Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1998, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998
27 A-
Fréttir
360 gestir í veislu islenska sendiráösins og Flugleiða:
Beint flug milli
íslands og Helsinki
- sendiráðiö i Helsinki opnar heimasíðu um ísland
Um 360 gestir komu til móttöku
sendiráðs Islands í Helsinki og
skrifstofu Flugleiða þann 15. apríl
síðastliðinn á Sokoshótelinu í mið-
borg Helsinki. Tilefni móttökunnar
var kynning á beinu flugi á milli
Reykjavíkur og Helsinki sem hefst
15. maí næstkomandi.
Meðal gesta voru Ole Norrback,
utanríkisviðskiptaráðherra Finn-
lands og ráðherra Evrópumála,
fimm þingmenn, blaða- og frétta-
menn, forystumenn í viðskiptalífi
og ferðaþjónustu, fulltrúar norrænu
félaganna, Norræna fjárfestingar-
bankans, Félags íslendinga í Finn-
landi og, síðast en ekki sist, ýmis
þekkt andlit úr finnsku skemmtana-
lífi. Bar þar hæst vinsælustu söng-
konu Finnlands um þessar mundir,
Mariku Krook, sem nýverið
skemmti á íslandi.
Mcirika tekur þátt í Evrópu-
söngvakeppninni í Birmingham í
næsta mánuði. Þáttaka hennar í ís-
lenska fagnaðinum vakti ekki síst
athygli fjölmiðla. Hafði Huvudstads-
bladet það eftir Mariku að hún ætti
„Mér lofað íslenskum hesti að gjöf sigraði ég í Evrópusöngvakeppninni,"
sagði söngkonan Marika Krook sem var meðal gesta í veislu íslenska
sendiráðsins og Flugleiða í Helsinki.
góðar minningar frá íslandi og að
henni hefði verið lofað íslenskum
hesti að gjöf sigraði hún í Evrópu-
söngvakeppninni.
Tveir starfsmenn eru í sendiráði
íslands í Finnlandi sem formlega
var sett á laggimar í ágúst í fyrra,
Hannes Heimisson sendifulltrúi og
Páivi Kumpulainen ritari.
Að því er Hannes greinir frá var
það nánast ógerningur fyrir finnsk-
an almenning að fá upplýsingar um
íslensk málefni og ferðamöguleika á
íslandi fyrir stofnun sendiráðsins.
Skrifstofa Flugleiða í Helsinki var
ekki sett á laggirnar fyrr en um síð-
ustu áramót.
Sendiráðið hefur lagt áherslu á aö
sinna tíðum og margvíslegum
fyrirspurnum og þýtt
upplýsingaefni á finnsku. í næsta
mánuði ráðgerir sendiráðið að opna
eigin heimasíðu með ítarlegum
upplýsingum um ísland. Finnar eru
mjög netvæddir og kunna vel að
nýta sér kosti vefsins.
Starfsmenn sendiráðsins hafa
orðið varir við aukinn áhuga Rússa
á íslenskum málefnum, einkum
fólks frá St. Pétursborg sem áhuga
hefur á að koma við á íslandi á leið
sinni vestur um haf. Á hverju ári
kemur fjöldi ferðamanna til
Helsinki frá St. Pétursborg
Hannes segir sendiráðið binda
miklar vonir við að efnahagsleg
tengsl íslands og Finnlands styrkist
með beinu flugi sem verður tvisvar
í viku. Á síðasta ári heimsóttu 4320
Finnar ísland heim. Vegna beina
flugsins er búist við að talsvert
fleiri Finnar komi til íslands á
þessu ári.
Breiðfylking í Borgarfirði
DV, Borgarfirði:
Framboðslisti undir nafninu
Breiðfylking í Borgarfirði hefur ver-
ið lagður fram í sameinuðu sveitar-
félagi fjögurra hreppa í Borgarfirði
norðan Skarðsheiðar.
Að sögn Sveinbjarnar Eyjólfsson-
ar, formanns undirbúningsnefhdar-
innar, stendur að framboðinu hópur
fólks með það að markmiði að
leggja fram lista sem byggir á breið-
um grunni fólks úr sveitarfélaginu
öllu.
