Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Qupperneq 26
26 %iglirij*ar .. 1 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 r Arshátíð Grunnskólans á Blönduósi þótti takast mjög vel: Hin besta skemmtun DV. Blönduósi:______________________ „Mér fannst árshátíðin góð, enda boðið upp á margt skemmtilegt. Mætingin var í fínu lagi og allir skemmtu sér vel,‘ sagði Helga Gunnars- dóttir, for- maður nemenda- félags | Grunnskól- ans á Blönduósi, en hátíðin var haldin um síðustu helgi í Fé- lagsheimil- inu. Boðið var upp leikrit, Blönduvision- söngvakeppni, danssýningu og söng nokk- urra kennara. Leikritið Krimmi, eftir Michael Green, var sett á svið, einþáttungur fyrir „mistæka leikara". Leikstjórar voru Kristín Gunnarsdóttir og Sig- Helga Gunnarsdótt.r, nemendafélagsins. rún Björk Cortes. Átta keppendur tóku þátt í Blöndu- vision. Kristinn Ólafsson bar þar sigur úr býtum. Diskó- tekararnir DJ Robbi og Gummi héldu síðan uppi stuðinu fram eftir kvöldi. „Mér fannst þetta gaman og leikritið var gott,“ sagði Ósk- ar Vignis- son í 9. bekk og Valur Óð- inn Vals- son í 8. bekk bætti við: „Ég held að Krist- inn vinni í Blöndu- vision.“ Það reynd- ust orð að sönnu. Boðið var upp á tormaður Hér er fjörlegi hópurinn sem sýndi leikritið Krimma ásamt leikstjórum og likinu sem þótti „leika" vel! DV-myndir G. Bender tertur, kakó og kaifí sem allir borð- uðu með góðri lyst. Árshátíðin þótti takast vel og lögðu líka allir sitt af mörkum til þess, nemendur og kennarar. Skólablaðið Vit kom út og var lesið upp til agna. -G. Bender Kennarar, skólastjóri og yfirkennari þóttu fara á kostum í söngatriöinu, þrátt fyrir misgóöa sönghæfileika. Ljósmyndasýning í Ráðhúsinu - frá grunnskólum og félagsmiðstöðvum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnaði í gær ljós- myndasýningu í Ráðhúsinu á myndum sem nemendur grunn- skólanna og í félagsmiðstöðv- unum tóku. Annars vegar eru sýndar svart/hvítar myndir sem nemend- ur tóku og unnu að öllu leyti sjálfír á námskeiðum innan skól- anna eða í félagsmiðstöðvum á vegum ÍTR. Hins vegar eru myndir úr keppninni Ljósmyndasprettur Hans Petersen og ÍTR. Þar þurftu þátttakendur að leysa úr 10 mis- munandi verkefnum. Alls bárust 500 myndir í þessa keppni. Verðlaunamyndir voru afbjúp- aðar í gær en dómnefndina skip- uðu ljósmyndararnir Eggert Jónsson, Odd Stefán og Bjarni Grímsson. Sýningin í Ráðhúsinu stendur til 15. apríl næstkomandi. n hliðin Aníta Briem, leikkonan unga í Óskastjörnunni: ■ r „Þaö er búið að vera ofsalega gaman aö fá að vinna með þessu fólki því þetta er mjög samheldinn hópur. Óskastjaman er öðruvísi verkefni en það sem ég hef áöur tekist á við ; og það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. i Þetta bætist bara í reynslusafnið," segir £ Aníta Bríem, leikkonan unga sem hefur vak- ið mikla athygli fyrir leik sinn í Óskastjöm- unni, nýju leikriti Birgis Sigurðssonar í Þjóð- 1 leikhúisinu. „Ég hef verið að leika síðan ég var níu ára, þá fyrst i Emil í Kattholti sem ída. Fyrir þann tíma hvarflaöi aldrei að mér að verða leik- kona eins og margar litlar stelpur. Ég setti oft upp leikrit i stofunni heima hjá mér með vin- konu minni en mér datt aldrei í hug að ganga lengra. En síðan ég komst af stað hef ég ekki getað hætt.“ Fullt nafn: Aníta Briem. Fæðingardagur og ár: 29. maí 1982. Kærasti: Ekki mikill tími fyrir svoleiðis. Núna snýst allt um að leika, sofa og borða (svo verður auvitað aö læra smá). Böm: Ó, nei. Bifreið: Engin ennþá. Starf: Nemi, leik svo Bélku í Fiðlaranum á ; þakinu og Stínu í Óskaskjömunni í Þjóðleik- húsinu inni á milli. Laun: Alveg nóg. Hefurðu unnið í happdrætti eða lottói? Nei, það virðist hvíla yfir mér lítið bölvunar- ský í þeim málum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Kúra mig niður við kertaljós og Deep purple. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að bíða eftir fólki. Uppáhaldsmatur: Gott lambakjöt með mikilli pum. Uppáhaldsdrykkur: Það er fátt betra en ísköld, íslensk léttmjólk. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Jón Amar Magnússon. Uppáhaldstímarit: Þaö er alltaf gaman að kíkja i öll geliublöðin eins og Vouge og Cosmopolitan, í hófi þó. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Það era svo margir karlmenn fallegir á sinn hátt, mér finnst Robert DeNiro mjög sjarmerandi. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórninni? Ég er ofsalega lítill pólitíkus. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Jarvis Cooker, söngvara Pulp. Uppáhaldsleikari: Gary Oldman og Jer- emy Irons. Uppáhaldsleikkona: Emily Watson. Uppáhaldssöngvari: Bono í U2. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón Bald- vin. Uppá- haldsteikni- myndapersóna: Johnny Bravo. Uppáhalds- sjónvarpsefni: Fóstbræður. Upp- áhaldsmatsölu- staður: Caruso. Hvaða bók langar þig mest til að lesa? Núna les ég Lífsþorsta eftir Irving Stone, ævisögu Van Gogh. Hver útvarps- rásanna finnst þér best? Þegar ég hlusta á útvarp þarf ég alltaf að vera að skipta um stöð, svo ég hlusta örugglega jafnmikið á allar. Uppáhaldsútvarpsmaður: Það væri þá helst þeir félagar í Tvíhöfða. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Ég horfi nær eingöngu á Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ég held ekki upp á neinn sjónvarpsmann. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég sé mig því miður tilneydda að fresta þessari spurningu um nokkur ár! Uppáhaldsfélag í íþróttum: KR. , Stefnir þú að einhverju sérstöku í fram- tiðinni? Að sjá allt sem hægt er aö sjá og upplifa allt sem hollt er að upplifa. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Ég ætla í enskuskóla í Englandi í einhvern tíma og restin fer bara í það að ná sér niður eftir veturinn fyrir næsta vetur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.