Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Page 4
4
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998
Fréttir
Dreifbýliskvóta skipt upp milli útvalinna:
Vinum og kunningjum
úthlutað milljónum
- hneyksli, segir haröfiskverkandi á VestQörðum
„Þessu er úthlutað af Seljavallabónd-
anum og Byggðastofnun. Þetta er að
sjálfsögðu reginhneyksli og virðist
vera ansi blár litur á þessari úthlutun.
Þeir sem fóru með lista fyrir síðustu al-
þingiskosningar í nafni smábátaeig-
enda fá stærstu dúsumar og þetta virð-
ist eingöngu fyrir þá,“ segir Finnbogi
Jónasson, harðfiskverkandi á Isafirði,
um kvóta sem Byggðastofnun hefúr
ráðið og hugsaður var til úthlutunar til
byggðarlaga sem áttu undir högg að
sækja í atvinnulegu tilliti.
Kvóti þessi hefur gengið undir ýms-
um nöfnum manna á meðal, svo sem
byggðakvóti, aumingjakvóti og Selja-
vallakvóti. Síðastnefnda nafnið er dreg-
ið af því að Egill Jónsson, alþingismað-
ur frá Seljavöllum, er formaður
Byggðastofnunar. Samkvæmt upplýs-
ingum Sigurðar Guðmundssonar, for-
stöðumanns þróunarsviðs Byggðastofn-
unar, var „Seljavallakvótinn" upphaf-
lega 500 tonn. Úthlutað var úr honum
árlega til báta sem geröir voru út frá
stöðum þar sem atvinnuástand var
slæmt.
Þær forsendur sem í upphafi voru
fyrir því að þetta magn var tekið til
hliðar til sérstakrar árlegrar úthlut-
unar hafa að sögn Sigurðar breyst mjög
síðan þá, bæði vegna breytts efhahags-
ástands, vegna þess að sveitarfélög
hafa sameinast og ekki síst vegna þess
að kvótabátar sem áður fengu úthlutað
árlega af þessum kvóta hafa verið að
bæta gríðarlega við sig veiðiheimildum
með kvótakaupum, t.d. með því að
kaupa úreldingarbáta. Jafnframt hafa
veiðiheimildir verið að aukast vegna
þess að leyfð heildarveiði hefur verið
aukin.
„Neyðin sem var röksemdin fyrir
þessum úthlutunum hefur verið að
hverfa jafnt og þétt, jafnframt því sem
praktískir erfiðleikar við að úthluta
þessum heimildum hafa vaxið. Stöðugt
hefur þannig orðið erfiðara að finna
staði til að úthluta til sem almenn sátt
ríkir um að þurfi á kvótanum að
halda,“ sagði Sigurður í samtali við
DV. Af þessum ástæöum sagði hann að
ákveðið hefði verið að færa þessar út-
hlutanir í varanlegan farveg og ákvörð-
un um það tekin á Alþingi um síðustu
áramót.
Þessu er úthlutaö af Seljavallabónd-
anum og Byggöastofnun. Þetta er
reginhneyksli, segir Finnbogi Jónas-
son.
I framhaldinu var síðan útgerðum
þeirra báta sem árlega höföu fengið af
Seljavallakvótanum gefmn hann til
varanlegrar eignar. 500 tonnunum var
með þessum hætti skipt í tvennt: 320
tonnum var úthlutað til smábáta um
allt land sem áður höfðu verið á sókn-
armarki en afganginum, 180 tonnum,
úthlutað varanlega á þá þorskaflahá-
marksbáta sem áður höfðu fengið ár-
lega úthlutun. Það skilyrði var sett að
hver þessara báta sem fengju gefms
„Seljavallakvóta“ hefðu ekki meiri
kvóta fyrir en 80 tonn.
„Sörli ÍS, sem er að mestu í eigu for-
seta Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins, fær 8 tonna eignarkvóta. Það
jafngildir því að hafa fengið gefnar 4
milljónir króna. Tveir bátar á Súganda-
firði fá líka góða úthlutun og það vill
svo skemmtilega til að annar þeirra er
í eigu fyrrverandi formanns smábáta-
eigenda á staðnum," segir Finnbogi.
