Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Page 35
LAUGARDAGUR 21. MARS 1998
43
Reyklaust flug
Um 95% allra flugferða á veg-
um breska flugfélagsins British
Airways eru nú reyklaus. Um
næstu mánaðamót tekur allsherj-
ar reykingabann gildi hjá flugfé-
laginu og svo mun einnig verða
hjá svissneska flugfélaginu
Swissair en þar tekur bannið ekki
gildi fyrr en þann 1. júní næst-
komandi.
New York á hærra plan
Eftir að hafa verið meinsemd
Bandaríkjanna árum saman er
New York loksins farin að fá
betri einkunnir. Nýlega var
gerð skoðanakönnun á vegum
The New York Times um borg-
ina sem borin hefur verið sam-
an við álíka könnun sem gerð
var árið 1996. Þar kemur meðal
annars í ljós að helmingi færri
segja nú að glæpir séu helsta
einkenni borgarinnar. Flestir
sögðu um hana: „Hún er stór!“
ímynd borgarinnar virðist hafa
batnað til muna og sagði 61%
aðspurðra að borgin byði af sér
góðan þokka miðað við 43%
árið 1996. Yfir 40% sögðu þó að
New York væri ekki fýsilegur
staður til að búa á.
Opið á kvöldin
Það hefur oft farið í taugarn-
ar á ferðamönnum sem ferðast
til Ítalíu hve helstu söfn lands-
ins eru opin á mismunandi tím-
um og ekki hægt að treysta á
auglýsta tíma. Nú hyggjast ítal-
ir gera bragarbót í þessum efn-
um því frá og með næstu mán-
aðamótum verða 16 stærstu
söfn landsins opin frá því
klukkan niu á morgnana og til
klukkan tíu á kvöldin. Tilraun
þessi mun standa í þrjú ár.
Nokkrir listfræðingar hafa
gagnrýnt ákvörðunina harðlega
en þeir segja að listaverkin
þurfi hvíld frá sterku ljósi og al-
mennum ágangi ferðamanna.
Dollý á safn
Klónkindin Dollý er vafalaust
frægasta sauðkind allra tíma.
Ullinni af Dollý hefur verið
safnað og nú er búið að prjóna
forláta peysu úr henni en það
var 13 ára gömul bresk stúlka
sem hannaði flíkina. Peysan er
nú til sýnis á Vísindasafninu í
London og þykir hafa mikið að-
dráttarafl.
Fangaklefi Mandela
Fangelsið þar sem Nelson
Mandela, forseti S-Afríku, eyddi
18 af þeim 27 árum sem hann
sat í fangelsi í heimalandi sínu
á tímum aðskilnaðarstefiiunnar
hefur nú verið tekið inn á lista
yfir þjóðargersemar (World
Heritage).
Fangelsið er á Robbin-eyju
sem er þekkt fyrir náttúrufeg-
urð og mikinn fjölda mörgæsa.
I
Fótboltaferð um páska
Samvinnuferðir-Landsýn
efna til ferðar á leik Manchest-
er United og Liverpool sem
verður á Old Trafford í
Manchester þann 10. apríl nk.
Daginn eftir geta farþegar val-
ið um tvo leiki; annars vegar
leik Everton-Leeds og hins veg-
ar Bolton- Blackburn. Flogið
verður til baka mánudaginn
Páskaferðir Útivistar:
A gönguskíðum í Þórsmörk
tmarhótel á
Akranesi
Það styttist í pásk-
ana og eins og
endranær býður ferða-
félagið Útivist upp á
margar spennandi
ferðir af því tilefni.
Megináherslan er lögð
á gönguskíðaferðir og
eru fjórar slíkar á dag-
skrá í apríl.
Á tímabilinu 9.-13.
apríl verður gengið á
skíðum frá Skaftárdal
um Leiðólfsfell í
Hrossatungur og
Lakagíga og á Laka.
Frá Laka er afar gott
útsýni yfir Síðu-
mannaafrétt og Laka-
gígaröðina. Fyrir þá
sem vilja er létt ganga
á Laka en þaðan má fá
góða yfirsýn yfir eld-
stöðvar Skaftárelda
sem eins og allir vita
höfðu áhrif um alla Evrópu.
Göngunni lýkur í Skaftárdal en
farangur göngumanna verður flutt-
ur á vélsleðum í næturstaði.
Laugavegur að vetri
Einnig er í boði gönguskíðaferð
frá Sigöldu um Fjallabak og í Skaft-
árdal. Gengið verðm- á skíðum frá
Sigöldu í Landmannalaugar þar
sem gist verður fyrstu nóttina.
Næstu nótt verður gist í Skæling-
um sem er gangnamannaskáli sem
nýlega var endurbyggður. Þessari
göngu lýkur í Skaftárdal þann 13.
apríl.
Laugavegurinn er vinsæll til
göngu á sumrin en undanfarin ár
hafa Útivistarmenn einnig efnt til
gönguskíðaferða á þessari leið.
Þann 9. apríl hefst Laugavegsferðin
og verður lagt upp frá Sigöldu og
Gönguskíöamaður hvílir lúin bein og horfir yfir Pórsmörkina.
þaðan gengið í Landmannalaugar
þar sem gist er. Frá Landmanna-
laugum er haldið í Hrafntinnusker
þar sem gist er næstu nótt og dag-
inn eftir er haldið i Emstrur og að
lokum í Bása í Þórsmörk þar sem
grillveisla bíður göngumanna.
Þessari ferð lýkur 13. apríl.
