Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Side 12
12 Qðtal LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Islands hf., sýnir á sér forvitnilegar hliðar í opinskáu viðtali: Trúmaður á tímamótum „Ég veit aö ég kæmist beint í prestsnám í Háskólanum, ég hef þannig feril. Ég hef íhugað þaö alvarlega aö fara út í prestskap, síöast fyrir 5-6 árum, en fjárhagslega hliðin hefur yfirleitt komiö í veg fyrir þaö. Annars getur vel veriö aö ég endi einhvern tímann sem prestur," segir Helgi m.a. í viötalinu. DV-mynd Hilmar Þór Kastljósi fjölmiölanna var á dög- unum óvænt beint að tiltölulega óþekktum manni um fimmtugt. Hann þótti koma vel fyrir og svaraöi oft beinskeyttum spurn- ingum fjölmiðlunga af hreinskilni og stakri kurteisi. Hann var í því hlutverki að svara fyrir gjörðir annarra og í leiðurum blaðanna var m.a. talað um hann sem hinn „réttláta í hópi ranglátra". Vió erum að tala um Helga S. Guð- mundsson, formann bankaráðs Landsbanka íslands hf. og sölu- stjóra VÍS. Vegna „laxamálsins" svokallaða í tengslum við Sverri Hermannsson bankastjóra og sameiningarmál bankanna hefur talsvert borið á Helga að undan- förnu og því þótti tilvalið að for- vitnast örlítið meira um mann- inn. Helgi tók viðtalsbeiðni helgarblaðs- ins afar vel og bauð okkur í heimsókn á skrifstofu sína i höfuðstöðvum Landsbankans. Þar hefur hann góða aðstöðu og ekki veitir af því staða bankaráðsformanns er allt að því heilt starf. Helgi segir þetta ekki hafa gengið öðruvísi en með góðum skiin- ingi yfirmanna sinna hjá VÍS en þar hefur hann veriö sölustjóri sl. 14 ár, fyrst hjá Samvinnutryggingum. Fyrir þremur árum tók Helgi sæti í bankaráði Landsbankans í stað Stein- gríms Hermannssonar. Það bar nokk- uð óvænt að og Helgi hafði lítið kom- ið nálægt bankamálum áður. Til að kynna sér aðstæður tók hann sér 20 daga frí hjá VÍS og heimsótti á þeim tíma starfsmenn Landsbankans víða um land, háa sem lága. „Þetta hjálp- aði mér mikið við að skilja betur starfsemi bankans," segir Helgi. Jóhanna pirrar mig ekki Við formbreytingu Landsbankans í hlutafélag síðastliðið haust skiptu þeir Kjartan Gunnarsson, formaður gamla bankaráðsins, með sér verkum. Einsettu þeir sér að sitja alla fundi saman. „Formbreytingin sem slík gekk mjög vel. Við þurftum að ráða stjóm- endur bankans og staðfesta skipurit. Eitt af því sem bankaráðið fór strax í var að fela okkur Kjartani að útbúa reglur, m.a. hvaö varðar risnu og ferðalög æðstu stjómenda bankans. Það er þannig með Landsbankann að þetta er ríkisfyrirtæki og Alþingi er eftirlitsaðili að sjálfsögðu. Það er ekk- ert við það að athuga. Jóhanna Sig- urðardóttir hefur gengið fram með þessum hætti. Ég ætla ekki að gagn- rýna hennar hlut. Hún er eingöngu að sinna sinni skyldu. Við eigum að vera menn til að taka því. Ef allt er í lagi hjá okkur þá er það bara þannig. Það hefur stundum heyrst í þessari um- ræðu að menn séu orðnir eitthvað pirraðir á Jóhönnu. Ég er ekki pirrað- ur á henni. Við megum ekki verða pirraðir ef það er verið að gagnrýna gjörðir okkar. Ef einhver hávaði eða vandræði eru í kringum þetta þá er ekki allt í lagi,“ segir Helgi og bætir við: „og það er ekki Jóhönnu að kenna.