Hann segir það ólíðandi að þessu
skuli úthlutað til vina og kunningja og
flokksfélaga stjómarformanns Byggða-
stofnunar. Með réttu hefði átt að skipta
þess jafnt á alla smábáta sem róa á
þorskaflahámarki.
„Menn eru foxillir og þessi ráðstöfun
Byggðastofnunar er ekki til að styrkja
byggðina heldur til að splundra henni,"
segir Finnbogi Jónasson.
-SÁ
Dagfarí
Hver segir af sér næst?
Jóhann Ársælsson hefur
sagt af sér í bankaráði
Landsbankans. Ekki það að
hann hafi gert neitt af sér
frekar en bankastjórarnir
sem sögðu af sér. En Jóhann
segir samt af sér. Hann vill
ekki vera minni maður
heldur en bankastjóramir.
Pijónakonan úr Kvennalist-
anum hugsaði mjög alvar-
lega um það aö segja af sér
en er hætt við að segja af
sér. Hún finnur kannski til
einhverrar ábyrgöar á því
sem gerst hefur í bankanum
og vill þess vegna ekki segja
af sér á þeirri forsendu að
hún hafl ekki boriö neina
ábyrgð. Það hafa bankastjór-
amir gert og Jóhann. Þeir
segja af sér vegna þess að
þeir bám enga ábyrgð.
Kvennalistakonan segir
ekki af sér af því að hún tel-
ur sig bera ábyrgð. Þannig
að þeir sem sitja eftir í
bankastjórn Landsbankans
eru þeir sem bera ábyrgð á
hneykslinu og laxamálinu.
Þeir vilja ekki hlaupa frá
vandanum.
Bankamálaráðherra er í
þeim hópi. Hann segir að Jó-
hann sé að hlaupa frá vand-
anum. Sem er náttúrlega al-
gjört ábyrgðarleysi hjá Jó-
hanni, ofan í þaö ábyrgðar-
leysi sem hann telur sig
hafa í málinu frá upphafi,
með því að segja af sér í
krafti þess. Kjartani Gunn-
arssyni hefur ekki hug-
kvæmst að segja af sér, enda
hafa hann og bankaráðið
sem hann stýrði haft nasa-
þef af risnukostnaðinum og
laxveiðunum sem hafa skað-
að bankann, og Kjartan er
ábyrgur maður og hleypur
ekki frá þeim vanda sem
hann hefur átt þátt í að
skapa. Hann situr sem fast-
ast.
Þeir Kjartan og Finnur
eru staöráðnir í að axla
vandann og ábyrgðina og í
sjálfu sér er það gott að það
fólk sem ekki ber neina
ábyrgð segi af sér og hætti í
bankanum meðan þeir hin-
ir, sem ábyrgðina bera, sitji
í sínum valdastólum til að
einhver beri ábyrgð á
ábyrgðinni sem hinir
ábyrgðarlausu eru að
hlaupa frá.
Sverrir Hermannsson hef-
ur tekið að sér að skrifa
reglulega i Moggann til að
gefa upplýsingar um þá að-
ila í þjóðfélaginu sem bera
ábyrgð á svínaríinu og
þannig getur Sverrir gefið
haldgóðar upplýsingar um
þá sem bera ábyrgð á sið-
leysinu í bankakerfmu og
laxveiðunum svo þeir hinir
sömu þurfi ekki að segja af
sér út af einhverjum mis-
skilningi sem kann að skap-
ast um að þeir beri enga
ábyrgð. Sverrir Hermanns-
son gerir mönnum mikinn
greiða með því að upplýsa
allt um siðferði þeirra og
ábyrgð til að þessir menn
geti haldið áfram að gegna
ábyrgðarstörfum í samræmi
við þá ábyrgð sem þeir bera
með því að vera meðsekir í
svínaríinu. Helst þyrfti að
svipta nafnleyndinni af öll-
um þeim sem hafa þegið lax-
veiðiboð hjá bankanum og
Eimskip og Sementsverk-
smiðjunni og öðrrnn mikil-
vægum stofnunum í þjóðfé-
laginu til að fólk geti greint
í sundur sauðina frá höfrun-
um. Þeir sem ekki eru á
þessum listum geta síðan
sagt upp eða sagt af sér
vegna þess ábyrgðarleysis
sem þeir hafa gerst sekir
um.
