Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Side 16
16
ennmg
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
Daprir drengir en góðir
Myndlist Huldu Hákon er að-
gengileg og skemmtileg án þess að
vera einfold eða ódýr. Þessa dag-
ana er hægt að fá nokkurt yfirlit
yfir verk Huldu í rúman áratug.
Annars vegar stendur yfir sýning
á „völdum verkum" frá árunum
1984 til 1997 í Gerðubergi, hins
vegar má sjá ný verk hennar á
sýningunni „Leikmaður nr. 3“ í
Galleríi Sævars Karls í Banka-
stræti.
Verkin í Gerðubergi gefa all-
glögga mynd af þróun myndmáls
og stíls Huldu á þessum árum. Það
er til dæmis hægt að sjá hvemig
textinn kemur inn í myndimar og
hvemig hann síðar fellur betur
inn í verkin sem myndrænn þátt-
ur í sjáifu málverkinu/lágmynd-
inni. Hráefnið í verkunum er mis-
jafnt eftir tímabilum, timbur eða
Myndlist
Páll H. Hannesson
sement, og útfærsla og áferð eftir
því.
Hulda heldur þó alltaf ákveðn-
um grunntón í myndum sínum;
þær eru skýrar, hreinar og beinar
í vinnslu og ekkert að þykjast.
Textamir em heildstæður hluti af
verkunum og draga fram húmor,
spurningar, einmanaleik eða
hverjar þær mannlegu og oft
hversdaglegu kenndir sem verkin
Qalla um. Gildir þá einu hvort hún
er að tala fyrir hönd manna eða
dýra. Jafnvel á því tímabili sem
Hulda vann með eld - og blóma-
mótívin - vann textinn sitt verk
og samspil myndverks og texta
laðaði fram tilfinningar og hugmyndir sem
léku sér með verkunum.
Sýningin í Galleríi Sævars Karls sam-
Eini textinn sem hér er að finna
er titill sýningarinnar, Leikmað-
ur nr. 3. Og það dugar fullkom-
lega. Kannski er það vegna þess
að maður er það vanur að hafa
textahugleiðingar með í verkum
Huldu að skoðandinn fyllir sjáif-
ur upp í eyðumar, býr til sinn
eigin texta. Kannski af því að
myndefnið, fótbolta- og fjöl-
miðlahetjan versus einstakling-
urinn sem íklæðist treyjunni,
kallar ósjálfrátt á ýmis hug-
myndatengsl - er hluti af drama-
tík laugardagsins eða hvenær
það annars er sem fótbolti er á
dagskrá heimilanna. Klisjumar
um gladíatora nútímans, ópium
fyrir fólkið.
En sýningin kitlar líka þá
upplifun sem fæst þegar maður
er á vellinum og kemst nánast í
líkamlega snertingu við fótbolta-
manninn sem kemur hlaupandi
að hliðarlinunni eftir boltanum.
Héma stöndum við augliti til
auglitis við þessa fótboltamenn,
sem kannski meikuðu það aldrei
alveg nógu vel til þess að „spila
i treyju númer níu“ en em samt
með í leiknum, dæmdir til að
taka þátt í leik sem aðrir njóta
ávaxtanna af. Daprir karlmenn
sem eru trúir sinu liði en gætu
með sjálfum sér verið ögn veikir
fyrir hugmyndinni um mjúka
manninn. Og maður fer að velta
því fyrir sér hvemig þeim líði og
sumir eru dálítið kómískir eða
tragikómískir í þessu hlutverki
sínu. Þessir menn eiga sér líka
líf eftir leikinn.
Mér finnst sýningin góð.
Yfirlitssýningu Huldu Hákon í
Gerðubergi lýkur 17. maí.
„Leikmanni nr. 3" í Galleríi Sævars
Karls lýkur 12. maí.
Páll H. Hannesson myndlistarmaður og blaðamaður
leysir Áslaugu Thorlacius af í stuttu fríi.
Ögn daprir og kannski veikir fyrir hugmyndinni um mjúka manninn. Eitt verka
Huidu Hákon í Galleríi Sævars Karls.
anstendur af lágmyndum af fótboltaleikmönn-
um af hinum ýmsu þjóöemum sem allir horfa
fremur daprir beint framan í áhorfandann.
Nýr heimsatlas
Fyrirlestur og vatnslita-
námskeið
Kanadíski myndiistarmaðurinn Lucy
Pullen frá Halifax í Nova Scotia heldur
fyrirlestur um eigin verk í Barmahlíð,
Skipholti 1, í dag kl. 12.30. Hún dvelur
um þessar mundir í gestavinnustofunni
í Straumi.
