Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998
31
Sólarrafhlöðubílar
Miklar framfarir hafa
orðið í að nota sólarorkuna
til að knýja áfram bíla með
aðstoð vatns. Vísindamenn
hafa verið að vinna í þessu
um nokkurt skeið og segjast
nú hafa komist skrefi nær
þvi að geta framleitt slíka
bíla. Þar eiga þeir við einfalt
tæki sem notar sólarorkuna
til að breyta vatninu í elds-
neyti úr vetni. Þetta mun
draga verulega úr orkunotk-
un og þar með kostnaði við
notkun bílsins. Stefnt er að
því að sólarorkubílar verðir
komnir á götuna á viðráðan-
legu verði fyrir árið 2004.
Gerviauga
Bandaríski herinn hefur
styrkt háskólann í Michigan
svo að vísindamenn þar geti
búið til gerviauga á örkubbi.
Þetta yrði í fyrsta sinn sem
slíkt yrði búið til í heimin-
um. í þessu auga verða
linsur, litlir leisigeislar og
stillanlegir ljósaskynjarar.
Tekið skal fram að þetta er
ekki til þess að setja í þá
sem hafa misst augað heldur
er þetta til þess að hermenn
geti skynjað hreyfmgu í
meiri fjarlægð en þeir geta
núna. Styrkurinn er veittur
til þriggja ára og framlengist
hugsanlega um tvö ár í við-
bót.
Hreinna eldhús
Nú er svo komið að farið
er að nota tækni sem upp-
runnin er í geimrannsóknum
til að gera eldhúsið að
hreinni stað. Lengi hefur
verið forðast að nota fægilög
til að fægja málm í eldhús-
inu því með honum missir
málmurinn gljáann með tim-
anum. Nú er hins vegar
kominn nýr málmur sem
stenst álag allra slíkra efna
þannig að eldhúsið geti alltaf
orðið skínandi hreint og gljá-
andi. Þar sem hann hefur
verið prófaður í geimnum er
gert ráð fyrir að hann endist
mjög vel og lengi á jörðu
niðri eins og hann hefur gert
utan hennar.
Slæmar hliðar rafbíla
ímyndið ykkur að þið sitjið fyrir
framan tölvuna að vinna að mikil-
vægu verkefni. Allt í einu slökkna
öll Ijós, það slökknar líka á tölvunni
og stóra verkefnið sem var verið að
vinna að en gleymdist að vista
hverfur út í buskann. Fyrst er at-
hugað hvort þvottavélin eða eldavél-
in hafi slegið út rafmagninu. Síðan
kemur í ljós að nágranninn var að
tengja rafbílinn sinn með fyrr-
greindum afleiðingum.
Sérfræðingar ætla að slik saga
gæti vel verið sönn og að þeir sem
séu helstu talsmenn þess að nota
rafbíla hafi ekki alveg hugsað málið
til enda. Ef rafbílar fara á götuna
þurfi nefnilega að endurbæta raf-
kerfið á ansi mörgum stöðum.
Þetta segir a.m.k. bandaríski raf-
magnsverkfræðingurinn Alexander
Domijan en hann hefur rannsakað
fyrsta rafbílinn sem fer í fjöldafram-
leiðslu, EVl frá General Motors.
Hann athugaði sérstaklega áhrif
bílsins á rafkerfið í Florida. Hann
uppgötvaði að þegar rafbill er hlað-
inn getur það truflað rafmagnsflutn-
ing frá staðbundnum flutningakerf-
um til heimilanna. Þó að aðeins 10
manns ættu slíkan bíl í nágrenninu
gætu ljós dofnað, tölvur drepið á sér
og annað misgæfulegt komið í ljós.
Til að fólk geri sér í hugarlund
hversu mikla orku þarf til að hlaða
tóman rafbíl skal þess getið að
hleðslan krefst jafnmikils rafmagns
og loftkæling í 1000 fermetra húsi.
Slæmt fyrir marga
Þessar niðurstöður koma á sama
tíma og rikin í Bandaríkjunum eru
að taka höndum saman til að meng-
unin verði undir þeim mörkum sem
hún verður að vera árið 2007. Kali-
fornía og New York hafa þegar
skyldað bílaframleiðendur til að
framleiða rafbíla. Margir hafa þegar
lýst áhyggjum vegna þessarar nið-
urstöðu þar sem menn sáu fram á
að Florida væri stór markaður fyrir
rafbíla.
Gríðarlega mörg fyrirtæki ætla
að hefja framleiðslu á bílum. Auk
General Motors hafa japönsku bíla-
framleiðendumir Honda og Toyota
framleitt eða þróað bíla sem ganga
bæði fyrir rafmagni og bensíni.
Þessi fyrirtæki eyða gríðarlegum
íjármunum 1 rannsóknir og þróun á
slíkum tækjum.