Þeir einir geta þá hlaupið
frá vandanum sem sitja
uppi með þann vanda að
bera enga ábyrgð á því að
bankinn hafi lent í hremm-
ingum vegna ábyrgðarleysis
þeirra sem bera ábyrgð á
skandalnum. Þeirra er
skömmin, enda var þeim
nær, bankastjórunum og Jó-
hanni, að firra sig ábyrgð.
Annars hefðu þeir ekki
þurft að hætta.
Dagfari
Stuttar fréttiri>v
Leifur látinn
Leifm Þórarinsson tónskáld
er látinn, 63 ára
að aldri. Leifur
var eitt þekkt-
asta tónskáld
okkar og voru
verk hans þekkt
víða erlendis.
Hann lætur eftir sig eiginkonu
og þrjú uppkomin böm.
Listi nýs bæjar
Sjálfstæðismenn og óháðir í
sameinuðu sveitarfélagi Dal-
víkm, Árskógshrepps og
Svarfaðardalshrepps hafa til-
kynnt um framboðslista sinn
fyrir sveitarstjórnarkosning-
amar í vor. Fimm efstu menn
eru Svanhildm Ámadóttir,
Kristján Snorrason, Jónas Pét-
msson, Friðrik Gígja og Sig-
fríð Valdimarsdóttir.
Konur á jökul
Fjórar islenskar konm
stefha að því að hefja í dag
göngu sína yfir Grænlandsjök-
ul og er áætlað að hún taki um
fjórar vikur. Konur þessar
heita Anna María Geirsdóttir,
Dagný Indriðadóttir, María
Dögg Hjörleifsdóttir og Þórey
Gylfadóttir. Leiðangmsstjóri
er Einar Torfi Finnsson.
Enn dregur sundur
Enn dregm sundm með R-
lista og D-lista í
fylgi til borgar-
stjómarkosn-
inga. Sam-
kvæmt nýrri
könnun Félags-
vísindastofnun-
ar fær R-listinn níu fúlltrúa
kjörna en D-listinn 6.
Tvö minnismerki
Ríkisstjómin hefm ákveðið
að setja 2,5 milljónir í minnis-
merki um íslenska sjómenn á
Hnjóti. Sams konar minnis-
varði verðm eftir sem áðm
reistm á Patreksfirði.
Lóni mótmælt
Fuglaverndunarfélag ís-
lands mótmælir fyrirhug-
uðu miðlunarlóni Lands-
virkjunnar í Þjórsárverum.
I tilkynningu frá félaginu
segir að það mimi valda
óbætanlegum spjöllum á
einstæðu og heimsþekktu
náttúrufriðlandi.
Nýr formaður
Aðalsteinn Ásberg Sig-
urösson var
kjörinn nýr
formaður Rit-
höfundasam-
bands íslands
á aðalfundi
þess á dögun-
um. Hann tekur við því
starfi af Ingibjörgu Har-
aldsdóttur.
Framsókn tilbúin
B-listi Framsóknarfélags
Sandgerðis og óháðra er til-
búinn. Heimir Sigursveins-
son, Rakel Óskarsdóttir og
Heiðar Ásgeirsson eru efstu
menn á listanum.
Ljóð kvenna
I kvöld, klukkan 20.30,
hefst í Listaklúbbi Leikhús-
kjallarans dagskrá um ljóð
kvenna. Helga Kress prófess-
or velur ljóðin og fjallar um
skáldkonumar.
-HI/JHÞ
Q
2
cc
o.
tddufelli Funðlind Grensdsveqi MostelUbd’ Noróurbrún Rofabð’ Skúlaqötu - Pvorbrokku