Torfi Jónsson verður með námskeið í
vatnslitamálun 20., 22. og 23. maí í hús-
næði Myndlista- og handíðaskóla íslands
í Laugarnesi. Kennd veröur meðferð
vatnslita og vatnslitapappírs og farið í
myndbyggingu og formfræði.
Nánari upplýsingar veitir fræðslu-
deild MHÍ.
Hve mörg „körl"?
Jónína Benediktsdóttir líkamsræktar-
ráðunautur er forsíðuviðtalsefni fyrsta
tölublaös Húsfreyjunnar á árinu og gef-
ur konum ýmis óvænt ráð í sambandi
við útlit. Meðal annars efnis í ritinu er
umflöllun um
bandarísku for-
setafrúna, upp-
skriftir aðmat og
handavinnu og
gieinin „Karleðl-
isfræði" eftir
Karl Ágúst Úlfs-
son þar sem hann
gerir athyglis-
verða tilraun til
að gera karl-
mennsku mælanlega. Mælieiningin er
að sjálfsögðu hvorugkynsorðið „karl“, í
fleirtölu „körl“. Síðasta oröið á Guð-
mundur Andri Thorsson sem skrifar
„Vöm fyrir uppvask".
Kvenfélagasamband íslands gefur rit-
ið út og ritstjórar era Margrét Blöndal
og Inger Anna Aikman.
' líKHMII
ítiuwflk
œw.
1*
r*y>t.wu.vr;^ly.i
Tóndansmynd
Annað kvöld kl. 20.30 verður frumsýnt
verkið Tóndansmynd í Gerðubergi.
Þetta er um það bil klukkustundarlang-
ur gjömingm- þar sem tvinnaðar eru
saman þrjár listgreinar, tónlist, dans og
myndlist. Höfundar eru Guðni Franzson
tónlistarmaður og Lára Stef-
ánsdóttir dansari, sem
einnig eru flytjendur, og
Ragnhildur Stefánsdóttir
myndlistarmaður.
Tóndansmyndin er inn
blásin af lífshlaupi húsfreyj
unnar á Hlíðarenda, Hall
gerði langbrók, og lýsir hug
arástandi hennar. í ljósi gif-
uriegra vinsælda Njálu er ekki víst að
allir fái séð Láru dansa Hallgerði sem
það vilja því sýningar verða aðeins tvær,
sú seinni á sunnudaginn kemur kl. 17.
Leiklistarblaðið
Fyrsta tölublað ársins af Leiklistar-
blaðinu kom út fyrir skömmu. Meðal
efnis er grein um Halldór
Laxness sem hefur gefið
áhugaleikfélögum ófá verk-
efhi gegnum tíðina. Ylvolg-
ar fréttir eru af áhugaleik-
starfi um allt land. Einþátt-
ungurinn er „Svona er að
drifa sig“ eftir Fríðu B.
Andersen og Þorgeir
Tryggvason finnur góðar móðganir úr
leikbókmenntum handa okkur að grípa
til í neyð; meðal þeirra er hin sígilda
„Afi þinn var rugludallur."
Andrew Heritage með atlasinn sem er engum öörum líkur.
Andrew Heritage er svo sann-
færandi í hrifningu sinni á nýja
Heimsatlasinum sem hann rit-
stýrir og kom út á íslensku í
vikunni sem leið að hann gæti
talið blindum manni trú um að
hann kæmist ekki af án hans.
„Svona hefur enginn atlas verið
fyrr,“ segir hann, „en einmitt
svona eiga atlasar að vera.“
„Áður en við byrjuöum á hon-
um spurðum við einnar grund-
vallarspurningar,“ segir hann.
„Hvers vegna þarf að búa til
nýja heimskortabók? Og svarið
var augljóst þegar við vorum
búin að skoða allt sem til var.
Þær bækur voru „bara“ korta-
bækur. Atlasar þurfa að vera
svo miklu meira nú á tímum.
í fyrsta lagi þurfa þeir að vera
neytendavænir. Allt of margt
fólk kvartar undan því að það
átti sig ekki á þessum stóru
kortabókum," - og Andrew leik-
ur mann sem er að reyna að lesa
vegakort og snýr því ráðalaus á ýmsa vegu.
„I öðru lagi þurfa þeir að geyma alls konar
upplýsingar því fólk skoðar kortabækur alltof
sjaldan miðað við hvað það borgar mikið fyr-
ir þær. Og nú skal ég sýna þér hvað við gerð-
um,“ segir hann og byrjar að fletta þessari
stóru og glæsilegu bók undir nefinu á blaöa-
manni.
