Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Side 33
LAUGARDAGUR 21. MARS 1998
andaríkjunum - með forsíðumyndir á heimsfrægum tímaritum:
ipu til I
helgarviðtalið
41
metorða
Anna ásamt eiginmanninum og Ijósmyndaranum Guy Aroch. Þau giftu sig i' Las Vegas um síðustu jól en heljarinnar
brúðkaupsveisla verður haldin á Manhattan í næsta mánuði.
Hljómsveitin Wallflowers, með Jacob Dylan fremstan í flokki, son Bobs Dyl-
ans. Hann er fyrir miðju á myndinni sem Anna tók fyrir Newsweek.
afa prýtt að undanförnu. Newsweek er
i fjölmargra mynda sem Anna tók fyrir
fina og fræga fólkið? Anna sagði það
vera ágætt nema hvað hún væri tölu-
vert háð skoðunum umboðsmanna
þessa fólks. Þeir vildu hafa hlutina
svona og svona og frelsi ljósmyndar-
ans væri því takmarkað.
„Ég þarf að bera allar rnínar hug-
myndir undir þessa umboðsmenn en
eftir því sem þú myndar þetta fólk
oftar þá lagast þetta. Annars hef ég
ekki svo mikla reynslu af þvi að
mynda fræga fólkið. Maðurinn minn
gerir miklu meira af því,“ sagði
Anna og var þá mál til komið að
kynna hennar „betri helming". Það
er ljósmyndari líka, Bandaríkjamað-
ur að nafni Guy Aroch. Þau hafa
þekkst lengi og kynntust þegar þau
voru saman í School of Visual Arts.
Þau gengu í það heilaga um síðustu
jól, voru stödd í Las Vegas þegar þau
létu pússa sig saman í borgaralegri
giftingu.
Stungu af til Las Vegas
„Hann er gyðingur en ég er krist-
innar trúar. Við erum hvorugt okkar
verulega trúuð og ákváðum bara að
„stinga af‘ til Las Vegas,“ sagði
Anna en þau hafa hins vegar ákveð-
ið að svíkja ættingja og vini ekki um
brúðkaupsveisluna. Hún verður
haldin í byrjun aprfi á Manhattan í
New York með pompi og prakt.
Guy kláraði skólann í New York
einu ári á undan Önnu og var fljót-
lega kominn i góð verkefni. í dag er
hann einkum í tískuljósmyndun fyr-
ir heimsþekkt tímarit og gerir mikið
af því að mynda fræga fólkið, aðal-
lega leikara og poppstjörnur.
„Mér finnst hann auðvitað rosa-
lega góður ljósmyndari og tel að
hann sé að skipa sér í röð bestu ljós-
myndara í Bandaríkjunum. En þetta
er auðvitað mjög persónulegt mat og
kannski ekki hlutlaust," sagði Anna
og hló. /
Ekki bara myndatökur
Aðspm-ð hvort heimilislífið væri
ekki sérstakt þegar þau væru bæði
ljósmyndarar, og fjarvistir miklar,
sagði Anna svo ekki vera. Meira
flakk væri að vísu á Guy en líklega
sæju þau hvort annað oftar en fólk
Ein fjölmargra tískuljósmynda sem
Anna tók fyrir febrúarhefti Earns-
haw’s.
sem ynni fimm daga vikunnar frá
klukkan níu til fimm.
„Þó að við séum bæði með um-
boðsmenn þá rekum við okkar skrif-
stofu heima. Það er oft í nógu að snú-
ast fyrir utan sjálfa ljósmyndunina.
Ef þú ert t.d. að mynda frægt fólk þá
er hægt að endurselja myndirnar eft-
ir að einkaréttur tímaritsins sem
pantaði þær fyrst er liðinn. Þannig
gat ég farið að selja myndimar af
Miu Farrow þremur mánuðum eftir
að Newsweek hafði birt þær.“
Líður vel í New York
Þrátt fyrir miklar annh hafa þau
Anna og Guy gefið sér tíma til að
sækja ísland heim. Guy hefur tvisvar
sinnum komið hingað og Anna sagði
hann mjög hrifinn af landinu. Fyrir
dyrum stæði að koma hingað næsta
sumar - og auðvitað yrðu myndavél-
ar með i för.
Það liggur ekki fyrir að þau fari að
flytja til íslands. Á meðan þau gera
það gott í ljósmyndun vestra er eng-
in ástæða til þess.
„Við höfum skapað okkur líf hér.
New York er skemmtileg borg, með
fullri virðingu fyrir fallegri fóstur-
jörðinni. Hérna líður okkur vel,“
sagði Anna og ekki var að heyra
mikinn íslandssöknuð i röddinni.
Hún sagðist halda tengslunum með
því að koma reglulega til íslands auk
þess sem fjölskylda hennar væri dug-
leg að heimsækja hana út.
Anna er dóttir Pálma R. Pálmason-
ar, verkfræðings hjá Sigurði
Thoroddsen, og Ágústu Guðmunds-
dóttur, prófessors í lífefnafræði við
matvælafræðideild Háskólans. Hún
er í miðjunni af þremur systkinum.
Bróðir hennar, Guðmundur, er í
framhaldsnámi í lögfræði í Banda-
ríkjunum, og systir hennar, Ingi-
björg Ýr, er í Kennaraháskólanum.
Aðspurð hvort það hafi aldrei stað-
ið til að feta í fótspor foreldranna
sagði Anna engan þrýsting hafa ver-
ið þar á.
„Eini „þrýstingurinn" var að gera
það sem við hefðum áhuga á. Ég
hafði aldrei áhuga á verkfræði eða
raunvísindum. Foreldrum mínum
fannst það bara gott mál þegar ég fór
í íslensku í Háskólanum og síðan í
ljósmyndunina. Það sama gilti um
nám minna systkina," sagði Anna
sem fullu nafni heitir Anna Theo-
dóra. í Bandaríkjunum notar hún
nafnið „Anna Palma“ og við skulum
leggja það á minnið þegar við flettum
tímaritunum framvegis.
Áfram á minni braut
Að lokum fannst okkur við hæfi
að spyrja Önnu um markmið og
drauma ljósmyndarans. Hún er hóg-
vær að vanda og sagðist ekki hugsa
mikið um framtíðina.
„Ég hef passað mig á að hugsa
ekki of langt fram í tímann. Ég
hugsa fyrst og fremst um að gera
hvert verkefni eins áhugavert og ég
mögulega get. Þetta er eins og með
aðrar listgreinar að þú getur lítið
annað en haldið áfram á þinni braut.
Stöðugt er hægt að lagfæra og breyta
hlutunum. Markmið mín í ljósmynd-
un eru að halda áfram að læra og
halda áfram að taka myndir." -bjb
Anna hafði gott auga
- segir Gunnar V. Andrésson. Ijósmyndari DV
„Anna réðist til starfa
hér á DV sem kompu-starfs-
maður, til aðstoðar Ijós-
myndurum blaðsins. Hún
var fljót að tileinka sér þau
vinnubrögð sem ætlast var
til af henni og gekk vel til
verka. Anna er hæg og
elskuleg stelpa og ég ætlaði
henni aldrei að vera úti á
vettvangi að taka æsimynd-
ir. Þegar hún síðan mund-
aði vélina komu ávallt góðar mynd-
ir frá henni. Hún hafði gott auga,“
sagði Gunnar V. Andrésson, ljós-
myndari DV, og sýndi okkur úr
myndasafni eina þá fjölmörgu
fréttamynda sem hún tók fyrir DV.
Myndin var tekin 1 rallkeppni sum-
arið 1991. -bjb