Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Side 36
LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 JjV
'44 *(Qtðt3l_____________________
Böðvar Guðmundsson er kominn vel á veg með vesturfarabráfin:
Sársaukafull saga
ekki hefur komið fram áður segir
Böðvar að hann hafi hvergi áður
séð skrifað irni hversu stór hlutur
Gránufélagsins raunverulega var í
sambandi við allar vesturferðimar.
„Fólk seldi vitanlega eigur sínar
þegar það hélt af landi brott. Fæst
gat það eða vildi borga út i hönd og
var síðan afskaplega skuldseigt við
þá sem voru fluttir. Ástæðulaust
þótti að vera að borga því fólki sem
flutti í aðra heimsálfu. Gránufélag-
ið virkaði sem eins konar banki og
því fékk Tryggvi Gunnarsson, fyrsti
bankastjóri gamla Islands-
banka, mikið af bréfum.
Félagið sá bæði um að
innheimta og vera
milliliður um
sölu. Það
skrítna
var síðan
að jafn-
vel þótt
fólkið
væri
flutt vestur um haf vildi sumt frek-
ar panta vörur hjá Gránufélaginu
á Ákureyri en að kaupa þær í
Kanada,“ segir Böðvar og hlær að
sérvisku forfeðra okkar.
. 1;.'
Tækifæris- og
landleysi
Bréfin sem bárust Gránufélag-
inu era varðveitt í skjalasafni
Seðlabankans og Tryggvi Gunn-
arsson virðist hafa fengið mikinn
fjölda Ameríkubréfa í
tengslum við verslun,
viðskipti og ýmis-
legt annað. En
hvað segja
bréfin um
ar margir stórir, hérumbil hœð mín á herða-
kamb. Skeifurnar svo stórar og klunnalegar
aö ef að þœr fyndust á íslandi nokkuð ryög-
aðar mundu sumir ímynda sér að þœr vœru
frá fornöld. Tvö gufuskip hef ég séð stór,
annað er 53 faðmar á lengd og skrautlegt
ástæður þess að fólkið flutti?
„Ég myndi segja að fyrst og
fremst hafi ástæðurnar verið tæki-
færis- og landleysi. Á áranum
1870-1900 er hvert kot setið. Fólki
hafði fjölgað nokkuð og enn var litla
atvinnu að fá í Reykjavík og öðrum
hafnarbæjum. Það var ekki fyrr en
með útgerðinni seinna meir sem
tækifærin buðust þar. Bresku skipa-
félögin sáu að hér var markaður
fyrir ferðir af þessu tagi og auglýstu
þær því upp,“ segir Böðvar og bæt-
ir við að mikill meirihluti vestur-
fara hafi verið fólk sem bjó við lítil
efni. Hitt hafi vissulega verið til, að
fólk í góðum efnum hafi flutt sig um
set í leit að ævintýrum. Meginá-
stæðan hafi þó verið vonin um betri
afkomu. Hér á landi hafi geisað
mikil harðindi um langt skeið og
það hafi vissulega haft sitt að segja.
„Ég held ég megi segja að ég sé
kominn með nokkuð góða breidd,"
segir Böðvar, aðspurður hvort hann
eigi bréf frá öllu tímabili vesturfa-
ranna. „Minnst er til af elstu bréf-
unum og mest af þeim yngstu, sem
von er. Ég er með þó nokkuð af
bréfum frá 1873 og ’74 en hins vegar
koma t.d. ár þar sem engin bréf ber-
ast frá Nýja-íslandi þvi það var í
sóttkví út af bólusótt. Bréf máttu að
vísu berast milli landa en þar sem
þeim var dýft í karbólsýru urðu þau
algerlega ólæsileg. Blekið rann út.“
Merkileg bráf úr
einkasöfnum
í fyrravetur og aftur nú í haust
var Böðvar að safna bréfum á hand-
ritadeild Landsbókasafnsins í
öngvan eyri til að kaupa fyrir á
leiðinni, og það œtti enginn að
byrja það einu sinni. Og síst af
öllu þegar farin er þessi krókaleiö
og allt gengur svona seint, því
þarfirnar verða náttúrlega fleiri
eftir því sem tíminn verður lengri.