„í innganginum - sem eiginlega er lítil al-
fræðibók - færum við okkur skref fyrir skref
frá hinu efnislega til hins efnahagslega og póli-
tíska; frá gerð jarðar, mótun landslags og lofts-
lagi að lífi á jörðu, fólksfjölda og búsetu, efna-
hagskerfum, ríkjaskipan og loks að alþjóðleg-
um átakasvæðum. Ótrúlega miklar upplýsing-
ar komast fyrir á einni opnu ef hún er vel not-
uð í máli og myndum.
Margt gerum við sem aldrei hefur verið gert
áður, til dæmis að útskýra landslag og hvem-
ig það hefur orðið til. Og við notum gröf tfl að
sýna atriði sem of langt mál væri að útskýra
með orðum."
Galdratæki
Andrew Heritage er listfræðingur að mennt
og vann við útgáfu á listaverkabókum framan
af. Síðan var hann i áratug hjá Times fyrirtæk-
inu, aðallega við kortadeildina, en þótti alltaf
leiðinlegt hvað þeir vora fastir í forminu. Þeg-
ar fyrirtækið var innlimað í annað forlag not-
aði hann tækifærið og kvaddi. Nokkru seinna
tók hann boði Dorling Kindersley forlagsins
um að þróa nýjan heimsatlas með þeim. Það
skemmtilega var að þeir höfðu aldrei búið til
atlas áður - og fyrst reyndi Andrew allt sem
hann gat til að fá þá ofan af því. En þegar það
tókst ekki hófst hann handa.
Fyrst var haft samband við landmælinga-
stofnanir í öllum löndum heims og komið á
samstarfi. Þróuð voru ný og nýstárleg forrit til
að auðvelda kortagerðina og þýðingar á önnur
tungumál. Svo dæmi sé tekið þurrkar eitt for-
ritið öll nöfn út af kortunum og raðar þeim til
hliðar. Þar eru þau þýdd og síðan ýtt á einn
takka sem sendir þau
hvert á sinn stað á kortinu
aftur eins og fyrir töfra.
Forritin tóku lengstan
tíma, segir Andrew, enda
geta þau jafnvel reist jörðina
upp á rönd, sýnt hana að of-
an, neðan og frá hlið og búið
til nákvæmt landslag með
því að tengja punkta á hálfs
kílómetra millibili á öllu
landi á jarðarkúlunni. Alls
var safnað 20 gigabætum af
upplýsingum - sem er ansi
mikið að dómi þeirra sem til
þekkja.
Heimsatlasinn er skipu-
lega upp settur og auðvelt að
leita í honum. Hvert land
fær sína síðu, opnu eða
lengda opnu (fold-out) og sitt
sérstaka form, með því að
litur er látinn enda á landa-
DV-mynd Pjetur rnærum. Ekki eru allir eins
heppnir og við að eiga land
sem er umlukið hafi og það
er gaman að sjá svona skýrt hvernig stök lönd á
meginlöndum eru í laginu. Með hverju landi eru
gefnar upplýsingar um landslag, veðurfar, tungu-
mál og svo framvegis.
Það tók sjö ár og þrjú hundruð þúsund vinnu-
stundir að gera Heimsatlasinn. Ef einn maður
hefði unnið verkið hefði það tekið hann 160 ár! Án
sumarleyfis! Og þá er þróun forritanna ekki talin
með. Slíkt fyrirtæki er ekki ódýrt en þegar hefur
verið gerður samningur um að gefa hann út í tíu
Evrópulöndum og breska útgáfan sem einnig er
seld í Bandaríkjunum hefur selst í feiknastóru
upplagi síöan hún kom út fyrir jól. Island er með-
al alfyrstu landa sem koma honum út á sínu máli.
„Það er svo ánægjulegt eftir alla þessa vinnu að
finna áhugann hjá annarra þjóða fólki,“ segir
Andrew. „Þá veit maður að vel hefur verið unn-
ið.“
Heimsatlas er hér á landi gefinn út af Máli og
menningu. íslenskir ritstjórar voru Kristján B. Jón-
asson og Björn Þorsteinsson.
Þórsmörk til Italíu
Þessa dagana er í 46. sinn haldin al-
þjóðleg kvikmyndahátíð í borginni
Trento á Ítalíu sem einbeitir sér að
myndum um fjallaferðir og rannsóknar-
leiðangra. Myndir hvaðanæva úr heimi
keppa þar um
verðlaunasæti.
Meðal þeirra er
ein íslensk kvik-
mynd, „Þórs-
mörk - I skjóli
jökla“ eftir Valdi-
mar Leifsson
sem frumsýnd var í sjónvarpinu á
pálmasunnudag. Handritið er eftir Ara
Trausta Guðmundsson.
Úrslit liggja fyrir um næstu helgi.