Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Side 11
DV LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 11 „Pabbi, það verður bekkjar- skemmtun á fimmtudaginn, klukkan fimm. Ætlarðu að koma? Ég á að kynna skemmtiatriðin.“ Átta ára gömul dóttir mín var stolt þegar hún tilkynnti mér þetta en um leið í nokkrum vafa um foður sinn. Hún vissi að það vildi brenna við að hann kæmi stundum seint heim úr vinnunni. Þótt loforð lægi fyrir um mætingu á skemmtun eða annað vildi stundum brenna við að faðirinn kæmi á handahlaupum þegar nokkuð væri liðið á atburðinn. Ég lofaði hátíðlega að mæta en setti eins og venjulega traust mitt á móður stúlkunnar. Þótt hún hafi ekki síður mikið að gera en ég hefur hún staðið sig betur en ég í þessum efnum. Samt hlakkaði ég til bekkjarskemmtunarinnar og sérstaklega vegna þess hlutverks sem dóttir okkar hafði tekið að sér. Bekkjarsamkomur sem þess- ar eru hin besta skemmtun og þrátt fyrir misjafna frammistöðu í uppeldishlutverkinu hef ég sótt þær margar með börnum okkar hjóna. Mikill undirbúningin- liggur að baki hjá kennara og nemendum. Krakkarnir æfa leikrit, söng, upp- lestur og fjölda leikja, auk annars sem í boði er. Foreldrum og systk- inum er síðan boðið á skemmtun- ina. Það er ekki síst skemmtilegt að fylgjast með bekkjarsystkinun- um, aðalleikurunum. Allir eru með og áhuginn er einlægur. Jafn- vel mestu prakkarar í strákahópn- um hegða sér óaðfinnanlega. Það fór eins og dóttur mína grunaði og raunar mig sjálfan lika. í erli dagsins mundi ég ekki eftir bekkjarskemmtuninni. Það vildi mér til happs að minn betri helmingur hringdi og minnti mig á skyldur mínar. Hún er farin að þekkja sinn mann. Þá sagði hún mér að óvíst væri að hún kæmist á réttum tíma svo nú reyndi á mig. Ég stökk þvi af stað og náði í skólann rétt áður en skemmtunin hófst. Dóttir mín fagnaði mér vel og sá að allar efasemdir um pabbann og mætinguna voru óþarfar. Ég hélt því fyrir mig hversu nærri lá að illa færi. Hnallþóruvandi Þá er ég gekk í salinn áttaði ég mig enn og aftur á því að ég stóð mig ekki sem foreldri í bekknum. I skólastofunni var kaffiilmur og borðin svignuðu undan hnallþór- um og pönnukökum. Þetta mátti ég vita. Á annarri bekkjar- skemmtun hafði ég brugðið á það örþrifaráð að koma með heldur kléna tertu úr stórmarkaði. Það árið stóð hún ein eftir ósnert þá er skemmtuninni lauk. Nú kom ég tómhentur. Ekki gat ég treyst á konu mína því hún hafði boðað seina komu sína í þetta sinn. Mér þótti sem augu mæðra bekkjarsystkina dóttur minna fylgdu mér þá er ég kom köku- laus inn í stofuna. Góða konu hitti ég sem sagði mér í óspurð- um fréttum að amma síns bams hefði bakað pönnukökur sem dygðu heilu herfylki. Þá sá ég að bömin vom hvert og eitt með ávaxtasafa, gosdrykki og sitt hvað smálegt í poka. Dóttir mín, sjálfur kynnir hátíðarinnar, var ekki meö neitt. Hún var þó svo góð við pabba sinn að hún nefndi hvorki kökur né drykki. Senni- lega hefur ábyrgðarstarfið sem í vændum var tekið frá henni alla matarlyst. Óbreytt staða Eldri dóttir okkar hjóna hafði komið með þá yngri á bekkjar- skemmtunina. Ég gómaði hana og bað hana að fara þegar í stað í ná- læga sjoppu og bjarga heiðri mín- um, barnanna og heimilisins. „Náðu í eitthvað að drekka og ein- hvem kökuræfil," sagði ég um leið og ég hraðritaði ávísun og rétti táningnum. „Iss, ég kaupi enga köku. Það er nóg af þeim héma,“ sagði táningsstúlkan mín og virtist engar áhyggjur hafa af æra fóður síns. Hún bætti þvi við, sem ég vissi allt of vel, að viðtök- ur við kökunni minni um árið Laugardagspistill Jónas Haraldsson hefðu verið þesslegar að ekki bæri að endurtaka þann leik. Hún skokkaði samt í sjoppuna og kom von bráðar með gosdrykki í dósum, rör og súkklulaðikex að eigin vali. Það var ekki þeirrar náttúru að ég gæti lagt það á borð með hnallþórunum enda ætlaði táningurinn augljóslega að borða þetta sjálfur fremur en pönnsur, kanilsnúða og tertur þær sem í boði vora. Staða mín batnaði því ekki neitt við kaupstaðarferðina. Sprellað með foreldrana Ég gat þó lítið gert í stöðunni enda gafst enginn tími því nú var komið að skemmtuninni. „Kanntu allt sem þú átt að gera?