Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 sviðsljós Kathleen Wiíley vildi geta flakkað um Hvíta húsið: Þráði nærveru Clintons Ekki var fyrr farið að fenna yfir spor lærlingsins Monicu Lewinsky en fram á sjónarsviðið skaust sjáif- boðaliðinn Kathleen Willey. Þessar tvær konur eiga það sam- eiginlegt að hafa orðið fyrir meintri kynferðislegri ágengni Bills Clint- ons, forseta Bandaríkjanna. Munur- inn er að visu sá að Monica hefur ekki viðurkennt opinberlega ástar- samband við forsetann en Kathleen heldur því aftur á móti fram að for- setinn hafi káfað á sér. í samtölum sem fréttamenn í Bandaríkjunum hafa átt við fyrrum samstarfsmenn Kathleen Willey 1 Hvíta húsinu kemur fram að hún hafi verið ákaflega heilluð af forsetanum. Hún virðist hafa þráð að vera nálægt Clinton. Það minnir mjög á frá- sagnirnar af Monicu Lewinsky þegar meint ástarsamband hennar og Clintons var sem mest í fréttunum fyrir skömmu. Ekki þykir þó ljóst hvort Kathleen hafi laðast að forsetanum sem manni eða hvort það voru völdin sem heilluðu. Ósköpin hófúst þann 29. nóvember 1993. Kathleen kom þá í Hvíta húsið til að leita ásjár hjá forseta sínum. Fjár- mál fjölskyldu hennar vora öll í kalda koli og hún þurfti hjálp. Kathleen fór með Clinton inn á skrif- stofu hans i Hvíta húsinu. Þau vora þó varla fyrr komin inn úr dyranum en hann fór að káfa á henni, að því er hún heldur fram. Clinton sjálfur hefur vísað þessum ásökunum alfarið á bug. Eiginmaður Kathleen, lögfræð- ingurinn Edward E. Willey Jr., framdi sjálfsmorð sama dag og hún hitti Clinton í Hvíta húsinu. Ástæð- an vora áðumefndar fjárkröggur. Hann hafði meðal annars svikið fé út úr sam- starfsmönnum sínum og þvingað hana til að skrifa upp á plagg þar sem hún lofar að borga skuldina, um tuttugu milljónir króna. Kathleen Willey er fædd og uppal- in í borginni Richmond í Virginíu. Hún stundaði háskólanám um eins árs skeið en fór síðan að vinna fyr- ir sér, meðal annars sem flugfreyja hjá TWA. Valdamiklir menn virkuðu eins og segull á Kathleen, að sögn kunn- ugra. „Kathy fannst gaman að vera innan um þá sem völdin hafa,“ segir P.T. nokkur Hastings, gamall vinur eig- inmanns hennar. Gore varaforseti hafði það fyrir sið að heim- sækja vin sinn Ed Willey þegar hann átti leið um Richmond. Það varð til þess að Kathleen gerðist ákafur stuðningsmaður Clintons í kosningabarátt- unni 1992. Skömmu eftir að Clinton sór embættiseiðinn öðru sinni fékk Kathleen starf sem sjálfboðaliði á einni skrifstofu Hvita hússins. Og fljótlega fór hún að gefa í skyn við aðra starfsmenn að hún og eiginmaður hennar væra nánir vinir for- setans. Og fljótlega fór að bera á því að hún var ekki alls kostar ánægð með það sem hún hafði, vildi fá að koma víðar við í Hvíta húsinu. Síðar fékk hún launað starf í Hvíta húsinu en það entist þó ekki lengi. En þótt Kathleen hætti að starfa í Hvíta húsinu gleymdist hún ekki alveg. Hún var skipuð í opin- berar sendinefndir á tvær mikil- vægar alþjóðlegar ráðstefnur, aðra í Kaupmannahöfn en hina í Indónesíu, þótt ekki hafi allir kom- ið auga á hvers vegna hún varð fyr- ir valinu. Núna býr Kathleen rétt utan við Richmond, í litlu húsi í eigu fyrir- tækis sem tvö uppkomin börn henn- ar eiga meirihluta í. Bréf til Clintons Kæri forseti. Mig langaði bara til að óska þér gleðilegra jóla. Ég get aðeins gert mér í hugarlund hvað þú hlýtur að hlakka til fyrstu jól- anna þinna hér. Þakka þér fyrir tækifærið að fá að vinna i þessu mikla húsi. Að loknu þessu sætbeiska ári, verður fyrsta áheit mitt fyrir ár- ið 1994 að leita að alvörastarfi. Ég vona að ég finni það. Gleðileg jól, Kathleen Kæri forseti. Til hamingju með frábæran sigur 5. nóvember. Við eram lánsöm að þú leiðir okkur inn í 21. öldina. Mér þykir þetta leitt með Virginíu en það munaði þó ekki miklu, eða hvað? Ég man svo vel eftir fagnaðar- látunum kosningakvöldið í Little Rock árið 1992. Þá fundum við öll fyrir nýrri von og mörg okk- ar bera þá tilfinningu enn í brjósti. Ég óska þér alls hins besta næstu fjögur árin. Með ástúð, Kathleen Sannkölluð veisla ÍSLEHSKUR LANDBUNAÐUR Matvælasýningin Matur '98 er haldin í íþróttahúsi Breiðabliks, Smáranum og Hótel- og matvælaskólanum við Digranesveg í Kópavogi dagana 20. - 22. mars. Sýningin er stærstg sýning sinnar tegundar á íslandi og á henni er að finna nánast allt sem tengist mat og drykk, auk þess sem haldnar eru keppnir á vegum fagfélaga í matvælaiðnum. Barnapössun á staðnum. Opið í Smáranum laugardag og sunnudag frá kl. 12:00 - 19:00. 111 FEWOAMÁIASKÓUWW HÓTEL- OO MATVÆLASKÓLJNN A og í Hótel- og marvælaskólanum laugardag frá kl. 12:00 - 19:00. Verð aðgöngumiða 500 kr. Ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum. Komið og kynnistþví besta í mat og drykk á íslandi. Matur matur • ferðir • menning 25 f Stillanleg sætishæð 40-53 sm. Fæst með bláu eða dökkgráu áklæði. Stillanleg sætishæð 38-49 sm. Fæst með svörtu eða grænu áklæði. Stillanleg sætishæð 44-54 sm. Fæst með gulu eða dökkgráu áklæði. 200 Kfl. ÁN ftflMfl 11.500 Kfl. Stillanleg sætishæð 39-54 sm. Fæst með svörtu, gráu, dökk- bláu, dökkgrænu, dökkrauðu eða bláu áklæði. .400KR ÁM flRMR flN flflMfl 24.5OO KR. jasdempari stillir sætishæð frá 40-52 sm. Fæst með svörtu, gráu, dökkbláu, dökkgrænu, dökk- rauðu eða bláu áklæði. Fæst einnig með leðri á 32.400 kr. FRABfERAR FERMINGflR- GJflFIR JTORGOTT VERÐ, HONNUN, ÚRVRL 00 N0TRG1LD1 Góð vinnuaðstaða getur skipt sköpum um árangur. Skrifborðsstólamir í IKEA eru þægilegir, vandaðir og á mjög góðu verði. Þess vegna er engin spuming hvar þú kaupir stólinn. Skrifborðs- stólamir í IKEA henta einnig mjög vel til fermingargjafa. Láttu okkur taka frá sœti fyrir þig. 1 ® - fyrir alla muni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.