Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Side 21
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 25 I>V Fréttir Hafliði og Valiant bestir í Skautahöllinni Hestavöruverslunin Reiðsport stóð fyrir nýstárlegu hestamóti í skautahöllinni nýju í Laugardal síð- astliðið laugardagskvöld. Þrjátíu og tveimur knöpum af suðvesturhomi landsins var boðið til keppni með sína glæsilegu tölt- hesta. Einungis var keppt i tölti og voru þrír knapar inni á vellinum í fyrstu umferð. Sýnt var hægt tölt, tölt með hraðabreytingum og frjáls reið. Dómarar vora þrír, Einar Ragn- arsson, Eysteinn Leifsson og Halldór Victorsson, og völdu þeir átta knapa í úrslit. Eftir það var keppt með útsláttar- formi og hefur það sennilega aldrei sést fyrr í keppni á hestamóti. í átta liða úrslitum sigraði Hafliði Halldórsson á Valiant frá Heggsstöð- um Atla Guðmundsson á Kötlu frá Dallandi. Vignir Siggeirsson á Ofsa frá Viðborðsseli sigraði Halldór Svansson á Ábóta frá Bólstað. Auö- unn Kristjánsson á Óði frá Brún sigraði Fríðu H. Steinarsdóttur á Hirti frá Hjarðarhaga og Ragnar Hinriksson á Blikari sigraði Sigur- björn Bárðarson á Húna frá Torfu- nesi. Áhorfendur tóku töluverðan þátt i framkvæmd mótsins því þeir ákváðu með klappstyrk sínum hver keppti við hvem í fjögurra knapa úrslitum. Hafliði Halldórsson sigraði Auðun Kristjánsson í fjögurra liða úrslitum og Ragnar Hinriksson Vigni Sig- Hafliöi Halldórsson og Ragnar Hlnrlksson hóöu elnvlgl um fyrsta sætlö f töltkeppnl Relösports f Skautahölllnnl og sigraöi Hafllöl. geirsson. í keppni um 3ja sætið sigraöi Auðunn Kristjánsson Vigni Sig- geirsson og Hafliöi Halldórsson sigr- aöi Ragnar Hinriksson 1 einviginu um fyrsta sætið. Röð keppenda var þessi: 1. Hafliði Halldórsson á Valiant DV-mynd E.J. 2. Ragnar Hinriksson á Biika 3. Auðunn Krisfjánsson á Óði 4. Vignir Siggeirsson á Ofsa 5. Sigurbjörn Bárðarson á Húna. Skautahöllin er kjörinn vettvang- ur fyrir uppákomur hjá hestamönn- um. Svellið er hálla en venjulegt svell úti. Þess vegna var ákveðið að hafa ekki greitt tölt í keppninni. Einungis einn hestur rann til á svellinu er Bliki fór á hliðina með Ragnar Hinriksson í einvíginu um fyrsta sætið en hvorugum kappanna varð meint af. Þó að kuldi sé töluverður má treysta því að ekki er hávaðarok í höúinni og ekki snjóar þar né rignir. Með hljóðkerfi hússins má magna upp mikla stemningu og eins er hljóðbært í húsinu svo tölttakturinn magnaðist upp er hófamir snertu ís- inn svo drundi í. Líklega verður þetta árlegur við- burður hjá Reiðsporti að halda slíka tölthátíð og má búast við að hug- myndin þróist og auk hljóðs verði ljós notað meira í framtíðinni. -E.J. Beðist vel- virðingar Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki var ætlunin að særa trúarkenud eins né neins með myndbirtingu á vislndaslðu DV á mánudag. Hafi siíkt hins vegar gerst er beðist velvirðing- ar á því. Vilja færast nær gæðingakeppninni - segir Einar Ragnarsson íslenskir dómarar fóru nýlega á árlega dómararáðstefnu FEIF, Fé- lags eigenda og vina íslenska