Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Qupperneq 32
40
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998
íþróttir unglinga
Fylkir varö íslandsmeistari bæöi f A- og B-liöum í 4. flokki kvenna og héldu stúlkurnar upp á árangurinn meö því aö
skella sér á Hard-Rock Café í Kringlunni. Þessi mynd var tekin viö þaö tækifæri og sýnir vel samstööuna í liðinu,
sem skilaöi því örugglega langt, en B-liöiö þurfti framlengingu til aö vinna FH. DV-mynd ÓÓJ
Erlendur Egilsson í 4. flokki karla hjá Val:
Allt frekar en ekkert
Fyrirliði þrefaldra meistara Valsmanna í 4. flokki er Erlendur Egilsson og
hann lét sig ekki muna um að spila nefbrotinn í úrslitaleiknum gegn KA:
„Þetta eru tvö sterkustu liðin í 4. flokki og KA átti alveg eins skilið sigur í
þessum leik en við vorum klókari í lokin. Skynsemin og hefðin fylgdi okkur
Valsmönnum í þessum leik eins og jafnan enda gamla Valshefðin sterk. Ég
held að við náum þessum titlum þrátt fyrir að vera ekki meö marga stráka
sem æfa vegna þess að þjálfarinn okkar nýtir það sem til er mjög vel og hef-
ur tekist að gera okkur að sigurliði. Við unnum þannig alla leiki í vetur
nema einn, erum búnir að taka alla titlana sem voru í boði og höfum staðið
okkur mjög vel.
Ég er búinn að æfa sjáifúr frá 8 ára aldri en ég er líka í fótbolta. Ég verð
að segja að handboltinn stendur aðeins framar eins og er en þó er aldrei að
vita hvaö ég vel. Það er helst að mun betra gengi er í handboltanum, auk þess
sem andlegi mórallinn í handboltanum er mun betri.
Hvemig stendur á umbúðunum framan 1 þér?
Ég nefbrotnaði í undanúrslitaleiknum gegn ÍR en tímdi ekki að fóma vetr-
unum fyrir einn leik og ákvað því að láta umbúðir á nefið og skella mér í slaginn. Sumir myndu telja það brjál-
æði en í úrslitaleik sem þessum er það allt eða ekkert og hjá mér sem Valsara var það að sjálfsögðu aJlt frekar
en ekkert.
Valsstelpur uröu á dögunum bikarmeistarar í 4. flokki kvenna eftir sigur á FH
í úrslitaleik. Þær náöu ekki aö fylgja því eftir í úrslitunum því þær töpuðu
fyrir Fylki í undanúrslitunum og uröu í 3. sæti. DV-mynd ÓÓJ
Valur varö þrefaldur meistari í 4. flokki karla, vann deild, bikar og loks
fslandsmótiö um næstsíöustu helgi. Sterkir strákar. DV-mynd ÓÓJ
bikarkeppni þrátt fyrir mjög góða frammistööu.
Islandmótið í 4. flokki í handbolta:
Tvöföld gleði
Úrslit í 4. flokki
kvenna
A-lið, undanúrslit:
Valur-Fylkir......9-12 (3-6)
Anna Guðmundsdóttir 2, Svanhildur
Þorbjömsdóttir 2, Kristin Bergsdótt-
ir, íris Þórarinsdóttir 2 - Unnur Guð-
mundsdóttir 3, Sigurbima Guðjóns-
dóttir 3.
Stjaman-FH..........13-19 (9-11)
Sigurlín Birgisdóttir 5, Elfa Erlings-
dóttir 4 - Dröfn Sæmundsdóttir 7, Sig-
rún Gilsdóttir 6.
A-lið ieikur um 3. sætið
Valur-Stjaman ........12-9 (8-6)
Svanhildur Þorbjamardóttir 3, Krist-
in Þóra Haraldsd. 3 - Elfa Erlingsd. 4,
Unnur Johnsen 2, Tinna Karlsd. 2.
A-lið leikur úrslitaleik
Fylkir-FH............18-12 (8-4)
Unnur Guðmundsd. 6, Sigurbima
Guöjónsd. 4, Emilía Tómasd. 3, Tinna
Jökulsd. 3, Hulda Karen Guömundsd.
2 - Harpa D. Vífílsdóttir 7, María
Ámad. 2, Dröfn Sæmundsd. 12, Sig-
rún Gilsd. 1, Þóra Gunnlaugsd. 1.
B-lið, undanúrslit:
Fylkir—Stjarnan.......15-7 (7-4)
Martha Haraldsdóttir 6 - Helena
Snorradóttir 3.
FH-Víkingur.........23-12 (12-6)
Ragnhildur Guðmundsd. 8, Sigurlaug
Jónsd. 7 - Valgerður Árnadóttir 5.
B-lið leikur um 3. sætið
Stjaman-Víkingur .... 13-8 (5-1)
Hallgerður Óðinsd. 5 - Aldís Snorra-
dóttir 2, Valgerður Ámad. 2, Kristín
Guðmundsd. 2, Ingibjörg Einarsd. 2.
