hún yrði
stöðvuð aðeins tíu kílómetra frá
upphafsstað þar sem mótmælendur
voru hlekkjaðir við teinana. Lest-
inni var síðan beint inn á annað
spor þar sem einn mótmælenda
hafði steypt sig fastan við teinana.
Einn lögregluþjónn sem stóð vörð
við teinana í suðurhluta Þýskcdands
lést þegar hann varð fyrir annarri
lest.
Löng hefð er fyrir andstöðu við
kjarnorku í Þýskalandi. Um þriðj-
ungur raforku landsins er fram-
leiddur með kjarnorku.
„Ég held ekki að okkur takist að
stöðva lestina með kjarnorkuúr-
ganginum en almenningur mun sjá
andstöðu okkar við flutninginn,"
sagði bóndinn Karl Lindermann.
„Við viljum gera það ljóst að
svona flutningar eru hættulegir og
andstaða almennings er of mikil til
að hægt sé að réttlæta þá.“
Kjamorkuúrgangurinn sem um
ræðir vegur 60 tonn og hann er í sex
stórum stálgámum. Flutningamir
hafa einnig valdið pólitískum deil-
um. Kosningar verða haldnar í
Þýskalandi í haust.
Angela Merkel umhverfisráð-
herra sagði að flutningarnir á
kjamorkuúrganginum væru örugg-
ir. Hún sagði að um ókomin ár yrði
nauðsynlegt að senda svona úrgang
með jámbrautum.
Wolfgang Clement, jafnaðarmað-
ur og væntanlegur forsætisráðherra
í Norður-Rín-Vestfalíu þar sem úr-
ganginum verður komið í geymslu,
sagði aftur á móti að flutningarnir
væru ögrun og hreint brjálæði.
Lögreglan sló skjaldborg um
Ahaus til að koma í veg fyrir að sex
þúsund mótmælendur kæmust
þangað. Samt sem áður tókst hund-
ruð þeirra að koma sér fyrir á
brautarteinunum. Lögreglan sótti
þá vatnsbyssur og sprautaði á mót-
mælendur. Mótmælendur höguðu
sér flestir friðsamlega.
„Þetta er algjör ringulreið," sagði
Andre Obermeier, talsmaður hóps
kjamorkuandstæðinga.
Þýskir kjarnorkuandstæðingar efndu til mikilla mótmæta í gær til að reyna að koma í veg fyrir flutning kjarnorkuúr-
gangs. Mótmælendur settust meðal annars á brautarteina nærri kjarnorkugeymslustaðnum i Ahaus.
Danskir íhaldsmenn:
Engell felldur í þingflokkinum
Hans Engell var felldur úr emb-
ætti þingflokksformanns danskra
ihaldsmanna í gær með tíu atkvæð-
um gegn sex. í hans stað var kjörinn
Helge Adam Moller.
Pia Christmas-Moller verður for-
maður í stað Pers Stigs Mollers sem
sagði af sér í fyrradag i kjölfar kosn-
ingaósigursins á dögunum. Pernille
Sams verður áfram varaformaður
flokksins.
Per Stig Maller sagði eftir fund
þingflokksins í gær að formanns-
skipti hefðu orðið til að skapa ró í
þingflokknum.
„Flokkurinn getur ekki búið leng-
ur við það að það séu tveir armar í
þingflokknum," sagði Moller.
Hann sagði að Helge Adam Moll-
er myndi lánast að koma aftur á ró
í þingflokknum, meðal kjósenda og
trúnaðarmanna flokksins.
Hans Engell harmaði að sér
skyldi vera velt úr sessi. Hann hafði
vonað að nýr þingflokksformaður
yrði ekki valinn fyrr en á fundi
framkvæmdastjórnar flokksins í
næstu viku. „Ég er að sjálfsögðu
vonsvikinn yfir úrslitunum," sagði
Engell vil Ritzau-fréttastofuna.
Kauphallir og vöruverð erlendis
1 New York
8500 Dow Jones ^
8000 ( 7500
ÍUW ; 65001 8775,65
3 J F M
London |
6000 FT-SE100
J
5500
lr
5000 ( 5997,9
Frankfurt
DAX-40
D J F M
Hong Kong
Hang Seng
20000 ?