hests- ins í Hannover í Þýskalandi. í FEIF er 21 þáttökuþjóð og var ráðstefnan hin fjölmennasta til þessa og mættu 54 fulltrúar frá flest- um aðildarþjóðunum. Frá íslandi fóru tveir dómarar með alþjóðleg réttindi, Einar Ragn- arsson og Pjetur N. Pjetursson, þrír dómarar fóru til að fá alþjóðleg réttindi, Elvar Einarsson, Páll Briem og Skjöldur Ó. Skjaldarson og frá Þýskalandi kom Haraldur Briem. íslenskir knapar og dómarar hafa haft áhyggjur af því að íþrótta- keppnin sé sífellt að færast nær gæðingakeppninni og nú voru lagð- ar fram tillögur sem valda því að gengið er stórt skref í þá átt að sameina íþróttakeppni og gæðinga- keppni. „íslensku dómaramir voru ekki ánægðir með þær tillögur sem voru lagðar fram sem drög að nýjum regl- um á vegum FEIF,“ segir Einar Ragnarsson. „Þessar reglur gilda einungis á FIBO-mótum, ekki á mótum á ís- landi, en verða notaðar á heims- meistaramótum ef þær verða sam- þykktar. Það verður þó ekki fyrr en eftir heimsmeistaramótið í Þýska- landi 1999. Okkur finnst kröfúr til faglegrar reiðmennsku minnka með þessum drögum og reglurnar séu að nálgast gæðingakeppni sífellt meir. Sem dæmi má nefha að ef þessi drög ná fram að ganga þurfa knapar ekki að sýna skeið nema á um 30% annarr- ar langhliðar til að fá 7,00 í ein- kunn. Ráðstefnu- gestir fara með þessi drög heim og ræða þau þar og svo senda þeir tillögur sín- Einar Ragnars- ar til baka og son' þær verða ræddar síðar. Það liggur ljóst fyrir að mikil starf hefur verið lagt í vinnu að þessum drögum en okkar sjónarmið fara ekki saman við það sem þar er kynnt,“ segir Einar Ragnarsson. -E.J. Björn Stefán Guömundsson, kennari frá Reynikeldu, las upp Passíusálma Hallgrfms Péturssonar í Hjarðarholtskirkju í Dölum á föstudaginn langa. Björn geröi þetta til að minnast móður sinnar, Helgu Björnsdóttur, húsfreyju á Reynikeldu f Skarðshlíð. Um síöustu áramót var öld liöin frá fæðingu hennar. Hún fæddist 27. desember 1897 en lést 6. september 1949. Alls tók lesturinn 5 klukkustundir. Lilja Sveinsdóttir og Michael A. Jones léku á orgel kirkjunnar í hléum. Um 50 manns lögöu leið sfna í Hjarðarholtskirkju þennan dag til að hlýða á lestur Björns. DV-mynd Melkorka Ingunn Hávarðardóttir hárgrciöslumeistari V. Ágœtu viöskiptavini. Gleöilegt sumar Af því tilefni er ykkur boðiö upp á eftirfarandi út maímánuð; 1. 2 fyrir 1 klipping. 2. Hárþvott + höfuðnudd með klippingu. Hársnyrtistofa Njálsgötu 1, simiSól 2391^ LQgerútsQlan Bíldshöfðci 16 (Rofbúðarhúsinu) Borðlompor - Gólflompor - Loftljós Vegglompor - Ljóskostoror - Hológenljós ýmsor gerðir flúrlompor mikið úrvol. Fjöltengi o.fl. smóvörur. fillt ó oð seljost - ótrúlegt verð - lokum eftir helgino Opið ollo dogo, s. 567 39 54 BFGoodricH mmmmmmmmmmmmmmmm^^mmmmmtmmmmmmmi dekk SUÐURSTRÖND 4 S: 561 4110 AII-TenralnT/A Verð stgr. 225/75R-16 11.679,- 30x9,5-15 12.191,- 245/75R-16 13.392,- 31x/10,50-15 13.627,- 33x/12,50-15 14.984,- 35x/12,50-15 17.834,- Jeppadekk G<2i~i<5 gœöci- og verösamanburð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.