“ ■ Sverrir er Vestfirðingur og með stórt hjarta Hann segist hafa haft það á tilfinn- ingunni varðandi mál Sverris að það væri hluti af pólitísku uppgjöri. Sverrir hafi á sinum pólitíska ferli aldrei farið leynt með sínar skoðanir, verið harðskeyttur ræðusnillingur. „Sverrir Hermannsson er Vestfirð- ingur og með stórt hjarta. Hann hefur ekki verið sáttur við allt sem ég hef verið að gera og ég ekki sáttur við allt sem hann hefur gert. En það þýðir ekki það að mér geti ekki líkað vel við manninn," segir Helgi um bankastjór- ann. Aðspurður hvernig samskipti þeirra hafa gengið eftir að „laxveiði- málið“ kom upp segir Helgi að þeir takist í hendur á hverjum fundi og ræði þau mál sem eru uppi á borðinu. „í þessum erfiðu aðstæðum sem Sverrir lenti í getur vel verið aö eitt- hvað hafi pirrað hann þá sem ekki hefði gert á öðrum tima. Ég hef skoð- að hið mannlega i þessu ljósi og ber engan kala til hans þó hann hafi sagt að ummæli mín á opinberum vettangi væru ástæða þess að hann vildi láta skoða málið hjá ríkisendurskoðanda. Það er ekkert sem skilur eftir hjá mér. Hann er fyrir mér sami Vestfirð- ingurinn með stóra hjartað," segir Helgi og brosir. Finn til ábyrgðar Hann segir mikla ábyrgð fylgja sínu starfi sem bankaráðsformaður. Óvænt hafi hann skotist í sviðsljósið og þurft að svara erfiðum spuming- um. Aðspurður hvort þetta kitli „egóið“ segist Helgi ekki geta dæmt um það. Fyrst og fremst finni hann til ábyrgðar. „Ég var aldrei hræddur við að mað- ur stæði sig ekki heldur verður mað- ur að gera allt rétt. Þegar menn lenda í svona miklum ásökunum, eins og t.d. Sverrir, þá gæti eitt rangt orð af minni hálfu ekki bara skaðað hann heldur einnig bankann. Af þeim sök- um fann ég til þessarar ábyrgðar og reyndi að passa mig eins og ég gat. Ég er mannlegur og get gert mín mistök en ég hef alltaf haft þá reglu við erfið- ar aðstæður að hlusta á aðra. Ég á mína ráðgjafa á öllum sviðum og leita til þeirra. Það er mikil hjálp í því. Ég er ekki fullkominn, langt því frá, en hef þá auðmýkt i mér - og hef alltaf haft - að leita til fólks sem veit betur en ég. Ef maður gerir það þá eru minni líkur á því að maður geri vit- leysu,“ segir Helgi. Byijaði sem múrari Frá bankamálum skulum við víkja okkur að persónunni Helga Sigurði Guðmundssyni. Hann er fæddur í Reykjavík, elstur fimm systkina og ólst þar upp í Smáíbúðahverfinu. Að lokinni hefðbrmdinni skólagöngu fór hann að læra múraraiðn. Skyldi hann hafa átt sér þann draum í æsku að verða múrari? „Ég skal segja þér það,“ segir Helgi og léttir greinilega að fá að tala um eitthvað annað en bankamál, „að á þessum tima komst lítið annað að hjá ungum mönnum í Smáíbúðahverfinu en að eignast konu og böm. Fara að byggja og helst af öllu að verða iðnað- armaður. Á þessum tíma, um 1965, hafði borgin risið hratt og enn nóg að gera. Ég lærði múraraiðn, tekjumar vom góðar og ég fór ungur að byggja. Síðan skellur á atvinnuleysi í grein- inni þremur árum seinna og enga vinnu að hafa lengur hjá meistaran- um mínum. Eitthvað varð að gera, ég nýbúinn að byggja hús, kominn með konu og eitt barn,“ segir Helgi sem er kvæntur Sigrúnu Sjöfn Helgadóttur og eiga þau þrjú böm. Nóttín sem Geirfinnur hvarf Sem atvinnulaus múrari sótti hann um starf lögreglumanns á Keflavíkurflugvelli. Þetta var árið 1969. Alls sóttu 100 manns um fjór- ar stöður lögreglumanna og Helgi var einn þeirra sem vom ráðnir. Við tók nám í Lögregluskóla rík- isins sem hann lauk 1971. Næstu árin, eða alveg til 1982, var Helgi lögreglumaður, lengst af í Kefla- vík. Hann segir þennan tíma hafa mótað sig verulega. Þetta voru um- brotatímar og hann kom nálægt rann sóknum nokkurra erfiðra sakamála m.a. Guðmundar- og Geirfinnsmál anna. „Ég man alltaf eftir því að ég var á vakt í Keflavík þessa nótt sem