Svo get ég ekki skrifað þér fleira af okkur í
þetta sinn. Við erum öll með góðri heilsu og
ég vona að við veikjumst ekki til muna á Atl-
antshafinu. Svo kvíði ég ekki neinu ef ég
kemst til Winnipeg. Ég skrifaöi þér miða frá
Seyðisfirði og vona ég að þú fáir hann. í
honum var ferðasagan frá Húsa-
vík. Okkur leið lakast á þeirri leið,
en þó var þaö ekki tilfinnanlegt.
Við Guðný og börnin biðjum að
heilsa öllum skyldum en einkum
henni mömmu. Guð leiði ykkur öll
um tíma og eilífð og gefi að við
fáum að sjást í öðru lífi þó það
veröi hér aldrei framar. Þess biður
bróðir þinn Gunnlaugur
Heisu leiðtogar vesturfaranna saman á fundi í Winnipeg 24-27. júní 1885.
„Langafi minn og langamma
fluttu til Kanada og því á ég töluvert
af frændfólki á þessum slóðum. Ég
kenndi vestra um hríð, hitti þá tölu-
vert af þessu fólki og fór að hugleiða
_ þessi mál fyrir alvöra. Mér fannst
' þetta spennandi vegna þess að fjöldi
þeirra sem fluttist á brott var svo
mikill að varla var til sú fjölskylda
á íslandi á tímabili sem ekki átti
einhverja ættingja þarna,“ segir
Böðvar Guðmundsson rithöfundur
sem undangengið ár hefur safnað
bréfum vesturfaranna svokölluðu,
fólksins sem tók sig upp af ýmsum
ástæðum skömmu fyrir síðustu
aldamót og flutti vestur um haf.
Engin bréfasöfn vesturfara eru til
prentuð og á því vildi rithöfundur-
inn ráða bót.
Áhugi Böðvars fyrir Islendingum
í vesturheimi er Frónverjum ekki
alveg ókunnur því efniviðurinn í
bókum hans, Híbýli vindanna og
Lífsins tré, er sóttur til þeirra. Þær
era sögulegar skáldsögur, byggðar á
sögu ættingja Böðvars og fleira
fólks í Kanada.
Feiknarleg heimild
um söguna
„Ég notaði bréf að miklu leyti til
þess að ná í efniviðinn í bækurnar
minar og eftir að þeim lauk fannst
mér endilega að út þyrfti að koma
safn með þessum bréfum. Þau era
svo feiknarleg söguleg heimild um
hagi fólks, ástæður þess að það
flutti, hvemig því gekk og um örlög
þess stór og smá,“ segir Böðvar.
Aðspurður hvort hann hafi rekist
á einhvern fróðleik í bréfunum sem
Bréfritari er Gunnlaugur
Oddsson frá Geitafelli í Suður-
Þingeyjarsýslu. Það er komið í
hendur Böðvars sem ljósrit er
Þór Vigfússon tók í Vancouver í
British Columbia fyrir áratug.
Skömmu áður en Gunnlaugur
> flutti vestur um haf með fjölskyldu sína
reisti hann gestastofu og málaði. Hún er
nú endurreist á Héraðssafninu á Húsavík.
Á Emigrantahúsi í Glasgow 4. September
1888.
