Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Page 10
10 LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 T"»*V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http7/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Lífsleikni Fólk er ekki frá náttúrunnar hendi í stakk búið til að lifa nútímalífi. Vettvangur manna í nútíma er afar ólík- ur vettvangi forfeðranna kynslóð fram af kynslóð. Við lifum ekki lengur í heimi erfiðis og náttúruafla, heldur í heimi frístunda og tækni, siðmenningar og lýðræðis. Sjúkdómar eru aðrir en þeir voru á fyrri öldum. Drep- sóttir ganga ekki lengur og veirur eru tæpast lengur meira en hvimleiðar. í staðinn höfum við náð okkur í menningarsjúkdóma á borð við krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, áfengissýki og aðrar fiknir. Sameiginlegt einkenni slíkra nútímasjúkdóma er, að þeir stafa sumpart af, að sumt fólk tekur í arf líkamlega vangetu til að fást við ýmiss konar aðstæður nútímans og sumpart af því að sumir fara verr en aðrir út úr sam- skiptum sínum við þessar aðstæður nútímans. Fjármál fólks eru margfalt flóknari en vöruskipti for- feðranna á fyrri öldum. Menn kaupa og selja vinnu og þjónustu og þurfa að leggja höfuðið í bleyti til að greiða keisaranum ekki meira en keisaranum ber. Við hvert fótmál eru tækifæri til að misstíga sig í fjármálum. Börnum og unglingum er ekki frekar kennt að fóta sig á hálum vegum Qármála nútímans en þeim er kennt að fóta sig á hálum vegum heilsunnar. Þrátt fyrir langa skólagöngu kunna menn tæpast að gera skattskýrslur og kunna lítið að haga sér á frjálsum markaði. Nútíminn gengur fyrir þekkingu sem breytist í sífellu. Fólk býr ekki yfir tækni til að afla sér þessarar þekking- ar á skömmum tíma eftir þörfum hverju sinni. Menn eru allt of illa læsir á upplýsingar. Þrátt fyrir langa skólagöngu höfum við ekki lært að læra. Allt of margir flýja veruleikann og fela sig í heimi áfengis og annarra fikniefna. Aðrir misþyrma heilsu sinni með röngum lifnaðarháttum, lítilli hreyfingu og lé- legu mataræði. Sumir rústa fjármál sín með röngum ákvörðunum, byggðum á þekkingarskorti. Velgengni þjóðarinnar í heild er háð því, að sem flest- ir kunni að fara með heilsu sína og umhverfi, geti hag- að fjármálum sínum og innkaupum skynsamlega, séu færir um að stunda atvinnu nútímans, þoli miklar frí- stundir og sjái veruleikann að baki stjórnmála. Samkvæmt nýrri skólastefnu menntaráðuneytisins á að bæta úr þessu. Það er hægar sagt en gert, því að hvorki eru til kennarar, sem kunna að kenna lífsleikni, né heldur eru til námsgögn. En allar ferðir hefjast með einu skrefi, einnig aðlögun okkar að nútímanum. Nú er ætlunin að stefna að fræðslu um heilsu og um- hverfi, flármál og neytendamál, atvinnulíf og lýðræði, réttindi og skyldur, frumkvæði og sjálfstæði, þekkingar- tækni og upplýsingalæsi. Þetta eru auðvitað þarfari greinar en sumt af því, sem nú er kennt í skólum. Með þátttöku í námskeiðum munu sumir kennarar geta tileinkað sér nýju greinarnar. En sumpart kostar þetta nýja kennara með ný viðhorf og nýja þekkingu. Samhliða þessu þarf að byggja upp námsgögn á sviðum, þar sem lítil og léleg eða engin eru til fyrir. Nú þegar sjálf skólastefnan hefur verið sett fram, er næsta skrefið að finna þá, sem geta kennt kennurum og búið til námsgögn, sem henta ýmsum stigum skólakerf- isins. Miklu máli skiptir, að í senn sé haldið vel á spöð- unum og vandað vel til allra verka. Ef vel tekst til, hefur verið efnt til byltingar á lífi og högum þjóðarinnar, sem ætti að gera henni kleift að ráða betur við næstu öld en þá, sem