15000Í
10000
500005
11446,04
F M
400
300
200 9
100 2
0
$/t D
266,80
'j f' m
Kaffi
2000 ■MBMMMMMi j
1500
1000 ;
500 1735
Bensín 95 okt. Bensín 98 okt.
Hráolía
190
180
170
160
150 |
140 r
130 g
120-5
$/t D
mh
F M
Esza
Chirac varar
við vatnsskorti
í heiminum
Jacques Chirac Frakklands-
forseti varaði í gær við því að sí-
vaxandi
ferskvatns-
skortur stofn-
aði heimsfrið-
inum I hættu.
Hann hvatti
um leið til
stofnunar al-
þjóðlegrar
stofnunar
sem hefði það hlutverk að nýta
takmörkuö vatnsból sem best.
Ráðherrar og embættismenn
frá 84 löndum sitja fund um mál
þetta í París. Það var Chirac
sjálfur sem boðaði til fundarins.
„Vatn er uppspretta lífsins en
allt of oft er það uppspretta
átaka,“ sagði Chirac í ræðu á
fundinum. Hann visaði í skýrsl-
ur SÞ þar sem segir að deilt sé
um vatn á sjötíu stöðum í heim-
inum.
Norðmenn hálf-
drættingar á
við íslendinga
DV, Osló:
Meðan hver íslenskur sjómað-
ur dregur tvo fiska dregur
norskur starfsbróðir hans einn
fisk. Þetta er ljóst af uppgjöri
fyrir fískveiðarnar á síðasta ári
þegar 16.000 norskir sjómenn
báru að landi aíla að verðmæti
94 milljarða íslenskra króna.
Það er álíka verðmætm- afli og
8.000 islenskir sjómenn fengu í
sinn hlut á árinu.
Norðmenn veiða hins vegar
nokkru meira í tonnum talið.
Ársaflinn í Noregi í fyrra varð
2,8 milljónir tonna. Á íslandi
varð aflinn nær 2,2 milljónir
tonna. Ástæðan fyrir að islenski
aflinn er verðmætari liggur
einkum í að á íslandi berst
meira af rækju og skelfiski á
land en í Noregi.
Munurinn á íslenskum og
norskum sjávarútvegi sést líka
á því að Norðmenn gera út 8.600
skip til fiskveiða en íslensk
fiskiskip eru um 2.100. Meðalafl-
inn á norskt fiskiskip er því rif-
lega 300 tonn en ríflega 1000
tonn á ísglenskt skip. -GK
Frönsk yfirvöld
komin í klám-
myndagerð
Franska heilbrigðisráðuneyt-
ið er komið á kaf í klámmynda-
gerð. Ráðuneytið hefur lagt fé í
framleiðslu fimm stuttmynda
sem eiga að reka áróður fyrir
smokkanotkun. Það er liður í
baráttu yfirvalda gegn alnæmi.
Fyrsta myndin veröur sýnd á
sjónvarpsstöðinni Canal Plus
um miðnæturbil þann 4. apríl
næstkomandi, næst á undan
mánaðarlegri klámmyndasýn-
ingu stöðvarinnar sem nýtur
mikilla vinsælda.
Sérsveitirnar
ekki farnar frá
Kosovohéraði
Sérsveitir serbnesku lögregl-
unnar hafa ekki verið kallaðar
burt frá Kosovohéraði eins og
Vesturveldin hafa krafist. Rúss-
ar koma engu aö síður í veg fyr-
ir að vopnasölubanni sé komið á
júgóslavneska sambandsríkið tU
að fá það tU að hlýða. Háttsettur
bandarískur embættismaður
skýrði frá þessu í gær.
Embættismaðurinn sagði að
bandarískum stjórnvöldum
hugnaðist ekki afstaða Rússa,
sem eru hefðbundir bandamenn
Serba, en áfram yrði þó haldið
að reyna að fá vopnasölubannið
samþykkt. Reuter
>
I
í
í
>
>