Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Side 30
30 Qhkamál
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 DV
Andre Pauletto frá hafnarborg-
inni Marseilles á suöurströnd
Frakklands á sinn kafla í sögu
glæpa þar i borg. Það sem greinir
hann frá öðrum sem þar hafa kom-
ist á spjöld afbrotasögunnar er þó
ekki fjöldi glæpanna sem hann
framdi, heldur ástæður þeirra, sem
þykja þó ekki ljósar enn þann dag í
dag. Og það er einmitt síðasta atrið-
ið, ieitin að skýringunni, sem veld-
ur því að mál hans er enn af og til í
umræðunni. Var hann fómardýr ör-
laganna eða ömurlegrar æsku? Var
illska hans meðfædd, eða var hann
geðveikur? Sitt hefur sýnst hverj-
um, jafnvel geðlæknum og sálfræð-
ingum.
Örlög föðurins
Sumir telja að skýringarinnar á
því hvemig fór fyrir Andre megi
rekja til þess hvernig fór fyrir fóður
hans. Ungur sá hann fóður sinn
handtekinn og fluttan til Djöflaeyj-
unnar, þar sem hann var líflátinn í
fallöxinni. Þeir sem einblína á örlög
fóðurins og telja þau skýringuna ör-
lögum Andres telja að hann hafi
aldrei komist yflr þessa þungu
reynslu i æsku og þegar hann hafi
fuílorðnast hafi hann talið þjóðfé-
lagið standa í skuld við sig. Af þeim
sökum hafi hann farið aðrar leiðir í
lífinu en flestir aðrir. Sé þeim sem
þessa skoðun aðhyllast bent á að
Andre átti sér bróður sem lifði
nokkuð eðlilegu lífi, er svarið gjam-
an það að engir tveir menn séu eins.
Andre Pauletto fæddist í gamla
hafnarhverflnu Marseilles skömmu
eftir síðara stríð og lærði vélsmíði.
Hann hefði því vafalaust getað feng-
ið þar starf, en hugur hans stóð ekki
til þess. í staðinn vandi hann kom-
ur sínar í verstu hverfi borgarinn-
ar. Þar vann hann sem leiðsögu-
maður ferðamanna og fékk þjórfé,
hlut veitingamanna, minjagripasala
og annarra í ágóða þeirra fyrir.
Vændiskonan
En Andre fannst tekjumar af leið-
sögunni ekki miklar og hafði á því
Nýtt voðaverk
Var það fangelsisyfirvöldunum
að kenna að enn á ný'átti eftir að
fara illa? Svo segja sumir, og í raun
er erfitt að mæla á móti því. En það
leið þó hálft annað ár áður en nokk-
uð gerðist, og á þeim tíma ávann
Andre sér allnokkuð traust. Hann
misnotaði ekki leyfin og skilaði sér
á réttum tíma.
Er hér var komið var Yvonne á
bamaheimili og fékk aðeins leyfi til
að hitta fóður sinn undir eftirliti
ömmu hennar. En svo dó gamla
konan og þá breyttust aðstæður. Nú
skyldu fundir þeirra Andres og
Yvonne fara fram á heimili bróður
hans, Jean. Sumum þykir sem sú
ákvörðun hafi verið einkennileg, en
aðrir telja hana eðlilega. Og um
hríð hitti faðirinn dóttur sína á
heimili Jeans, að honum viðstödd-
um.
Dag einn er Andre kom að hitta
dóttur sína gat Jean ekki verið við-
staddur. Hann þurfti að fara í ferða-
lag. Yvonne átti því að vera ein hjá
fóður sínum meðan hann var i leyf-
inu. Fyrstu dagana gekk allt vel, en
þegar komið var að síðasta degi
leyfisins og Andre átti að snúa aftur
í fangelsið framdi hann nýtt voða-
verk.
