Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Síða 12
túsíktilraunir LAUGARDAGUR 4. APRIL 1998 Landsbyggðin spreytir sig á Músíktilraunum: Stutt í sveitaballarokkið: Sultur. Hér er bassinn plokkaður af mikilli innlifun. Margt efnilegra tónlistarmanna steig á svið í fyrrakvöld. Skyldi þessi eiga eftir að spila í Eurovision? anum, var best en þriðja lagið var einnig ágætt. Næst þurftu áhorfendur að sitja undir gítarstillingum og magnara- brölti í um korter en loksins komst hljómsveitin D-7 frá Vest- mannaeyjum í gang. Strákarnir fimm byrjuðu í léttfönkuðum rokkpælingum en sneru sér svo al- farið að keyrslurokkinu. Hljóm- sveitin var best spilandi band kvöldsins tæknilega séð, söngvar- inn yfirvegaður og góður, og fimm- menningarnir skrifuðu sig áveðn- ir inn í hina örþunnu bók: „Gott rokk frá Eyjum“. Tálknfirskt teknó Nú roguðust þrír fjórtán ára strákar með risavaxið tölvuhljóm- borð á svið: teknótríóið Equal frá Tálknafirði. Þetta eru Prodigy- að- dáendur miklir og tveir skiptust á um að vera Liam og Keith en einn spriklaði í hlutverki Leeroys allan tímann. Þeir voru hressir. Fyrsta lagið var kannski fullskemmtara- legt en næstu tvö hröð, fyndin og skemmtileg. Kvennabandið Amb- indrylla frá Akureyri kom næst. Það byrjaði hóflega þétt en var orðið öruggara með sig í lokin; komst á flug í síðasta laginu sem var saumað saman úr arabísku gítar-riffi og óperulegri rödd söng- konunnar. Bandið þarf verulega að æfa saman til að þétta samleik- inn en pælingarnar lofa góðu. Að lokum kom sveitin Óvana frá Stokkseyri og Eyrarbakka og sagðist spila raggea og ska. Ekki var það nú að heyra nema á fyrstu 15 sekúndunum; strákarnir voru strax roknir út í poppað pönk í anda sólskinspönkbanda frá Kali- forníu. Tvö fyrstu lögin voru full- kunnugleg en síðasta lagið, kraft- mikið lag um Keikó, var frábært og hljómsveitin þá orðin heit og komin á fantagott skrið. Þrjár síðustu hljómsveitirnar komust áfram þetta kvöld. Salur- inn valdi Óvana en eftir atkvæða- greiðslu dómnefndar var ljóst að tálknfirska teknóbandið Equal og kvennabandið Ambindrylla komust áfram. Úrslit Músiktil- rauna réðust í gærkvöld og segjum við frá úrslitakvöldinu á mánu- daginn. -glh Mislitt misgott en alltaf skemmtilegt Fjórða og síðasta undanúrslita- kvöld Músíktilrauna Tónabæjar og ÍTR fór fram á fimmtudaginn. Ellefu hljómsveitir af landsbyggð- inni fluttu afrakstur langrar yfir- legu í bílskúrunum og var að vanda margt efnilegt og gott. Kvartettinn Útbrot frá Dalvík hóf leikinn og spilaði „eitthvert rokk“; vel þétt keyrslurokk, byggt i kring- um þungarokksleg gítarriff. Sveit- in státaði af ágætri söngkonu en vantar herslumuninn upp á að semja eftirminnileg lög. Næst komu tveir 16 ára, „héðan og þaðan", eins og þeir sögðu sjálf- ir, og drógu með sér tölvu og plötuspilara. Þetta var hljómsveit- in Farmerarnir og spilaði ósungna tækniblöndu, fyrst skemmtilegan rafpolka en næstu tvö lög voru fljótandi en óvænt og myndu passa vel í kvikmynd. Tónlistin og ekki sist nöfnin á lögunum - „Átján garna Farmer í Álfheimum" - ber vott um frumlega hugsun og skemmtilegheit. Gítarspilið var þó helst til flúrað og passaði ekki tón- listinni, svipað og Eric Clapton færi að djamma með Beck. Splæsing Nönns frá Akureyri eru reiðir ungir menn, þó þeir hafi reyndar verið aldursforsetar Mús- íktilrauna þetta árið. Þeir spila kraftmikið dauðapönk og fara geyst í það. Þeir virtust hafa mik- ilvægan boðskap fram að færa - tileinkuðu fyrsta lagið, „Diskólag- ið“, forseta vorum - og söngvarinn flutti sína rullu af blaði. Boðskap- urinn fór þó forgörðum því hann veinaði eins og aðframkominn ref- ur í dýraboga og frískur barning- urinn yfirgnæfði textaópin. Ralla ralla rei Kvartettinn Vein frá Hvamms- tanga ruggaði næst í gegnum sitt grugguga rokkprógramm. Strák- arnir þurfa að þéttast mun betur saman og söngvarinn mætti einn- ig æfa sig meira og finna sín tak- mörk. Annað lagið var um kynlífs- tengt áhugaleysi: „Ég næ honum ekki upp af því að þú ert svo ógeðsleg," gólaði Vein-arinn en var svo allur orðinn bljúgur í síð- asta laginu, ballöðunni „Fyrir- gefðu“. Hljómsveitin Sultur státaði af tveim meðlimum úr Splæsing Nönns, djúpraddaðri söngkonu og syngjandi bassaleikara. Þau spila saman kröftugt iðnaðarpopprokk en endurtóku kaflana í lögunum full oft; stytting eða breyting myndi gera þeim gott. Það var stutt í sveitaballarokkið hjá þeim í Sulti og í síðasta laginu réðu þau ekki lengur við sig og fóru að ralla-ralla-reija sem Akureyring- arnir í salnum tóku fagnandi. Kvartettinn Mosaeyðir frá Höfn bauð næst upp á leikrænt pönk. Hegðun og framkoma söngvarans var í fínu lagi og ef hann nennir ekki pönkinu lengur ætti hann aö snúa sér að grínbransanum. Hann spýtti út úr sér fyndnum pönktext- um og gaf skemmtilegan skít i áhorfendur sem tíndust út. Hljóm- sveitin var þó frekar stirð í pönk- inu nema í síðasta laginu sem var nógu einfalt - endalaust hjakk um Satan - frábært lag! Vein frá Hvammstanga. Menn leggja mikiö á sig til þess aö ná langt í Músíktilraunum. er í lagi. Gott rokk frá Egilsstöð- um og Eyjum Enn er þaö bassinn sem er þolandinn og einbeitingin DV-myndir Hilmar Þór Eftir hlé var tríóið Körkvúdd frá Egilsstöðum komið á svið og taldi í. Strákarnir spiluðu tregafullt rokk og gerðu það nokkuð vel en einhvern veginn mættu þeir þó setja meira púður i lagasmíðarnar til að gera þær eftirminnilegri. Annað lagið, með vímuvarnatext-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.