Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Side 10
10 ÞRIÐJTJDAGUR 28. APRÍL 1998 Spurningin Áttu íslenska hátíðarbúninginn? Ásbjörn Helgi Árnason skipa- tæknifræðingur: Nei, kannski eignast ég hann samt einhvern tíma. Sigurður Jóhannsson aðalbókari: Nei, en það kæmi vel til greina að klæðast honum við gott tækifæri. Guðsteinn Eyjólfsson bílstjóri: Nei, en mér fmnst hann flottur. Páll Wolfram öryggisvörður: Nei, en ég myndi alveg vilja eiga hann. Bjami Sigurbjömsson verkamað- ur: Nei. Halldór Sigmundsson skrifstofu- stjóri: Nei, því miður. Lesendur Úttekt á störf- um ráðherra Sigurður Helgason skrifar: Eftir síðustu atburði í stjórnsýsl- unni vakna margar spurningar. Reikna má fastlega með að almenn- ingur bíði frekari frétta og umræðna um hvemig staðið sé að málum í flestum greinum innan kerfísins. En allt virðist það slitið og illa lekt víða. - Hvað t.d. með ítarlega úttekt á störfum dómsmálaráðherra? Á þeim vettvangi má spyrja margra spurn- inga sem brenna á vörum almenn- ings. Ég nefni aðeins nokkur. Hvar er SR-málið, og hvemig fór ráðherrann sjálfur að við söluna þar? Hvað leið langur tími ffá aug- lýsingu um söluna þar til búið var að gera út um kaupin? Hve mikið skaðaðist ríkið á þeirri sölu? - Hvemig hefur mannaráðningum og skipunum í stöður af hendi dóms- málaráðherra veriö háttað? Er fyrsta skilyrðið i þeim greinum rétt flokks- skírteini? Hvemig verður dóms- og ffamkvæmdavald við slíkar aðstæð- ur. Hvað tryggir sjálfstæði dómara þegar leiðin í embætti er einungis ein? Fangar hafa kvartað árum saman yfir skorti á möguleikum á endur- hæfmgu og aðstoð innan og utan fangelsisveggja. Hver hafa viðbrögð ráðherrans verið? Hvernig er málum lögreglu háttað? Hvers vegna hurfu einmitt skýrslur í máli þess manns sem ráðherra hafði beðið fullnustu- nefnd að skoða að nýju? Og hvað fólst í þeirri ítrekunarbeiðni? Krafa almennings er að leitað verði aö þeim skýrslum þar til þær finnast. - Eða hvers vegna er málum svo hátt- að hjá okkur að sami aðili er upp- boðshaldari og á að gæta hagsmuna Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra og sýslumaðurinn á Akranesi, Sig- urður Gizurarson. - Bréfritari tengir deilur þeirra spurningum fólks af vett- vangi dómsmála. annars aðilans, þ.e. ríkisins? Hvern- ig getur sá sem boðið er upp hjá treyst því að hans hagsmuna sé gætt af uppboðshaldaranum? Þurfa sýslu- menn úti á landi að kunna minna í lögum en fyrir sunnan? Hvers vegna er þessi „takmarkaða færni“ að koma í ljós núna? Uppboðið sem frægt er orðð á Akranesi er enn í sviðsljósinu. - Á hvem hátt skaðaði samningurinn sem sýslumaðurinn þar gerði ríkið? Hvað átti ráðherra við þegar hann sagði í útvarpi að sýslumaðurinn réði við minna embætti? Um hvað snýst málið; slaka lögfræðikunnáttu sýslumannsins, óreglu, ósamkomu- lag við ráðuneytið eða þarf að útvega einhverjum eitthvað til að losa sig við einhvem óþægilegan? Úr því Ríkisendurskoðun var sammála sýslumanninum hlýtur málið að vera álitamál. - Skyldi ráðherra segja af sér tapi hann málinu gegn sýslumanninum. - Þannig spyr al- menningm- í þessum og fleiri málum stjómsýslunnar. Er furða þótt syngi og hvíni í reiða þjóðarskútunnar? 25 þúsund með barni - kjósum D-listann í Reykjavík Kristín og Ómar skrifa: Við hjónin búum í Reykjavík og tilheyrum verkalýðsstétt. Fjöl- skyldustefna D-listans fyrir kosn- ingamar í vor í Reykjavík er okkur fagnaðarefni því ef D-listinn nær völdum í borginni ætlum við hjónin að nota þetta einstaka tækifæri sem býðst, að skiptast á að vera heima hjá börnum okkar sem eru 1, 4, 9 og 11 ára. Tvö elstu bömin eru komin í skóla en tvö yngstu eru í vistun úti í bæ. í vor lýkur þeim kafla í okkar lífi að upplifa þetta eilífa stress á hverj- um morgni; það er að vakna, rífa alla á lappir, senda eldri bömin í skólann en þau tvö >Tigri í vistun hvemig sem háttar hverju sinni. Nú geta tvö yngri börnin verið í róleg- heitunum heima ásamt öðm for- eldrinu og eldri bömin munu hætta að vera lyklaböm því nú verður einhver heima til að taka á móti þeim. Ég hvet því alla foreldra til að kjósa nú D-listann í vor og tryggja fjölskyldustefnu sjálfstæðismanna framgang i borgarkerfinu á næsta