Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Síða 9
Hinn árvissi og merkilegi tónlist-
arviðburður, Músíktiiraunir, fór af
stað í sextánda sinn með tilheyr-
andi látum á fimmtudagskvöldið í
gamla góða Tónabæ. Þetta fyrsta af
fjórum undanúrslitakvöldum stigu
á stokk níu reykvískar sveitir sem
hver flutti þrjú frumsamin lög.
Áhorfendur fylltu litla salinn í
Tónabæ eins og vera ber þegar Mús-
íktilraunimar standa yfir og stemn-
ingin var almennt góð í húsinu.
Þröngt sviðið með takmörkuðum
Ijósabúnaði en risavöxnum hátölur-
um á hvorum endanum varð vett-
vangur sannkallaðra tónlistartil-
rauna og sköpunarútrásar þegar
sveitirnEu- níu tóku hver við af ann-
arri og léku af fmgrurn fram.
Ertu bóndi 'ða hvað?
Nöfn þeirra hljómsveita sem taka
þátt í Músíktilraununum ár hvert
era oft á tíðum framandi. Á fimmtu-
dagskvöldið komu fram sveitirnar
Skít Puzz og Krampreður en sigur-
sveit kvöldsins bar nafnið Endemi.
Einnig eru laganöfnin oft skemmti-
leg. Krampreður flutti lagið Ertu
bóndi ’ða hvað? og tölvugrúppan
Skít Puzz flutti lögin Keikó fiskiboll-
ur og Mana sem er vist nafn á rúss-
neskri sigarettutegund. Mest bar á
nýbylgjurokki og hefðbundnu rokki
þetta kvöldið en einnig komu fram
tvær tölvusveitir sem léku af snilld
á lyklaborðin og tvær nettar
poppsveitir sem nýttu sér samplera
og tölvur til að koma tónlist sinni til
skila. Að keppninni lokinni, á með-
an atkvæði áheyrenda voru talin og
dómnefndin bar saman bækur sin-
ar, lék gestasveitin Spírandi baunir,
sem einmitt var valin athyglisverð-
asta sveit Músíktilrauna 1996, en
sigursveitin frá því í fyrra, Soðin
fiðla, kom fram fyrr um kvöldið.
Endemi og Mad
Methods áfram
Úrslit kvöldsins vora í anda þess-
arar spennandi og skemmtilegu
keppni því áheyrendur og dóm-
Dómnefndin valdi Endemi sem bestu sveitina í fyrrakvöld. Hér er Eiríkur
trompetleikari og á bak viö hann Andrés Snær meö bassann.
KK og Guömundur Pétursson léku fyrir gesti Úlfaldans, vímulausa
veitingahúsinu í Ármúlanum, á fimmtudagskvöldiö. Töluvert var af gestum
á staðnum og geröu menn góöan róm aö leik þeirra félaga eins og jafnan
áöur. DV-mynd S
nefnd völdu sin hvora sveitina sem
sigurvegara kvöldsins. Áheyrend-
um þótti best að dilla sér við takt-
fasta drum ’n base tónlist strákanna
í tölvusveitinni Mad Methods en
dómnefnd valdi Endemi sigurveg-
ara kvöldsins eins og áður sagði
enda ágætisfrumleiki þar á ferð.
Músíktilraunir munu halda áfram
næstu tvær vikur en úrslitakvöldið
sjálft verður föstudaginn 3. apríl.
-TJ
Það er ekki alltaf sem fariö er eftir heföbundnu tónlistarbókinni þegar unga fólkiö stígur á stokk á Músíktilraunum í
Tónabæ. Hér eru Halldór Hrafn Jónsson og Bjarni Þór Pálsson í hljómsveitinni Mad Method aö grúska i tölvunum.
Áhorfendur völdu Mad Method sem bestu sveitina í fyrrakvöld og hún tekur því þátt í úrslitakvöldinu sem fram fer í
Tónabæ síöar. DV-mynd TJ
HONDA
Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri
H400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun
iLoitpúðar fyrir ökumann og farþega
iRafdrifnar rúður og speglar
► Vindskeið með bremsuljósi
lútvarp og kassettutæki
IHonda teppasett
M4" dekk
iSamlæsingar
IABS bremsukerfi
iRyðvörn og skráning
Verð á götuna: 1.295.000,-
Honda Civic 1.6 VTi VTEC
1.890.000,-
160 hestöfl
15" álfelgur
Rafdrifin sóllúga
6 hátalarar
Sportinnrétting
Leðurstýri og leðurgírhnúður
Honda Civic 1.5 LSi VTEC
1.490.000,-
115 hestöfl
Fjarstýðar samlæsingar
Höfuðpúðar aftan
4 hátalarar
Hæðarstillanlegt ökumannssæti
Honda Civic 1.4 Si
1.375.000,-
90 hestöfl
Sjálfskipting 100.000,
Slmi: 520 1100