Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Page 31
JLj’V LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 %étta!jós 3> Málsókn Paulu Jones byggðist á röngum upplýsingum um afleiðingar funda hennar og Clintons: Fékk ekki blém né launahækkanir - dómari vísaði málinu frá Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafði svo sannarlega ástæðu til að kætast og stíga dans með íbúum senegalska þorpsins Dal Diam á næstsíðasta degi heimsóknar sinnar til Afríku eftir að honum var tjáð að máli Paulu Jones á hendur honum hefði verið vísað frá. Þó svo að for- setinn hefði í fyrstu talið að um lé- legt aprílgabb hefði verið að ræða, duldist engum ánægja hans yfir fregnunum, enda um mikill pólitísk- ur sigur. Fyrir aðeins nokkrum mánuðum var rætt um það í fjöl- miðlum hvort Clinton ætti að segja af sér eða hvort svipta ætti hann embætti vegna kynlífsmála hans en nú hefur forsetinn enn einu sinni unnið áfangasigur. Ronald Reagan, forveri hans í starfi, fékk viðurnefnið Teflon-for- setinn af andstæðingum sínum því engar ásakanir virtust loða við hann. Clinton hefur hins vegar full- komnað þá listgrein og sýnt og sannað hvað eftir annað hæfni sína til að snúa ásökunum sér í hag. Honum er nú helst líkt við töfra- manninn Houdini, sem gat losað sig úr hvaða hlekkjum sem var á meist- aralegan hátt. Búnir að fá nóg Skoðanakönnun sem lesendur heimasíðu CNN-sjónvarpstöðvar- innar tóku þátt í sýnir að 70% Bandaríkjamanna telja að Susan Webber Wright dómari hafi gert rétt í því að vísa málinu frá. sýnir Gallupkönnun sem gerð var nokkrum klukkustundum eftir að Wright dómari hirti niðurstöðu sína að 67% kjósenda telji að hætta eigi öllum frekari rannsóknum sem bein- ast að einkalífi forset- ans. Clinton hefur þó varað sitt fólk við því að fagna of snemma því lög- fræðingar Paulu Jones hafa lýst því yfir að þeir muni áfrýja dómnum og forsvarsmenn Rutherford-stofnun- arinnar, sem hefur fjármagnað málarekstur hennar, hafa tekið í sama streng. Þá hefur Kenneth Starr, settur ríkissaksóknari í mál- efnum Clintons, sagt að frávísun málsins hafi engin áhrif á rannsókn hans. Starr heldur sínu striki Starr var upphaflega fenginn til að rannsaka þátt Clintons í svoköll- uðu Whitewater-máli, þar sem for- setahjónin eru sökuð um að hafa nýtt sér mikilvægar upplýsingar í fasteignarbraski meðan Clinton var ríkisstjóri í Arkansas. Starr hefur í æ ríkara mæli einbeitt sér að kyn- lífshneykslismálum forsetans og segja demókratar hann nú hafa skotið sig í fótinn þar sem hann hafl nú ekkert í höndunum til að byggja mál sitt á. Almenningur virðist sömu skoðunar og þvi sé botninn dottinn úr rannsókn Starrs því í raun sé öllum alveg sama hver nið- urstaðan sé. Repúblikanar líta málið öðrum augum og segja það snúast um hvort forsetinn hafi logið eiðsvar- inn fyrir rétti og hvort hann hafi fengið Monicu Lewinsky, lærling sinn í Hvíta húsinu, til að bera ljúg- vitni um að þau hafi ekki átt í kyn- ferðislegu sambandi. Því sé forset- inn ekki laus úr snörunni og þeir telja að fall hans verði aðeins þvi meira þegar rannsókn Starrs lýkur. Það er langt siðan málaferli Paulu Jones hættu að snúast um upprunalega ákæru hennar og breyttust í raun í nornaveiðar þar sem lögfræðingar, fjármagnaðir af pólitískum andstæðingum forset- ans, leituðu uppi konur sem sögðust hafa lent í svipuðum hremmingum og hún. Það er því full ástæða til að rifja upp um hvað ásaknir hennar snúast. Fékk ekki blóm Jones var lágt settur ríkisstarfs- maður í Arkansas þegar Clinton var ríkisstjóri. Samkvæmt framburði hennar lenti hún ein með Clinton í hótelherbergi í miðborg Little Rock. Jones segir hann hafa tekið niður =ig buxurnar, sýnt henni stinn- an lim sinn og beðið hana um að kyssa hann. Jones sagðist þá ekki vera stúlka af slíku tagi og Clinton hysjaði þá upp um sig buxurnar og gekk út. Hann ber því hins vegar við að hann reki ekki minni til að hafa nokkru sinni hitt Jones. Málsókn Jones var byggð á þvi að vegna kynferðislegrar áreitni ríkis- stjórans hafi hún ekki fengið launa- hækkanir, auk þess sem hún var eini ritarinn í sinni deild sem fékk ekki blóm á