Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 Fréttir Ólafur Ólafsson landlæknir í yfirheyrslu DV um fangelsismál: Hvernig telur þú ástandið vera í fangelsum hér á landi? „Það er skemmtilegt að geta sagt frá því að í skýrslu Evrópuráðsins frá 1994-1995 kemur í ljós að eftir sem áður eru hlutfallslega fæstir fangar á íslandi miðað við Vestur- Evrópu. Einnig er afplánunartími fanga einna stystur hér. Ég tel að ástandið i fangelsum hér á landi sé mun betra en áður var, t.d. aðbún- aður, ef við berum saman Litla- Hraun og gamla Síðumúlafangelsið. Nýbyggingin á Litla-Hrauni er mjög glæsileg og aðbúnaður þar góður. Það hafa orðið miklar framfarir í byggingamálum í fangelsum og ég þakka það Fangelsismálastofnun. 1978 v£ir skrifuð skýrsla til ráðherra þar sem beðið var um réttargeð- sjúkrahús eða meðferðarheimili. Þá komu fram fyrstu tillögur um stofn- un Sogns. Hins vegar var réttargeð- deild á Sogni ekki sett á laggimar fyrr en 1992, 14 árum síðar. Þetta sýnir forgangsröð á þessum mál- um.“ - Hvernig gengur með réttargeó- deildina á Sogni? „Það gengur vel með Sogn. Nokkrir hafa verið útskrifaðir það- an. Þessu fólki hefur gengið allvel með verulegri eftirmeðferð. Því miður líta margir á Sogn sem ekk- ert annað en fangelsi. Fyrst í stað var meira lagt upp úr gæslu en með- ferð. Sem betur fer hefur það breyst með tímanum og nú er lögð meiri áhersla á meðferð en meginvanda- málið er að skortur er á betri eftir- meðferð. Á Sogni eru 7 pláss og þessi stærð er hæfileg. Það var mik- ill sigur að fá Sogn á sínum tíma. Það er þó sama gamla sagan að með meira fjármagni væri hægt að gera enn betur á Sogni.“ - Nú er mikiö rœtt um aó skortur sé á geðlœknisþjónustu í fangelsum: „Það er vissulega rétt. Geðlæknis- þjónustan hefur ekki verið nægileg. Það eru ástæður fyrir því, eins og skortur á peningum og eins fordómar bæði lærðra sem leikmanna. Þetta hefur verið slæmt í mörg ár, sérstak- lega á Litla-Hrauni, en betra í Reykja- vík og á Akureyri. Það hefur verið erfitt að fá fasta geðlækna til starfa. Eins var erfitt aö fá geðlækna til að taka við sakhæfum og geðtrufluðum fongum inn á geðdeildir. Þetta hefur lagast smám saman. Geðdeildin á Ak- ureyri hefur verið sérlega hjálpleg i þessu sambandi. Um síðustu áramót var gengið frá samningi milli Fangels- ismálastofnunar og yfirlækna geð- deilda um að tekið yrði við sakhæfum fóngum sem þyiftu vistunarpláss vegna geðtruflana. Nú reynir á hvort það gengur upp. Það er ekkert því til fyrirstöðu. Ég verð að segja að al- menn læknishjálp hefur verið í góðu lagi, t.d. í Reykjavík og á Akureyri. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna skoða fangelsi um allan heim á 4-5 ára fresti. Þeir voru ánægðir með það fyrirkomulag sem hér er. Heilsu- gæslustöðvar sjá um heilsugæsluþjón- ustu i fangelsum. Sú þjónusta verður meira alhliða en að ráða fasta fangels- islækna eftir gamla kerfmu." - Nú liggjafyrir tvö sjálfsvíg með skömmu millibili á Litla-Hrauni. Hvað er hœgt aö gera til aó koma í veg fyrir svona hrœöilega atburói? „Sjálfsagt hefðu þessir menn ver- ið betur komnir ef þeir hefðu verið inni á geðdeild. Fangar sem eru sak- hæfir og eiga við geðtruflanir að etja fá nú inni á geðdeildum. Von- - Hvers konar fangar eru í fangelsum hér á landi? „Að því sem ég best veit er langstærstur hluti fanga hér smá- glæpamenn. Það eru sárafáir forhertir glæpa- menn hér sem betur fer. Eins og kemur fram í skýrslum sem Evrópu- ráðið gefur út eru glæpir á íslandi ekki eins alvar- legir og víðast annars staðar. En það er vissu- lega vandamál að við þurfum að eiga við nokkra unga, forherta of- beldismenn. