Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Síða 41
LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 49 * iðsljós Sumarið '37 frumsýnt Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Sumarið ‘37 eftir Jökul Jakobsson á Stóra sviði Borgarleikhússins á fimmtudagskvöldið. Leikritið var fyrst sýnt fyrir 30 árum og þá í gamla Iðnó. Það er fjórða leikrit Jökuls Jakobssonar og hefur notið mikilla vinsœlda. Nú fœr sýning LR mjög góðar viótökur og virðist sem Kristínu Jóhannesdóttur hafi tekist vel upp í leikstjórn sinni. Leikendur verksins eru Ari Matthíasson, Eggert Þorleifsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Pétur Einarsson og Sóley Elíasdóttir. Stígur Steinþórsson sér um leikmynd og búninga. Lýsing er í höndum Ögmundar Þórs Jóhannessonar. Ólafur Örn Thoroddsen sér um hljóð. Pétur Einarsson leikur „gamla“ manninn í Sumrinu, Davíð forstjóra. Hér tekur hann á móti hamingjuóskum Þórhildar Þorleifsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhússins, aö lokinni frumsýningu. Það þótti líka ærin ástæða til að óska Pétri til hamingju því hann fór hreinlega á kostum líkt og aðrir leikarar í sýningunni. DV-myndir Pjetur Hilmar Jónsson úr Hafnarfjarðarleikhúsinu kom baksviös til að heilsa upp á sveitunga sinn úr Hafnarfirðinum og fyrrum kollega, Guölaugu Elísabetu Ólafsdóttur sem leikur Sigrúnu í Sumrinu. Hilmar á líka taugar til stykkisins því kona hans, Sóley Elíasdóttir, leikur þar eitt hlutverkanna. Illugi Jökulsson Jakobssonar var ánægður með uppfærsluna á Sumrinu og óskar Hönnu Maríu Karlsdóttur til hamingju með frammistöðu sína. Hanna þótti fara á kostum í hlutverki vinnukonunnar Önnu sem er á níræðisaldri. Það fór vel á með þeim Ara Matthíassyni, sem leikur Jón, tengdason Davíðs, og Þorsteini Gunnarssyni leikara sem lék sama hlutverk í Iðnó fyrir 30 árum. Hilmar gefur Kristínu Jóhannes- dóttur rembingskoss að frumsýn- ingu lokinni. Kristín er ekki ókunn verkum Jökuls Jakobssonar. Allir muna eftir Dómínó. HUSGOGN UJL TATUINIG • » • • i______ • i :3=-::iaWg§S&s90ksa;m " - • | - í ■ Verð frá kr. dljjJooJ fyáraákyrtf TÆKNIBUNAÐUR Suðurlandsbraat 6 ■ 105 Reykjavlt Sími 553 0600 • Fax 581 3035

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.