kjörtímabili. Ríkið hætti bankarekstri Meiri hætta á bruóli i fjármálum þar sem ríkiö er annars vegar, segir Konráö m.a. Konráð Friðfinnsson skrifar: Líklega fer ekki fram hjá neinum umijöllunin um nokkra einstaklinga í æðstu embættum Landsbanka Is- lands. - Sáu þeir sér ekki annað fært en að segja störfum sínum lausum hjá bankanum. Málið snýst um bmðl í sambandi við laxveiðar á vegum bankans og andvirði 42 milljóna króna sem dreif- ast yfir 3-4 ár. Samkvæmt nýlegum fregnum hefur Landsbankinn aíþant- að öll laxveiðileyfi sem fyrirhugað var að nýta á árinu. Sennilega til að slá á ólguna í þjóðfélaginu. Háttvirtur þingmaður, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur farið hamfórum í málinu og hvergi linnt látum. Þarf enda stundum að tala hátt til að hrista upp í liðinu og koma fyrir það vitinu. Þögn í langan tíma í áfellismálum er yfirleitt slæm og þetta ákveðna mál- efni er eitt mesta hneyksli sem ég man eftir á síðustu árum. - 42 milljón- ir króna, sem eytt er í leikaraskap, eru þess virði að hneykslast yfir. Nú er rétti tíminn fyrir viðskipta- ráðherra, Finn Ingólfsson, að leggja til við ríkisstjórnina og Alþingi að þessi banki verði seldur sem allra fyrst. Ríkið á að hætta bankarekstri, ef undan er skilinn Seðlabankinn. DV Plast í staö tréglugga Á.K.J. skrifar: Ég undrast stórlega hvers vegna við íslendingar erum stundum lengi að taka við okkur í nýjung- um í ýmsum greinum, þrátt fyrir alla nýjungagirnina. í nýbygging- ar erlendis og viðgerðir eða endur- bætur húsa er notaö plast í stað trés, bæði í gluggakarma og dyrakarma. Þetta hafa menn próf- að hér líka og það hefur reynst margfalt endingarbetra og við- haldsfrírra en tréð sem fúnar og krefst mikils viöhalds. Snúa þarf við blaðinu í þessum efnum og það mun spara stóran pening þegar allt kemur til alls. Sótt í fjár- hirslur borgarinnar Aima skrifar: Ég rekst stundum á fundargerð- ir borgarstjómar Reykjavíkur og kennir þar að sjálfsögðu margra grasa. Eitt með öðru er fjöldi beiðna um fjárstyrk fyrir fram- kvæmdir og meira að segja beinni eyðslu algjörlega óháðri hinum sameiginlega rekstri okkar á borg- inni. Ég tek sem dæmi beiðni um fjárstuöning til Atvinnumiðstöðv- ar stúdenta upp á 300 þúsund kr., fjárstuðning til Atvinnu- og ferða- málastofu upp á 150 þús. kr. til gerðar kynningarefnis fyrir Þýska- land. Og hvort tveggja samþykkt. Kratinn kyrr í bankaráði Einar Ámason hringdi: Alltaf er það eins með kratana, lítiö að marka en reyna að maka krókinn ótæpilega í kerfinu hvar sem glufa myndast. Þetta hafa þeir gert umfram alla aðra i stjórnmál- unum frá því ég fór að fylgjast með pólitík. Og ekki vildi kratinn í bankaráði Landsbankans segja af sér líkt og Jóhann Ársælsson bankaráðsmaður. Nei, kratinn ætl- ar að „axla ábyrgðina" í Lands- bankanum. Heyr á endemi. Ætli komi ekki einfaldlega til eftirsjá stjórnarlauna og annarra friöinda? Þetta er jú mannlegt en ekki stór- mannlegt hjá þeim sem raðað er á jötuna pólitískt. Ábyrgð hjúkrunar- fræðinga? Birna hringdi: Ég las kvörtun Sigrúnar hjúkr- unarfræðings í DV sl. fóstudag. Hún segist hafa sagt upp störfum. Hún hafi lært fræði sín í fjögur ár, þurft að standast prófin og þurft að vera iöin við kolann að námi loknu. Væntanlega til að ná saman endum fjárhagslega. Það þurfa bara flestir í þessu landi og mikið vildi ég hafa þau laun sem hjúkr- unarfræðingar hafa. Og Sigrún tal- ar um ábyrgð í starfi. Það geta líka flestir aðrir, svo sem rútubílstjór- ar, sem hafa lág og skammarleg laun, aðstoðarstúlkur í hvaða starfi sem er o.s.frv. Hjúkrunar- fræðingum vorkenni ég ekki. Óréttlæti Einstæð móðir hringdi: Þegar sonur minn varð 16 ára í fyrrasumar féllu niður barna- bætur sem voru greiddar á þriggja mánaða fresti. Um ára- mótin breyttust lögin og var sjálfræðisaldur hækkaður í 18 ár. Ég hélt að greiðslurnar kæmu aftur inn þangað til hann yrði 18 ára en þær virðast falla niður hjá árganginum sem er fæddur 1981. Aftur á móti held ég að foreldrar þeirra, sem voru ekki orðnir 16 ára um áramótin, fái bætumar áfram. Ég vildi koma þessari fyrirspum áleiðis vegna þess að þetta er svo órétt- látt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.