Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Qupperneq 22
30 MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998 Magaverkir og geðrænir kvillar Breskir vísindamenn hafa komist að því að böm sem þjást af þrálátum og óútskýrðum magaverkjum séu líklegri til að fá geð- ræna kvilla á fullorðinsár- um en aðrir jafnaldrar þeirra. Ekki reyndust hins vegar augljós tengsl maga- verkjanna og líkamlegra sjúkdóma á fullorðinsárun- um. Niðurstöður þessar feng- ust við rannsóknir á gögn- um úr könnun á heilsufari meira en fimm þúsund full- orðinna einstaklinga. „Þrálátur kviðverkur í æsku tengdist geðrænum truílunum," segir í grein vísindamanna í Breska læknablaðinu. Borðið meiri gulrætur Ætli sé ekki best að hlusta á hana mömmu og borða meiri gulrætur. Svo virðist nefnilega sem al- gengt úrefni A-vitamíns, retínsýra, geti stöðvað hamslausan frumuvöxt þann sem leiðir til krabba- meins. Likami okkar myndar retínsýru úr A-vitamíni sem fæst úr gula og appel- sínugula efninu karótíni. Það finnst í fjölda græn- metistegunda, þar á meðal í gulrótum. Vísindamenn við Comell- háskóla í New York, undir forastu Andrews Yens, skoðuðu frumur í til- raunaglasi en ekki í lifandi dýrum. Yen segir að nú þurfi að öðlast dýpri skiln- ing á því hvernig retínsýr- an valdi þessum breyting- um. Gervisinar til bjargar íþrótta- mönnum Það er ekkert annað en hábölvað að slíta í sér hásinina. Iþróttamenn sem verða fyrir slíku óláni þurfa að sitja með hendur í skauti í sex mánuði og allt upp í heilt ár. Þar við bæt- ist að þetta er mjög sárs- aukafullt. Nú hefur efnafræðipró- fessor við Connecticuthá- skóla, Samuel Huang að nafni, fundið upp gervisin sem virkar eins og eins konar vinnupallur fyrir slitnu sinina svo hún geti gróið aftur almennilega. Uppfinning þessi gæti flýtt fyrir bata íþróttamanna. Gervisinin er úr efni sem brotnar niður í líkanum með tímanum þegar hin eiginlega hásin hefur gróið aftur. Tilraunir á kanínum hafa sýnt fram á að gervis- inin styður við skemmdu sinina á meðan hún endur- nýjar sig. Huang fyrirhugar að hefja tilraunir á mönnum með haustinu, í samvinnu við vísindamenn við Napólíháskóla á Ítalíu. Litlir heilar útiloka alls ekki flókna hegðun: Heilinn í okkur rýrnar við allt of mikla streitu Meira að segja heilinn í okkur er ekki óhultur fyrir streitunni. Ný rannsókn kanadískra vísinda- manna bendir til þess að þrálát streita geti flýtt fyrir öldrun þess hluta heilans sem stjórnar minninu. Rannsóknir sem hafa verið gerð- ar á dýram á undanfórnum tuttugu árum hafa sýnt fram á að nýma- hettuhormón sem kallast glukókor- tikóíð og verða til vegna streitu geta valdið dauða taugafrumna. Umdeilt er hver áhrif þessa era hjá mannin- um. Vísindamenn við McGillháskóla í Montreal í Kanada, undir stjórn So- niu Lupien, hafa hins vegar fært rök fyrir því að þar sé eitthvað svip- að upp á teningnum og hjá dýrun- um. Tilraunir hópsins hafa sýnt fram á sláandi fylgni milli langvar- andi mikils magns helsta streitu- hormónsins kortisól og rýmunar þess hluta heilans sem kallast dreki og ræður öllu um minni okkar og rýmisminni. Hópurinn segir frá nið- urstöðum sínum í tímaritinu Nat- ure Neurosciences. Lupien og félagar hennar fylgdust í meira en fimm ár með um fimmtíu manns á áttræðisaldri. Allt var fólk- ið við góða heilsu og kortisólmagn- ið í blóði þess var mælt reglulega. Skoðun með segulómsjá leiddi í ljós að þessi hluti heilans var minnstur hjá þeim sem voru með mest kortisól í blóðinu eða þar sem magn kortisólsins haföi vaxið hraðast milli ára. Þar við bætist að fólk þetta hefur tilhneigingu til að standa sig verr á minnisprófum þar sem reynir á hæfileikann að rata um völundarhús. Drekinn skrapp saman um fiórt- án prósent hjá þeim sem voru með mest kortisólið samanborið við þá sem voru með hormón þetta í litlu eða hæfilegu magni í blóðinu. Niðurstöður þessar þykja benda til þess að mikið magn streituhorm- óna geti þegar til langs tíma er litið leitt til heilarýrnunar