Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Side 39
-U V LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 Qriðsljós Stúlkurnar 17 sem keppa um titilinn Feguröardrottning Reykjavíkur 1998. Þær stilltu sér upp fyrir Ijósmyndara DV áöur en þær gengu til glæsilegs boröhalds á Naustinu. DV-mynd s Fegurstu borgarfljóðin - keppa sumardaginn fyrsta á Broadway Fegurðarsamkeppni Reykjavikur er nú fram undan. Keppnin fer fram 23. aprO næstkomandi, sumardag- inn fyrsta, á Broadway á Hótel ís- landi. Þar koma fram 17 „vorboðar" sem keppa um titilinn Fegurðar- drottning Reykjavíkur 1998. Dóm- nefndina skipa Þorgrímur Þráins- son, Linda Pétursdóttir, Egill Ólafs- son, Ari Magg ljósmyndari og Fil- ippia Elísdóttir fatahönnuður. Framkvæmdastjómin er sem fyrr i höndum Elínar Gestsdóttur og Jó- hannesar Bachmann. Stúlkurnar 17 komu saman í veit- ingahúsinu Naustinu um síðustu helgi til fyrsta undirbúnings. Snæddu þær þar dýrindis kvöldverð í boði hússins en Naustið hefur á undanfórnum árum verið mjög rausnarlegt í garð Fegurðarsam- keppni íslands. Af öðrum undirbúningi fyrir keppnina er það að segja að stúlk- urnar eru farnar að þjálfa líkamann og æfa á fullu í World Class. Sigurvegarar keppninnar sumar- daginn fyrsta munu síðan etja kappi um titilinn Ungfrú ísland 1998 á Broadway í lok maí nk. -bjb Sandra Bullock og Matthew McConnaughey: Sundureða saman? Það er svo undarlegt með sumt fólk að það virðist ekki vita hvort það á að viðurkenna að það eigi í ástarsambandi. Þannig er það með Söndru Bullock og Matthew McConnaughey. Þau hafa ítrekað sést saman en halda því alltaf fram að þau séu bara vinir. Nú virðist hins vegar sem þau hafi breytt handriti sínu að raunveruleikanum. Parið sást nefnilega saman á skíða- ferðalagi á dögunum og þau gerðu allt annað og innilegra en bara það að renna samhliða niður brekkurn- ar. Pásurnar bentu sterklega til þess að þau væru ekki bara vinir. Þau fóru síðan saman til Los Angeles í gegnum New York. Kannski slúður- blaðamenn heimspressunnar hafi haft á réttu að standa allan tímann. Skyldu þau vera meira en bara vinir? 47' MONTANA 4-6 manna tjaldvagninn tjaldast upp á 10 sek. EVRÖ Borgartúni 22 Sími: 551 1414 fASY CAMP —tsr TJALDVAGNAR vetrars þykkar og Winter 80 Útsölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup og flest apótek. Stelpurnar óðar Melanie GrifEíth virðist gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að halda eiginmanni sínum i hjóna- rúminu hjá sér. Hvort nýlegar skurð- aðgerðir á henni duga til þess verður bara að koma í ljós en víst er að hinn forkunnarfríði Anthonio Banderas gæti vaðið í kvenfólki ef hann kærði sig um. Freistingarnar eru á hverju strái og stelpurnar eru hreint út sagt óðar í hann. Hann fær þvílík tilboð um hvílubrögð með hinum og þess- um konum og má þá einu gilda að maðurinn er kvæntur. Banderas seg- ir sjálfur að tilboðin sem hann hafi fengið séu með ólíkindum og svo að hann standi á stundum sjokkeraður eftir. Víst er að kappinn er ýmsu vanur og því hljóta tilboðin að vera nokkuð svakaleg. Hingað til virðist hann hafa staðist allar freistingar og horfið af vettvangi með skottið á milli fótanna. Þrátt fyrir ótal hvílubragöatilboö er Banderas aö sögn trúr konu sinni, Melanie Griffith.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.