nú er að enda. Jónas Kristjánsson Hægri sinnuð vinstrisveifla Kenningar um vinstrisveiílu í stjórnmálum Evrópu hafa orðið enn vinsælli á síðustu vikum. Vinstristjómin í Frakklandi vann sigur i sveitarstjórnarkosningum í síðustu viku, vinstrimenn i Þýskalandi virðast í mikilli sókn eftir sigur í fylkiskosningum fyrir fáum dögum, danska vinstri- stjórnin hélt velli í þingkosning- um nýverið, breski verkamanna- flokkurinn heldur áfram að njóta fádæma hylli eftir níu mánaða stjórnarsetu og vinstriflokkar á Ítalíu, í Portúgal og Hollandi stýra tiltölulega vinsælum ríkisstjórn- um. Vinstriflokkar inn, vinstristefna út í þessum efnum rugla menn hins vegar oft saman stofnunum og stefnum. Vinstriílokkar eru i sókn en ekki vinstristefna. Árang- ur vinstriflokka má skýra að veru- legu leyti með þeirri staðreynd að þeir hafa verið að færast til hægri síðustu tíu eða fimmtán árin. Þótt kjósendur hafi gerst eitthvað frá- hverfari hörðum hægri áherslum, eins og sjá má af mörgum athug- unum sem sýna ótta almennings við niðurskurð á opinberri heilsu- gæslu og menntakerfum, þá er erfitt að fmna haldbær rök fyrir því að vinstrisveifla eigi sér stað í Evrópu. Schröder, kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna, hefur síð- ustu dagana reynt að sýna fram á að þýskir jafnaðarmenn hafi aldrei verið eins jákvæðir gagn- vart markaðnum og nú. Hann vill líkja sér við Tony Blair í Bret- landi, sem fylgir stefnu sem er rót- tæk um margt en um fátt verulega til vinstri. ítalska vinstristjórnin er fyrsta rikisstjómin í sögu lýð- veldisins sem hefur reynt af al- vöru og með nokkrum árangri að skera niður opinber útgjöld. Afleiðing hnattvæðingar Alþjóðleg þróun skýrir í veiga- miklum atriðum hvom tveggja í senn, þá hægristefnu sem ríkir í reynd og aukið fylgi flokka sem höfða til kjósenda með félagsleg- um áherslum. Ríki og þjóðir Vest- urlanda eru að bregðast við auknu frjálsræði í heimsviðskiptum sem hefur leitt til mjög breyttrar sam- keppnisstöðu einstakra atvinnu- greina og stundum atvinnulífs heilla ríkja. Um leið og neytendur eiga nú kost á ódýrari og betri vöru vegna frelsis í alþjóðavið- skiptum, þá er vinnuafl í einstök- um atvinnugreinum komið í miklu beinni samkeppni en áður við vinnuafl annars staðar á hnettinum. Iðnvæðing Asíu og aukin samskiptatækni hefur sett ólíklegustu atvinnugreinar í al- þjóðlega samkeppni. Vinnuafl öðruvísi söluvara Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson ast í Asíu. Vestrænir kjósendur hafa heldur yfirleitt ekki áhuga á því að vinnuafl þeirra lúti sömu lögmálum framboðs og eftirspurn- ar og gerist með vaming sem gengur kaupum og sölum. Bæði velferðarkerfi og vinnulöggjöf Vesturlanda eiga rætur í baráttu sem byrjaði með fyrri bylgju í hnattvæðingu. Það gleymist oft að hnattvæðing í fjármálum og fjár- festingu hafði náð lengra við upp- haf þessara aldar en hún hefur gert nú við lok hennar. Þá gátu menn líka rekið fólk eða lækkað laun eftir því hvernig á stóð. Það má skoða bæði öfgafulla þjóðern- isstefnu millistríðsáranna og eins sósíalismann og afurðir hans, vel- ferðarkerfi og vinnulöggjöf sem viðbrögð við þessu ástandi. Um leið voru settar hömlur á alþjóða- viðskipti og fjármagnsflutninga sem eru núna fyrst að hverfa. Gegn sérhagsmunum Nú er það sama að hluta til uppi á teningnum og fyrr á öldinni. Hnattvæðingin þýðir að vinnuafl Vesturlanda verður síður sam- keppnisfært nema hægt sé að kaupa það og selja á frjálsari markaði en áður. Hægrimenn bregðast við þessu með þvi að reyna að draga úr kostnaði at- vinnulífsins af félagslegri sam- tryggingu og