Kœri bróðirl
Aö gamni mínu œtla ég að drepa niður
penna áöur en égfer á Atlantshaf, sem sagt
er að ekki muni veróa fyrr en á föstudags-
morguninn. Eftir því megum viö bíða hér á
Emigrantahúsi í 3 daga, svo feröin gengur
nokkuð seint. En við höfum verið, og erum,
öll vel frísk og höfum verið síðan við fórum
frá íslandi. Rakel seldi upp einu sinni en
-María frísk. Matarólyst í Guönýju fyrst en
fór batnandi. Skipsmenn voru allir mjög
þœgilegir. Flesta daga var keyptur heitur
matur, var það súpa og kjöt og kartöflur,
salt eöa nýtt, eða þá baunir og kjöt. Ég
keypti handa okkur fyrir 50 eða 30 aura á
dag og var það mikið gott handa börnunum
og viö fengum dálítið líka. Ekki dettur mér í
hug að lýsa þeim byggingum sem ég hef séö,
því ég get það ekki, en þœr eru margar mik-
ið stœrri en ég hef haft nokkra hugmynd um
og mannsverk mörg svo furöuleg að það hef-
ur gengið langt fram af mér. Á landinu
4 milli Leith og Glasgow er fallegt, þar eru
skógar og akrar sléttir og hallfleyttir því
landið er nokkuð hœðótt. Hey sá ég í drýli
stóru og smáu. Líka var verið að hlaða heyi
á vagna. Lömb sá ég og lítil voru þau og
blökk. Hesta og kýr sá ég líka, en maður
haföi lítinn tíma til að virða fyrir sér það
semfyrir augun bar því vagninn fór nokkuð
- hart, en stansaði þó nokkrum sinnum. Gegn-
um göng fórum við 4 eóa 5 sinnum sem kol-
dimmt var í og þótti okkur það óviðkunnan-
legt en vöndumst þó við það. Þegar hingað
kom vorum við látin fara úr vagninum.
Tóku þar menn á móti okkur og fylgdi einn
okkur alla leiðina hingað og máttum við
ganga viðlíka langt
eins og á Berhóla sunn-
an til. (í Leith gengum
við álíka og út að hest-
húsi). Svo vorum við
látin fara inn í þetta
hús og gefið svo mikið
af kaffi og brauði sem
við vildum. (Það var
kvöldmaturinn). Síðan
vorum við spurðir aö
hverjir helst vildu vera
saman í herbergi og
sögðu menn til þess.
Við Steini og Sigfús
erum saman og höfum
4 rúm. í morgun feng-
um við kaffi svo sem
við vildum og brauð og
smjör og síld í dag
baunasúpu en lítið
kjöt, kartöflur nokkrar
og brauð. Klukkan 5 var drukkið kaffi og
brauð og var það kvöldmaturinn. (Kaffi fcer
hver svo mikið sem hann vill). Hér á strœt-
unum er svo mikil manna- hesta- og vagna-
umferð á strœtunum, svo mikil að þeir sem
ekki hafa séð það hafa öngva hugmynd um
það. Margt er hér haganlega útbúið, kranar
með vatni í svefnherbergjum og hér viö hús-
hornið úti er stöpull úr járni og sami útbún-
aður á honum og bolli þar áfestur við. Hest-
mjög og hitt viðlíka. Skipið lá svo fast við
steinbryggju að maður gat vel mcelt það á
henni. Hestar sumir eru hér litlir og líta út
fyrir að vera íslenskir. Sauðaskrokka sá ég
hanga í gálga svo stóra og feita að ég hef
ekki séð aðra eins. Höfðu þeir verið stungn-
ir undir eyrað og svo skornir dálítið á háls-
inn. Hausinn hangir við ófleginn. Allir voru
þeir kollóttir og snoppulangir. Það er ég bú-
inn að sjá að ekki er gott að fara svo að hafa
5. september. í morgun sá ég
fiárhóp rekinn hér um strœtin og
munu það hafa verið tvö hundruð.
Að mesta parti voru það ær og
lömb og sauðir hornóttir og horn-
teknir og sýndist mér það yfir höf-
uð ekki stœrra en íslenskt fé.
(Nema rófan). En þriflegt var það,
ullarstutt og blákkt. Svo hefég nú
ekki séð fleira markvert. Sölubúðir
eru hér alls staðar. Skó hef ég
keypt handa litlu stúlkum og vonast eftir að
geta keypt það sem ég þarf á leiðinni, svo
mér geti liðiö vel aó því leyti. Vertu svo œv-
inlega best kvaddur af bróður þínum Gfunn-
laugij.
Lofaöu Sveinbirni aó sjá þetta. Ég bið
kœrlega að heilsa honum og öllum þar og
Jakob biður þess líka.