Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Síða 36
» helgarviðtalið LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 DV Þar til fyrir fáum árum létu flestir íslendingar, að minnsta kosti af yngri kynslóð- um, sér nœgja að hafa einhverja vitneskju um að til hefði verið skáld að nafni Einar Benediktsson. Sumir þekktu án efa einhver kvœða hans; Hvarf séra Odds á Mikla- bœ, Einrœður Starkaðar, Fáka eða önnur slík. Aðrir höfðu heyrt nafn hans í tengsl- um við þjóðsagnakenndar frásagnir af draumóramanni sem seldi fossa og ár á ís- landi um síðustu aldamót, mann sem œtlaði jafnvel að selja sjálf norðurljósin. Nú er svo komið að á íslendinga hefur runnið œði kennt við Einar Ben. og um fáa er meira rœtt en hann manna á meðal. Ástœðan? Jú, bók Guðjóns Friðrikssonar sagn- frœðings, bók sem fœrði honum nýverið íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki frœði- rita, bók sem flestir virðast hafa lesið eða œtla sér að minnsta kosti að lesa við fyrsta tœkifœri, þó ekki nema til þess að vera viðrœðuhœfir um þennan merka mann. Helgarblaðið tók hús á Guðjóni Friðrikssyni, manninum sem kom þessu œði af stað, til þess að frœóast um vinnuna, hvernig hún hefur verið og hvað sé fram undan, hvort lesendur megi vœnta margra áður óþekktra tíðinda um Einar Bene- diktsson þegar nœsta bindi kemur út. Guðjón Friðriksson hefur aldrei Leynda „Ferð mín til London í árslok 1996 er án efa það merkilegasta sem á daga mína hefur drifið í sambandi við rannsóknir mínar sem varða næsta bindi ævisögunnar. Lítið hef- ur verið vitað um Einar og athafnir hans eftir að hann flutti utan 1907 og vinna mín í þær átta vikur, sem ég dvaldi ytra, reyndust hreint ævintýri fyrir mig og árangurinn framar öll- um vonum. Ég hafði aldrei unnið sem fræðimaður erlendis og var heldur niðurdreginn fyrstu tvær vik- umar, fannst mér ekkert ganga. En skyndilega tóku heimildirnar að opn- ast. Þetta leiddi svo eitt af öðru. Ég held að ég hafi aldrei notið mín jafn vel á ævinni,“ segir Guðjón Friðriks- son, og það er ánægjublik í augum hans þar sem hann situr gegnt blaða- manni á heimili sínu við Tjarnargöt- una í Reykjavík. Sagnfræðingurinn nýtur þess greinilega að tala um hjartans mál sitt þessa dagana. Hann viðurkennir þó aðspurður að hann hafi ekki órað fyrir þeim frábæru viðtökum sem sagan hefur fengið. Guðjón segir að í upphafí hafi hann stefnt að því að bindin yrðu að- eins tvö en miðað við allt það efni, sem hann hefur komist yflr, sýnist honum að hann komist ekki af með minna en þrjú. Fyrsta bindinu lauk 1907 þegar kaflaskil urðu í lífl Einars og hann flutti af landi brott „til þess að útvega starfsfé fyrir lsland“. Hug- mynd Einars var að breyta íslandi úr vanþróuðu landbúnaðarsamfélagi í nútímasamfélag og öll hans viðleitni beindist í raun og vera að því. Hann var í útlöndum næstu 14 árin, þar af um helming tímans í Lundúnum. Göp á lofti í London „Eg fór eiginlega til Lundúna upp á von og óvon. Fyrirfram reiknaði ég með að það yrði eins og að leita að nál í heystakki að ætla að finna þar eitt- hvað um íslendinginn Einar Bene- diktsson. Hann stofnaði nokkur félög til viðreisnar íslandi með kaupsýslu- mönnum í þessari miklu stórborg og það eina sem ég hafði undir höndum voru nöfn á nokkrum af þessum mönnum og einum þremur fyrirtækj- um sem Einar stofnaði þar. Ég reyndi að undirbúa mig eftir fóngum áður en ég fór, skrifaði fjölmörg bréf á undan mér. Einn helsti samstarfsmaður Ein- ars í London hét Frederick Lawrence Rawson. Hann var verkfræðingur að mennt og kom hingað til lands í sept- ember 1910 á vegum Einars og fyrir- tækja sem þeir höfðu stofnað saman. Rawson átti meðal annars í viðræð- um við Björn Jónsson, ráðherra ís- lands, um að útvega fjármagn til stofnunar ensks banka á Islandi og einnig tók Rawson að sér að selja ís- lensk skuldabréf með rikisábyrgð á Englandi. Mér lék mikill hugur á að fræðast meira um þenna Rawson. Áður en ég fór til Englands varð ég mér úti um símaskrá frá London og fann 27 með þessu