Yvonne fór að gráta af einhverj-
um ástæðum. Þá kom eitthvað fyrir
Andre. Sumir telja að geðveiki hans
hafi skyndilega náð yfirhöndinni,
en aðrir að eðli hans, hin meðfædda
illska, hafi orðiö ofan á. Hann greip
um háls Yvonne og nokkram augna-
blikum síðar hafði hann kyrkt
hana.
Lokadómurinn
Eftir að hafa kyrkt Yvonne lagöi
Andre líkiö af henni í ferðatösku og
setti í skáp. Síðan stal hann pening-
um sem bróðir hans geymdi heima
og flúði.
Þegar Jean kom heim sá hann að
bróðir hans var farinn og hann gat
hvergi séð Yvonne. Hann hóf leit í
íbúðinni og kom auga á ferðatösk-
una á stað þar sem hún átti ekki að
Meðfædd illska?
orð að þær dygðu vart fyrir vindl-
ingum. Dag einn kynntist hann
ungri vændiskonu, Violette. Hún
bjó á ódýru gistihúsi þar sem hann
bjó um þessar mundir. Violette var
fikill og Andre fór aö sjá henni fyr-
ir fikniefnum. Brátt varð honum
ljóst að hann myndi geta hagnast á
því að gera Violette út til vændis.
En jafnframt því sem honum varð
ljóst að hún gæti orðið tekjulind
varð hann ástfanginn af henni.
„Viltu kvænast mér?“ spurði
hann hana nokkru síöar. Hún virti
hann fyrir sér um stund, en brást
svo við bónorðinu á allt annan hátt
en hann hafði gert ráð fyrir.
„Ég veit að þú ert kunningi minn
og sérð mér fyrir því sem ég þarfn-
ast stundum, en þú verður aldrei
hluti af mínu lifi á þann hátt sem þú
ert nú að tala um. Og aldrei skaltu
upp í rúm hjá mér sem eiginmaður.
Láttu þér ekki koma til hugar að þú
komist í peningana
mína. Heldur vildi
ég deyja.“
Að svo sögðu
bandaði Violette
Andre frá sér, og
augnabliki siðar
fór hún að skelli-
hlæja.
Vægur
dómur
Þetta svar og
þessi viðbrögð
voru meira en
Andre gat þolað.
Hann hafði verið
niðurlægður og
þótti þó staða sín í
þjóðfélaginu nógu
slæm fyrir. Þannig er að minnsta
kosti skýring sumra á því sem næst
gerðist. Hann dró upp hníf, réðst á
Violette og stakk hana hvað eftir
annað uns hún var öll. Svo gerði
hann aðvart um morðið, en vissi að
dráp á vændiskonum vora yflrleitt
ekki talin til verri glæpa og þeim
fylgdu því ekki þungir dómar. Hann
fékk fjögurra ára fangelsisdóm.
Þremur árum síðar var hann aft-
ur frjáls maður. Hann fór á kreik í
Marseilles á ný, og nú í leit að
starfl. Hann sagði að hann hygðist
fá sér venjulega vinnu. Eftir nokkra
leit var hann ráðinn hjá bygginga-
fyrirtæki við höfnina, en það var
einmitt á kaffihúsi við hana að
hann hitti síðar Lucette Baudry.
Þau fóru að vera saman, og ekki leið
á löngu þar til Lucette var orðin
ólétt.
Nýjar leiðir
Um hríð velti Andre því fyrir sér
hvort hann ætti að ganga að eiga
Lucette. Hann komst hins vegar að
þeirri niðurstöðu að það gæti hann
ekki gert nema hafa meiri tekjur en
þær sem hann hafði. Eftir nokkra
umhugsun þótti honum ljóst að eina
leiðin til að hafa meira fé milli
handa, svo hann gæti séð fyrir
Lucette á viðeigandi máta, væri að
gera út vændiskonur. Og á einhvem
hátt tókst honum að sannfæra Luc-
ette um að þetta væri eina leiðin
sem væri honum fær. Þau giftu sig,
og innan tíðar fæddist Yvonne.
