Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Page 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 Iþróttir unglinga ___ Unglingaflokkur karla í körfuknattleik: Tveir leikir nóg - þegar Tindastóll varð meistari í fyrsta sinn Tindastóll þurfti aðeins tvo leiki til þess að landa íslandsmeistaratitlinum í unglingaflokki karla í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tindastóll var eini full- trúi Norðurlands á ís- landsmótinu í ár en eitt lið á ávallt öruggt sæti þaðan í undanúrslitun- um. í undanúrslitaleiknum lentu Tindastólsmenn gegn Valsmönnum og unnu 90-74 eftir að hafa haft 41-36 yfír í leikhléi. Tinadstóll komst í 9-0, gáfu strax tóninn í byrjun og slepptu aldrei takinu á leiknum það sem eftir var. í hinum undanúrslita- leiknum áttust við Kefla- vík og Haukar i miklum baráttuleik. Keflavik byrj- aði vel og hafði yfir 46-32 í hálfleik en Haukar náðu að minnka muninn í 4 stig þegar 4 mínútur voru eftir. Keflavík átti síðan frábæran endasprett, liðið skoraði 10 stig í röð og tryggði sér sæti í úrslita- leiknum. Úrslitaleikurinn var mjög skemmtilegur á að horfa og þar fór Arnar Kárason úr Tindastól á kostum og skoraði 37 stig þar af 5 þriggja stiga körf- ur. Tindastólsliðið er skipað mörgum öflugum strákum sem hafa verið í sviðsljósinu með meist- araflokki í vetur en það verður að teljast mjög óvenjulegt að 2 leikir á vetri nægi til þess að verða íslandsmeistarar í unglingaflokki sem og í öðrum flokkum. Tindastólslíðiö sem varö íslandsmeistari í unglingaflokki á dögunum. Þeim nægöi aö spila aöeins tvo leiki í vetur til aö veröa íslandsmeistarar. Ómar Sigmarsson stjórnaöi liöinu í þessum tveimur leikjum. DV-mynd RG Unglingafiokkur IR í körfuknattleik kvenna. Þær skipa einnig meistaraflokksliö ÍR og eiga allar allavega eitt ár eftir í unglingaflokki. Liðiö skipa eftirtaldar: Neöri röö frá vinstri: Erna Þórðardóttir, Stella Rún Kristjánsdóttir, Gréta M. Grétarsdóttir, Jófrföur Halldórsdóttir, Tinna Sigmundsdóttir og Þórhildur Eyþórsdóttir. Efri röð frá vinstri: Karl Jónsson þjálfari, Gunnur Bjarnadóttir, Kristín Halldórsdóttir, Helga Mogensen, Þórunn Bjarnadóttir, Halla Erlendsdóttir og ónafngreindur stuöningsmaöur. DV-mund ÓÓJ Unglingaflokkur kvenna í körfuknattleik: Framtíðarlid ÍR tryggði sér bæði íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn í ung- lingaflokki kvenna á dögunum j og rauf ÍR þar með einokun Keflavíkur á þessum titlum en Keflavík hafði unnið tvö- falt, líkt og ÍR nú, þijú ár í röð þar á undan. Framtak ÍR til fyrir- myndar fyrir önnur liö Framtak ÍR hvað varðar kvennalið sitt er til fyrir- myndar en þar hefur verið byggt á þessum stelpum allt frá því að þær voru í stúlknaflokki. Fyrir nokknnn árum var tekin sú ákvörðun að meistaraflokk- ur félagsins yrði skipaður aðeins ungum stelpum sem myndu fá mikla reynslu við að kljást við önnur i meistaraflokkslið þó svo a að sigramir yrðu ekki \ inga sem rauf einokun Keflavíkur eftir 3 ár Greta M. Gretarsdottir fyrirliði ÍR með Islandsbikarinn. margir til að byrja með. ÍR-liðið býr nú að góðri reynslu úr meistaraflokknum