alls kyns vernd fyrir vinnuaflið þótt fáir hægrimenn vilji raunar afnema slík kerfi. Vinstrimenn reyna að verja parta af félagslega kerfinu frekar en kerfið í heiid. Til að auka skil- virkni atvinnulífsins hafa vinstri- flokkar all víða í heiminum líka tekið upp baráttu gegn kostnaðar- sömum sérhagsmunum af ýmsu tagi. Þetta byrjaði á Nýja-Sjálandi fyrir fimmtán árum en tekur á sig skemmtilega mynd þessa dagana í baráttu vinstrimanna á Ítalíu fyr- ir stórauknu frelsi í smásöluversl- un. Verslunarleyfi ganga kaupum og sölum á Ítalíu líkt og veiðikvót- ar á íslandi og eru þannig mikil- væg eign kaupmanna. Baráttan á milli hægri og vinstri snýst að einhverju leyti um það enn hvort skipuleggja eigi þjóöfélög i kring- um markaðinn eða markaðinn í kringum þjóðfélög. Flestir hafa hins vegar geflst upp við tilraunir til skipulagningar á markaðnum. í staðinn virðast vinstrimenn í Evrópu leita leiða til þess að nýta markaðinn enn betur en áður með árásum á kostnaðarsöm sérrétt- indi. Tilgangurinn með því er hins vegar sá að verja sem lengst og mest dýrustu sérréttindin í þjóðfélaginu, vinnumarkað sem lýtur ekki í öllu lögmálum fram- boðs og eftirspurnar. Vandamálið fyrir Vesturlönd í þessum efnum er að vinnuafl þeirra er ekki selt á eins opnum og frjálsum markaði og gerist víð- „Vinstrimenn í Þýskalandi virðast í mikilli sókn eftir sigur í fylkiskosn- ingum fyrir fáum dögum,“ segir Jón m.a. í pistli sínum. Hér eru þeir Gerhard Schröder og Johannes Rau saman á forsætisráðherrafundi þýsku ríkjanna í Berlín sl. miðvikudag. Símamynd Reuter Kíoðanir annarra Gíslataka hjá íhaldinu „Per Stig Moller, leiðtogi íhaldsmanna, hefur ver- | ið á stöðugri niðurleið bæöi hjá kjósendum og sem ; flokksleiðtogi svo til frá því hann tók við embætt- inu fyrir rúmu ári. Afsögn hans í gær, þar sem hann tók keppinautinn Hans Engell í gíslingu, var jafn ófogur og hún var hetjum lítt sæmandi. Hefði IPer Stig Moller sagt af sér með reisn eins og Uffe EUemann-Jensen um.daginn, þá hefði hann látið Hans Engell sjálfan um að taka ákvörðun um hvort hann ætlaði að gera slíkt hið sama.“ Úr forystugrein Aktuelt 20. mars. Misheppnuð ferð Cooks „Það hafa ekki aUir utanríkisráðherrar tUfinn- ingu fyrir samningalipurð. Slík tilfinning er samt sem áður mikiU kostur fyrir þann sem ætlar að láta til skarar skiiða á hinu diplómatíska sprengju- svæði sem Miðausturlönd eru. UtanríkisráöheiTa Bretlands, Robin Cook, sem fer með formennsku í niiiiiiiiii'"iiiiiiiniiiiii'iiiii"iiiii<:iiiii'ii .... i'F'iii'1 i'ii" 1 ">"'iiwi i,im iiiimiifi iiniiiiiiii 'i''i ''rfi'i ii'Miiii|i %i|rfiirriiiiiíiifiínfiii|liiiniiii'iiilii9i'í Evrópusambandinu, fór tU deUusvæðisins tU að koma Evrópu inn í friðarviðræðurnar, kynna evr- ópskar hugmyndir, draga úr tortryggni ísraela gagnvart Brussel og samtímis reyna að vaxa í áliti hjá aröbum. Þetta endaði með diplómatískri flækju þar sem Cook, með heimsókn sinni tU Austur-Jer- úsalem, uppskar ekkert annað en pirring bæði ísra- ela og Palestínumanna. “ Úr forystugrein Aftenposten 19. mars. Persónleikinn í sviðsljósið „Ef tU viU fáum við aldrei að vita með vissu hvort Clinton hagaði sér Ula gagnvart þessum kon- um eða hvort hann er einungis óheppinn vegna um- tals um hann. En það má sjá hvernig forsetatíð Clintons hefur áhrif á væntingar kjósenda í fram- tíðinni. Bandaríkjamenn eru ekki svo barnalegir að þeir búist við að einkalíf frambjóðenda sé flekk- laust. Hins vegar kann sú sannfæring að eflast að persónuleikinn skipti máli.“ Úr forystugrein New York Times 18. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.