Bent hefur verið á að þótt atvinn-
an teldist ekki virðuleg hefði Andre
þó átt að vera sæmilega ánægður
með stöðu sína, miðað við aðstæð-
ur. Hann var kvæntur konu sem
hann var hrifinn af, átti litla dóttur
og naut ákveðins frelsis. En hann
var ekki ánægður. Hann misbauð
vændiskonunum sem hann hafði
tekjur af, og mánuði eftir að Yvonne
fæddist var hann handtekinn fyrir
að ræna gleðikonu. Andre fór í fang-
elsi.
Til Korsíku
Þegar fangelsisvistinni lauk hélt
Andre rakleiðis heim. En hann kom
að auðri íbúðinni. Lucette var horf-
in með Yvonne. Hann hóf leit að
þeim í Marseilles en varð lengi vel
ekki ágengt. Loks komst hann þó að
því að Lucette var farin til Korsíku
með öðrum manni. En hann vissi
nóg um þann mann til að gera sér
grein fyrir því að það gat verið
hættulegt að fara þangað. Hann
myndi eiga áhrifamikla vini og þeir
myndu vart líða nein afskipti af
einkalífi hans. Andre var því ljóst
að það gæti kostað hann lífið að fara
til Korsíku. Og um hríð virtist svo
sem hann fengi ekkert að gert.
En Lucette gerði brátt mikil mis-
tök. Hún hafði komið Yvonne fyrir
hjá vinafólki á meginlandinu og
þangað hélt hún til að sækja dóttur
sína. Andre komst að því að hún
var komin og hvar hún hélt sig.
í fyrstu reyndi hann að telja Luc-
ette á að taka aftur saman við sig.
Hann bað hana um fyrirgefningu og
lofaði bót og betrun. En það dugði
ekki. Hún sagðist vera búin að fá
nóg og ekki bera neitt traust til
hans lengur. Hún vildi fá að lifa
sínu lífi með dótturinni.
„Enn einn ósigurinn"
er skýringin sem sumir hafa gef-
ið á því sem gerðist næst. Andre
muni hafa talið að karlmennskuí-
mynd hans hafi beðið hnekki við
þessa höfnun. Konu hans hafi ekki
þótt hann nógu góður lengur,
hvorki fyrir hana né dóttur þeirra.
Hann brá á loft hnífi og i annað
sinn á nokkrum áram tók hann líf
ungrar konu. Hann var handtekinn,
leiddur fyrir rétt og fékk tuttugu
ára fangelsi.
Geðlæknar fangelsisins tóku
hann til rannsóknar, og til era
skýrslur sem sýna að þeir töldu
hann alvarlega sjúkan andlega. En
svo liðu sex ár, og þegar hann sótti
um vægari meðferð virðist sem
skýrslur geðlæknanna hafi ekki
verið hafðar til nægilegrar hliðsjón-
ar. Það segja ýmsir. Ákveðið var að
Andre fengi fimm daga leyfi þriðja
hvern mánuð.
vera. Hann fann aö hún var þung,
opnaði hana og sá hvers kyns var.
Andre fannst fljótlega og var fang-
elsaður. Ný ákæra var gefm út á
hendur honum og var málið tekið
fyrir í Aix-en-Provence.
Pracani hæstaréttardómari, sem
vann að málinu, lét í Ijós þá skoðun
að sakborningurinn, yrði hann sek-
ur fundinn, mætti aldrei fá frelsi
framar. Hann yrði að sitja í fangelsi
til æviloka.
Andre Pauletto var sekur fundinn
og fékk lífstíðardóm án möguleika á
náðun eða reynslulausn. Hann hef-
ur þvi næði til að íhuga hvað olli
því að hann varð þrívegis manns-
bani. Það er aftur vafamál hvort
honum gengur betur að finna svar-
ið en öðrum.