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa komið frá mjög erfiðum heimilum þar sem þeir voru gjarnan beittir of- beldi en þess á milli af- skiptaleysi. Það fæðist enginn illur." - Á aó koma á fót ung- lingafangelsi eöa heimili þar sem ungir afbrota- menn fá sérstaka með- ferö? „í mínum huga er það tímaskekkja að taka ungt fólk og setja það í fang- elsi. Ef á annað borð þarf að loka ungmenni inni þá þurfa þau á meðferð að halda. Það þarf að efla uppbyggingu og meðferð ungra afbrotamanna í fangelsum. Ég er hlynnt- ur því að meðferð í byrj- un afþlánunar geti verið árangursrík. Það þurfi síðan að halda meðferð- inni áfram meðan á af- plánun stendur. Flest þessara ungmenna þurfa á enduruppeldi að halda og það þarf að veita þeim það.“ - Þarf ekki aó deilda- skiptaföngum eftir aldri þannig aó ungir afbrota- menn lendi ekki meö eldri og forhertari? „Stofnun fyrir mjög unga fanga, eða undir tvítugu, ætti að vera lok- uð meöferðarstofnun." - Finnst þér refsingar nógu þungar hér gagn- vart afbrotamönnum? „í umræðunni í þjóðfé- laginu verður vart „vax- andi refsigleði". Menn vilja þyngja dóma þó alkunna sé að þynging refsinga gagnvart ungu fólki ber ekki þann árangur sem menn héldu, samanber harðari refsilög í Bandaríkjunum. Þar var tekin upp ströng fangelsivist sem líkja má við harða herskyldu og fleira í þeim dúr. Hér hafa reglur verið hertar, t.d. er erfiðara að fá reynslulausn á helmingstíma en áður. Það tel ég slæma þróun, sér- staklega fyrir unga fanga. Það þarf að vera stöðugt í gangi virk um- ræða um fangelsismál. Lítið gagn er að upphlaupum sem verða í sam- bandi við slys innan fangelsis- veggja, sem hefði þó líklega mátt koma í veg fyrir, m.a. með jafnari og betri fjárveitingum til fangelsis- mála og almennari þátttöku í þeim málum.“ andi koma svona slys síður fyrir. Auðvitað viljum við reyna að hjálpa þessu fólki eins og við getum. En það er samt aldrei hægt að útiloka sjálfsvíg." - Er mikil lyfjaneysla meöal fanga? „Við höfum verið að skoða þessi mál. Fyrir 10 árum athuguðum við lyfjaneyslu í fangelsum og það kom í ljós að um 30 prósent fanga á Litla- Hrauni neyttu róandi lyfja eða svefntaflna. Þetta var um helmingi minna en í fangelsum í Svíþjóð. Það er ljóst að lyfjaneysla hefur aukist í fangelsum hér á landi á undanförn- um árum. Á Litla-Hrauni taka rúm 20 prósent þunglyndislyf, róandi og taugalyf tæp 30 prósent en svefnlyf rúm 40 prósent fanga. Athugasemd- ir hafa verið gerðir við lyfjaávisun Ólafur Ólafsson landlæknir einstakra fanga. Þessi mál geta ver- iö erfið viðfangs því að staðreyndin er að 70-80 prósent fanga eru veru- lega háð áfengi eða fikniefnum við komu í fangelsi. Stór hópur þeirra þjáist af skapgerðarveilu, geðtrufl- VHRHEYRSlft Róbert Róbertsson Reynir Traustason unum. í ofanálag hafa margir þeirra stöðvast í þroska sökum óheppi- legra ytri aðstæðna. Andlegt og lík- amlegt heilsufar fanga er lélegra en þeirra sem utan fangelsa búa. T.d. er dánartíðni þeirra mun hærri. Fangahópurinn hefur verulega skipt um svip á síðustu 20-25 árum með tilliti til aukinnar vímuefna- neyslu og lélegra heilsufars. Sjáif- sagt er auðvelt að gagnrýna þessa lyfianeyslu. Eina leiðin til að draga úr henni er að stórauka meðferðar- þáttinn. Öðruvísi verður það ekki hægt.“ - Nú hafa fangar kvartað yfir ómanneskjulegri meöferö, m.a. aö þeir fái ekki aö fara í helgarleyfi eins og víöast hvar tíökast. Kemur til greina aö veita föngum helgar- leyfi? „Mér finnst rétt að fangar fái að lifa sem eðlilegustu lífi. Annars er það frekar fangelsisyfirvalda að svara þessari spurningu." Stórauka þarf meðferð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.