og minnkandi andlegrar getu. Ókeypis smokkar leiða ekki til auk- ins kynlífs Framhaldsskólanemendur fara ekkert oftar í bólið þótt þeim séu réttir ókeypis smokkar á silfurfati. Þetta eru niðurstöð- ur rannsóknar sem gerð var við ónefndan framhaldsskóla í Los Angelessýslu í Kaliforníu. Notkun smokka meðal þeirra nemenda sem stunduðu kynlíf á annað borð jókst hins vegar til mikilla muna. Könnunin, sem gerð var árið 1992, leiddi í ljós að 50 prósent pilta sem höfðu reynslu af kyn- lífi notuðu ókeypis smokkana. Þegar nemendurnir þurftu sjálf- ir að borga fyrir þá höfðu 37 pró- sent sömu pilta notað Smokka við samfarir. Fjöldi þeirra sem sögðust hafa notað smokk við fyrstu samfar- irnar jókst einnig, úr 65 prósent- um nýliðanna í 80 prósent. En þrátt fyrir ofgnótt smokk- anna var það áfram sama hlut- fall nemendanna sem stundaði kynlíf og áður, það er að segja 55 prósent piltanna og 46 prósent stúlknanna. „Smokkagjafirnar virðast ekki hafa leitt til aukins kynlifs með- al framhaldsskólanema og þær virðast hafa aukið smokkanotk- un hjá piltunum," segir í niður- stöðum könnunarinnar sem Rand-stofnunin gerði. Niðurstöðurnar voru sam- hljóða niöurstöðum könnunar sem gerð var í New York þar sem smokkum var einnig dreift ókeypis til nemenda. Atta tonna risaeðluferlíki Vísindamenn gera sér nú vonir um að vera komnir skrefinu nær lækningu á kvefi, þessum hvimleiða sjúkdómi sem ekkert er hægt að gera við. Hér sést Jordi Bella, sem starfar við Purdueháskóla, virða fyrir sér tölvulíkan af þessari leiðindakvefveiru. veiddu saman í hópum Þær hafa sennilega ekki verið mjög árennilegar, Giganotosaurus risaeðlurnar, þegar þær fóru að leita sér matar. Þessi átta tonna fer- líki veiddu ekki ein og sér, heldur fóru saman í hópum í leit að bráð. Þessar ályktanir draga vísinda- menn af mikilli beinahrúgu sem fannst í eyðimörkinni í Patagóníu. í hrúgunni þeirri voru leifar fiögurra eða fimm Giganotosaurasa, að þvi er talið er, sem höfðu gefið upp önd- ina fyrir 90 milljónum ára. Steingervingafræðingar segja að beinin, sem geitahirðir rakst á fyrir algjöra tilviljun fyrir nokkrum árum, séu ein besta vísbendingin sem fundist hefur um að kjötætur þessar stunduðu veiðar í samein- ingu. „Hér eru dýr af mismunandi stærð. Tvö þeirra era mjög stór en hin era minni. Að stór og lítil dýr skuli finnast svona saman bendir til einhvers konar félagshegðunar," segir Philip Currie, sérfræðingur í kjötætum meðal risaeðla. Hann er frá Alberta í Kanada. Aðeins í Kanada hefur eitthvað fundist í líkingu við þetta. Talið er að það séu leifar grameðlu, eða Ty- rannosauras rex. Currie stundar rannsóknir á beinunum úti í eyðimörkinni í Pata- góníu ásamt argentínska steingerv- ingafræðingnum Rodolfo Coria. Þeir Currie og Goria telja næsta víst að leifarnar séu af áðumefnd- um Giganotosauras, stærstu kjötæt- unni úr hópi risaeðla sem hingað til hefur fundist. Ef ekki, hefur þetta verið náskyldur ættingi. Giganotosauras var engin smá- smíð, fiórtán metra langur skratti og vó meira en átta tonn. Meðal dýr- anna sem risaeðla þessi lagði sér til munns var önnur risaeðla, enn þá stærri. Sú er kölluð Argentinosaur- us, hálslöng grasæta sem vó meira en eitt hundrað tonn. Það er stærsta risaeðla sem nokkurn tíma hefur fundist. Sú var tíðin að vísindamenn furð- uðu sig á því hvers vegna Tyranno- saurus rex flakkaði aldrei til Suður- Ameríku. Þeir áttuðu sig þó á því hvers vegna svo var þegar leifarnar af Giganotaurasi fundust árið 1993. Tyrannosaurusinn sá til þess að Giganotaurus leitaði ekki til norð- urs, og öfugt. Vísbendingar um að risaeðlur þessar hafi veitt saman í hópum benda til að þær hafi ekki verið eins heimskar og talið hefur verið. Marg- ar þessara skepna vora með heila tvisvar til þrisvar sinnum stærri en krókódílsheila, þegar líkamsstærðin hefur verið tekin með í reikninginn. „Litlir heilar útiloka ekki flókna hegðun," segir Philip Currie.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.