“ spurði ég dóttur mína, kynninn. Ég var kominn með svolítinn hnút í mag- ann hennar vegna. „Já, já,“ sagði stelpan, „við erum búin að æfa þetta allt saman.“ Hún hljóp síðan á sinn stað, greip hljóðnemann og setti hátíðina. Þá kynnti hún fyrsta atriði bekkjarsystkina sinna. Þar var ekki ráðist á garð- inn þar sem hann var lægstur heldur flutt atriði úr söngleik. Ég andaði léttar því mín kona stóð sig eins og hetja fyrir framan áhorfendur. Sama var að segja um bekkjar- systkinin öll. Þau fluttu leikrit, léku á fiðlu og gítar, sungu, sýndu fimleika og fóru með ýmis gaman- mál. Einna best nutu bömin sín þegar þau gátu fengið foreldra sína í sprell og leiki. Gaman þótti þeim að horfa á þá gata í spurn- ingakeppni eða gera sig að fifli með öðrum hætti. Ég og tánings- dóttirin reyndum að láta fara lítið fyrir okkur þegar valin voru fórn- arlömb í leikina. Hún slapp en ég ekki. Örvhent frú aðstoðuð Ég var kallaður upp á svið í sakleysi mínu með finni frú úr hverfinu. Okkur var afhentur pappír, skæri og límband og við beðin að pakka inn bók. Vandinn var bara sá að við máttum aðeins nota aðra höndina. Búöarleikir era ekki mín sterkasta hlið. Því var ég vanbúinn til starfans. Fyr- ir jólin hef ég frekar þann hátt á að biðja verslunarfólk að pakka inn gjöfunum en standa í því sjálf- ur. Nú stóð ég þarna eins og álfur og krakkarnir hlógu að konunni en einkum mér. í riddaramennsku minni bauð ég konunni að nota vinstri. Hún gæti þá nýtt sína hægri. Það væri þá einhver von um að okkur tæk- ist að pakka bókinni inn. „Ég er örvhent, sagði þessi góða kona svo varla gat það gengið. Hún tók þó af skarið þar sem ég stóð og horfði á umbúðapappírinn í von- leysi mínu. Hún greip límbands- rúlluna og náði út lengju sem hún bað mig að klippa. Konan pakkaði bókinni síðan að mestu inn en ég límdi. Krakkamir gerðu grín að verkkunnáttu minni. Þegar papp- írnum hafði verið kuðlað utan um bókina gekk konan til sætis en ég hneigði mig líkt og lista- menn gera að lokinni vel heppn- aðri sýningu. Sameiginleg niðurstaða „Ég vona að þú verðir ekki kallaður upp aftur," sagði tán- ingsdóttir mín þá er ég settist á ný, rjóður í vöngum. Það var greinilegt að henni stóð ekki á sama um frammistöðuna. „Þurft- irðu að vera að hneigja þig eins og eitthvert viðundur?" sagði stúlkan. Unglingar á þessum aldri eru dálítið viðkvæmir fyrir for- eldram sinum. „Gastu ekki bara farið beint í sætið aftur eins og konan?“ Ég leit aftur eftir stofunni og sá þá að eiginkona mín var mætt. Hún stóð þar og hafði ekki fyrir því að nálgast okkur feðginin. Af svipnum á henni að dæma mátti draga þá ályktun að frammistaða mín og hneigingin ættu ekki frek- ar upp á pallborðið hjá hénni en táningsdóttur okkar. Fullreynt Þegar kom að kaffinu eftir skemmtunina gaf ég ekkert eftir og sporðrenndi nokkrum pönns- um. Kökuábyrgð mín var horfin þar sem eiginkonan var mætt á staðinn. Ég fann ekki til sektar- kenndar lengur. Pönnukökurnar voru enda bakaðar af list. Lista- mennirnir i bekknum, söngvar- ar jafnt sem leikarar, tóku einnig hressilega til matar síns. Kynnirinn okkar ungi hafði meira að segja fengið matarlyst- ina á ný. „Hvað komstu með?“ hvíslaði eiginkonan þá er við hittumst við kaffiborðið. „Ja,“ stamaði ég, „það var svo vinsælt að það er eigin- lega búið.“ „Hvað keypti pabbi þinn?“ sagði konan og beindi spurningunni til eldri dóttur okk- ar, táningsins. „Kók og súkkulaði- kex, það var ágætt,“ sagði hún og sleikti súkkulaðið úr munnvikun- um. Konan sagði ekki neitt en ég mat það svo að fullreynt væri meö mig og hnallþórumar. Hún tæki málið að sér eins og venjulega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.