B-lið, úrslitaleikur:
Fylkir-FH ......14-11 (9-9) (5-3)
Lára Hannesdóttir 3, Martha Haralds-
dóttir 3, Jónína Ingimundardóttir 3,
Helga Hauksd. 3 - Ragnhildur Guð-
mundsdóttir 3, Hafrún Karlsdóttir 3.
Úrslit 4. flokks fóm fram í Austur-
bergi helgina 16. til 18. apríl síðastliö-
inn og voru það Valur, KA og Fylkir
sem báru sigur úr býtum. Keppnin
bauð annars upp á skemmtilega til-
burði og gefur góð fyrirheit fyrir fram-
tiðina.
Það vom tvö sterk lið sem mættust í
úrslitum 4. flokks, A-liða og úr varð
hörkuspennandi og hnífjafn úrslitaleik-
ur sem réðst á síðustu sekúndunum.
Valsmenn, sem höfðu nokkmm dögum
áður orðið bikarmeistarar, höfðu sterk-
ari taugar í lokin og unnu en KA-menn,
sem spiluðu skemmtilegan bolta, gerðu
sig seka um fljótræði I sókninni og
ótímabundin skot.
Vikingur og ÍR töpuðu undanúrslita-
leikjunum í 4. flokki og léku þvi um 3.
sætið. Það fór svo að Víkingar unnu
eins marks sigur í hörkuleik þar sem
mest munaði um stórgóða frammistöðu
Andra Gunnarssonar í Víkingsliðinu.
Bæði þessi lið vantaði þó talsvert upp á
að standa verulega í úrslitaliðum Vals
ogKA.
Á sama tíma og 4. flokkur Vals vann
Islandsmeistaratitlinn varð meistara-
flokkur Vals íslandsmeistari á Hlíðar-
enda. Þó svo að strákarnir hefðu veriö
svekktir yfir að komast ekki á leikinn
brast á tvöfaldur fógnuöur í leikslok
þegar þeir vissu að fyrirmyndimar
höfðu leikið þeirra leik eftir.
Það setti leiðinlegan svip á undanúr-
slit B-liða í 4. flokki karla þegar Fjölnir
úr Grafarvogi skrópaði i undanúrslita-
leik sínum við FH og svo aftur daginn
eftir gegn Haukum i leik um þriðja sæt-
ið. KA vann 4. flokk karla i B-liðum en
þar æfa yfir 40 strákar í þessum flokki.
Breiddin er mjög mikil og áhuginn á
handbolta á Akureyri þessa dagana.
Stelpumar í 4. flokki Fylkis gerðu
sér lítið fyrir og unnu bæði keppni A-
og B-liöa og ýttu undir vonir íslenskra
handboltakvenna um fleiri lið. Það má
nefnilega telja víst að ef þessar stelpur
halda áfram sem horfir þá er stofnun
meistarflokksliðs í Fylki á næstu grös-
um. Of oft hafa félög eins og Fylkir og
ÍR misst stelpur eitthvert annað vegna
þess að meistaraflokkinn vantaði.
-ÓÓJ
Umsjón
Óskar Ó.Jónsson
Úrslit í
4. flokki karla
A-llö, undanúrslit:
Valur-ÍR............19-15 (1(M)
Erlendur Egilsson 8, Jón Þorvarðar-
son 5 - Einar Hólmgeirsson 4, Guð-
laugur Hauksson 4.
KA-Víkingur ........21-13 (11-7)
Kjartan Þórarinsson 7, Ingólfur Ax-
elsson 6 - Andri Gunnarsson 5, Þórir
Júlíusson 4.
A-lið, leikur um 3. sætið.
ÍR-Víkingur.........20-21 (11-8)
Guðlaugur Hauksson 5, Þorleifur
Björnsson 5 - Andri Gunnarsson 8,
Þórir Júliusson 6.
A-lið, leikur úrslitaleik.
Valur-KA............15-14 (6-7)
Siguröur Eggertsson 4, Erlendur Eg-
ilsson 3, Bjarni Eiríksson 3, Jón Þor-
varðarson 3, Þorsteinn Sigursteins-
son 2 - Einar Friðþjófsson 3, Öm
Kató Hauksson 2, Kjartan Þórarins-
son 2, Helgi Arason 2, Steinn Braga-
son 2, Ingólfur Axelsson 2, Andrés
Vilhjálmsson 1.
B-lið, undanúrslit:
Haukar-KA ..........6-11 (2-6)
Hannes Sigurðsson 2 - Ólafur Þóris-
son 3, Bjarni Þórisson 3, Viðar Valdi-
marsson 3.
FH-Fjölnir ...............10-6
B-lið, leikur um 3. sætið.
Haukar-Fjölnir............10-0
B-lið, úrslitaleikur:
KA-FH...............17-13 (7-7)
Hafþór Júlíusson 4 - Pétur Pétursson
4.