Talsmenn rafveitufyrirtækja
segja að finna þurfl varanlega lausn
á þessu vandamáli með sem minnst-
um tiikostnaði. Ein lausn gæti verið
sú að bæta við rafstöðvum en hætt
er við að slík framkvæmd myndi
fljótlega koma í ljós á rafmagns-
reikningum notendanna.
Önnur lausn er hreinlega að
hvetja eigendur rafbílanna til að
hlaða á réttan hátt á réttum tíma.
Ekki eigi t.d. að láta bílinn tæmast
að fullu og best sé að hlaða hann á
tlmum þar sem rafmagnsnotkun er
lítil, t.d. mjög seint á kvöldin.
Eldri hús í meiri hættu
Sérfræðingar segja að gömul hús
með gömlum rafstöðvum séu í sér-
staklega mikilli hættu að verða fyr-
ir rafmagnstruflunum þegar rafbíl-
ar eru í hleðslu. Vandamálið verði
jafnvel ennþá meira þegar bílar
koma á markað sem hægt er að
hlaða á ennþá styttri tíma en þeir
rafbílar sem nú þekkjast.
Talsmenn General Motors segjast
hins vegar bjartsýnir og að þetta
séu ekki endalokin á þeirra mark-
aðssetningu. Þeir búast við að lausn
verði fundin á vandanum áður en
fyrirtækið hefur fyrir alvöru fram-
leiðslu á rafbílum. Hvort þeir reyn-
ist sannspáir verður tíminn að leiða
í ljós en eins og staðan er núna virð-
ast vandamálin vegna rafbílanna
mjög stór. -HI/ScienceDaily
Ferskari ávextir
Svona ferskir verða ávextirnir alltaf í nýja geymslukerfinu.
Nýtt kerfi verður bráðum innleitt
í stórmarkaði Bandaríkjanna sem
gæti gert það að verkum að ávextir
haldi ferskleika sínum mun lengur
en þeir gera í hefðbundinni
kæligeymslu. Það eru vísindamenn
í tækniháskólanum í Madison í
Wisconsin sem hafa þróað þessa
tækni.
Kerfið virkar þannig að það
hreinsar úr loftinu allt eþílen en
það er náttúrulegt efni sem orsakar
að grænmeti og ávextir skemmast.
Þetta er sams konar tækni og var
notuð til að gera tilraun til að rækta
plöntur um borð í geimfari. Nú
verður hún sem sagt notuð til að
unnendur þessa hollustufæðis geti
loksins sigrast á gulu rósakáli,
brúnum og morknum eplum og
skítugu salati.
Til að hreinsa eþílenið er notað
efni sem kallast títanum díoxíð. Það
brýtur eþílenið niður í litlar
meinlausar karbondíoxíð- og
vatnssameindir. Útfjólublátt ljós er
notað til að virkja efnið.
Það er fyrirtækið KES Irrigation
Systems sem hefur fengið einkaleyfi
til að markaðssetja tæknina og
reikna talsmenn fyrirtækisins með
því að þetta verði komið í einhverja
stórmarkaði strax á komandi
sumari. Þeir sjá mikla möguleika í
að markaðssetja þetta víða en þeir
ætla að byrja á búðum sem þurfa að
selja slíka vöru og þar af leiðandi
geyma í einhvern tíma.
Reyndar er í notkun tækni sem á
að halda eþíleninu í skefjum. Hún
síar hins vegar aðeins efnið burt en
eyðir því ekki strax.
Þessi aðferð leiðir það líka af sér
að mjög lítill viðhaldskostnaður
fylgir þessu tæki. Útfjólubláa ljósið
dregur einnig úr bakteríumyndun í
geymsluherberginu sjálfu þannig að
fleiri kostir eru við tækið en að það
komi í veg fyrir að ávextimir og
grænmetið skemmist.
-HI/ScienceDaily
rW Vento GL1600 árg. '97,
4 d., ssk., ek. 32 þús. km,
fjólublár, álfelgur. <
Verð 1.390 þús.
Cadillac de Ville árg. '64,
2 d., ssk., rauður/hvítur.
Verð 690 þús.
Ford Escort station árg.
'94, 5 d„ 5 g., ek. 59 þús.
km, blár.
Verð 890 þús.
Hyundai Pony LSi árg. '94,
4 d., 5 g., ek. 62 þús. km,
grár.
Verð 570 þús.
Toyota Landcruiser árg,
'94,4 d„ 5 g„ rk. 60 þús.
km, rauður/grár.
Verð 3.700 þús.
M. Benz Sprinter 312D árg.
>96,5 d„ 5 g„ ek. 99 þús. km,
hvítur.
Verð 2.690 þús.
VW LT 35 árg. '97,4 d„ 5
g„ ek. 33 þús. km, hvítur.
Verð 2.680 þús.
Borgartúni 26, símar 561 7510 & 561 7511
K
e'
*
K