Yfir Fimmvörðuháls
Það er árvisst hjá Útivist að efna
til skemmtiferða í Bása á Goða-
landi. Að þessu sinni stendur ferð-
in helgina 11.-13. apríl. Boðið verð-
ur upp á gönguskíðaferðir um
Goðalandið og hefðbundnar göngu-
ferðir samhliða fyrir þá sem ekki
ganga á skíðum. Ferðalangar gista
í tveimur upphituðum skálum Úti-
vistar 1 Básum og geta 90 manns
dvalið þar í einu.
Dagana 11.-13. apríl verður
gönguskíðaferð yfir Fimmvörðu-
háls sem er á milli Eyjafjallajökuls
og Mýrdalsjökuls. Fimmvörðuháls
er í alls 1100 metra hæð yfir sjávar-
máli og hefur gönguleiðin á milli
Skóga og Bása á Goðalandi lengi
verið ein sú vinsælasta á landinu.
Efst á hálsinum er Fimmvörðu-
skáli Útivistar sem er mjög vel út-
búinn og getur hýst rúmlega 20
manns. Áformað er að gönguskíða-
ferðin taki þrjá daga; fyrri nóttina
verður gist í Fimmvörðuskála en
þá seinni í Básum.
Að sögn forráðamanna Útivistar
krefjast gönguskíðaferðirnar góðr-
ar þjálfunar og reynslu. Þá þarf
fólk að eiga góðan vetrarútbúnað
en þátttaka í gönguskíðaferðunum
er háð samþykki fararstjóra í
hverri ferð.
Sumarhótelið Ósk, sem er til
húsa í F.jölbrautaskólanum á
Akranesi hefur verið leigt út fyr-
ir tímabilið 1. júní til 20. ágúst í
sumar. Leigutakinn er Anna
Kjartansdóttir sem hefur rekið
Gesthús á Selfossi ásamt eigin-
manni sínum Bimi S. Lárussyni
en hann gegnir starfi markaðs-
og ferðamálafulltrúa Akranes-
kaupstaðar. Á sumarhótelinu
verða 32 tveggja manna her-
bergi, öll með eldunaraðstöðu og
baði. -DVÓ
DV, Akranesi:
Kínaklúbbur Unnar:
Haustferð til
Austurlanda nær
Kínaklúbbur Unnar hefur eins og
nafnið gefur til kynna staðið fyrir
ferðum til Kína. í haust ætlar klúbb-
urinn með Unni Guðjónsdóttur í
fararbroddi að breyta út af vanan-
um og halda til Austurlanda, nánar
tiltekið til Jórdaníu og Sýrlands.
Ferðin mun taka þrjár vikur og
hefst í höfuðborg Sýrlands, Damask-
us, sem er elsta borg heims. Þaðan
verður farið til Palmyra og
Maaloula þar sem m.a. er að finna
stórkostlegt virki sem var krossfar-
ar fóru um fyrir hundruðum ára.
í söltum sjó
Seinni hluti ferðarinnar verður
farið um Jórdaníu og dvalið i Amm-
an um nokkurra daga skeið. Þaðan
verður farið i dagsferðir til áhuga-
veröra staða í grenndinni.
Því næst verður haldið eftir hinni
ægifógru leið um Wadi Shuaib til
Dauða hafsins. Þar munu ferðalang-
ar svamla í saltasta vatni heims og
víst engin hætta á að þeir sökkvi.
Frá Dauða hafinu liggur leiðin til
bæjarins Nebo sem er frægur fyrir
handverk. Frá Nebo er stórkostiegt
útsýni og þaðan er á góðum degi
hægt að horfa yfir til ísraels og sjá
turna Jerúsalemborgar bera við
himin.
Einn af hápunktum ferðarinnar
er dvöl í Petru, steinborg sem á sér
engan líka í veröldinni. Borgin var
höggvin í sandsteinafjöll fyrir 2400
árum og ekki nema um 20 ár síðan
síðustu arabarnir fluttu þaðan.
Petra er steinborg sem á sér engan
sinn líka í veröldinni. Hún var
höggvin í sandstein fyrir rúmum tvö
þúsund árum.
Borgin Petra er i raun orðin að gríð-
arstóru safni sem enginn gleymir
sem þangað kemur.
Síöustu þrjá dagana í ferðinni
munu ferðalangar slappa af og
sleikja sólina í Akabaflóa.
Hér hefur aðeins verið farið gróf-
lega í ferðatilhögun í Austurlanda-
ferðinni en kynningarfundur um
þessa ferð verður haldinn í Reykja-
hlíð 12 á morgun kl. 15.00. Þangað
eru allir áhugamenn um ferðalög til
Austurlanda velkomnir. -aþ
AIJ®
æmMÆT
CAR RENTAL
Óskum eftir ab raba bif-
vélavirkia. Mikil vinna,
gób laun í bobi.
Uppl. í síma 567 0722 og ab
Skemmuvegi 20, Kópavogi,
beint d móti Bykó.
Borgarverkfræðiiigurinn í Reykjavík
Hugmyndabanki vegna
ræktunarátaks
Unglingar í Vinnuskóla Reykjavíkur hafa á undanförnum
árum unnið að skógrækt í útmörkum borgarinnar, svo sem
Oskjuhlíð, EUiaárdal, Austurheiðum og Heiðmörk. Nú er
fullgróðursett í mörg þessara svæða og er stefnt að því að á
sumri komanda verði auknar gróðursetningar innan borg-
arhverfanna.
Hér með er leitað eftir ábendingum frá borgarbúum um verk-
efni fyrir Vinnuskóla Reykjavíkur við ræktun í hinum ýmsu
hverfum borgarinnar.
Borgarbúar komi hugmyndum sínum skriflega til:
Skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík,
eða hringi í hækistöðvar garðyrkjudeildar
milli kl. 9—12 dagana 23. og 27. mars.
Símar: 581 4569 fyrir svæðið sunnar og vestan EUiðaáa
587 8035 fyrir svæðin norðan og austan ElUðaáa