Listinn er þannig skipaður:
1. Ríkarð Brynjólfsson, kennari á
Hvanneyri. 2. Ágústa Þorvaldsdótt-
ir, bóndi í Skarði. 3. Bergþór Krist-
leifsson, ferðaþjónustubóndi í Húsa-
felli. 4. Þórir Jónsson, smiður í
Reykholti. 5. Sigurður Jakobsson,
bóndi á Varmalæk. 6. Vaka Krist-
jánsdóttir hjúkrunarfræðingur,
Nesi. 7. Ingibjörg Konráðsdóttir
kennari, Hýrumel. 8. Jónína Heið-
arsdóttir, húsmóðir í Múlakoti, 9.
Unnsteinn Snorrason nemi, Syðstu-
Fossum. 10. Þorsteinn Þorsteinsson,
bóndi á Skálpastöðum.
GE
Rusl á Skipaskaga
DV, Akranesi:
Þótt Akranes sé að mörgu leyti
snyrtilegur bær eru þar þó nokkrir
staðir sem ekki eru til fyrirmyndar.
Einkum við iðnaðar- og þjónustu-
hverfið við Kalmannsvelli og
Smiðjuvelli. Götur á svæðinu á að
malbika í sumar svo og í miðbæn-
um.
Þetta kom fram á fundi bæjar-
stjórnar Akraness. Sigríður Gróa
Kristjánsdóttir, annar fulltrúi
Framsóknarflokksins, sagði að á
iðnaðar- og þjónustusvæðinu væru
mörg fyrirtæki sem væru til mikils
sóma. Á öðrum stöðum væru gaml-
ir skúrar, timbur, járn og alls konar
rusl á götum. Hún bað um að bygg-
ingarfulltrúi yrði fenginn til að
skoða þetta mál og ástand húsanna
á svæðinu.
Gunnar Sigurðsson, formaður
bæjarráðs, tók undir orð Sigríðar
Gróu og sagði að því miður væri
slíkt ástand víðar í bænum. Til
dæmis væri miðbærinn víða skelfi-
legur. Gunnar benti á að brýnt væri
að bygginga- og skipulagsnefnd
skoðaði bæinn í heild. Gott ef þetta
Rusl á Smiðjuvelli.
yrði lagað áður en Hvalfjarðargöng
verða opnuð.
„Það eru hús í bænum sem fyrir
löngu hefði átt að rífa. Við höfum
verið að kaupa hús við gamla þjóð-
veginn. Það þarf að gera miklu
meira til að fegra bæinn,“ sagði
Gunnar.
DV-mynd Daníel
Samkvæmt heimildum DV hafa
fyrirtæki á iðnaðar- og þjónustu-
svæðinu ekki viljað hreinsa rusl
fyrr en malbikað hefur verið á
svæðinu en bæjarstjórn Akraness
frestaði því á síðasta ári.
-DVÓ
Pekka Mákinen, Guörún Margrét Sólonsdóttir og Hannes Heimisson
sendif ulltrúi í Helsinki. Hannes segir Finna hafa mikinn áhuga á íslandi.
AÐALFUNDUR
MÁLARAFÉLAGS
REYKJAVÍKUR
Aðalfundur Málarafélags Reykjavíkur- verður haldinn
þriðjudaginn 5. maí 1998 að Lágmúla 5, 4. hæð, kl.
20.30.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál.
Mætið stundvíslega.
Stjórnin
IVU=R
vy
Aðalfundur
fDAGSBRONj Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar
Miðvikudaginn 29. apríl 1998
Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar
(eldra félagsins) verður haldinn miðvikudaginn
29. apríl 1998. Fundurinn er haldinn í Kiwanis-
húsinu að Engjateigi 11 og hefst kl. 20.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
Stjórn Vmf. Dagsbrúnar
á
Hagstœð kjör
Ef sama smáauglýsingin
er birt undir 2 dálkum sama
■ *-
dag er
afsláttur
af annarri auglýsingunni.
afttmillihirn/ty
°&/
Smáauglýsingar
’ ' ■ ' .
\æææææÆl
isrra
550 5000