á síðustu árum en enginn leikmaður er í raun genginn upp í meistaraflokk enn og það verður einnig svo á næsta tíma- bili. Það háir þeim einna helst hæð- in en það er ekki hægt að sjá annað en ÍR verði orðið sterkt lið eftir 1 til 2 ár og byrji strax að hirða stig af liðunum á næsta ári. ÍR vann Grindavík, 36-32, í úr- slitaleik um íslandsmeistaratitilinn í spennandi leik en Grindavikurlið- ið stóð sig mjög vel í leiknum og þurfti ÍR að hafa mikið fyrir sigrin- um. Stig ÍR í úrslitaleiknum skoruðu Gunnur Bjamadóttir 13, Tinna Sigmundsdóttir 6, Þórunn Bjama- dóttir 6, auk 4 stoðsendinga og 7 stolna bolta, Guðrún Sigurðar- dóttir 4, Jófríður Halldórsdóttir 2 og Gréta M. Grétarsdóttir 2, auk 4 stoðsendinga. Fyrir Grindavik skomðu Sól- veig Gunnlaugsdóttir 13, Sigríður Ólafsdóttir 12, Rósa Ragnarsdótir 2, Bryndís Gunnlaugsdóttir 2, Bára Vignisdóttir 2 og Ólöf Pétursdóttir 1. Stelpurnar þurfa stuöning Körfuknattleikssambandið þarf vissulega að hugsa sinn gang hvað varðar kvennakörfuboltann. Áhuga- leysi og lítill stuðningur sambands- ins við kvennakörfubolta á síðustu árum er að skila sér í fækkim liða í körfubolta en sem dæmi em félögin orðin aðeins 5 í efstu deild. Það er von allra sem að kvenna- körfúboltanum koma að sambandið takisigá enda er tækifærið nú þar sem Tindastóil, Njarðvík, ÍR og Breiðablik era að koma upp með öfl- ugar stelpur sem þurfa stuðning ef þær eiga ekki að missa áhugann og snúa sér að einhverju öðm. Án þessa stuðnings er hætt við að þró- unin verði engin og kvennakarfan lognist að mestu út á næstu árum ef ekki verður gripið í taumana. -ÓÓJ Úrslit Unglingaflokkur karla Undanúrslit Valur-Tindastóll . . .74-90 (36-41) Guðmundur Björnsson 30, Hjörtur Þór Hjartarson 16 - Stefán Guð- mundsson 20, Amar Kárason 19 Keflavík-Haukar . . . 75-64 (46-32) Gunnar Einarsson 20, Halldór Karls- son 17 - Daníel Ámason 24, Ingvar Guðjónsson 14 Úrslitaleikur Keflvik-TindastóII . 85-100 (42-48) Halldór Karlsson 20, Fannar Ólafs- son 16, Gunnar Einarsson 12, Jón Norðdal Hafsteinsson 12, Gunnar Stefánsson 11, Sæmundur Oddsson 10, Magnús Gunnarsson 2, ÓIi Á. Hermannsson 2 - Amar Kárason 37, Stefán Guðmundsson 19, Svavar Birgisson 14, ísak Einarsson 13, Skarphéðinn Ingason 9, Jón Brynjarsson 4, Guðjón Gunnarsson 2, Óli Barðdal Reynisson 2 13. sinn á 5 árum ÍR fékk í þriðja sinn á fimm ámm útnefningu úr sínum röð- um þegar Guðrún Ama Sigurð- ardóttir var kosin besti nýliði 1. deildar kvenna um síðustu helgi. Áður höfðu Þórunn Bjamadótt- ir, árið 1997, og Gréta M. Grét- arsdóttir, árið 1994, fengið þessa útnefningu. Þórunn. Guörún. Tinna Dögg Guölaugsdóttir var valinn íþróttamaöur ársins 1997 á Djúpavogi á dögunum. Hún keppir fyrir Ungmennafélagiö Neista og fékk viöurkenninguna fyrlr góöan árangur f frjálsum fþróttum og í knattspyrnu. Umsjón Óskar Ó. Jónsson Á döfínni Körfuknattleikur: Bikarkeppni yngri flokka í Austurbergi fimmtudaginn 30. apríi næstkomandi. 18:00 11 flokkur .. Njarðvík-Keflavík 19:30 10. flokkur..KR-Njarðvík 21:30 Stúlknafl. . Keflavík-Tindastóll ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.