Geirfinnur á að hafa horfið. Af þvi að þetta varð þekkt sakamál hef ég mörgum sinnum farið í huganum í gegn- um þessa nótt. Lögreglu- stöðin í Keflavík var þá Helgi er í bænahópi sem kemur saman á hverjum föstudagsmorgni. Við fengum að mynda hópinn áður en bæna- stundin hófst í gærmorgun. Frá vinstri á myndinni eru sr. Friðrik Schram, prestur í Kristskirkju, Ómar Kristjánsson, framkvæmdastjóri markaössviðs Leifsstöövar, Jónas Gíslason, fyrrum vígslubiskup, Kristján Þorgeirsson, for- stöðumaður Skálatúnsheimilisins, Helgi, sr. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, og sr. Gísli Jónasson, prestur í Breiöhoitssókn. DV-mynd S „Ekki núna,“ segir Helgi og glottir, „en þegar ég var sem mest í borgar- málunum langaði mig til að spreyta mig á þingi. Ég hef ákveðnar skoðan- ir og er tilbúinn að fylgja þeim eftir. 1 eðli mínu er ég baráttumaður en ég hef ekkert hugsað þetta meira. Ég hef verið í góðri vinnu og þingmanns- starfið er bara þannig borgað að mað- ur hugsar sig tvisvar um. Því miður eru þingmenn á allt of lágum launrnn. Annars getm- maður ekkert útilokað í þessum efnum. Eins og staðan er í dag hef ég ekki þing- manns- drauma. í Reykjavík eru góðir þing- menn fyrir Framsóknarflokkinn sem ég treysti mér ekki til að berjast gegn.“ Boðið gott starf Eftir samfellt starf sölustjóra í tryggingunum í fjórtán ár liggur beint við að spyrja Helga hvort hann langi ekki til að breyta til. í einlægni segir hann svo vera og upplýsir að honum hafi nýlega verið boðið „gott starf'. Hann sé á ákveðnum timamótum og framtíðin að sumu leyti óviss. „Það var haft samband við mig og mér þótti vænt um það. Ég get ekki sagt hvaða fýrirtæki þetta var en til- boðið var áhugavert. Þetta var ekki fýrirtæki sem hefur hag af því að hafa mig sem bankaráðsformann. Þetta er vel stætt fyrirtæki, sem ekki er einu sinni í viðskiptum við Landsbankann, sem vildi fá mig í mikið ábyrgðarstarf vegna minnar kunnáttu í markaðs- málum.“ Helgi hlær við spumingu blaða- manns um hvort hann gæti hugsað sér að verða bankastjóri. Það hafi hann aldrei hugleitt, allra síst á síð- ustu vikum! Á kafi í trúmálum Einhver áhugamál hlýtur maður- inn að hafa og blaðamaður kemst fljótlega að því að það er fyrst og fremst eitt sem kemst að i þeim efnum, þ.e. trú- mál. Helgi segist nálægt Slippnum, þar sem Geirfinmn á að hafa sést síðast, og í eftirlitsferð- um okkar um svæðið urðum við aldrei varir við neitt," segir Helgi sem síðar meir tók þátt í víðtækri leit að Geirfmni ásamt mörgum öðrum. Helgi sá fram á það að hann vildi ekki verða „gamall lögreglumaður". Áriö 1982 fékk hann starf hjá Sam- vinnutryggingum, fyrst við tjónaupp- gjör. „Fljótlega fann ég að sölu- og mark- aðsmál áttu betur við mig. Ég vann mig upp í að verða markaðsfulltrúi og síðar sölustjóri. Ég hef unnið með fjöldanum öllum af góðu fólki í trygg- ingarbransanum og haft mikla ánægju af starfinu." Helgi hefur frá árinu 1968 verið flokksbundinn framsóknarmaður. Hann segist frá unga aldri hafa haft áhuga á pólitík. Hann hafi byrjað í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna, en fljótlega upp- götvað að hann ætti ekki samleið með þeim hópi manna og því sótt um inngöngu í Framsóknarflokkinn. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fýrir flokkinn, m.a. verið í framboði til borgarstjómar, tekið þátt í prófkjöri og situr nú í miðstjórninni. En skyldi hann aldrei hafa átt sér þingmanns- draum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.