ritaradaginn sem hald- inn er hátíðlegur í Bandaríkjunum líkt og mæðradagurinn. Þessar ásakanir reyndust hins vegar ekki á rökum reistar því í ljós hefur kom- ið að Jones fékk lögbundnar launa- hækkanir á tímabilinu sem um ræð- ir og að það var í raun embættis- maður, sem hafði ekki nokkur tengsl við Clinton ríkisstjóra, sem fyrirskipaði að hún fengi ekki blóm- vönd eins og hinir ritararnir. Jones kom fram með ásakanir sinar árið 1994 og sagðist þá vilja hreinsa nafn sitt af áburði sem birst hafði í fjölmiðlum. Hún hafi í raun aldrei náð sér eftir þá kynferðistil- l'i Erlent fréttaljós ...... Paula Jones var slegin, vonsvikin og mjög særð yfir ákvörðun Wrights dómara í Arkansas um að vísa máli hennar gegn Bill Clinton frá dómi. Símamynd Reuter þar sem ekkert studdi kynferðislega áreitni forsetans Bill Clinton Bandaríkjaforseti var kampakátur er hann tók þátt í hátíðahöldum þorpsbúa í Senegal, íklæddur boubou-skikkju, þjóðbúningi senegalskra karla. Hann fagnaði áfangasigri sínum á ferðalagi í Afríku. Símamynd Reuter burði sem Clinton hafði i frammi. Síðar sama ár birti karlatímaritið Penthouse nektarmyndir af Jones sem þykja sýna að sakleysi hennar hafi ekki verið alveg jafn mikið og hún vilji láta i veðri vaka. Þá hefur hún einnig haft fjárhagslegan ávinning af málarekstrinum því mánuði eftir að hún lagði fram kæru á hendur Clinton undirritaði hún samning við íþróttavörufyrir- tækið No Excuses, sem áður hafði fengið til liðs við sig fyrirsætur á borð við Donnu Rice sem varð for- setaframbjóðandanum Gary Hart að falli vegna framhjáhalds. Pólitískir andstæðingar Clintons hafa fjármagnað málareksturinn undanfarin fjögur ár. Gengið hefur á ýmsu og í september í fyrra sögðu lögfræðingar Jones sig frá málinu, og báru þvi við að hún hefði ekki farið að ráðum þeirra. I október tók nýr hópur lögfræðinga við mála- rekstrinum sem hefur síðan þá ein- kennst af því að draga fram mál annarra kvenna fram í dagsljósið. Nornaveiðar í nafni Jones Lærlingurinn Lewinsky var trompið sem teflt var fram í byrjun þessa árs og þá virtust Clinton allar bjargir bannaðar. Lewinsky hafði stært sig af því við vinkonu sína, Lindu Trapp, að hafa átt vingott við forsetann og átt við hann munnmök í Hvíta húsinu. Linda Trapp hljóð- ritaði samtölin og lagði fram til stuðnings máli Paulu Jones. Kathleen Willey, sem hafði verið eindreginn stuðningsmaður forset- ans í kosningabaráttu hans, kom fram í fjölmiðlum þann 15. mars síð- astliðinn og sagði Clinton hafa gerst fjölþreifinn við hana árið 1993. Mál hennar virtist hrekja þá kenningu forsetafrúarinnar, Hillary Rodham- Clinton, sem staðið hefur með manni sínum gegnum þykkt og þunnt, um að árásirnar á mann hennar væru samsæri hægri afla í landinu. Ásakanirnar hrinu hins vegar ekki á forsetann eftir að upp- víst varð að Willey hafði reynt að selja bókaútgefendum sögu sína. Lögfræðingar Jones lögðu fram 700 bls. skýrslu um hvernig Clinton forseti hefði áreitt hana og fleiri konur kynferðislega nú um miðjan mars. Lögfræðingar Clintons lögði nokkrum dögum síðar fram 200 blaðsíður af skjölum þar sem þeir leituðust við að sýna fram á að ákæra Jones ætti sér ekki stoð í lög- um. Áfangasigur Clintons Wright dómari lagði upp með þetta og kvað upp úrskurð sinn 1. apríl. Málinu var vísað frá á þeim forsendum að lögfræðingum hefði ekki tekist að sýna fram á að Clint- on hefði framið refsivert athæfi. Hún tekur hins vegar fram að greini Jones rétt frá hafi forsetinn að visu gerst sekur um dónalega og vansæmandi framkomu. Fram undan er mjög líflegur tími brúðkaupa og af því tilefni mun DV gefa út veglegt aukablað um brúðkaup fimmtudaginn 16. apríl. Lögð verður áhersla á nýtilegt blað þar sem fallegar myndir, létt viðtöl og 4 skemmtilegir fróðleiksmolar skipa veglegan sess. Öllum þeim sem hafa skemmtilegar ábendingar og tillögur um efni blaðsins er bent á að hafa samband við Guðrúnu Gyðu, blaðamann DV, í síma 897 0995 sem fyrst. Auglýsendum er bent á að hafa samband við Selmu Rut í síma 550 5720 eða Gústaf í síma 550 5731 hið fyrsta, en þó eigi síðar en 8. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.