Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1998, Page 57
X>'Vr LAUGARDAGUR 21. MARS 1998
igsonn es
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sýp-
ur á kaffibolla.
Kaffi
Kaffi er nýtt, íslenskt leikrit sem
sýnt er á Litla sviði Þjóðleikhúss-
ins og er næsta sýning í kvöld.
Höfundur þess er ungt leikskáld,
Bjami Jónsson að nafni. Er þetta
fyrsta verk hans í atvinnuleikhúsi )
og eru margir á því að hann sé lík-
legur til að skipa sér i hóp fremstu i
nútímaskálda okkar.
Leikhús 1
KafFi fjallar um væntingar, ást, I
sársauka og alþýðlegt andrúmsloft.
Ástarlíf óstýrilátra eiginkvenna er
til umræðu á aðalfundi fótboltafé-
lagsins, fortíðin birtist í komu
skálds sem vill horfa á hafið og
leita að því óáþreifanlega. Einnig
koma þar við sögu kona sem tekur
slátur og gamall maður sem býr sig
undir ferðalag.
Leikendur em Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir, Steinunn Ólina Þor-
steinsdóttir, Theodór Júlíusson,
Valur Freyr Einarsson, Sigurður
Skúlason, Atli Rafn Sigurðsson,
Bryndís Pétursdóttir og Róbert
Arnfinnsson. Leikstjóri er Viðar
Eggertsson.
Franskir duggarar á
íslandsmiðum
Elín Pálmadóttir
blaðamaður mun i
dag kl. 13.15 í Há-
skólabíói, sal 4, segja
frá frönskum sjó-
mönnum á fiskiskip-
um hér við land á
síðustu öld í fyrir-
lestri sem hún nefnir Franskir
duggarar á íslandsmiðum.
Kínaklúbbur Unnar
Kínaklúbbur Unnar, sem hingað
til hefur staðið fyrir ferðum til
Kína, hyggst breyta út af vananum
og efna til ferðar til Jórdaníu og
Sýrlands. Kynningarfundur verður
haldinn um ferðina i Reykjahlíð 12
kl. 15 á morgun þar sem m.a. verð-
ur sýnt myndband um Jórdaníu.
Náttúrulækningafélag Reykjavíkur
Náttúrulækningafélag Reykja-
víkur heldur sinn árlega fund í dag
kl. 14 að Þórshóli, Brautarholti 20,
2. hæð. Gunnlaugur K. Jónsson,
forseti NFLÍ, mun flytja framsögu-
erindi um framtíð og stefnu NLFÍ.
Samkomur
Erlend verk í eigu safnsins
Ólafur Gíslason held-
ur fyrirlestur i Lista-
safni íslands í tilefni
sýningarinnar Er-
lend verk í eigu
safnsins á morgun
kl. 16. Mun Ólafur
ganga út frá mynd-
inni um Bakkus og Aríöðnu.
Þarf maður að vera giftur til að...
Annar fyrirlesturinn á vegum Sól-
stöðuhópsins verður í Norræna hús-
inu í dag kl. 14. Fyrirlesarar eru þrír
að þessu sinni, Hjördís Hjartardótt-
ir, Hlín Agnarsdóttir og Jóhanna
Kristjónsdóttir. Þær munu nálgast
efni sem hefur yflrskriftina Þarf
maður að vera giftur til að ....
Hollvinafélag stofnað
í Hátíðasal Háskólans verður í
dag kl. 14 stofnfundur Hollvinafé-
lags heimspekideildar Háskóla ís-
lands. Að loknum fundi mun Krist-
ján Árnason prófessor flytja fyrir-
lestur sem hann nefnir Að setja
brag á sérhvem dag. Brageyrað og
hrynjandi málsins.
Hvasst á öllu landinu
Skammt norðaustur af Hvarfi er
nærri kyrrstæð 1003 mb lægð. 1046
mb hæð er yflr írlandi.
I dag er gert ráð fyrir sunnan-
Veðríð í dag
hvassviðri og jafnvel stormi vestan
til á landinu en allhvöss eða hvöss
sunnan- og suðvestanátt annars
staðar. Sunnan- og vestanlands
verður rigning en skýjað norðaust-
an fram eftir morgni. Þgar líður á
daginn gengur í allhvassa suðvest-
anátt með skúrum vestan til en úr-
komulítið um landið austanvert.
Hitinn verður alls staðar vel yfir
frostmarki, hæstur sex stig á Aust-
urlandi og kaldast þrjú stig á Vest-
fjörðum.
Sólarlag í Reykjavík: 19.46
Sólarupprás á morgun: 07.22
Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.32
Árdegisflóð á morgun: 00.32
Veðrið kl. 12 á hádegi í gær:
Akureyri skýjað 10
Akurnes léttskýjað 9
Bergstaðir skýjaö 9
Bolungarvík úrkoma í grennd 9
Egilsstaðir léttskýjað 12
Keflavíkurflugv. rigning og súld 8
Kirkjubkl. skúr á síð.kls. 6
Raufarhöfn léttskýjaó 5
Reykjavík þokumóóa 8
Stórhöfði þoka 7
Helsinki skýjaó 1
Kaupmannah. léttskýjaö 5
Osló léttskýjaó 7
Stokkhólmur 5
Þórshöfn úrkoma í grennd 9
Faro/Algarve léttskýjað 20
Amsterdam alskýjað 9
Barcelona léttskýjaö 16
Chicago alskýjað 1
Dublin alskýjað 10
Frankfurt rign. á síó.kls. 5
Glasgow skýjaó 11
Halifax súld 0
Hamborg skýjað 5
Jan Mayen snjókoma -.2
London skýjað 12
Lúxemborg skýjað 6
Malaga mistur 18
Mallorca heiöskírt 20
Montreal þoka -4
París skýjað 11
New York þokumóóa 3
Orlando léttskýjað 17
Nuuk snjókoma -9
Róm
Vín slydduél 2
Washington þokuruóningur 8
Winnipeg léttskýjað -2
KK í Gjánni
KK (Kristján Kristjánsson) mætir með hljómsveit sína,
KK- kvintettinn, i Gjánni á Selfossi í kvöld. Úrvalslið
hljóðfæraleikara er í sveitinni. Á gítar leikur ásamt KK
Guðmundur Pétursson, Haraldur Þorsteinsson á bassa,
Óskar Guðjónsson spilar á saxófón og Ólafur Hólm á
trommur. KK og félagar hefja leik kl. 23.
