Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Page 22
22
LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 J-lV
%ikamál
r( “K
Hann sló hana aldrei og hann
sparkaði aldrei í hana í þau tuttugu
og sjö ár sem þau voru gift. Rein-
hard Gerbner beitti aðeins sálræn-
um aðferðum og niðurlægjandi um-
mælum og þar kom svo sannarlega
mikil grimmd fram. Að lokum var
kona hans, Sonja, svo illa haldin að
hún missti stjóm á athöfnum sín-
um.
Sonja og Reinhard voru bæði
fjörutíu og sjö ára þegar til hins al-
varlega atburðar dró í lífi þeirra.
Hún hafði verið kjörin Ungfrú Bæj-
araland á sínum yngri árum og síð-
ar hafði hún farið með hlutverk
drottningar kjötkveðjuhátíðarinnar
um árabil en hún er fastur viðburð-
ur á þessum slóðum í Þýskalandi og
reyndar viðar. En það var sem sú
fegurð sem Sonja var annars þekkt
fyrir á yngri ámm og flestir töldu
hafa fylgt henni fram á miðjan ald-
ur væri eiginmanni hennar ekki
ljós lengur. Hann lét fá tækifæri til
að lýsa því yfír hve ljót og fráhrind-
andi hún væri ganga sér úr greip-
um.
Ýmsar vinkonur
Einn siða Reinhards var að
hringja í einhverja vinkonu sína eft-
ir að hafa vegið að konu sinni og
stóðu þau samtöl oft klukkustund-
um saman. Þá átti hann það einnig
til að sitja lengi á tali við mæður
bama sem hann kenndi en hann tók
aö sér kennslu málhaltra drengja og
stúlkna og hafði sérstaka kennslu-
„fyrirmyndarhjónin" á allra vömm
í heimabænum. Blöð fluttu fréttina
af drápinu og fólk fékk smám sam-
an að heyra hvemig lífið hafði geng-
ið til í einbýlishúsinu snotra sem
svo margir höfðu dáðst að. í því
sambandi minntust ýmsir hjarta-
laga skiltis á útidymnum en það gaf
til kynna allt annars konar heimil-
islíf en það sem nú var lýst.
Réttarhöldin í málinu fóm fram í
Coburg og þar fengu áheyrendur á
þéttsetnum bekkjum að heyra sann-
leikann um hjónaband þeirra Sonju
og Reinhards. Það vakti undrun
margra að Sonja skyldi hafa þolað
það sem henni var boðiö jafnlengi
og hún hafði gert. Tuttugu og sjö ár
em langur tími.
„Við áttum góða daga,“ sagði hún
aðspurð. En það vakti athygli að
hún sagði hvorki „góða mánuði" né
„góð ár“.
Umdeildur dómari
í hugum margra átti að telja
Sonju það til tekna hve mikið lang-
lundargerð hún hefði haft og að hún
hefði gert sitt til að bjarga hjóna-
bandinu frá skipbroti. Verjandi
hennar minnti í því sambandi á að
þrátt fyrir það sem yfír hana gekk
ætti hún sér enn minningar um
„góða daga“.
Dómarinn, Panzer að nafni, vildi
ekki fallast á að Sonja hefði ráðið
manni sínum bana í ástríðuhita.
Hann varði þá afstöðu með því að
segja að eftir öll þessi ár hlyti hún
stofu í einbýlishúsi þeirra hjóna í
Kronach, fyrir norðan Múnchen.
Þegar Sonja hafði orðið að þola
áralanga gagnrýni og niðurlægingu
memns síns reyndi hún að fremja
sjálfsvíg. Það hafði hins vegar ekki
mikil áhrif á hann. Meðan Sonja lá
á spítala til að ná sér eftir sjálfs-
vígstilraunina lét Reinhard bráð-
unga vinkonu sina, Marinu, búa
heima hjá sér og svaf hjá henni i
hjónarúminu. Og þegar Sonja sneri
heim fékk hún nákvæma lýsingu á
því sem gerst hafði í fjarveru henn-
ar.
Sonja þurfti ekki aðeins aö hlusta
á tiðar lýsingar á þvi hve Ijót og
leiðinleg hún væri heldur varð hún
að sætta sig við að maður hennar
héldi við aðrar konur á óskammfeil-
inn hátt. Um Reinhard Greibner var
síðar sagt að hann hefði „ginið yfir
öllu kvenkyns". En sérstaka athygli
vakti sú „sérfræðsla“ sem hann
veitti mæðrum hinna málhöltu
bama í kennslustofu sinni.
yrði sýndur meiri skilningur. Og
ein ummæla hans í því sambandi
vora á þann veg aö við því væri
vart að búast að jafnljót manneskja
og hún hefði skilning á þörfum
hans.
Sú spuming átti viða eftir að
heyrast hveraig Sonja Grebner
hefði þolað þetta „víti“ í næstum
þrjá áratugi. Ein af skýringunum
var að hún hefði viljað láta allt líta
var kjörin fegurðardrottning voru
margir í Kronach enn stoltir af sigri
hennar.
Þau hjón áttu tvær dætur. Sú
yngri var enn á skólaaldri en hin
eldri gift lögregluþjóni. Og ein
þeirra skýringa sem Sonja gaf síðar
á því að hún hafði þolað harðræði
eiginmannsins jafnlengi og raun
bar vitni var að hún hefði viijað
tryggja dætrum sínum eðlilegt upp-
eldi og eins gott heimilislíf og mögu-
legt hefði verið. En þegar önnur
dóttirin var farin að heiman og hin
að vaxa úr grasi fór Sonja að huga
æ meir að sínum eigin högum.
Ekki löngu eftir sjálfsvígstilraun
Sonju ákváðu þau hjón að gera til-
raun til aö bjarga hjónabandinu.
