Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 7 Fréttir Fimm tima flug Halldór Blöndal sat fyrir nokkru fund samgönguráðherra Evrópulanda og var svo hljóður og fyrirferðarlítill að athygli vakti, að þvi er sagan segir. Ein- hverjir hinna evr- ópsku starfsfélaga ráðherrans munu hafa undrast nokkuð þá þraut- seigju Halldórs að leggja á sig langt og erfitt ferðalag yfir Atlantshafiö fyrir jafnlítil erindi og höfðu orð á þvi við hann. Nær- staddir segja að hann hafl gert litið úr fyrirhöfn sinni, flugsam- göngur við ísland væru öflugar og vélar Flugleiða fljótar í forum til og frá landinu: „That is no problem," á ráðherrann að hafa sagt, „the flight takes only five times ...“ Sandkorn selur þessa sögu þó ekki dýrar en hún var keypt... Óráðið Bankaráð Landsbankans er óráðið í því hvort það segir af sér eður ei. Fyrir nokkrum dögum var það ráðið í því að ráðið hefði engu ráðið og ætti því að sitja sem fastast. Nú er Jóhann Ár- ) sælsson búinn að segja af sér og Anna Mar- grét Guðmundsdóttir, sem ekki var ráðin i því hvort hún segði af sér hefur afráðið að sitja áfram. Nú er bara spurningin hvort ákvörðun Jóhanns hrekur á end- anum aðra í ráðinu til að segja af sér. Þá er spumingin hvort Finn- ur Ingólfsson verður bankaráðs- laus sem þykir óráð hið mesta þótt hann sé ráðavandur ... Klofningur úr R-lista ) \ > i Flest bendir til að Húmanista- framboðið verði ekki eina nýja framboðið sem sækir að Reykja- víkurlistanum og Sjálfstæðisflokkn- um í borgar- stjórnarkosning- um. Meðal borg- arstarfsmanna eru uppi um- ræður um nauösyn þess að þriðja alvöruaflið komi fram, einkum til aö veita R-listanum aöhald frá vinstri. Talsvert er lagt að Maríasi Sveinssyni, trún- aðarmanni hjá SVR, að hafa for- göngu um slíkan lista. Megin- markmið hans yrði að knýja í gegn 80 þúsund króna lágmarks- laun á mánuöi. Málið mun skýr- ast fyrir helgi en framboðsfrestur rennur út 2. mai... Saumaklúbbatíska í saumaklúbbum landsins grasserar „alþýðumenning“ af ýmsu tagi. Lengi hefúr tíðkast að einstökum sauma- i klúbbum sé kynnt „Tupperware" þar sem sölumaður dásamar alls kyns dollur hverjar nauðsynlegar eru taldar hverju heimili. Þá voru til skamms tíma vinsælar tusku- kynningar. Þetta tilheyrir nú for- tíðinni samkvæmt heimildum sandkoma. í staðinn er komið | svokallað „typpaver". Sú kynn- ing saman stendur af alls kyns raftnagnstækjum og tólum til aö - bregða lit og birtu á ástarlífið eða gera konur sjálfstæðar i þeim efnum. Ekki geta þó heimildir um það hversu ítarleg kynningin er en hún mun valda nokkrum titringi... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. Is Læknafélag íslands um gagnagrunnsfrumvarpið: Meingallað ógæfumál - þýðir glötun mannréttinda, Qármagns og vísindaumhverfis í ályktun Læknafélagsins kemur fram að mikil ásókn er af alþjóðlegum erfðarannsóknafyrirtækjum í rannsóknir á smáþjóðum og þjóðabrotum. Læknafélag íslands hélt blaðamannafund í gær þar sem það fór ómjúkum höndum um gagnagrunnsfrumvarp Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra. Telur félagið frumvarp- ið meingallað og mikið ógæfumál ef það næði fram að ganga. Afleið- ingar þess yrðu að mik- il verðmæti mundu glat- ast, jafnt mannréttindi, vísindaumhverfi sem fjánnagn. Þá séu mark- mið þessa frumvarps mjög gagnsæ. því sé ætl- að að gefa íslenskri erfðagreiningu, einni aðila, allar sjúkdóms- upplýsingar, án þess að hagsmuna heilbrigðis- þjónustu, sjúklinga eöa landsmanna allra sé gætt. Miði frumvarpið að einokun þessa fyrir- tækis á sviði mann- erfðafræðirannsókna á íslandi og til að tryggja þessi markmið enn frek- ar sé boðað nýtt frum- varp mn lífsýni á Al- þingi í haust. Ásókn í smáþjóðir í ályktun Læknafé- lagsins kemur fram að mikil ásókn er af alþjóð- legum erfðarannsókna- fyrirtækjum i rannsókn- ir á smáþjóðum og þjóðabrotum. Hérlendis líti þetta betur út af því að íslensk erfðagreining sé íslensk- ur lögaðili með marga ágæta ís- lenska starfsmenn. Læknafélagið heldur því hins vegar fram að fjár- mögnun félagsins sé erlend og að fyrirtækið virðist, a.m.k. að hluta til, vera í eigu erlendra aðila, eins og lyfjarisans Hoffmann-La Roche. Gefið gler fyrir gull Þá kom fram að erlendir fagaðilar og tímarit, sem um málið hafi fjall- að, geri það á öðrum nótum en gert hafl verið hérlendis. Þar telji menn samninginn mjög góðan fyrir La Roche-fyrirtækið og að hugmyndir um að verðlauna þjóðina fyrir þátt- tökuna með ókeypis lyfjum, sem úr rannsóknum kunna að koma, minni á þegar indíánum voru gefnar gler- perlur fyrir gull. Tímaritið Sci- entific American orðar það svo að með þátttöku sinni geri íslendingar sig að „eðlislægum tilraunadýrum". Af hverju notum við ekki ágóðann? Þá gerir Læknafélagið kröfu til að verðmæti gagnagrunnsins sé metið til fjár og telur að fyrsta mat á þeim verðmætum sem úr honum megi skapa nemi nokkrum tugum millj- arða króna. Telur Læknafélagið óráðlegt að gefa frá sér slík verð- mæti þegar endalaust sé verið aö skera niður og spara í heilbrigði- skerfmu og þó séu upphæðir þar taldar í tugum eða hundruðum milljóna, ekki milljörðum. Læknafélagið lýsir áhyggjum af því að sjálfstæðar vísindarannsókn- ir muni leggjast af verði ÍE veitt einkaleyfi á gagnagrunninum og slíkt sé ekki í þágu þjóðarinnar. Þá efast Læknafélagið mjög um að mik- ið liggi á að samþykkja frumvarpið og dregur í efa röksemdir tals- manna íslenskrar erfðagreiningar þar að lútandi. Það séu ekki lengra en þrjár vikur síðan fulltrúi La Roche hafi haldið erindi á Ítalíu þar sem því var velt upp hvort erfða- fræði væri ekki framtíð lyfjaiðnað- arins. Hafi fyrirlesari útlistað skil- merkilega hvemig Roche ætli að stunda erfðamengisrannsóknir til að finna erfðaþætti sem hafi áhrif á svömn sjúklinga við lyfjum, meðal annars með hjálp ÍE, samstarfsaöila þeirra sem hefði eignað sér erfða- efni íslendinga. Snögg afgreiðsla frumvarpsins muni ekki verða til að setja niður deilur, þvert á móti sé slík afgreiðsla líkleg til að auka þær. -phh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.