Kokkurinn við kabyssuna
Á morgim, kl. 21, verða haldnir popptónleikar í Félags-
heimilinu Klifi, Ólafsvík. Þar mun Sigurður Höskuldsson,
sjómaður og tónlistarmaður þar i bæ, flytja frumsamið
efni við undirleik hljómsveitar. Öll lögin munu síðan
koma út á geislaplötu í mai. Sigurður semur öll lög en text-
ar eru eftir Jón Bjarnason frá Selfossi og er hann jafnframt
Skemmtanir
kynnir á tónleikunum. Segja má að yrkisefnið, bæði lög og
texta, sæki höfundamir í umhverfi Ólafsvíkur. Sigurður
Höskuldsson er reyndur í tónlistarlífinu - hefur verið
lengi í hljómsveitum, nú síðast í Klakabandinu.
Kringlukráin
í kvöld leikur í aðalsal Kringlukrárinnar hljómsveitin
Léttir sprettir en hana skipa Geir Gunnlaugsson og Karl
H. Karlsson. í Leikstofunni skemmtir Viðar Jónsson.
Laddi á Sir Oliver
Boðið verður upp á skemmtidagskrá á Sir Oliver í
kvöld. Það er sjálfur Laddi sem stígur á stokk og skemmt-
ir gestum staðarins.
KK mun stjórna sínum mönnum á skemmtun í
Gjánni á Selfossi í kvöld.
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 2062:
EVÞor-
Kf {m ■ *
K
©Z0C3
Skíðastafir
-EyjboR-
Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsoröi.
Frumflutt verður tónverkið En...
eftir Þorkel Sigurbjörnsson.
Kirkjukórar í Reykjavíkur-
prófastsdæmi eystra ásamt Sin-
fóníuhljómsveit áhugamanna
halda tónleika i Fella- og Hóla-
kirkju í dag og á morgun kl. 17.
Á tónleikunum verður frumflutt
tónverkið En... eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson við texta sem Sig-
urbjörn Einarsson biskup
þýddi. Tónverkið var samið að
beiðni kóranna. Jafnframt
verða fluttir þættir úr Requiem
eftir Mozart. Einsöngvarar á
tónleikunum eru meðal annars
Sigríður Gröndal, Guðrún Lóa
Jónsdóttir, Lovísa Sigfúsdóttir
og Gunnar Jónsson.
Borgarkórinn
Borgarkórinn heldur tónleika
á morgun kl. 20.30 í Fella- og
Hólakirkju. Flutt verða lög um
Reykjavík. Með kórnum koma
fram Borgarbræður sem flytja
rakarastofusöngva. Einsöngvar-
ar með kórnum eru Inga Back-
man og Bryndís Hákonardóttir.
Stjórnandi er Sigvaldi Snær
Kaldalóns og undirleikari Gunn-
ar Guðmundsson.
Afmælistónleikar
Kór Fjölbrautaskóla Suður-
lands er 15 ára um þessar mund-
ir. Af því tilefni heldur kórinn
tónleika í sal skólans í dag kl.
16. Dagskráin er fjölbreytt og
þar er meðal annars að finna
tvö suöur-afrísk lög, annað
þeirra í frumflutningi hér á
landi. Allmargir einsöngvarar
Tónleikar
koma fram með kórnum. Tveir
þeirra, Loftur Erlingsson og
Soffia Stefánsdóttir, hafa verið
að hasla sér völl á óperusviðinu.
Tónleikar í Deiglunni
Tónleikar verða í Deiglunni á
Akureyri annað kvöld kl. 22.
Hljómsveitin Hundur í óskilum
flytur fjölbreytta tónlist allt frá
Bach til Spice Girls með við-
komu hjá Beethoven, Rolling
Stones og Stuðmönnum. Hljóm-
sveitina skipa Eiríkur Stephen-
sen, Hjörleifur Hjartarson og
Guðríður Valva Gísladóttir.
Jóhannesarpassían
Á morgun mun Hörður Ás-
kelsson organisti kynna Jó-
hannesarpassíu Bachs á
fræðslumorgni sem hefst kl. 10.
Kynningin verður bæði i tali og
tónum þar sem Hörður mun
leika dæmi úr passíunni af
hljómdiski.
Samkór Kópavogs
Þrjátíu og fimm ár eru liðin
síðan Kópavogskirkja var vígð.
Þess er minnst með því að fá
kóra í heimsókn. í guðsþjónustu
á morgun mun Samkór Kópa-
vogs koma og syngja í guðsþjón-
ustu.