ættarnafni." Guð- jón segist hafa sent þeim öllum bréf i þeirri von að einhver þeirra væri af- komandi F.L. Rawsons eða gæti frætt hann um hann. Eins og samlokur „Lengi vel fékk ég ekkert nema nei- kvæð svör. Einn dag birti þó yfir, bréf kom inn um lúguna frá sonardóttur þessa eina sanna Rawsons. Eins og nærri má geta tók ég næstum heljar- stökk í forstofunni af fógnuði," segir Guðjón. „Ég heimsótti svo þessa konu i London. Hún er flðluleikari og gat frætt mig heilmikið og hafði meira að segja fundið uppi á hálofti hjá sér gögn sem vörðuðu Einar Benedikts- son og ísland. Eftir nokkra frekari leit á bóka- og skjalasöfnum í Bretlandi opnaðist enn betur fyrir mér heimur Rawsons sem ekki var síður ævintýraleg persóna en Einar sjálfur. Raunar veit ég nú orðið svo mikið um hann að ég gæti eins skrifað ævisögu hans. Hann var af virðulegum yfirstéttarættum og átti sér m.a. merkilega sögu í sambandi við ýmsar framkvæmdir á Englandi, hann var t.d. einn af aðalmönnunum í að koma á neðanjarðarlestakerfinu í London. Einnig hafði hann smíðað mikið loftskip, svokallað Barton-Raw- son Airship, og stýrði því sjálfur yfir Ermarsund árið 1905 þar sem það svo brotlenti í Frakklandi. Hann fékk áhuga á trúmálum, gekk i Christian Science sem voru tískutrúarbrögð meðal flna fólksins í Evrópu upp úr aldamótum 1900, og varð á endanum leiðtogi í eigin trúarhreyfmgu. Hann skrifaði bækur um hugðarefni sín og hafa þær verið gefnar út í mörgum út- gáfum, allt fram til 1978. Þá helstu þeirra, Life Understood, var hann einmitt að skrifa á árunum 1910-1912 þegar þeir Einar Benediktsson voru eins og samlokur." Guðjón segir að sér sýnist að hugmyndir Rawsons í andleg- um efnum fari nokkuð vel saman við það sem kemur fram í kvæðum Einars um guð og alheiminn. „Svo er það bara spurningin hvort Einar hefur haft áhrif á Rawson eða öfugt.“ Himin höndum tekið „Menn hafa lítið vitað um fyrir- tæki þeirra Einars og Rawsons hing- að til. Aðalfyrirtækið hét The British North Western Syndicate Ltd. og ég hafði, áður en ég fór að heiman, und- ir höndum tilkynningu frá opinberri skrifstofu í Lundúnum, Companies Registration Office, frá 1929 um að þetta fyrirtæki hefði verið lagt niður. Ég leitaði uppi þessa skrifstofu og eftir að mér hafði verið vísað milli ýmissa stofnana um hríð stóð ég skyndilega uppi með tilvísun á nokkra böggla í breska þjóðskjala- safninu (Public Record Offlce).“ Daginn eftir lét Guðjón verða sitt fyrsta verk að fara í hinar miklu byggingar Public Record Offlce í Kew í vesturhluta Lundúna og fékk böggl- ana. í þá hafði ekki nokkur maður farið áðm- og því má nærri geta að sagnfræðingnum hafi fundist hann hafa himin höndum tekið. Eitt þess- ara fyrirtækja hefur þegar verið nefnt, The British North Western Syndicate Ltd., annað var stofnað um verslun á íslandi og það þriðja, Min- erva, hefur hvergi verið nefnt í bók- um um Einar áður. Það var stofnað um framkvæmdir á Nesjavöllum sem Einar hafði fest kaup á. Fjórða fyrir- tækið var stofnað um hafnargerð i Skerjafirði og enn voru nokkur sem Einar tengdist beint eða óbeint, svo sem Dettifoss Power Company. í þess- um bögglum voru allir ársreikningar fyrirtækjanna, árlegar upplýsingar um hluthafa og hlutafé hvers einstaks þeirra og ýmsir samningar og bréf. I sambandi við auðjöfra Einar var framkvæmdastjóri a.m.k. fjögurra þessara fyrirtækja, var á góð- um launum hjá þeim auk þess sem þau borguðu ferðir hans til íslands. Upp- haflega virðist hann samt hafa komist í samband við enska kaupsýslumenn í gegnum Noreg. Hann hafði framan af einkum velt fyrir sér fossamálum í Noregi en Englendingar og Þjóðverjar Guöjón segir að hann hafi ekki órað fyrir þeim viðtökum sem bókin hans um Einar Ben. hefur fengið. Hann segir að vart I úti á götu eða í hann hringt til þess að spjalla um þennan merka mann. Hér er Guðjón með ýmis frumgögn sem hann á e uppgötvað margt spennandi um ár Einars í London og margir bíða eflaust spenntir eftir því að iesa um það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.