Þau ákváöu að fara í „sáttafrí" til
italíu. En líklega hefði verið betra
að sú ferð hefði aldrei verið farin. Á
öðrum degi ferðarinnar tilkynnti
Reinhard henni að hann færi aftur
heim og myndi eyða því sem eftir
væri af fríi sínu með vinkonu sinni,
Marinu. „Ef þú litur í spegil sérðu
ástæðuna," sagði hann við Sonju.
Kröfuharður
Reinhcird viröist hafa verið hald-
inn nánact óseðjandi ástarlífsþörf.
Og hann gerði, þrátt fyrir allt, mikl-
ar kröfur til konu sinnar á því sviði.
Hún varð nánast að vera til reiðu
hvenær sem honum hentaði. Og
hann tók daginn snemma í þeim
efnum. Hann stillti vekjaraklukk-
una á hálfsjö á morgnana en þá
vildi hann eiga mök. Ef kona hans
neitaði fékk hún að heyra að hann
myndi leita annað þar sem honum
út fyrir að vera slétt og fellt á ytra
borðinu. Og segja má að þau hjón
hafi á vissum stundum gert sitt til
að fólk héldi að þau væru fyrir-
myndarhjón.
Misheppnuð tilraun
Reinhard hafði gott orð á sér fyr-
ir þann árangur sem hann náði við
kennslu málhaltra bama. Þá stjóm-
aði hann skólahljómsveit. Og Sonja
var einkaritari hjá verkalýðsfélagi.
Þótt langt væri um liðið síðan hún
Ráðvillt
Er hér var komið fannst Sonju
hún vera að missa tökin á tilveru
sinni. Hún fór aftur heim til
Kronach. Er þangað kom fór hún í
bankann og tók út jafnvirði rúmlega
eitt hundrað þúsund króna. Síðan
ók hún til flugvallarins í Múnchen.
Hún hafði ákveðið að fara eitthvað
út í buskann til að losna frá öllu
saman.
Þegar hún kom á flugvöllinn fór
hún að velta þvi fyrir sér hvert hún
ætti að fara. Hún íhugaði ferð til
Sydney, Tokyo, Jóhannesarborgar,
Rio de Janeiro eða New York. En
svo var sem henni fyndist ferðalag
engu geta breytt. Hún gekk aftur út
að bílnum sínum og ók heim, þrjú
hundruð kílómetra leið.
Að kvöldi 25. október 1996 voru
þau Reinhard og Sonja heima. Það
lá vel á honum og sem fyrr hringdi
hann til vinkonu sinnar, Marinu, og
bað hana að koma. Eins og svo oft
áður skipti það hann engu þótt kona
hans væri heima. Það var sem
henni kæmi það hreinlega ekki við
þótt hann fengi ástkonu á heimilið.
En af einhverjum ástæðum gat Mar-
ina ekki orðið við beiðni hans.
Hann varð ergilegur og lagði á.
Voðaverkið
Sonja fylgdist með símtalinu og
sá mann sinn standa viö símann eft-
ir að hann hafði lagt á. Yfir hana
kom eitthvaö. Það var eins og henni
fyndist að eftir sjálfsvigstilraunina,
tilraunina til að koma hjónaband-
inu í samt lag á Ítalíu og ráðleysið á
flugvellinum í Múnchen væru
henni að lokast allar leiðir í lífinu.
Hún gekk fram í eldhús.
Maður henncu- stóð frammi í stofu
þegar hún kom aftur þaðan. Og
hann sneri baki í hana. í hendinni
hélt hún á stórum eldhúshníf. Hún
gekk rakleiðis að honum og stakk
hann í bakið. Hann rak upp óp og
reikaði fram á ganginn. Hún hélt
áfram að stinga hann og er yfir lauk
hafði hún stungiö hann þrisvar í
bakið og sex sinnum í brjóstið. Þá lá
hann í blóði sínu á gólfinu.
Sonja virti mann sinn fyrir sér í
nokkur augnablik. Svo kastaði hún
hnífhum frá sér og hljóp að húsi
dóttur sinnar en hún bjó skammt
frá. Þar sagði hún frá því sem gerst
hafði. Dóttirin hringdi þegar í stað á
sjúkrabíl og lögregluna.
Réttarhöld
Reinhard Grebner var enn á lífi
þegar sjúkraliðar komu að honum,
skömmu síðar. Hann var fluttur á
spítala í skyndi en lést þar af sárum
sínum hálfum öðrum tíma síðar.
Sonja var yfirheyrð, handtekin og
sett í varðhald. Og skyndilega voru
að hafa vanist niðurlægingunni sem
hún fékk hjá manni sínum, sem og
framhjáhaldi hans sem einkennt
hefði flest ár hjónabandsins.
Sumir höfðu á orði að líklega
hefði dómarinn litið málið öðrum
augum hefði Sonja gefist upp á
manni sínum löngu fyrr. Þá hefði
hún sennilega aðeins fengið hálfs
árs fangelsisdóm fyrir ástríðumorð.
En Sonja fékk fjögurra til sex ára
dóm.
Dómurinn vakti mikla athygli,
ekki síst í ljósi dóma í svipuðum
málum. Einn af þeim sem fylgdust
með réttarhöldunum hafði á orði að
Sonja hefði vissulega fengið sinn
skammt af karlrembuhætti.
En Sonja getur huggað sig við að
vinir hennar og margir samborgar-
ar í Kronach standa með henni.
Henni hafa þegar verið boðin ýmis
störf að lokinni afþlánun. Þótt dóm-
arinn hafi ekki sýnt skilning á hög-
um hennar er því greinilegt að
margir í samfélaginu hafa gert það.